Morgunblaðið - 30.04.2003, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 30.04.2003, Blaðsíða 48
FINNLAND – ÍSLAND 48 MIÐVIKUDAGUR 30. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ Leikurinn við Stoke reyndist sásíðasti hjá Hermanni í búningi Ipswich því í lok mars var hann seld- ur til úrvalsdeildar- liðsins Charlton Athletic. Hann hefur enn ekki spilað leik í búningi Lundúna- liðsins, fyrstu vikurnar fóru í að fá sig góðan af meiðslunum og hann er ekki löglegur með aðalliði félagsins fyrr en á næsta tímabili. Hermann sagði við Morgunblaðið í Helsinki í gær að það hefði komið til greina að hann spilaði með vara- liðinu gegn Ipswich í síðustu viku en ákveðið hefði verið að sleppa því. „Það þótti engin ástæða til að taka þá áhættu, mér lá ekkert á.“ En í kvöld er Hermann tilbúinn í slaginn og vonast eftir því að spila allar 90 mínúturnar. „Það yrði það besta fyr- ir mig því ég er í hálffurðulegri stöðu, æfi og æfi en má ekki spila þegar laugardagarnir renna upp. Landsleikirnir eru mín stærstu verkefni í augnablikinu, með því að spila þennan leik og síðan einn vara- liðsleik með Charlton fæ ég ágæta leikæfingu fyrir landsleikina tvo í júní.“ Hermann sagði að leikurinn við Finna legðist vel í sig. „Við þurf- um að nýta svona vináttuleik og reyna að fá sem mest út úr honum. Finnar eru sterkir, eiga góða leik- menn út um alla Evrópu eins og Sami Hyypiä og Jari Litmanen. Þá er Jonathan Johansson, félagi minn hjá Charlton, mjög góður sóknarmaður sem hefur skorað mik- ið af mörkum fyrir okkur og Glas- gow Rangers. Þetta er því kjörinn undirbúningur fyrir það sem koma skal hjá landsliðinu. Ég býst við hörkuleik og vona að við náum góð- um úrslitum og aukum með því sjálfstraustið í liðinu.“ Hermann hefur verið einn mánuð í herbúðum Charlton og kvaðst varla geta beðið eftir því að byrja að spila með liðinu í ensku úrvalsdeild- inni næsta haust en þar hefur hann áður leikið með Crystal Palace, Wimbledon og Ipswich. „Allar aðstæður hjá Charlton eru mjög góðar, fínn leikmannahópur og starfslið. Alan Curbishley hefur byggt þetta félag upp á tólf árum og unnið frábært starf. Félagið er skuldlaust og vel rekið og þótt það sé eitt af litlu liðunum í deildinni er alltaf uppselt á heimaleiki liðsins og það hefur staðið sig vonum framar í úrvalsdeildinni undanfarin þrjú ár. Liðið hefur heldur dalað að undan- förnu eftir gott gengi í vetur, enda er mikið um meiðsli og fjórir varn- armenn hafa verið frá keppni, en þegar hópurinn verður fullskipaður er það vel í stakk búið fyrir átökin á næsta tímabili,“ sagði Hermann Hreiðarsson.Hermann Hreiðarsson Hermann Hreiðarsson klár í slaginn gegn Finnum í Vantaa Landsleikirnir eru mín stærstu verkefni HERMANN Hreiðarsson spilar í kvöld sinn fyrsta leik í tæpa tvo mánuði þegar Íslendingar mæta Finnum í vináttulandsleik í Vantaa. Hermann meiddist á læri, fékk slæman skurð rétt ofan við hné, þegar Ipswich lék við Stoke í ensku 1. deildinni í byrjun mars og missti fyrir vikið af leik Íslendinga og Skota í Glasgow fyrir mánuði. Víðir Sigurðsson skrifar frá Helsinki FINNSK og frönsk