Morgunblaðið - 30.04.2003, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 30.04.2003, Blaðsíða 20
ERLENT 20 MIÐVIKUDAGUR 30. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ NÝ ríkisstjórn Mahmuds Abbas á sjálfsstjórnarsvæðum Palestínu- manna er ekki öfundsverð. Þing Pal- estínumanna samþykkti í gær stjórn Abbas. En fæðingarhríðir hennar hafa verið miklar vegna andstöðu Yassers Arafats Palestínuleiðtoga og tilrauna hans til að hafa úrslita- áhrif á manna- skipan nýju stjórnarinnar, Arafat reyndi að koma í veg fyrir að sér yrði skákað til hliðar eins og markmið Ísraela og Bandaríkjamanna hefur lengi ver- ið. Þeir segja hann svíkja alla samn- inga en síðar mun koma í ljós hvort Arafat verður í reynd áhrifalítil topp- fígúra, valdalaus forseti. Nú verður Abbas, öðru nafni Abu Mazen, að fást við tvo fjendur. Ann- ars vegar eru það herská samtök á borð við Hamas, Íslamska Jihad og fleiri sem vísa harkalega á bug kröf- um hans um að leggja niður vopn og hætta hryðjuverkum, hins vegar rík- isstjórn Ariels Sharons í Ísrael sem er ekki líkleg til að samþykkja að leggja niður ólöglegar byggðir gyð- inga á hernumdu svæðunum. „Ráðuneyti Bandaríkjamanna“ Vandi Abbas forsætisráðherra er ekki síst að hann hafði ekki betur í deilunni við Arafat vegna þess að hinn fyrrnefndi nyti meiri stuðnings meðal eigin þjóðar. Hann varð að reiða sig á þrýsting á Arafat af hálfu vesturveld- anna og Rússlands. „Þetta er ekki ráðuneyti Palestínu- manna, þetta er ráðuneyti Banda- ríkjamanna,“ er haft eftir Arafat þeg- ar hann sá ráðherralista Abbas. Í nýlegri könnun lýsti 41% aðspurðra Palestínumanna stuðningi við Abbas en 55% við Arafat. En Abbas er einnig gagnrýndur fyrir að skipa í stjórn sína menn sem eru umdeildir, meðal annars eru sum- ir þeirra taldir spilltir en spilling í stjórn Arafats hefur lengi verið al- ræmd. Abbas er sjálfur talinn heið- arlegur og heitir hann að hreinsa til. Glíma hans við Arafat hefur þó valdið því að Hanan Ashrawi, einn frammá- manna Palestínumanna, hefur varað hann við en hún hefur lengi deilt sjón- armiðum Abbas og verið andvíg hryðjuverkum. Að sögn ísraelska blaðsins Haaretz sagðí hún nýlega við Abbas að ef hann beitti hefðbundnum leikreglum í slagnum við Arafat og reyndi að skipa eingöngu trygga stuðningsmenn sína í stjórn „mun for- setinn [Arafat] sigra þig vegna þess að hann er meistarinn í þeim leik“. Mohammed Dahlan verður ráð- herra öryggismála sem líklega er flóknasta verkefnið. Hann nýtur eins og Abbas meira álits en aðrir Palest- ínumenn í Washingon og London og er harður andstæðingur þess að sjálf- stæðar fylkingar haldi uppi hernaði og hryðjuverkum gegn Ísarelum. Dahlan er frá Gaza og eru því margir á Vesturbakkanum tortryggnir í hans garð. En vopnaðir hópar á Gaza ótt- ast líka að hann muni ekki hika við að stöðva þá með valdi eins og hann gerði er Dahlan stýrði þar öryggis- málum í eina tíð. „Stjórnin mun leggja sérstaka áherslu á að tryggja öryggi palest- ínskra borgara á svæðum heima- stjórnarinnar,“ sagði Abbas í ræðu sem hann flutti í gær, fyrir atkvæða- greiðsluna um traust þingsins. Hann tók fram að eingöngu liðsmönnum lögreglusveita yrði leyft að bera