Morgunblaðið - 30.04.2003, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 30.04.2003, Blaðsíða 40
MINNINGAR 40 MIÐVIKUDAGUR 30. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Andrés Andréssonfæddist á Hamri í Múlasveit í A-Barða- strandarsýslu 28. júní 1925. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 22. apríl sl. Foreldrar hans voru Andrés Gíslason og Guðný Gestsdóttir á Hamri. Systkini Andrésar eru: 1) Haukur Breiðfjörð Guðmundsson, f. 23.8. 1919, 2) Gísli, f. 22.9. 1920, d. 22.2. 1945, 3) Guðbjartur Gestur, f. 22.1. 1922, 4) Sigurbergur, f. 4.2. 1923, d. 1989, 5) Kristín, f. 11.5. 1924, 6) Guðrún Jóhanna, f. 3.1. 1927, 7) Páll Straumberg, f. 29.1. 1928, 8) Sigríður, f. 22.4. 1929, d. 30.1. 2000, 9) Bjarni Krist- inn, f. 3.3. 1930, 10) Jón, f. 26.3. 1931, 11) Ingibjörg Sigurhild- ur, f. 27.4. 1932, d. 12.8. 1943, 12) Egg- ert, f. 17.8. 1933, 13) Garðar, f. 20.3. 1935, d. 5.7. 2001, og 14) Björg, f. 23.1. 1937. Eftirlifandi eigin- kona Andrésar er Kristgerður Þórðar- dóttir. Þeim varð ekki barna auðið. Útför Andrésar verður gerð frá Akraneskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Hann Dandi frændi er farinn. Það er undarlegt að hafa ekki lengur frænda sem hefur verið hluti af dag- legu lífi í mörg ár. Aðstæður höguðu því þannig að ég kynntist Andrési fyrst þegar ég kom á Akranes til náms, fyrir rúmum tutt- ugu árum. Ég kom inn á heimili þeirra hjóna, Andrésar og Gerðu, um jól 1982 og átti heimili hjá þeim, með hléum, allt til vors 1987 er ég hóf sjálf búskap á Skaganum. Ekki áttu þau nein börn og oft heyrði ég Gerðu kynna mig sem fósturdóttur þeirra, þó hálf fullorðin væri. Þau voru mér því sem aðrir foreldrar. Það var ómet- anlegur stuðningur að fá að búa hjá þeim á meðan á námi stóð. Með þeim lærði ég að ferðast um landið, fylgjast með á korti eða í handbók hvert leið lá og kynnast örnefnum ýmissa lands- hluta. Áttum við eftir að ferðast mikið saman seinna, þegar bæði voru komin á ferðabíla. Andrés var völundur í höndunum. Í kjallaranum á Skagabrautinni urðu til margir góðir gripir sem bera honum gott vitni og munu halda minningu hagleiks hans á lofti um ókomna tíð. Eitt vorið smíðaði hann hús fyrir frændur sína, syni mína. Þetta átti að verða lítill kofi til að leika sér í, en endaði sem listasmíð, hár til lofts og víður til veggja. Alltaf var hægt að leita til hans ef eitthvað þurfti að laga eða smíða og var hann okkur hjálp- legur við margt timburverk. Ég vil þakka fyrir þessi ár sem kynni okkar stóðu og sendi Gerðu innilegar sam- úðarkveðjur. Megi Guð styðja þig og styrkja, elsku Gerða mín. Pálína Pálsdóttir. Ég hefi verið að reyna að rifja upp hvenær kynni okkar hjóna og Andr- ésar Andréssonar og konu hans Kristgerðar Þórðardóttur hófust. Andrés og við hjón vorum öll „að vest- an“ , sitt úr hvorum hreppnum. En strandlengja Barðastrandarsýslu er löng og það atvikaðist svo að engin persónuleg kynni voru á milli okkar, fyrr en hér á Akranesi. Andrés var uppalinn í stórum systkinahóp á Hamri í Múlasveit. Foreldrar hans voru hjónin Andrés Gíslason og Guðný Gestsdóttir er þar bjuggu og komu sínum stóra hópi til manns, fyr- ir tíma allra barnabóta. Ungur stundaði Andrés ýmis störf, bæði hér á Akranesi og víðar, vann t.d. á skurðgröfu austur í Rangár- vallasýslu. En þar mun hann hafa kynnst konu sinni, Kristgerði, en hún er ættuð frá Ásmundarstöðum í Ása- hreppi. Þau