Morgunblaðið - 30.04.2003, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 30.04.2003, Blaðsíða 38
MINNINGAR 38 MIÐVIKUDAGUR 30. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Gréta Hermanns-dóttir fæddist í Reykjavík 6. nóvem- ber 1951. Hún lést á sjúkrahúsinu í Troll- hättan í Svíþjóð 10. apríl síðastliðinn. Foreldrar hennar eru Kristrún Jónína Steindórsdóttir, f. 7.11. 1935, og Her- mann Þórðarson, f. 26.3. 1931. Uppeldis- faðir hennar er Þórð- ur Arnar Marteins- son, f. 17.2. 1936. Gréta á þrjú systkini, þau eru Ágústa, f. 30.9. 1969, Haukur Arnar, f. 23.5. 1965, d. 8.3. 1977, og Caroline, f. 4.10. 1956, d. 21.11. 1956. Uppeldisbræður henn- ar eru Einar Marteinn f. 24.1. 1955, og Viktor Rúnar, f. 23.3. 1956. Gréta giftist árið 1976 Steinari Gunnbjörnssyni, f. 14.10. 1944, þau eiga tvö börn, Jónu Dóru, f. 13.6. 1974, eigin- maður Alvar Óskars- son, f. 23.11. 1969, og Berglindi Þóru, f. 3.10. 1977, sambýlis- maður Ævar Sveins- son, f. 26.7. 1969, barn þeirra Hilmir Dan, f. 6.6. 1999. Uppeldissonur Grétu er Gunnbjörn, f. 24.1. 1968. Gréta og Stein- ar skildu árið 1995. Gréta giftist árið 2000 eftirlifandi eiginmanni sín- um, Jóni Sigurgeir Sigurþórssyni, f. 23.2 1954. Sonur Jóns er Sigur- þór, f. 5.10. 1981. Útför Grétu verður gerð frá Hafnarfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Elsku Gréta mín. Það er mér þungt að setjast niður og skrifa þessar línur og til þess hugsa að þú sért ekki við hlið mér lengur. Það er svo stutt síðan fram- tíðin blasti við okkur og allt það sem við ætluðum okkur að framkvæma. Það er svo sárt að horfast í augu við þá staðreynd, ástin mín. En ef við reynum að líta á það já- kvæða, eins og við sögðum alltaf, þá átti ég því láni að fagna að fá að kynnast þér, manngæsku þinni, skilningi, hlýju og því stærsta sem við manneskjur þráum að finna í líf- inu, ástinni. Hinni erfiðu sjúkdómsgöngu þinni er lokið, þótt hún hafi endað á annan veg en við trúðum stöðugt á og þeg- ar fram líða stundir mun það kannski milda sorg mína og söknuð að þú þjáist ei meir. Eftir stendur minningin um yndislega eiginkonu, minning sem mun ylja mér um ókomna tíð, minningin um þig. Finna hjá þér ást og unað, yndislega rósin mín. Eitt er það sem aldrei gleymist. Aldrei það er minning þín. (Guðm. G. Halldórsson.) Vertu sæl, ástin mín, og þökk fyrir samfylgdina. Megi algóður Guð vernda þig. Þinn einlægur, Jón. Elsku mamma, þú ert víst horfin frá okkur, nú hefur þú fengið hvíld. Veikindin urðu þér um megn, þótt raunveruleikann sé erfitt að skilja. Þú fórst svo skyndilega að við náð- um aldrei að segja allt sem okkur hefði langað til ef við hefðum vitað að fengjum ekki tækifæri til að kveðja. Við munum alltaf sakna þín sárt. Oft hugsum við um að hringja til þín og segja þér frá deginum í dag, eða í gær, hverju sem er. Hvernig okkar líf gengur, frá prakkaranum Hilmi Dan, ömmubarninu sem skilur ekki alveg að núna sé ekki hægt að heim- sækja ömmu Grétu. Ekkert er of stórt, ekkert of lítið. Þú eignaðist tvær dætur sem þú ólst upp af ást, sanngirni, heiðar- leika og festu. Þú leyfðir okkur alltaf að vera með í öllu sem þú tókst þér fyrir hendur. Við verðum alltaf þakklátar fyrir þann tíma sem við áttum með þér, bæði í bernsku og eins sem ungar konur að feta sig áfram. Þú varst okkar festa í lífinu, besta vinkona og sálusorgari. Ef eitthvað bjátaði á varst það þú sem stappaðir í okkur stálinu og hjálp- aðir okkur að sjá réttu leiðina. Þú áttir alltaf hlýju og gafst þér tíma til að hlusta, sama hvort vandamálin voru lítil eða stór. Þú varst alltaf svo