vopn. Stjórnin myndu huga vel að því að lögreglumenn væru hæfir til starfans og hart yrði tekið á því ef þeir brytu af sér. Réttir Ísraelum sáttahönd Abbas hvatti í gær samtök sem eru á móti stefnu hans til að ræða saman og „hætta að nota ögrandi orðalag“. Stjórn hans væri andvíg öllum hryðjuverkum og vildi rétta Ísraelum sáttahönd, hafði AFP-fréttastofan eftir honum. Jafnframt sagði hann að árangurinn ylti á því að Ísraelar legðu niður gyðingabyggðirnar á hernumdu svæðunum. Þar búa nú hundruð þúsunda Ísr- aela, þar af nokkur þúsund á Gaza- spildunni. Flestir eru þeir harð- skeyttir þjóðernissinnar og margir úr röðum heittrúarmanna sem segja að gyðingar eigi rétt á öllum svæðum sem sagt er í Gamla testamentinu að hafi verið undir yfirráðum gyðinga. „Það verður enginn raunverulegur friður nema byggðirnar verði fjar- lægðar. Þið verðið að velja,“ sagði Abbas og beindi orðum sínum til Ísr- aela. Einnig hafa Palestínumenn að sögn breska ríkisútvarpsins, BBC, bent á að útilokað verði fyrir Abbas að stöðva árásir á ísraelska hermenn fyrr en herinn hverfi af svæðum Pal- estínumanna. Abbas vísaði í gær á bug kröfum Sharons um breytingar á svonefndum „Vegvísi að friði“, áætlun sem George W. Bush Bandaríkjaforseti hefur lof- að að birta þegar stjórn Abbas verði búin að taka við völdum. Drög að áætluninni, sem er í þrem áföngum, hafa í reynd legið fyrir í nokkra mánuði en Bush hefur sex sinnum frestað að birta áætlunina að ósk Sharons. Forsætisráðherrann veit að Likud-flokkur hans er mjög andvígur öllum tilslökunum gagnvart Palestínumönnum og þess má geta að Sharon hefur oftar en einu sinni heitið landtökumönnunum að hagsmuna þeirra verði gætt. Sjálfir vilja Palestínumenn einfald- lega leysa vandann með því að allir landtöku-gyðingarnir flytji á brott. Á vefsíðu Palestínustjórnar gefur hún þó ádrátt um að hægt verði að semja um að „minniháttar, gagnkvæmar breytingar og leiðréttingar“ verði gerðar þannig að landamærin sem voru við lýði fyrir sex daga stríðið 1967 verði ekki óbreytt. Einnig segir þar að hvorugur aðili skuli gera nokkrar landakröfur eftir að samn- ingar hafi tekist, landamærin verði „endanleg.“ En ljóst er að deilan um yfirráð í Jerúsalem verður torleyst. Á vefsíðunni segir að Austur-Jerúsalem skuli verða höfuðborg hins nýja Pal- estínuríkis en vesturhlutinn höfuð- borg Ísraels. Samkomulag er nú um það hjá að- ilum kvartettsins svonefnda sem standa að áætluninni, auk Bandaríkj- anna eru það Evrópusambandið, Rússland og Sameinuðu þjóðirnar, að Bandaríkjamenn skuli úrskurða hvort deiluaðilar hafi staðið við mik- ilvægustu ákvæði Vegvísisins verði hann samþykktur. Annars vegar er þá átt við umbætur í öryggisgæslu af hálfu Palestínumanna og hins vegar að hætt verði að styrkja gyðinga- byggðirnar og þær nýjustu lagðar niður. Evrópusambandið mun á hinn bóginn fylgjast með því hvort Palest- ínumenn standi við fyrirheit um að bæta stjórnsýsluna og einnig munu Evrópuríkin annast mannúðarhjálp. Andstætt Palestínumönnum vilja Ísraelar gera ýmsar breytingar á áætlun kvartettsins, fyrst lögðu þeir fram um 100 breytingatillögur en hafa nú að sögn fækkað þeim í 15. Mikilvægasta tillagan og sú sem