Morgunblaðið - 30.04.2003, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 30.04.2003, Blaðsíða 37
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. APRÍL 2003 37 innlit • eldhúsinnréttingar • pizzur • gott á grillið eldhústæki • ostar • hönnun • ísskápar og eldavélarlif u n Auglýsendur! Meðal efnis í næsta tölublaði Lifunar sem fylgir Morgunblaðinu miðvikudaginn 7. maí: Hafið samband við auglýsingadeild Morgunblaðsins í síma 569 1111 eða lifunaugl@mbl.is ÞAÐ verður ljósara með hverjum degi að markmið Bandaríkjanna með innrásinni Í Írak var að komast yfir olíulindir landsins og um leið að tryggja stöðu sína í Mið-Austurlöndum þar sem eru 60% af þekktum olíu- lindum heimsins. Andstaða fólksins á þessu svæði gegn innrásinni er vegna þess að það telur að olían í þeirra eigin höndum geti tryggt fólkinu velsæld og réttlátt þjóðfélag. Bandaríska heimsveldið óttast að þjóðir þessara svæða fari að nýta auðlindir sínar fyrir eigin hag. Þetta hefur ver- ið ótti Bandaríkjanna og fylgifiska þeirra í áratugi. Því hafa þau beitt hinni gömlu aðferð heimsvaldasinna að deila og drottna. Bandaríkin berjast fyrir því að þarna séu rík- isstjórnir við völd sem eru handgengnar þeim sjálfum. Stjórn Saddam Husseins var ein af þessum ríkisstjórnum sem Bandarík- in töldu sér mjög handgengnar, allt fram til 1990. Þegar Bandaríkin hófu sókn sína til að styrkja yfirráð sín yfir olíunni Í Mið-Austurlöndum kring- um 1990 var ríkisstjórn Íraka ekki tilbúin til að feta þann stíg með Banda- ríkjunum. Því féll hún í ónáð. Bandarísk stjórnvöld töldu hættu á að rík- isstjórn Íraka gæti orðið forysturíki arabaheimsins í að nýta olíuna fyrir eigin hag. Friðarbarátta almennings í heiminum Andstaða almennings í heiminum gegn innrásinni í Írak var skýr og ein- læg. Það tókst að vísu ekki að koma í veg fyrir hana. En friðarhreyfingunni tókst samt að senda sterk skilaboð til þeirra sem urðu fyrir árásinni. Þetta væri ekki stríð fólks gegn fólki. Þetta væri stríð auðherra, herforingja og ríkisstjórna sem vildu drottna yfir öðrum manneskjum, til að skara eld að eigin köku. Friðarhreyfingunni tókst að koma því á framfæri að manneskj- urnar í heiminum yrðu að ná samstöðu gegn þessum stríðsöflum. Henni tókst líka að koma þeim skilaboðum til hermannanna sem sendir voru inn í Írak til að drepa að þeir væru að vinna óþurftarverk, að mati alls almenn- ings í heiminum. Öllum heiminum stafar hætta af stríðsstefnunni Sú hræðilega staðreynd blasir við að Bandaríkin muni halda áfram stríðsstefnu sinni nema eitthvað mikið komi til. Hagsmunaaðilar knýja á um að Bandaríkin neyti aflsmunar á hernaðarsviðinu og knýi fram fleiri „sigra“. Það sem getur komið í veg fyrir þessa þróun er að fólkið í heiminum, líka í Bandaríkjunum, nái samstöðu um að hætta að bera vopn hvert á annað. Hlutverk Íslendinga í friðarbaráttunni Íslendingar geta stuðlað að friði í heiminum, með því að halda áfram friðarbaráttunni, sem hófst hér í aðdraganda stríðsins. Með þvi að koma upplýsingum til almennings og vinna þannig gegn áróðursfréttum stríðs- vélarinnar. Mikilvægasta framlag Íslands til friðarbaráttunnar í heiminum væri að breyta utanríkisstefnu Íslands, hætta þeirri þjónustu við hagsmuni heims- veldisins, sem hér hefur ríkt. Hefja að nýju á loft kröfuna um herinn burt. Slík krafa mundi óma um allan heim og enduróma í alþjóðlegri baráttu fyr- ir friði. Berjumst fyrir friði Eftir Ragnar Stefánsson Höfundur er jarðskjálftafræðingur. ÞAÐ hefur vart farið framhjá nokkrum að kosningar til þings standa fyrir dyrum og skal enn einu sinni minnt á að það er mikilvægt fyrir lýðræðið að fólk nýti sér þennan rétt. Jafnframt skal minnt á að kosn- ingar eru ekki bæði upphaf og endir lýð- ræðis því að með misbeitingu á valdi geta kjörnir fulltrúar skrumskælt lýðræðið. Það er óhagganleg staðreynd að völd geta spillt fólki, jafnvel ósköp venjulegu fólki. Það þurfa ekki að vera neinir skúrkar að eðlisfari og þetta getur gerst hægt og sígandi og stundum án þess að þeir sem misnota vald sitt séu sér í raun meðvitandi um það. Það er sem sagt eitt af aðalatriðum í pólitík að fjalla um það málefni. Það er nauðsyn að minna kjörna fulltrúa á þessa hættu, svo að þeir haldi vöku sinni og okkur almenning svo að við veit- um fulltrúum okkar verðugt aðhald. Góðkunnur rithöfundur sinnti þessari borgaralegu skyldu sinni af dirfsku og með ágætum í grein um hvernig forsætisráðherra misnotaði vald sitt. Ráðherrann og/eða ráðu- neyti hans kemur einnig við sögu í ítarlegri úttekt Agnesar Bragadótt- ur blaðamanns, sem birtist í Morg- unblaðinu. Það voru niðurstöður þriggja mánaða rannsókna á ýms- um samskiptum í fjármálaheim- inum. Hún minnist a.m.k. tvívegis á sérkennileg afskipti forsætisráð- herra og/eða forsætisráðuneytis í ferli sem hún var að kanna, en gat þess að hún hefði ekki getað fengið þetta staðfest. Það getur reynst erf- itt að sanna óeðlilega valdbeitingu eða inngrip stjórnmálamanna að tjaldabaki. Aðeins einn frambjóðandi, Ingi- björg Sólrún Gísladóttir, hefur haft dug og djörfung til að taka upp löngu tímabæra umræðu um þá hættu sem lýðræðinu er búin af misnotkun valds og tekið forsætis- ráðherra sem dæmi. Aðrir stjórn- arandstæðingar hafa stungið höfð- inu í sandinn eða tekið undir með þeim kór sjálfstæðismanna sem af- flytja Ingibjörgu Sólrúnu fyrir hreinskiptni hennar og dirfsku og tala um að hún sé að færa kosninga- baráttuna frá málefnum og tala um persónulegt skítkast, gott ef ekki leðjuslag. Þetta er auðvitað al- gjörlega fráleit málnotkun, þegar stjórnmálamaður er gagnrýndur fyrir pólitískar gerðir sínar er ekki verið að vega að persónulegum hög- um hans. Við kynntumst hins vegar því sem kalla má leðjuslag, þegar þeir tókust á flokksbræðurnir Davíð Oddsson og Hreinn Loftsson, og báru í fjölmiðlum hvor á annan að þeir væru ósannindamenn. Það var dapurlegt að sjá forsætisráðherra landsins bera af sér sakir í sjón- varpinu og þar með saka Hrein Loftsson um ósannindi. Hefði Ingi- björg Sólrún haft hug á að nýta þetta mál sér til framdráttar hefði hún tæpast svarað eins og hún gerði þegar hún var spurð álits, að hún vildi ekki blanda sér í deilur þessara tveggja sjálfstæðismanna sem hefðu greinilega skynjað þennan fund á mjög mismunandi máta. Annað dæmi um misbeitingu valds var þegar forsætisráðherra, raunar ásamt Halldóri Ásgrímssyni, gekk á svig við lög og þingsköp og lýsti fyrir hönd þjóðarinnar yfir stuðningi við stríðið í Írak án þess að bera það undir utanrík- ismálanefnd alþingis. Nýlega var sýnd mynd í sjónvarpinu af barni sem auk þess að hafa misst foreldra sína hafði misst báða handleggi og var með lífshættuleg brunasár. Margfaldið þetta með nokkrum þús- undum og þá hafið þið tölu þeirra limlestu og munaðarlausu barna sem verið er að gera okkur siðferði- lega ábyrg fyrir. Ætlið þið að ljá þessum mönnum atkvæði ykkar? Enn eitt nýlegt en þó veigaminna dæmi um um hæpna notkun valds var það að forsætisráðherra gekk á svig við vinnureglur og greip fram- fyrir hendur Hafrannsóknastofn- unar og raunar einnig flokksbróður síns, Árna Mathiesen sjávarútvegs- ráðherra, þegar hann tilkynnti á kosningafundi aukningu þorskafla á næsta veiðiári. Forstjóri Hafrann- sóknastofnunar brást í fyrstu frekar illa við og gat þess m.a. að ekki væri búið að fullvinna skýrslur en dró síðan í land. Það er eðlilegt, hafi maður í huga þá skyndiákvörðun Davíðs að leggja niður Þjóðhags- stofnun þegar honum féll ekki ein- hver spá þeirrar stofnunar. Það er því þarft að Ingibjörg Sól- rún Gísladóttir skyldi hafa dirfsku og dug til að hreyfa við einu af þeim grundvallaratriðum lýðræðis að valdamenn verða að huga að því hvernig þeir beita valdi sínu til að skrumskæla ekki lýðræðið. Þeim sem hafa lesið ræður hennar verður ljóst að þær eru settar fram mál- efnalega af þekkingu og rökvísi. Gefum Davíð Oddssyni langþráð frí, og kjósum Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur. Það geta þeir Reykvík- ingar gert sem kjósa í Norður- kjördæmi og aðrir sem kjósa Sam- fylkinguna hvar sem er á landinu. Það ætti ekki að vera erfitt val þeg- ar haft er í huga það einvalalið sem Samfylkingin teflir fram í öllum kjördæmum. Með öflugum stuðn- ingi við Samfylkinguna getum við brotið blað í sögunni með því að velja fyrstu konuna til að gegna embætti forsætisráðherra. Samfylk- ingin er í raun eini flokkurinn sem getur velt Sjálfstæðisflokknum úr sessi. Lýðræði og valdbeiting Eftir Guðmund Georgsson Höfundur er læknir, prófessor emeritus. RÍKISSTJÓRN Davíðs Odds- sonar steig mikilvægt skref til að jafna rétt kynjanna með setningu laga um fæðingar- og foreldraorlof árið 2000. Markmið lag- anna er að tryggja barni samvistir við báða foreldra og gera konum og körl- um kleift að sam- ræma fjölskyldu- og atvinnulíf. Öll fjölskyldan nýtur góðs af Fæðingarorlofslögin eru eitt mesta framfaraskref sem stigið hef- ur verið fyrir fjölskyldurnar í land- inu. Lögin stuðla að jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði. Eftir gild- istöku þeirra setja atvinnurekendur ekki fyrir sig hvort ráða skuli karl eða konu í starf vegna þess að jafn- miklar líkur eru á að báðir foreldrar fari í orlof vegna fæðingar barns. Staða kvenna á vinnumarkaði hefur stórbatnað í kjölfar laganna og má vænta að lögin til lengri tíma muni draga úr launamun kynjanna. Karlar öðluðust með tilkomu lag- anna jafnan rétt á við konur til að fá að vera heima með börnum sínum. Reynslan sýnir að karlar vilja vera heima þegar nýr einstaklingur kem- ur í heiminn og njóta samvista við hann. Fyrir gildistöku laganna áttu þeir ekki jafnmikla möguleika og konurnar á að vera heima með börn- um sínum. Samkvæmt tölum frá Tryggingastofnun ríkisins nýttu sér tæp 80% feðra árið 2002 sinn kyn- bundna rétt til fæðingarorlofs. Tölu- verður hluti þeirra nýtti sér einnig hluta af sameiginlegum rétti foreldra eða 13,2% árið 2002. Tölurnar sýna okkur að karlar eru ánægðir og njóta samvista fjölskyldunnar. Börnin njóta best allra lengra fæð- ingarorlofs foreldra. Nýfæddir ein- staklingar fá að njóta samvista við báða foreldra sína fyrstu mánuðina. Fjölskyldan nýtur þess að eiga sam- verustundir og aðlagast breyttu fjöl- skyldumynstri. Aftur á vinnumarkað Þegar að því kemur að foreldrar snúa aftur til vinnu bjóða lögin upp á ýmsa möguleika. Í lögunum má finna grein um tilhögun fæðingarorlofsins þar sem fram kemur að foreldrar geta ráðið því hvernig þeir taka orlof sitt í samráði við vinnuveitanda, allt eftir því hvernig þeim hentar. Í mörgum tilfellum fara feður í orlof þegar barnið er nýfætt og síðan aftur þegar móðirin byrjar aftur að vinna að loknu orlofi. Barnið nýtur þess að fá að vera heima í öruggu skjóli heimilisins lengur en ella. Einnig eiga foreldrar þess kost að taka or- lofið samhliða minnkuðu starfshlut- falli. Í kjölfar laganna hefur viðhorfið í þjóðfélaginu til fjölskyldunnar breyst. Nú þykir eðlilegt að sjá karla með barnavagna í göngutúr á miðjum vinnudegi. Atvinnurekendur sjá hag sinn í að gera starfsmönnum sínum auðveldara að samræma fjöl- skyldu- og atvinnulíf. Í dag þykir sjálfsagt að feður sinni börnum sín- um jafnt sem mæður. Fjölskylduvænt umhverfi Sjálfstæðisflokkurinn hefur sýnt það í verki að hann ber hag fjölskyld- unnar fyrir brjósti. Hann gerir sér grein fyrir mikilvægi þess að skapa þurfi umhverfi þar sem fjölskyldan geti blómstrað. Ég treysti Sjálfstæð- isflokknum best allra til að skapa að- stæður fyrir mig til að leyfa mér að nýta menntun mína um leið og ég get sinnt fjölskyldu minni af kostgæfni. Framfaraskref fyrir fjölskylduna Eftir Rúnu Malmquist Höfundur er viðskiptafræðingur og form. Hvatar, félags sjálfstæð- iskvenna í Rvík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.