Morgunblaðið - 30.04.2003, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 30.04.2003, Blaðsíða 22
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 22 MIÐVIKUDAGUR 30. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ                                                            !"#$%  & ' (   )    **    )                           +    , !  "# $- ./,0.123,0.     4 *  ,      )   %"#-    5   67                  FORELDRAR barna úr Korpu- skóla gengu á fund menntamálaráð- herra á dögunum til að ræða málefni skólans. Menntamálaráðherra sendi fræðsluráði Reykjavíkurborgar er- indi í gær þar sem óskað er svara varðandi skólamál í Staðahverfi. „Þetta er annar veturinn sem við for- eldrar erum að vinna í því að fá skóla byggðan í hverfinu,“ segir Hjörtur Stefánsson, sem á tvö börn í Korpu- skóla í Staðahverfi. Mikil óánægja hefur ríkt meðal foreldra um skólann en hann er til húsa á Korpúlfsstöð- um. Þá er einnig óánægja með að bú- ið er að gera samning um að nota Egilshöll sem leikfimihús fyrir nem- endurna, en vegalengdir í hverfinu eru miklar og íþróttahöllin ekki mið- svæðis. „Fyrir þá sem búa nyrst í hverfinu er þetta sambærilegt og að börn væru send frá Vatnsmýrinni við BSÍ og upp í Kringlu í leikfimi.“ Skóli fyrir 100 börn? Hjörtur segir að þegar flýtifram- kvæmdir voru ákveðnar í borginni í vetur kom fram að borgin hygðist leggja 70 milljónir króna í byggingu skóla í Staðahverfi á þessu ári og 160 milljónir á því næsta. Að sögn Hjart- ar bólar hins vegar ekkert á neinum framkvæmdum þrátt fyrir að sum- arið sé komið. „Þeir eru ekkert byrj- aðir að undirbúa framkvæmdir og ekki búið að taka neinar ákvarðanir um stærð skólans.“ Hirti reiknast til að fyrir 230 millj- ónir megi reisa 100 barna skóla en nú þegar eru um 170 börn í Korpu- skóla og innan fárra ára verða í hverfinu um 300 börn á grunnskóla- aldri. Hjörtur er í hópi foreldra sem sendu menntamálaráðherra bréf þar sem spurt var um hvort skólahald í Staðahverfi stæðist grunnskólalög. Í síðustu viku gengu foreldrarnir á fund ráðherra en hann hefur nú ritað Reykjavíkurborg bréf og spurst fyr- ir um skólahaldið. „Við spurðum ráðherra meðal annars hvort þetta væri lögbrot, því við viljum meina að það séu ýmis at- riði sem ganga verulega á skjön við grunnskólalögin.“ Menntamálaráð- herra hefur enn ekki svarað foreldr- unum en sendi spurningar þeirra til fræðsluráðs Reykjavíkur og óskaði svara við þeim. Hjörtur segir að for- eldrar hafi þrýst á um að fá úrlausn í skólamálum hverfisins. „En það eru engin svör. Hverfið var skipulagt 1996 en og það bólar ekkert á neinni þjónustu. Það er nánast búið að hafa foreldra að fíflum. Okkur voru seldar lóðir byggðar á skipulagi sem gerði ráð fyrir grunnskóla.“ Menntamálaráðherra hefur sent Reykjavíkurborg bréf vegna Korpuskóla Morgunblaðið/Árni Sæberg Foreldrar í Staðahverfi sem gengu á fund menntamálaráðherra telja aðstæður í Korpuskóla ófullnægjandi og ekki í samræmi við lög um skólahúsnæði. Foreldrar telja lögbrot hugsanlegt Staðahverfi SKIPULAGSNEFND Bessastaða- hrepps hefur hafnað erindi verktak- anna Húsbygg ehf., Marhúss ehf. og SH-Hönnuða ehf. um að byggja tvö sex íbúða fjölbýlishús á lóðunum innst í Birkiholti í stað tveggja raðhúsa- lengja eins og gildandi deiliskipulag gerir ráð fyrir. Erindið var til umfjöll- unar ásamt tveimur fyrri erindum verktakanna um breytingu á deili- skipulagi lóðanna á fundi nefndarinn- ar í gær. Í umsögn skipulagsnefndar kemur fram að nefndin hefur verið með til umfjöllunar á síðustu fundum um- sóknir frá verktökunum breytingu á deiliskipulagi umræddra lóða innst við Birkiholt, úr tveimur raðhúsa- lengjum yfir í tvö fjölbýlishús. Til skoðunar hafa verið tvö níu, átta og sex íbúða fjölbýlishús. Skipulags- nefnd telur að heildarásýnd íbúðar- svæðisins Sviðholt-Breiðamýri, eins og hún var ákveðin af sveitarstjórn Bessastaðahrepps í deiliskipulagi með tveimur raðhúsalengjum innst í götunni, eigi að haldast óbreytt og hafnar öllum fyrirliggjandi hugmynd- um um tvö fjölbýlishús í stað raðhúsa- lengjanna tveggja innst í götunni. Fjölbýlis- húsum við Birkiholt hafnað Bessastaðahreppur SEX guðfræðingar sóttu um emb- ætti prests í Seltjarnarnespresta- kalli en umsóknarfrestur rann út 23. apríl síðastliðinn. Umsækjendur eru Aðalsteinn Þorvaldsson, Arna Grét- arsdóttir, Gunnar Jóhannesson, Jó- hanna Guðrún Guðjónsdóttir, Klara Hilmarsdóttir og Svanhildur Blön- dal. Embætti prests í Seltjarnarnes- prestakalli er veitt frá 1. ágúst 2003 en um hálft starf er að ræða. Það er vígslubiskup Skálholtsumdæmis sem boðar valnefnd prestakallsins saman en í henni sitja fimm fulltrúar úr prestakallinu auk vígslubiskups. Biskup Íslands skipar í embættið til fimm ára samkvæmt niðurstöðu val- nefndar sé hún einróma. Seltjarnarnesprestakall Sex guð- fræðingar sóttu um Seltjarnarnes BÆJARRÁÐ Hafnarfjarðar tekur vel í erindi frá frá fundi fjölskyldu- ráðs 9. apríl sl. þar sem mælt er ein- dregið með því að bæjaryfirvöld styrki fyrirætlan Knattspyrnu- félagsins Hauka, Öldungaráðs Hauka og Félags eldri borgara í Hafnarfirði um að koma upp pútt- velli fyrir eldri Hafnfirðinga á íþróttasvæðinu á Ásvöllum. Í fund- argerð bæjarráðs kemur fram að tekið sé jákvætt í erindið og því vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar. Púttvöllur fyrir eldri Hafnfirðinga Hafnarfjörður ♦ ♦ ