Morgunblaðið - 30.04.2003, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 30.04.2003, Blaðsíða 30
30 MIÐVIKUDAGUR 30. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. MIKIL orka hefur farið í deilur um fiskveiðistjórnunarkerfið á undanförnum árum. Óhætt er að fullyrða að deilurnar hafa beint athyglinni frá ýmsum brýnni verkefnum á sviði sjávarútvegs. Í maí síðastliðnum voru gerðar þær meginbreytingar á lögunum um stjórn fiskveiða að nú er út- gerðinni ætlað að greiða eigand- anum, þjóðinni, fyrir afnotarétt- inn af auðlindinni. Veiðigjaldið markar því kaflaskil í um- ræðunni um sjávarútvegsmál og nú er lag að snúa sér að nýjum verkefnum. Sjávarútvegsráðuneytið hefur lagt áherslu á að marka stefnu um hvernig hið opinbera getur skapað sjávarútveginum um- gjörð sem ýtir undir frekari verðmætaaukningu í greininni. Skipaður var starfshópur sem hafði það hlutverk að skilgreina hvernig hægt væri að auka verð- mæti sjávarfangs. Meginnið- urstaða hópsins var sú að hægt væri að auka verðmætið um 6% á ári sem myndi þýða að það gæti aukist úr 130 milljörðum króna í um 240 milljarða króna á næstu 12 árum. Gert er ráð fyrir að hlutfallslega verði mest aukn- ing í eldi sjávardýra og fram- leiðsluverðmætin þar aukist úr 1 milljarði árið 2001 í 36 milljarða árið 2012. Stofnaður hefur verið sjóður um aukið verðmæti sjáv- arfangs og hefur hann tekið til starfa. AVS-verkefnið verður unnið í samvinnu margra aðila og ljóst að það skarast að einhverju leyti á við starfssvið ýmissa annarra fjármögnunaraðila eins og Rann- ís og Nýsköpunarsjóðs, auk ým- issa erlendra sjóða. Verkefnin geta verið allt frá grunnrann- sóknum til þróunarverkefna. Til þess að auka slagkraft sjóðsins er góð samvinna milli fjármögn- unaraðila forsenda fyrir því að hægt sé að margfalda þá upp- hæð sem kemur úr AVS- verkefninu einu og sér. Sjóðsstjórnin hefur þegar tek- ið til starfa. Við skipun stjórnar, mótun stefnu og starfsreglna sjóðsins er lögð rík áhersla á virkt samráð við hagsmunaaðila og vísindasamfélagið. Innan AVS-verkefnisins munu s sérstakir verkefnahópar u stök fagsvið og er þeim fa nánari útfærsla og framk á stefnu fyrir viðkomandi Nú þegar hefur verið stof hópur um fiskeldi og í far inu er skipun líftæknihóp um vinnslu og tækni, gæð væla og um markaði og n urðir. Hættulegar hugmyn um fyrningarleið Í kosningunum 10. maí kjósendur standa frammi tveimur meginvalkostum. ars vegar leið okkar sjálf ismanna sem felst í því að tryggja stöðugleika á öllu um. Í sjávarútvegsmálunu um við standa vörð um þa efnahagslega ávinning sem verandi stjórn fiskveiða h fært okkur. Um leið vilju leita leiða til að gera betu vegar er það leið stjórnar Aukið verðmæti sjávarf Eftir Árna M. Mathiesen „Í sjávarútvegsmálunum viljum v standa vörð um þann efnahagsle ávinning sem núverandi stjórn fis veiða hefur fært okkur. Um leið vi við leita leiða til að gera betur.