knattspyrnu- yfirvöld hafa neitað að verða við ósk Sam Allardyce, knattspyrnu- stjóra Bolton, um að þau gefi leik- mönnum sínum frí frá vináttulands- leikjum sem fram eiga að fara í dag. Leikmennirnir sem um er að ræða eru markvörður finnska landsliðsins, Jussi Jääskeläinen, og franski varnarmaðurinn Bernard Mendy, sem leikur með 21 árs landsliðinu. Það er því ljóst að Jääskeläinen, félagi Guðna Bergs- sonar hjá Bolton, stendur í marki Finna gegn Íslendingum í vináttu- landsleik í Finnlandi í dag. Allardyce fór fram á að leik- mennirnir tækju ekki þátt í vináttu- landsleikjum í dag til þess að draga úr álagi á þeim á lokaspretti ensku úrvalsdeildarinnar, en Bolton er í harðri baráttu um að halda sæti í deildinni. Finnar og Frakkar neit- uðu alveg að verða við óskum Allar- dyce, en aftur á móti náði hann samkomulagi við Knattspyrnu- samband Íslands, Danmerkur og Jamaíku vegna Guðna Bergssonar, Henriks Pedersens og Ricardo Gardners, sem allir höfðu verið valdir í landslið sín. „Ég hef gert samkomulag við Finna og Frakka um að þeir noti Jääskeläinen og Mendy aðeins í fyrri hálfleik í vin- áttuleikjum sínum,“ segir Allar- dyce og bætir við um mál Guðna, sem dró sig út úr íslenska landslið- inu á sunnudagskvöldið: „Við náð- um samkomulagi við Knattspyrnu- samband Íslands um að Guðni leiki ekki með gegn Finnum. Þegar svo langt er liðið á keppnistímabilið eru tveir leikir á einni viku of mikið fyr- ir Guðna.“ Finnar hafa þó sótt sig mjög áundanförnum árum og náð góðum úrslitum í stórmótum upp á síðkastið. Þeir gerðu m.a. jafntefli við Þjóðverja fyrir hálfu öðru ári og sáu til þess að þeir þyrftu að fara í umspil um sæti í lokakeppni HM. Finnar eru þó ekki ánægðir með gengi sitt í undankeppni EM til þessa þar sem þeir hafa tapað 2:0 fyrir Wales, 2:0 fyrir Ítalíu og 2:0 fyrir Serbíu-Svartfjallalandi en sigrað Aserbaídsjan, 3:0. Jari Litmanen, sem skoraði fyrir Ajax í Meistaradeild Evrópu í síð- ustu viku og aftur í hollensku deildakeppninni um helgina, er 32 ára og nánast í guðatölu í heima- landi sínu en hann hefur m.a. leikið með Barcelona og Liverpool við góðan orðstír. Hann er fyrirliði landsliðsins og hefur spilað 81 landsleik þar sem hann hefur gert 21 mark. Sami Hyypiä, hinn 29 ára gamli miðvörður og fyrirliði Liverpool, hefur fest sig í sessi sem einn besti varnarmaðurinn í ensku knatt- spyrnunni undanfarin ár en hann er annar leikjahæsti leikmaður finnska liðsins í dag með 51 lands- leik. Næstir þeim að reynslu koma Jonatan Johansson, sóknarmaður frá Charlton í Englandi, sem hefur spilað 48 landsleiki og skorað 9 mörk, og Joonas Kolkka, miðju- maður frá Panathinaikos í Grikk- landi, sem er með 46 landsleiki og 9 mörk. Fimm af fastamönnum finnska liðsins spila ekki með í dag. Það eru markvörðurinn Antti Niemi frá Southampton, Hannu Tihinen, varnarmaður frá Anderlecht, Petri Pasanen, varnarmaður frá Ajax, Aki Riihilahti, miðjumaður frá Crystal Palace, og Teemu Tainio, sóknarmaður frá Auxerre. Reuters Jari Litmanen hefur verið mesti markahrókur Finna. Litmanen og Hyypiä fara fyrir liði Finna JARI Litmanen og Sami Hyypiä eru lykilmenn