hófu búskap á Hamri í Múlasveit, æskuheimili Andrésar. En stórfelldar breytingar voru að verða í búskap og ekki höfðu allar byggðir skilyrði, sem voru forsenda fyrir nýja hætti. Búskapur lagðist því af um þær slóðir. Þau hjón fluttu hingað á Akra- nes og keyptu húsið á Skagabraut 25, sem Andrés hefir síðan fært innar á lóðina og endurbyggt á allan hátt og var snyrtimennska þeirra hjóna til fyrirmyndar inni sem úti. Andrés var starfsmaður í Sementsverksmiðjunni til starfsloka. En samhliða því kom hann sér upp aðstöðu til smíða í kjall- ara hússins. Þar stundaði hann smíð- ar í frístundum á vetrum, meðan hann sótti vinnu utan heimilis. Og þar varð margur fallegur gripur til, stór og smár. Hann smíðaði t.d. rokka sem hann renndi og vann á svo fallegan hátt að færri fengu en vildu. Þegar við hjón brugðum búskap og fluttum hingað á Akranes tókust fljótlega góð kynni með okkur, sem aldrei hefir borið skugga á. Þeir Óli og Andrés höfðu lengi fyrir fastan sið að fara í morgungöngu fyrir hádegi á sunnu- dögum og höfðu þá gaman af ef þeir sáu merki um horfna atvinnuhætti o.fl. í þeim dúr. Einnig fórum við í styttri helgaferðir saman um tíma, en það lagðist af þegar við breyttum um ferðamáta. Þau fengu sér húsbíl, en við settumst að í sumarhúsi, en fórum lengri ferðir inn á milli. En alltaf hélst sama góða sambandið og þegar Óli hafði fengið áfall sem varnaði honum að komast sjálfur ferða sinna, var það Andrés sem oftast kom að finna hann, fyrst heima, síðar inn á Dvalarheim- ilinu Höfða. Fyrir þetta og öll önnur kynni vil ég þakka að leiðarlokum. Blessuð sé minning hans. Fyrir hönd okkar Óla, Sigurbjörg Sæmundsdóttir. ANDRÉS ANDRÉSSON ✝ Ingólfur LarsKristjánsson fæddist í Reykjavík 27. september 1921. Hann varð bráð- kvaddur á heimili sínu 13. febrúar síð- astliðinn og var út- för hans gerð frá Þóroddsstaðakirkju 22. febrúar. Kristbjörg Jóns- dóttir fæddist í Ystafelli 8. júní 1919. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga á Húsavík 6. apríl síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Þóroddsstaðakirkju 12. apríl. Mannleg samskipti magna þrótt og margfalda vinnugleði. Heilbrigð hugsun eykur sótt og heldur við sálargleði. Þessi íhugun mín kom upp í huga minn er ég settist niður til að minn- ast ykkar heiðurshjóna Ingólfs og Kristbjargar frænku minnar. Án ykkar hefði lífið á þessari jörð verið snauðara og aðra eins dugnaðar- forka var gaman að umgangast og eiga að vinum, því á leið minni norð- ur til heimahaganna var alveg sjálf- sagt að stoppa og ræða málin og var sem maður væri kominn í foreldra- hús eftir langa fjarveru. Hlýjan og vináttan skein úr augum ykkar enda var hús ykkar ætíð opið og gestrisn- in í fyrirrúmi, þar sem borð svignuðu undan kræsingum og heitt kaffi á könnunni. Alltaf gáfuð þið ykkur tíma til að fagna gestum og veita orku og innblástur í þingeyska menningu, eins voru heimsmálin reifuð frá ýmsum hliðum. Ingólfur minn, í skúrinn til þín var ætíð gott og fróðlegt að koma og þeim sem þangað komu var ávallt tekið fagnandi og fóru menn glaðir og margsvísari er þeir kvöddu þig með þitt fallega og kómíska bros. Alla þíns dugnaðar og atorku sem þú veittir bílum og vélum í gegnum árin fáum við að njóta sem eftir sitjum. Enda ber Samgönguminjasafnið á Ysta-Felli heiðursmerki ykkar hjóna um ókomnar stundir. Þið voruð mjög náin og samheldin hjón og báruð traust og