allt getur strandað á er að Ísraelar segj- ast ekki slaka til í neinu fyrr en búið sé að kveða herská samtök meðal Pal- estínumanna í kútinn, með öðrum orðum búið að stöðva allt ofbeldi og hryðjuverk. Standi Sharon fast á kröfunni og látí ekki nægja í bili að Abbas sýni að hann ætli sér raun- verulega að leggja til atlögu gegn her- skáu hópunum er ljóst að Vegvísirinn kemur að engu gagni. Bush lofar þrýstingi Nú kemur til kasta Bandaríkja- manna sem eru bakhjarl Ísraela, selja þeim vopn, lána þeim fé og hafa ára- tugum saman beitt neitunarvaldi í ör- yggisráði SÞ til að koma í veg fyrir að Ísraelar yrðu fordæmdir fyrir meint brot á samþykktum samtakanna. Hlustar Bush á rök Tony Blairs, for- sætisráðherra Bretlands og dyggs bandamanns í Íraksstríðinu um- deilda, sem segir að útilokað sé fyrir vesturveldin að vinna traust araba- heimsins án þess að leysa vanda Pal- estínumanna? The Los Angeles Times segir að Bush hafi síðustu daga tjáð jafnt ísr- aelskum sem arabískum leiðtogum í símtölum að hann muni beita sér af alefli fyrir því að báðir aðilar sætti sig við sársaukafullar tilslakanir til að Vegvísirinn verði að veruleika. Og Colin Powell utanríkisráðherra sagði á mánudag að umskipti hefðu orðið í Palestínustjórn með tilkomu Abbas. Hann væri leiðtogi sem gæti orðið „ábyrgur samstarfsaðili Ísraela og Bandaríkjamanna“. Powell hvatti menn til að grípa nú tækifærið og leysa deilur sem hafa staðið stans- laust frá stofnun Ísraels 1948 og eitr- að samskipti þjóða í Miðausturlönd- um. „VEGVÍSIR til friðar“ er áætlun í þremur liðum og á að vísa leið til friðar milli Ísraela og Palestínu- manna. Hún var samin af kvartett- inum svonefnda, Bandaríkjunum, Sameinuðu þjóðunum, Evrópusam- bandinu og Rússlandi. Þar er m.a. kveðið á um að Palestínumenn fái fullt sjálfstæði innan þriggja ára.  Í fyrsta áfanga á að binda enda á ofbeldi, bæta kjör Palestínumanna og endurreisa stjórnarstofnanir þeirra. Einnig taka þeir við stjórn öryggismála á svæðum sínum og taka til í fjármálum stjórnarinnar. Ísraelsher á að hverfa frá svæðum sem hann hefur hertekið síðan í lok september 2000. Einnig stöðva Ísr- aelar alla frekari uppbyggingu byggða gyðinga á hernumdu svæð- unum og samþykkja að stofnað verði sjálfstætt Palestínuríki.  Stofnað verður bráðabirgðaríki Palestínumanna með bráðabirgða- landamærum. Efnt verður til al- þjóðaráðstefnu um endurreisn efna- hags Palestínumanna. Arabaríkin taka aftur upp ýmis samskipti við Ísrael sem þau hafa slitið vegna upp- reisnar Palestínumanna. Alþjóðlegt eftirlit með framkvæmd friðarsamn- inganna hefst.  Hafnar verða viðræður um end- anlegan frið og eðlileg samskipti ríkjanna tveggja, viðræðum ljúki með samkomulagi 2005. Önnur al- þjóðaráðstefna þar sem gengið verði frá samningum um endanleg landa- mæri, stöðu Jerúsalem, réttindi flóttamanna og gyðingabyggðar á hernumdu svæðunum. Vegvísirinn Vonarneisti kviknar um frið í Palestínu AP Félagi í herskáum samtökum Palestínumanna, PLFP, hrópar slagorð gegn Ísrael og Bandaríkjunum við útför á Gaza í gær. Grafnir voru tveir af frammámönnum PLFP sem Ísraelsher drap með sprengjuflaug. ’ En vopnaðir hóp-ar á Gaza óttast líka að hann