finnska landsliðsins sem tekur á móti Íslendingum í Vantaa í dag. Þeir eru þekktustu knattspyrnumennirnir í sögu Finnlands, þeir einu sem kjörnir hafa verið íþróttamenn ársins í „þúsund vatna landinu“ sem er kunnara fyrir snjalla langhlaupara, skíðagöngumenn og íshokkíspilara en fyrir afrek sín á knattspyrnusviðinu. RÍKHARÐUR Jónsson, sem þá var 18 ára gam- all, skoraði bæði mörkin á síðustu fimm mínútum leiksins þegar Ísland vann Finnland, 2:0, á Melavellinum 2. júlí 1949. Það var þriðji landsleikur Íslands og fyrsti sigurleikurinn. 1949 RÍKHARÐUR Jónsson var aftur á ferðinni þeg- ar Finnar sigruðu, 2:1, á Ólympíuleikvanginum í Helsinki 29. júní 1956. Hann skoraði þá úr víta- spyrnu eftir 12 mínútna leik. Ríkharður var fyr- irliði, Karl Guðmunds- son þjálfari. 1956 FINNAR unnu sinn fyrsta og eina sigur á Ís- landi til þessa þegar þeir lögðu íslenska liðið á Laugardalsvellinum, 2:0, 23. ágúst 1964. Þórólfur Beck var þá fyrirliði Ís- lands í fyrsta skipti, en þjálfari var Karl Guð- mundsson. 1964 ELLERT B. Schram, fyrirliði, skoraði úr víta- spyrnu strax á 6. mínútu þegar þjóðirnar mættust í Helsinki 24. júlí 1969. Það dugði skammt því Finnar svöruðu þrisvar í fyrri hálfleik og sigruðu, 3:1. Ríkharður Jónsson var þjálfari. 1969 ÞJÓÐIRNAR skildu jafnar, 2:2, á Laugardals- vellinum 19. ágúst 1974. Íslenska liðið byrjaði mjög vel því Teitur Þórð- arson skoraði strax á 5. mínútu og Marteinn Geirsson úr vítaspyrnu á 15. mínútu en það dugði ekki til sigurs. 1974 FINNAR sigruðu, 1:0, á Ólympíuleikvanginum í Helsinki 14. júlí 1976. Tony Knapp, landsliðs- þjálfari Íslands, var langt frá því að vera ánægður með leikinn – sagði að hann hefði verið lélegasti landsleikurinn undir sinni stjórn í þrjú ár. 1976 TVEIR SIGRAR Á FINNUM Í NÍU LEIKJUM LÍKLEGT er að Indriði Sigurðsson, Gylfi Einarsson og Arnar Gunnlaugsson komi inn í byrjunarlið Ís- lands gegn Finnlandi í dag en Atli Eðvaldsson, lands- liðsþjálfari, tilkynnir það nú um hádegið. Útlit er fyrir að byrjunarliðið verði þannig: Árni Gautur Arason í markinu, Gylfi Einarsson, Lárus Orri Sigurðsson, Hermann Hreiðarsson og Indriði Sigurðsson í vörninni, Jóhannes Karl Guðjónsson, Arnar Grétarsson og Arnar Þór Viðarsson á miðj- unni. Rúnar Kristinsson afturliggjandi sóknar- tengiliður og Arnar Gunnlaugsson og Eiður Smári Guðjohnsen í framlínunni. Aðrir í landsliðshópnum eru Ívar, Brynjar Björn Gunnarsson, Marel Baldvinsson, Veigar Páll Gunn- arsson, Ólafur Stígsson, Þórður Guðjónsson og Birk- ir Kristinsson. Líklegt byrjunarlið gegn Finnum Finnar og Frakkar verða ekki við óskum Allardyce Í GÆR höfðu um 2.200 miðar selst á leik Finnlands og Íslands sem fram fer í Vantaa í dag og hefst kl. 14 að íslenskum tíma, kl. 17 að staðartíma. Búist er við um 3.000 áhorfendum í heildina en Pohjola-leikvangurinn í Vantaa tekur um 6.000 manns. Aðal- ástæðan fyrir dræmri aðsókn er sú að klukkutíma fyrr hefst stórleikur Finna og Tékka á HM í íshokkíi, sem fram fer í Turku og er sýndur beint í sjónvarpinu. Léleg aðsókn vegna stórleiks í íshokkíi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.