sterk og lést aldrei bugast sama hvað var. Í veik- indum þínum hélst þú fast í vonina og varst alltaf svo bjartsýn að þú veittir okkur jafnvel meiri styrk en við gáfum. Elsku mamma, þú kenndir okkur svo margt um tilveruna, við þökkum þér fyrir það sem við berum með okkur út í lífið. Minningarnar gera okkur að sterkari og betri mann- eskjum. Við munum alltaf finna nær- veru þína, þú lifir áfram í okkur. Guð vaki yfir þér. Þínar elskandi dætur og fjölskyldur. Elsku Gréta mín, ég trúi ekki að þú sért farin frá okkur. Okkur öllum sem þótti svo vænt um þig. Ég er orðlaus, finnst þetta svo óraunveru- legt og óréttlátt. Stóra systir sem reddaði alltaf málunum þegar eitthvað bjátaði á. Alltaf gat ég leitað til þín ef mér leið illa, ef ég gat ekki eða vissi ekki eitt- hvað. Þú varst ótrúleg, bjóst yfir mikilli visku og vinnusemi og komst þér áfram í lífinu á góðmennsku og þrjósku sem þú hafðir nóg af, og stundum aðeins of mikla þrjósku. Allt sem þú gerðir, hvort sem það var tengt vinnunni þinni eða heim- ilinu, var einstakt. Þú gast smíðað, saumað, gert við bílinn, bakað og eldað flottasta mat og kökur sem maður komst í. Hæfileikar þínir voru ótakmark- aðir og vildi ég oft hafa smá part af þeim. Minningarnar streyma fram, síð- asta gleðistundin okkar saman var í desember árið 2000 þegar þið Jón giftuð ykkur. Þú varst svo hamingju- söm og það geislaði af ykkur. Svo fluttuð þið út til Svíþjóðar fljótlega eftir áramótin og við hittumst bara einu sinni eftir það, þegar þið komuð í heimsókn til Íslands fyrir ári. Lífið er svo hverfult, aðra stund- ina er ég að ákveða ferð til þín og Jóns eftir vorprófin og tveimur tím- um seinna er mér tilkynnt andlát þitt. Það er erfitt að skilja tilgang þess að þú sért hrifin á brott. Elsku Jón, Berglind, Jóna Dóra, Gunnbjörn, mamma, pabbi, systkini og fjölskyldur, ég bið góðan Guð að blessa ykkur og styrkja í þessari miklu sorg. Guð geymi þig Gréta. Þín systir Ágústa Sigrún. Elsku Gréta mín, nú þegar þú ert lögð af stað í þína hinstu ferð langar mig til að senda þér þakklætiskveðju frá Svíþjóð. Það var vorið 2000 er Nonni frændi minn og tilvonandi eiginmaður þinn, var á þriggja vikna námskeiði í Gautaborg. Þú skelltir þér í heimsókn til hans og ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að vera kynnt fyrir þér. Þú varst svo geisl- andi fögur og ástfangin að vorsólin stóðst ekki mátið að láta ljós sitt skína líka. Þegar þú og Nonni giftuð ykkur svo í desember sama ár gladdist ég. Enn glaðari varð ég við að heyra um fyrirhugaða búferla- flutninga ykkar. Þvílíkur lúxus að fá að hafa ykkur hjá mér í útlandinu, hugsaði ég af einskærri eigingirni. Nú getur maður farið í alvöru fjöl- skyldusamkvæmi alveg eins og á Ís- landi. Og væntingar mínar voru svo sannarlega ekki of miklar. Þú og Nonni voruð höfðingar heim að sækja og hvaða mann þú hafðir að geyma kom fljótt í ljós. Róleg og yf- irveguð og með húmorinn á réttum stað. Það urðu okkur öllum mikil sorg- artíðindi þegar þú greindist með krabbamein síðastliðið haust. Þú og Nonni sýnduð mér þá í verki hvað það er að vera „hvunndagshetja“. Sameiginlega tókust þið á við sjúk- dóminn, þó að þú Gréta mín hafir auðvitað dregið þyngsta hlassið. Kjarkur, raunsæi og kímnigáfa voru nokkur af verkfærum ykkar. „Þetta er nú meiri félagsskapur- inn sem þú ert lent í, „ sagði Nonni þegar þú varst byrjuð í geislameð- ferðinni á Sahlgrenska. „Já, held- urðu að það sé!