Morgunblaðið - 30.04.2003, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 30.04.2003, Blaðsíða 39
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. APRÍL 2003 39 ✝ Ólafur Þor-steinsson fædd- ist í Reykjavík 5. júlí 1918. Hann lést á Landsspítala í Foss- vogi 23. apríl síðast- liðinn. Foreldrar hans voru hjónin Þorsteinn Jóhann Finnsson, hafnsögu- maður í Reykjavík, f. í Múlakoti í Mýra- sýslu 18.12. 1894, d. 1.6.1948, og Ólafía Einarsdóttir hús- freyja í Reykjavík, f. í Holti við Skóla- vörðustíg 1897. Ólafur var elstur af sex börnum foreldra sinna. Að- alsteinn, Ásgeir og Guðrún eru látin en eftir lifa Þór og Ásta. Ólafur kvæntist 16. nóvember 1945, var kvæntur Margréti Hall- dórsdóttur sem lést 2. júlí 1992, sambýliskona hans er Anna Hulda Hjaltadóttir, Rannveig Sal- óme, f. 29. apríl 1948, gift Árna Sörensen, Ásgeir, f. 20. ágúst 1949, kvæntur Svanhvíti Ástu Jósefsdóttur og Kristján Hannes, f. 4. mars 1951, kvæntur Bjarn- rúnu Júlíusdóttur. Yngsta barnið drengur fæddist í mars 1957 og lést nokkrum dögum síðar. Barnabörnin eru 21 og barna- barnabörnin 25. Ólafur og Bryndís bjuggu allan sinn búskap í Reykjavík og vann Ólafur framan af ævi ýmis störf en lauk síðan námi í járnsmíði við Iðnskólann í Reykjavík, þá kom- inn á fimmtugsaldur, og vann sem járnsmiður til starfsloka. Taflmennska átti hug hans allan og var hann gerður að heiðurs- félaga Taflfélags Reykjavíkur ár- ið 1991. Útför Ólafs fer fram frá Foss- vogskirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 13.30. 1940 Bryndísi Krist- jánsdóttur, f. 8. sept. 1918, d. 25. okt. 1971. Foreldrar hennar voru Rannveig Sal- óme Sveinbjörnsdótt- ir og Kristján Hannes Magnússon frá Ísa- firði. Þau Ólafur og Bryndís eignuðust átta börn og komust sjö til fullorðinsára. Þau eru: Erling Þór- arinn, f. 14. okt. 1939, kvæntur Helgu G. Pálsdóttur, Álfheið- ur, f. 10. sept. 1941, gift Ólafi Jóhannssyni, Einar, f. 3. júlí 1943, var kvæntur Aðalheiði Magnúsdóttur, þau skildu, eigin- kona hans er Erla Marinósdóttir, Ólafur Þorsteinn, f. 15. sept. Í dag er til moldar borinn tengdafaðir okkar Ólafur Þor- steinsson. Hann kvaddi þennan heim, umvafinn ást og umhyggju barna sinna, tengdabarna og fjöl- skyldna þeirra. Á skilnaðarstundu er margs að minnast. Liðin er hartnær hálf öld síðan fyrstu tengdabörnin fóru að tínast inn í þessa stóru og sam- heldnu fjölskyldu og öll vorum við boðin hjartanlega velkomin. Ólafur tengdafaðir okkar var mikið ljúfmenni, ráðvandur og hóg- vær. Hann var ekki alltaf margmáll en handtak hans var þétt og traust og sagði meira en mörg orð. Ungur kynntist hann eiginkonu sinni Bryndísi Kristjánsdóttur frá Ísafirði og var hjónaband þeirra af- ar ástríkt. Á fyrstu búskaparárum þeirra bjuggu þau víða í leiguhús- næði enda mikill skortur á húsnæði í Reykjavík á þeim tíma. Á sjötta áratugnum eignuðust þau sitt eigið húsnæði á Réttarholtsvegi 97 og var það stór stund í lífi fjölskyld- unnar. Alla tíð stóð heimili þeirra opið ættingjum og vinum og var þar oft mjög gestkvæmt. Þar sann- aðist að þar sem er hjartarými þar er húsrými. Bryndís féll frá langt um aldur fram árið1971. Var það Ólafi mikið áfall svo og fjölskyld- unni allri. Eftir það bjó hann einn til hins síðasta. Ólafur vann við járnsmíðar mest- an hluta starfsævi sinnar og þótti með afbrigðum vandvirkur. Fram- an af vann hann sem ófaglærður en