virðingu gagnvart hvort öðru, þótt oft væri gatan upp í móti í lífinu funduð þið ávallt sama stíginn og leiddust hönd í hönd. Ég þakka ykkur, kæru vinir mínir, samfylgdina þennan spöl sem við gengum saman. Ég votta börnum, tengdabörnum og öðrum aðstand- endum samúð mína. Guð geymi ykkur. Sigurveig Buch. INGÓLFUR LARS KRISTJÁNSSON KRISTBJÖRG JÓNSDÓTTIR Sérfræðingar í blómaskreytingum við öll tækifæri Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 551 9090. LEGSTEINAR Mikið úrval af legsteinum og fylgihlutum Sendum myndalista MOSAIK Hamarshöfði 4, 110 Reykjavík, sími 587 1960 Marmari Granít Blágrýti Gabbró Líparít Innilegar þakkir til allra þeirra sem auðsýndu okkur samúð og hlýhug við andlát elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og lang- ömmu, BERGLJÓTAR GUTTORMSDÓTTUR, Lynghaga 8, Reykjavík. Sigríður H. Ólafsdóttir, Guttormur Ólafsson, Aðalbjörg Ólafsdóttir, Þorsteinn Ólafsson, Ásthildur S. Rafnar, Eggert B. Ólafsson, Sigrún H. Pálsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegt þakklæti til allra sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför ást- kærs eiginmanns míns, föður okkar, tengda- föður, afa og langafa, VILHJÁLMS VILHJÁLMSSONAR (Wilfried Hans-Günther Steinmüller), fæddur 02.10.44, dáinn 07.04.03. Erna Fjóla Baldvinsdóttir, börn, tengdabörn, barnabörn og langafabarn. Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, afa og langafa, SIGURÐAR HALLGRÍMSSONAR vélfræðings, Granaskjóli 24, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks á hjúkrunar- heimilinu Sóltúni fyrir einstaka umönnun og hlýhug. Elín Aðalsteinsdóttir, Hallgrímur Sigurðsson, Rannveig Sigurðardóttir, María Sigurðardóttir, barnabörn og barnabarnabarn. Innilegar þakkir til allra þeirra er auðsýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför elskulegrar vinkonu minnar og systur okkar, SVEINBJARGAR ERASMUSDÓTTUR frá Háu-Kotey í Meðallandi, síðast vistmaður á Garðvangi, Garði. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Garðvangs. Guð blessi ykkur öll. Viggó Guðjónsson, Guðríður Erasmusdóttir, Helga Erasmusdóttir. AFMÆLIS- og minningar- greinum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfvirkt um leið og grein hefur borist) eða á disk- lingi. Ef greinin er á disklingi þarf útprentun að fylgja. Nauð- synlegt er að tilgreina símanúm- er höfundar og/eða sendanda (vinnusíma og heimasíma). Ekki er tekið við handskrifuðum greinum. Um hvern látinn einstakling birtist ein aðalgrein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar séu um 300 orð eða 1.500 slög (með bilum) en það eru um 50 línur í blaðinu (17 dálksenti- metrar). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Einnig er hægt að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–15 línur, og votta virðingu án þess að það sé gert með langri grein. Greinarhöf- undar eru beðnir að hafa skírn- arnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Minningargreinum þarf að fylgja formáli með upplýsingum um hvar og hvenær sá sem fjallað er um er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin verður gerð og klukkan hvað. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formál- anum en ekki í greinunum sjálf- um. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist inn- an hins tiltekna frests. Frágangur minningar- greina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.