“ var svarið. Elsku besti Nonni minn, Jóna Dóra, Begga, Sigurþór og aðrir að- standendur, ég, Thorbjörn og Össi sendum ykkur okkar innilegustu samúðarkveðjur. Við vitum að missir ykkar er mikill og biðjum góðan Guð að styrkja ykkur í sorginni. Þér, Gréta mín, vil ég þakka fyrir góð en því miður alltof stutt kynni og ég veit að félagsskapnum sem þú ert lent í núna þarf ekki nokkur maður að hafa áhyggjur af. Hann getur ekki verið annað en góður. Ingibjörg, Thorbjörn og Örn. Látin er langt um aldur fram skólasystir okkar Gréta Her- mannsdóttir þroskaþjálfi. Það var á haustdögum 1992, að Þroskaþjálfa- skóli Íslands bauð upp á framhalds- nám og skyldi námið stundað aðal- lega um helgar, þar sem flestir nemendur stunduðu fulla vinnu. Það var því sundurleitur hópur sem sett- ist aftur á skólabekk, en sameigin- legt með öllum var áhugin á að leita meiri þekkingar á krefjandi starfi. Reyndi þetta fyrirkomulag mikið á skipulagshæfni, ásamt velvilja fjöl- skyldu og vinnuveitanda. Við áttum þess kost að vinna tölu- vert með Grétu í verkefnum og minnumst við þess með þakklæti. Þá má sérstaklega nefna framlag og kunnáttu hennar í tölvumálum. Það var stoltur hópur sem útskrif- aðist vorið 1995, ríkari af reynslu og þekkingu. Aðstandendum Grétu og ástvin- um sendum við samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Grétu Her- mannsdóttur. Bjarnveig Höskuldsdóttir, Sigríður Stefánsdóttir, Vera Snæhólm. Það var árið 1975 sem við á Ísa- firði hittum Grétu og fjölskyldu hennar fyrst. Við höfðum að vísu vit- að af henni lengi en ekki náð að kynnast henni fyrr. Þetta sumar komu hún og þáverandi maður henn- ar Steinar ásamt Gunnbirni og Jónu Dóru í heimsókn á Ísafjörð til að hitta Tóta afa. Síðar fæddist Berg- lind Þóra og seinna nafn hennar var tileinkað langafa. Alla tíð síðan hafa þær mæðgur sýnt Tóta afa mikla ræktarsemi og góðvild sem hann kunni vel að meta. Nú þegar við kveðjum Grétu alltof snemma viljum við þakka henni og dætrum hennar fyrir dýrmæt kynni og vináttu. Við pabbi og fjölskylda mín vottum Jóni eiginmanni Grétu og dætrunum tveimur ásamt öðrum aðstandend- um okkar dýpstu samúð. Minningin um góða konu mun lifa. Svanhildur Þórðardóttir. Gréta mín. Ég ætla að kveðja þig. Ég vona að þér líði vel þar sem þú ert núna. Ég trúði því ekki þegar ég frétti að þú værir farin. Ég hefði viljað koma í jarðarförina þína, en vegna þess hvað mikið er að gera hjá mér kemst ég ekki. Ég ætla að kveðja þig með bréfi. Þakka þér fyrir allt það góða. Þú varst alltaf gullfalleg kona og varst besta forstöðukonan á sambýl- inu. Þú gerðir allt þetta góða. Guð veri með ættingjum þínum og vinum og styrki þá. Stefán Konráðsson sendill. Í dag kveðjum við góða vinkonu, Grétu Hermannsdóttur, sem lést langt fyrir aldur fram hinn 10. apríl síðastliðinn. Ekki aðeins var hún of ung að árum til að kveðja þennan heim, heldur þurfti hún að kveðja sitt hamingjuríka líf sem hún hafði nýlega fundið með eiginmanni sín- um, Jóni S. Sigurþórssyni, í Svíþjóð. Við kynntumst Grétu fyrst þegar þau Jón felldu hugi saman og fylgd- umst með samdrætti þeirra sem full- komnaðist í fagurri hjónavígslu í lok ársins 2000. Við þeim blasti nýtt líf í nýju landi á nýrri öld. Það er fátt eins gleðilegt og þegar fólk sem beð- ið hefur skipbrot í ástarmálum fær tækifæri til að kynnast ástinni á nýj- an leik. Þannig var það hjá Jóni og Grétu. Bæði höfðu þau fengið sinn skammt af vonbrigðum í lífinu. Þau höfðu bæði lokið foreldrahlutverkinu með reisn og sáu fram á ánægjulega tíma í afa- og ömmuhlutverkinu, en fyrst og fremst höfðu þau fundið hvort annað. Þau Jón og Gréta ákváðu að byrja sitt nýja líf í fallegum bæ í Svíþjóð, Trollhattan þar sem þau bæði