Morgunblaðið - 30.04.2003, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 30.04.2003, Blaðsíða 25
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. APRÍL 2003 25 ins, einnar nýjustu hljómsveitar Norðurlands. Tvær flugvélar lentu þennan dag fullar af góðum gestum, eins og umdæmisstjóra Kíwanis- hreyfingarinnar Ísland/Færeyjar, Valdimar Jörgenssyni og frú, um- dæmisritara, Guðmundi Guðfinns- syni og frú og kjörumdæmisstjóra, Sigurgeir Aðalgeirssyni og frú. En Sigurgeir er félagi í Skjálfanda á Húsavík. Afmælisárshátíðin tókst stórkost- lega og var skemmtinefnd Gríms þeim Jóhannesi Gísla Henningssyni, Svafari Gylfasyni, Gylfa Gunn- arssyni og Ólafi Jóhannessyni til sóma. Allt hljómaði saman, gómsæt- ur matur Veisluþjónustu kokkanna á Akureyri, ávarp forseta Gríms, Magnúsar Bjarnasonar, saga Gríms KÍWANISKLÚBBURINN Grímur hélt upp á 25 ára afmæli sitt með miklum glæsibrag. Saman við af- mæli var blandað árshátíð og góðum svæðisfundi Óðinssvæðis Kíwanis á Íslandi. Svæðisstjóri þetta árið er Dónald Jóhannesson, skólastjóri og Grímsfélagi. Óðinssvæðið sam- anstendur af eftirfarandi klúbbum: Askja, Vopnafjörður – Herðu- breið, Mývatnssveit – Skjálfandi, Húsavík– Kaldbakur og Embla, Ak- ureyri – Hrólfur, Dalvík – Súlur, Ólafsfirði og Grímur, Grímsey. Okkar góðu samgöngur sönnuðu sig vel þennan hátíðisdag þegar ferjan Sæfari mætti með veislumat- inn og hljóðfæri Norðurbandalands- í 25 ár í frásögn Bjarna Magn- ússonar hreppstjóra og stofnfélaga. Gaman er að geta þess að 11 af 23 stofnfélögum Gríms eru enn virkir og starfandi í klúbbnum. Afhending viðurkenningarskjala og merkja úr hendi Valdimars umdæmisstjóra til stofnfélaga og síðast en ekki síst stórskemmtileg veislustjórn, þar sem stiklað var á atburðum úr lífi Grímsfélaga sem veislustjóri Birgir Sveinbjörnsson kennari á Akureyri flutti af mikilli list. Dansinn dunaði svo í félagsheim- ilinu Múla fram á nótt. Kíwanis- félagar og gestir nær og fjær nutu sannarlega kjörorða umdæm- isstjóra Valdimars Jörgenssonar í topp þennan afmælisárshátíðardag en þau eru: Kíwanis er vinátta. Grímsfélagar héldu upp á 25 ára starf með glæsibrag Morgunblaðið/Helga Mattína Kíwanismenn í Grímsey stilltu sér upp fyrir ljósmyndarann á umdæmisfundi í félagsheimilinu Múla. Grímsey BIFREIÐAVERKSTÆÐIÐ Ás- megin er að auka til muna starfsemi sína og hefur tekið í notkun viðbót- arhúsnæði undir sprautuklefa og réttingabekk til að annast viðgerðir á tjónabifreiðum. Fyrirtækið hélt nýlega upp á 10 ára afmæli sitt og gafst gestum tækifæri að kynnast starfseminni og þeirri nýbreytni sem Ásmegin er að fara af stað með. Yfir 200 manns mættu í afmæliskaffi. Þórður Magnússon bifreiðasmið- ur er einn aðaleigandi Ásmegins. Hann segir að félagið standi á tíma- mótum þegar það ræðst í þessar miklu breytingar. Verið er að taka í notkun um 300 fermetra húsnæði sem er samtengt gamla húsnæðinu sem er um 248 fermetrar. Í nýja húsnæðinu er búið að setja upp full- kominn sprautuklefa til að mála bif- reiðir og svo réttingabekk. Fyrir- tækið hefur samið við tvö tryggingafyrirtæki um þjónustu á tjónabílum og samningur er í far- vatninu við það þriðja. Tekið hefur verið í notkun tjóna- matskerfið Capas sem trygginga- félögin nota við tjónamat. Það er einingakerfi varðandi réttingar og sprautun og tímamælir verkeining- ar. Þetta kerfi er notað í nánast öll- um löndum ESB. Þegar bifreið lendir í tjóni er hún skráð inn í kerf- ið sem tjónabifreið, þar til hún hefur fengið viðgerð á vottuðu réttinga- verkstæði. Að mati tryggingafélaganna er mikilvægt að fá svona þjónustu úti á landi í stað þess að flytja alla skemmda bíla til Reykjavíkur. Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Starfsmenn og eigendur Ásmegins við fyrsta tjónabílinn: Þórður Magnús- son, Guðmundur Árni Hjartarson, Guðmundur Þór Guðþórsson, Áskell Ás- kelsson, Óskar Eyþórsson og Guðþór Sverrisson. Nýr réttingabekk- ur og sprautuklefi Stykkishólmur Áfram á sömu braut Guðjón Hjörleifsson bæjarfulltrúi í Vestmannaeyjum Þegar efnahagslífið er í blóma, atvinnuvegirnir sterkir og kaupmáttur mikill er auðvelt að gleyma því að slíkt gerist ekki af sjálfu sér. Og það er líka auðvelt að gleyma því hvað það er hægur leikur að glata því sem áunnist hefur ef menn hafa ekki augun á veginum framundan. Okkur hefur tekist að viðhalda efnahagslegum stöðugleika, við höfum greitt niður skuldir þjóðarinnar og lifum lengsta samfellda hagvaxtarskeið þjóðarinnar. Það skiptir öllu máli að við getum unnið úr þessum árangri á næstu árum og haldið þannig áfram á sömu braut.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.