muni ekki hika við að stöðva þá með valdi eins og hann gerði er Dahl- an stýrði þar örygg- ismálum í eina tíð. ‘ Ný Palestínustjórn Mahmuds Abbas getur aukið friðarlíkur, segir í grein Kristjáns Jóns- sonar. En erfitt verður að fá Ariel Sharon til að slaka til, þar gegnir þrýstingur Bandaríkja- manna lykilhlutverki. Mahmud Abbas kjon@mbl.is LEIÐTOGAR Suðaustur-Asíuríkja og Kína hétu því í gær að berjast í sameiningu gegn útbreiðslu bráða- lungnabólgunnar, HABL, en þeir hittust á skyndifundi í Bangkok í Taílandi vegna málsins. Útbreiðsla veikinnar hefur enn ekki náð há- marki í Kína og var skýrt frá því í gær að níu manns til viðbótar hefðu látist þar í landi af völdum HABL. Þá tilkynntu yfirvöld í Hong Kong um tólf ný dauðsföll. Alls hafa nú 354 manns látist af völdum HABL í heiminum, lang- flestir í Kína; alls 148. Tilkynnt hefur verið um 5.300 smit í meira en tutt- ugu löndum. Þar af eru 3.300 tilfelli í Kína einu og sér. Þúsundum manna er haldið í sóttkví í Peking, höfuð- borg Kína, og víðar. Eftir fundinn í Bangkok í gær sendu Kínverjar og aðildarríki Sam- taka Suðaustur-Asíuríkja (ASEAN) frá sér sameiginlega yfirlýsingu. Kemur þar fram að stefnt sé að því að allir sem hyggist ferðast frá einu aðildarríki ASEAN til annars verði fyrst látnir undirgangast heilbrigð- isskoðun. Suðaustur-Asíuríkin og Kína urðu jafnframt sammála um að deila öllum fyrirliggjandi upplýsing- um um veikina, stuðla í sameiningu að rannsóknum á HABL og halda al- þjóðlega ráðstefnu um varnir gegn veikinni eins fljótt og auðið er. Munu ekki líða yfirhylmingar Ráðamenn í Peking hafa verið harðlega gagnrýndir fyrir að greina ekki heiðarlega frá raunverulegu ástandi mála í Kína í upphafi, en þannig hafi glatast tækifæri til að stöðva útbreiðslu veikinnar strax í byrjun. Wen Jiabao, forsætisráð- herra Kína, neitaði því hins vegar á fréttamannafundi í Bangkok í gær að leiðtogar ASEAN-ríkjanna hefðu gagnrýnt Kínverja fyrir vinnubrögð þeirra. Menn hefðu haft fullan skiln- ing á vanda Kínverja. „Staðan er enn mjög alvarleg í Kína að því er varðar HABL,“ sagði Wen. „Enn fjölgar tilkynntum tilfell- um og faraldurinn hefur dreifst um mörg svæði. Við þurfum að viður- kenna að HABL verður til staðar um langa hríð og mun skjóta aftur upp kollinum.“ Wen sagði að Kínverjar hefðu lært sína lexíu. „Þegar þessi faraldur brast skyndilega á skorti okkur reynslu á sviði forvarna og aðgerða til að einangra veikina. Mótaðgerðir okkar hafa engan veginn reynst full- nægjandi. Tilteknar deildir [stjórn- sýslunnar] í Kína hafa ekki gert nóg.“ Viðvörun vegna Toronto aflétt Alþjóðaheilbrigðisstofnunun (WHO) mælir ekki lengur gegn því að fólk ferðast til Toronto í Kanada vegna lungnabólgufaraldursins. Gro Harlem Brundtland, yfirmaður WHO, greindi frá því í gær að við- vörun stofnunarinnar vegna ferða til Toronto verði formlega aflétt í dag, miðvikudag, en stofnunin hefur var- að við ástæðulausum ferðalögum til borgarinnar vegna smithættu. Reuters Ferðamaður í Peking með andlits- grímu til að verjast HABL. Segjast hafa lært sína lexíu Samræmdar aðgerðir gegn útbreiðslu HABL Bangkok. AP, AFP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.