fengu gott starf og stofnuðu sitt nýja heim- ili snemma árs 2001. Í byrjun júlí það ár fórum við í heimsókn til þeirra og áttum með þeim nokkra skemmtilega daga, sem svo sannar- lega áttu að verða fleiri í framtíðinni. Það var hreint út sagt dásamlega gaman að fylgjast með þeim Jóni og Grétu og finna hve heitt þau elskuðu hvort annað og hversu mikils þau mátu ást sína hvort til annars. Og hversu meðvituð þau voru um að þau höfðu loksins öðlast hamingjuna sem við öll sækjumst eftir. Dauði Grétu er því þyngri en tárum taki Gréta kom okkur fyrir sjónir sem ein þess- ara kvenna sem bera ætíð hag sinna nánustu fyrir brjósti og færi í gegn- um eld og brennistein fyrir þá. Hún var ábyrg og samviskusöm gagnvart öllu sem hún tók sér fyrir hendur og mikið snyrtimenni. Við gerðum líka oft grín að því að líklega hefði það verið snyrtimennskan í fari beggja sem leiddi þau Jón og Grétu saman. Þau bjuggu nefnilega í fjölbýlishúsi, fráskilin bæði, hún uppi, hann niðri. Og Jón sem hafði tekið eftir þessari fallegu konu kunni engin ráð önnur til að kynnast henni en að fylgjast með því hvenær hún þreif stigagang- inn og hitta hana þar við sameig- inlega ryksugun. Hvort sem það er satt eða ekki að teppið hjá Jóni hafi nánast verið uppurið af stöðugri ryk- sugun þegar þau loksins náðu að hittast skiptir ekki máli. Það sem skiptir máli er að þau hittust og fundu hvort annað. Það var í haust sem leið að Jón sagði okkur að Gréta hefði greinst með krabbamein. Tíð- indin voru okkur sem reiðarslag, en við treystum því að með hjálp guðs og læknavísindanna yrði þessi vá- gestur unninn og hrakinn á braut. Við trúðum því ekki að Grétu yrði ekki þyrmt. Þeim Jóni. Það gekk eftir. Óvin- urinn lét undan að við töldum. Við fórum að ræða um heimsókn til Sví- þjóðar á sumri komanda þegar Gréta hefði náð sér eftir veikindin. Þá kom hann maðurinn með ljáinn, okkur öllum að óvörum, sláttumað- urinn, sem slær allt hvað fyrir er. Á slíkum stundum er eina vonin til að halda áfram trúnni á lífið og tilgang þess að lesa og sættast á orð Hall- gríms Péturssonar í sálminum ,,Um dauðans óvissa tíma“. Hvorki með hefð né ráni hér þetta líf ég fann. Sálin er svo sem að láni samtengd við líkamann. Í herrans höndum stendur að heimta sitt af mér. Dauðinn má segjast sendur að sækja sem skaparans er. Blessuð sé minning Grétu Her- mannsdóttur. María Anna Þorsteinsdóttir, Rúnar Elberg Indriðason. GRÉTA HERMANNSDÓTTIR GUÐFINNA KRISTÍN GUÐMUNDSDÓTTIR frá Lambadal í Dýrafirði, Hófgerði 2, Kópavogi, lést á Landspítalanum Hringbraut laugardag- inn 26. apríl. Úför hennar fer fram frá Kópavogskirkju laug- ardaginn 3. maí kl. 14.00. Þormóður Pálsson og fjölskylda. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, JAKOB JÓN KRISTJÁN SNÆLAUGSSON, Kirkjubraut 13, Innri-Njarðvík, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sunnu- daginn 27. apríl sl. Útförin fer fram fá Innri-Njarðvíkurkirkju föstu- daginn 2. maí kl. 16. Anna Lilja Þorvaldsdóttir, Ólína Margrét Haraldsdóttir, Hermann Borgar Guðjónsson, Snjólaug Kristín Jakobsdóttir, Valdimar Örn Valsson, Jakob Hafsteinn Hermannsson, Laufey Bjarnadóttir, Anna Lilja Hermannsdóttir, Vilhjálmur Sigurðsson, afabörn og langafabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, SIGURÐUR VALGEIR SVEINSSON, Helgafellsbraut 18, Vestmannaeyjum, andaðist fimmtudaginn 17. apríl sl. Útför hans fór fram miðvikudaginn 26. apríl sl. í kyrrþey að ósk hins látna. Þökkum innilega hlýhug og vinarþel við andlát hans. Guðný Gísladóttir, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.