“ Á SÍÐASTLIÐNUM 12 árum hefur orðið mikill vöxtur, nýsköp- un og framþróun í skólamálum hér á landi. Menntakerfið hefur vaxið að umfangi og gæðum. Áhugi stjórnvalda og kennara- stéttarinnar á að laga mennta- kerfið að nýjum aðstæðum og nýta til fulls nýja upplýsingatækni í fræðslumálum hefur ráðið miklu um þessar framfarir. Þar hafa stjórnvöld átt fulla samleið með almenningi sem hefur sýnt mikinn áhuga á þróun menntamála. Þjóð- in hefur keppst við að efla þekk- ingu sína og endurnýja sig í starfi í krafti aukinnar menntunar. Þegar litið er til þess hve þró- unin hefur verið ör í mennta- málunum er eftirtektarvert hve mjög Samfylkingin og Vinstri grænir leggja sig í líma við að gera lítið úr vexti menntamálanna og þeim árangri sem þjóðin hefur náð á þessu sviði. Talsmenn Samfylkingarinnar virðast hafa sérstakt dálæti á töl- um sem sýna að 17% Íslendinga á aldrinum 24 til 65 ára séu með háskólapróf og benda á að þessar tölur séu hærri hjá þeim þjóðum sem við berum okkur saman við. Þessar tölur lýsa ástandi mennta- mála eins og það var en varpa litlu ljósi á þróun síðastliðinna ára. En það er einmitt sú þróun sem hefur vakið mikla athygli í al- þjóðlegum samanburði. Þeir sem eru 65 ára í dag áttu ekki þá fjöl- breytilegu námsmöguleika sem ungt fólk á nú og þess vegna er hlutfall háskólamenntaðra lágt í elstu aldurshópunum. Há- skólastofnanir sem heyra undir menntamálaráðuneytið eru í dag 7 talsins og aðgengi að háskólanámi hefur aukist mikið þar sem upp- bygging fjarnáms og símennt- unarmiðstöðva um land allt opnar fólki í dreifbýli aðgang að ýmsum námsbrautum á framhaldsskóla- og háskólastigi. Í deiglunni er þróun háskólanámssetra sem koma til með að bæta þennan að- gang enn frekar. Til þess að varpa ljósi á stöðu mála nú er nauðsynlegt að skoða yngri aldurshópana, t.d. hve hátt hlutfall ungs fólks á aldrinum 30– 34 ára hefur lokið háskóla Íslandi. Það eru 32,4% á m meðaltal Evrópu er 23%. A ursárgangi hér á landi ljúk 33,3% háskólaprófi á meða altal OECD er 26%. Af þe vel hve sterk staða okkar þjóðlegum samanburði. Samfylkingin hefur hald fram að fjárframlög til fra skóla hafi staðið í stað. St reyndir tala öðru máli. Fr ríkisins til framhaldsskóla var rúmur 8,1 milljarður e ið 2003 10,7 milljarðar. Þe um 32% aukning. Þegar te tillit til þess að þjóðinni he fjölgað hafa framlög á íbú um 26,2%. Þegar framlög til framh skóla, háskóla og námsaðs eru borin saman á sama 5 tímabili hafa þau aukist um 40%. Framlög á íbúa hafa um 33,5%. Í ljósi þessa er athyglisvert að Samfylking Menntamálin hafa haft Eftir Tómas Inga Olrich „En svona er hin nýja umræðupól sem Samfylkingin hefur leitt inn lensk stjórnmál. Skattalækkun h nú skattahækkun, aukin framlög menntamála nefnast stöðnun.“ ÍSLENSKA þjóðfélagið hefur lengi haft það orð á sér að vera barnvænt samfélag, hér sé vel tekið á móti börnum. Þannig hafa Íslendingar viljað hafa sam- félagið, og góð samstaða yfirleitt verið um markmið í þeim málum, þótt oft hafi greint á um leiðir. Vinstrihreyfingin – grænt framboð vill halda áfram á þessari braut. Við höfum í aðdraganda þessara kosninga lagt fram ýt- arlega stefnu í fjölskyldumálum, fjölskyldustefnu til að styrkja þessa grunneiningu samfélagsins. Nú sem aldrei fyrr er það lyk- ilatriði að við hlúum að fjölskyld- unni. Ekki síst þannig sköpum við betra samfélag.  Við viljum gera leikskólann ókeypis í samstilltu átaki ríkis og sveitarfélaga.  