þegar hann var kominn á fimm- tugsaldur hóf hann nám við Iðn- skólann og lauk þaðan prófi sem járnsmiður. Lengst af starfaði hann sem suðumaður hjá Landsmiðjunni í Reykjavík við skipaviðgerðir og smíði síldartanka víða um land sem Landsmiðjan var fengin til að reisa. Síðustu ár starfsævinnar vann hann hjá Vegagerð ríkisins. Ólafur átti sín áhugamál þótt ekki væru frístundirnar alltaf margar. Hann var snjall skákmaður og tefldi hjá Taflfélagi Reykjavíkur meðan heilsa hans leyfði. Fjöl- skylda hans, börn, tengdabörn og barnabörn áttu góðar stundir með honum við taflborðið. Hann var gerður að heiðursfélaga Taflfélags- ins árið 1991. Að leiðarlokum þökkum við elskulegum tengdaföður okkar samfylgdina. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Helga, Ólafur, Árni, Ásta, Bjarnrún, Erla og Anna. „Neeei, ætlarðu að gera þetta?“ var afi vanur að segja, af sínu al- kunna hæglæti, þegar margur háð- uglegur afleikurinn var í þann mund að verða leikinn við skák- borðið í Arkarholtinu eitthvert sunnudagskvöldið þegar hann var í heimsókn. Þessari aðvörun fylgdi jafnan góðlátlegt glott og ekki vott- aði fyrir óþolinmæði gagnvart óþreyjufullum en jafnframt merg- lausum andstæðingnum. Þrátt fyrir að himinn og haf skildu á milli áskorendanna hvað styrkleika snertir voru gleraugun bara löguð á nefinu á meðan beðið var eftir bet- ur ígrunduðum leik. Ekkert fékk hnikað þolinmæðinni. Afi var alla tíð bjargfastur punktur í tilveru okkar. Hann kom alltaf í mat til okkar á sunnudags- kvöldum stundvíslega klukkan sjö og höfðum við hann jafnvel grun- aðan um að jafna út tímann uppi á horni ef hann var of snemma á ferð. Afi var okkur ávallt fyrirmynd hvað háttvísi og kurteislega framkomu varðar. Hann var lítt gefinn fyrir raup eða annan sjálfbirgingshátt. Það þurfti því yfirleitt aðra til að upplýsa okkur um hina ýmsu hæfi- leika sem hann bjó yfir. Sundgarp- ur var hann mikill og fótafimur með afbrigðum. Við systkinin hefðum til dæmis gefið mikið fyrir að hafa ver- ið flugur á vegg er hann og amma svifu um sali Hótel Borgar í nettri Charleston-sveiflu á þeirra sokka- bandsárum. Enn frekar hefði verið gaman að sjá hann spila fyrir hana á píanó að lokinni bíóferð, en tón- listarhæfileika sína bar hann sjald- an á torg. Þótt hann afi hafi verið maður fárra orða hafði hann svo góða og sterka nærveru að marklaust tal var óþarft. Enginn vafi leikur á því að fyrir þessari nærveru munum við ávallt geta fundið hvenær sem við þurfum á að halda þótt afi sé nú fallinn frá. Enda erum við þess full- viss að þessi yfirvegaða rödd muni hljóma í huganum ef við nokkurn- tímann á lífsleiðinni erum komin á fremsta hlunn með að leika af okk- ur: „Neeei, ætlarðu að gera þetta?“ Þröstur og Bryndís. Í dag kveðjum við ástkæran afa okkar. Minningin um hann mun þó lifa í hjarta okkar um ókomna tíð. Við munum vel eftir heimsóknunum í Skálagerði og matarboðunum heima. Afi var rólyndismaður, þakklátur og hlýr. Góðu stundirnar sem við áttum saman við taflborðið með afa eru okkur ofarlega í huga. Við náðum oft í taflborð og röð- uðum upp og afi var alltaf til í að tefla við okkur. Afi reyndi eftir bestu getu að miðla sinni reynslu og gefa góð ráð, en skák var eitt af áhugamálum hans. Afi var sérstak- lega barngóður maður og það er okkur minnisstætt þegar hann fékk nýfædda dóttur mína og frænku okkar í fangið. Það var eins og ljós færðist yfir hann og hann varð svo glaður. Þrátt fyrir að hann væri farinn að gleyma ýmsu í hinu dag- lega amstri gleymdi hann engu sem sneri að barna-barnabarni sínu. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (Valdimar Briem.) Þín barnabörn Lovísa, Helgi og Bryndís. Í dag kveðjum við, með virðingu og þakklæti, afa okkar, Ólaf Þor- steinsson. Hann var okkur barna- börnunum góð fyrirmynd með hæg- læti sínu, hógværð og fágaðri framkomu. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. (Þórunn Sigurðardóttir.) Blessuð sé minning hans. Jón Þór, Bryndís og Páll Arnar Erlingsbörn. ÓLAFUR ÞORSTEINSSON Elskulegur maðurinn minn, pabbi okkar, tengda- pabbi, afi og langafi, GÍSLI KONRÁÐSSON fyrrv. framkvæmdastjóri, Víðilundi 23, Akureyri, andaðist á heimili sínu sunnudaginn 27. apríl. Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju mánu- daginn 5. maí kl. 13.30. Sólveig Axelsdóttir, Axel Gíslason, Hallfríður Konráðsdóttir, Hólmfríður Gísladóttir, Guðmundur Pétursson, Þórhalla Gísladóttir, Samúel J. Samúelsson, Sólveig Gísladóttir, Hörður Blöndal, Katrín Gísladóttir, Björn Ingi Sveinsson, Hildur Gísladóttir, Sigurður M. Albertsson, Björg Gísladóttir, Haraldur Baldursson, Kjartan Þorbjörnsson, Júlía Þorvaldsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTBJÖRG Ó. ÓSKARSDÓTTIR frá Steinum undir Eyjafjöllum, Gullsmára 7, Kópavogi, sem lést miðvikudaginn 23. apríl, verður jarð- sungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 2. maí kl. 15.00. Vilborg Ólafsdóttir, Gestur Þór Sigurðsson, Jóhann Ólafsson, Hjördís Hjaltadóttir, Elín Rut Ólafsdóttir, Brynjólfur Guðmundsson, barnabörn og barnabarnabörn. Eiginmaður minn, faðir, stjúpfaðir, tengdafaðir, afi og langafi, BJÖRN ÞORGEIRSSON, Sólvallagötu 3, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni föstu- daginn 2. maí kl. 13.30. Ragnhildur Erlendsdóttir, Þorgeir Björnsson, Margrét Sigurðardóttir, Þuríður Björnsdóttir, Bjarni Geirsson, Hilmar Þór Kjartansson, María Hallbjörnsdóttir, Jón Birgir Kjartansson, Themina Kjartansson, Auður Kjartansdóttir, Hörður Bachmann, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát elskulegs eiginmanns míns, föður, tengda- föður, sonar, tengdasonar og bróður, SVEINS MAGNÚSAR MAGNÚSSONAR, Blómsturvöllum 34, Neskaupstað. Ólöf Þorgeirsdóttir, Hlynur Sveinsson, Harpa Rún Björnsdóttir, Dagur Sveinsson, Bjarki Sveinsson, Anna Sveinsdóttir, Jónína Þorgrímsdóttir, Þorgeir Sigfinnsson og systkini hins látna. Bróðir okkar, ÞORSTEINN SIGURVALDASON frá Eldjárnsstöðum, verður jarðsettur frá Blönduóskirkju föstudaginn 2. maí kl. 14.00. Systur hins látna. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN JÓHANNA SIGTRYGGSDÓTTIR, áður til heimilis í Munkaþverárstræti 32, Akureyri, lést á hjúkrunarheimilinu Seli mánudaginn 21. apríl sl. Jarðarförin fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn 2. maí nk. kl. 13.30. Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hinnar látnu, er bent á hjúkrunarheimilið Sel. Fyrir hönd ættingja, Jóhann Karl Sigurðsson, Óttar og Þorbjörn Kjærbo. Ástkær eiginmaður minn, ÓLAFUR ÞÓRÐARSON, bóndi á Ökrum, andaðist á Dvalarheimili aldraðra, Borgarnesi, mánudaginn 28. apríl. Útför verður auglýst síðar. Fyrir mína hönd og annarra aðstandenda, Ingibjörg Jóhannsdóttir, Ökrum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.