Við viljum stuðla að styttingu vinnuvikunnar.  Við viljum að skattbyrði lág- launafólks verði minnkuð.  Við viljum efla grunn- heilsugæslu og forvarnir, og af- nema gjaldtöku sem veld að fólk veigrar sér við að þjónustuna.  Við viljum hækka grunn upphæð ótekjutengdra b bóta fyrir alla aldurshóp  Við viljum samfellt grun heimabyggð til 18 ára al efla framhalds- og háskó í öllum landshlutum. Þetta eru aðeins fáein af Viljum við framfarir í velfer Eftir Ólaf Þór Gunnarsson „Hvaða annar flokkur hefur sýnt til að lofa framförum í velferðarm í stað þess að vera með yfirboð u skattalækkanir með tilheyrandi n urskurði í kjölfarið?“ BIRNIRNIR LÁTA SJÁ SIG Tvær rússneskar herflugvélar,svokallaðir „Birnir“ flugu inn áíslenzka loftvarnasvæðið síð- astliðinn föstudag, án þess að tilkynna sig til íslenzkra stjórnvalda. Vélarnar voru á loftvarnasvæðinu í 25 mínútur. Þrjár af fjórum orrustuþotum varnar- liðsins á Keflavíkurflugvelli flugu til móts við rússnesku vélarnar og fylgdu þeim eftir þar til þær höfðu yfirgefið loftvarnasvæðið. Talið er að flug vél- anna nú tengist voræfingum rússneska hersins, en Halldór Ásgrímsson utan- ríkisráðherra segir í Morgunblaðinu í dag að hann muni krefja rússnesk stjórnvöld um skýringu á atvikinu. Á árum áður var algengt að sovézkar herflugvélar færu inn á íslenzka loft- varnasvæðið. Árin 1985 og 1986 kvað svo rammt að heimsóknum þeirra að flogið var til móts við um 170 vélar hvort árið. Alls flugu orrustuþotur varnarliðsins þrjú þúsund sinnum til móts við sovézkar vélar árin 1962– 1991, en það ár liðu Sovétríkin undir lok og heimsóknum „Bjarnanna“ fækkaði mjög. Síðast létu þeir sjá sig 1999. Sú fækkun hefur bæði verið rakin til friðsamlegri stefnu stjórnvalda í Rúss- landi og þess, að rússneski loftherinn hefði einfaldlega ekki getu til aðgerða á Norður-Atlantshafi. Síðustu ár hefur flugherinn hins vegar heldur sótt í sig veðrið og umsvif hans farið vaxandi, m.a. með æfingum af ýmsu tagi. Skemmst er að minnast þess er Rússar skipulögðu umfangsmiklar flugheræf- ingar yfir hafsvæðinu umhverfis Ís- land, sem áttu að hefjast 12. septem- ber 2001. Allt stefndi í að æfingarnar myndu raska verulega almennu far- þegaflugi til og frá Íslandi, enda voru þær ekki skipulagðar í neinu samráði við íslenzk stjórnvöld. Æfingarnar voru hins vegar blásnar af vegna hryðjuverkanna í Bandaríkjunum dag- inn áður en þær áttu að hefjast. Atburðir á borð við æfingarnar fyrir rúmlega hálfu öðru ári og atvikið á föstudaginn sýna að Rússum þykir ástæða til að minna á hernaðarmátt sinn af og til. Þessir tilburðir valda því að menn hljóta að spyrja að því í mikilli alvöru hvort nokkurt einasta vit væri í því að hætta að hafa orrustuþotur í Keflavík eins og hugmyndir hafa verið uppi um í bandaríska stjórnkerfinu af og til á undanförnum árum. Vera orrustuþotna í Keflavík er for- senda þess að hægt sé að fylgjast í ná- vígi með æfingaflugi á borð við það, sem rússnesku „Birnirnir“ fóru á föstudaginn. Enginn lítur lengur á Rússland sem óvinveitt ríki. En hvaða fullvalda ríki gæti unað því að erlendar herflugvélar gætu flogið fyrirvara- laust og án þess að tilkynna sig inn á yfirráðasvæði þess, óáreittar og án þess að með þeim væri fylgzt? Það er spurning, sem hlýtur að verða að svara í viðræðum Íslands og Bandaríkjanna um framtíð varnarstöðvarinnar í Keflavík. Eins og Halldór Ásgrímsson utan- ríkisráðherra benti á í Morgunblaðinu í gær og ítrekar í ummælum sínum í blaðinu í dag, verður það væntanlega eitt af fyrstu verkum forsætisráðherra í nýrri ríkisstjórn að óska eftir fundi með forseta Bandaríkjanna og ræða varnarsamstarf landanna. Heimsókn rússnesku „Bjarnanna“ sýnir hversu mikilvægt er að haldið sé á þeim við- ræðum af ábyrgð og festu og með varn- arhagsmuni Íslands efsta á blaði. KLÚÐUR KJÖRSTJÓRNA Marga rak í rogastanz þegar framkom um síðustu helgi að veru- legir ágallar hefðu verið á meðmæl- endalistum þriggja framboða, sem skilað var inn til yfirkjörstjórna í Reykjavík vegna komandi alþingis- kosninga; ekki hefðu allir á listunum verið þess umkomnir að mæla með viðkomandi framboðslista, t.d. bú- settir í öðru kjördæmi. Samkvæmt upplýsingum frá yfir- kjörstjórnunum vantaði þannig 13 manns á meðmælendalista Frjáls- lynda flokksins í Reykjavíkurkjör- dæmi suður, 12 á lista Sjálfstæðis- flokksins í kjördæminu og þrjá á lista Nýs afls. Þá kom fram að einn hefði vantað á meðmælendalista Sjálfstæðisflokksins í norðurkjör- dæminu. Framboðunum var gefinn kostur á að finna nýja meðmælendur í stað þeirra, sem var hafnað, sem þau og gerðu. Menn spurðu þó skiljanlega hvern- ig gæti staðið á því að framboðin skiluðu svona illa unnu verki, þar á meðal framboð Sjálfstæðisflokksins, sem hefur vel smurða kosningavél og áratugalanga reynslu af vinnubrögð- um í svona málum. Á mánudag kom svo í ljós að ekk- ert var athugavert við vinnubrögð stjórnmálaflokkanna og meðmæl- endalistarnir voru óaðfinnanlegir. Yfirkjörstjórnirnar höfðu ranglega hafnað meðmælendum með fram- boðslistum framboðanna þriggja, að sögn vegna villu í hugbúnaði. Þetta mál er alvarlegra en kann að virðast við fyrstu sýn. Í grónu réttar- og lýðræðisríki eins og Íslandi verð- ur að leggja áherzlu á að framkvæmd kosninga sé óaðfinnanleg, allt frá fyrsta skrefi í framboðsferlinu og þar til síðasta atkvæðið hefur verið talið, og farið í hvívetna eftir kosningalög- um og -reglum. Í kosningalögum er yfirkjörstjórnum falið mikilvægt eft- irlits- og úrskurðarvald. Vinnubrögð þeirra verða að vera afar vönduð, svo þær njóti trausts hjá framboðunum og hjá almenningi. Ef tölvuhugbún- aður er notaður til að létta mönnum störfin, þarf hann að vera margpróf- aður til þess að tryggt sé að villur af þessu tagi komi ekki upp. Taka má undir ummæli Margeirs Péturssonar, formanns fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, í Morgunblaðinu í gær, en hann sagði þar: „Lærdómurinn sem má draga af þessu er sá, að það er ekki sjálfgefið að lýðræðislegar leikreglur séu í heiðri hafðar.“ Því miður hafa komið upp of mörg dæmi á Íslandi á undanförnum árum, við framkvæmd þingkosninga, sveit- arstjórnarkosninga og prófkjör stjórnmálaflokka, um að menn um- gangist leikreglurnar af ónákvæmni eða léttúð. Allt slíkt grefur undan trausti á lýðræðiskerfinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.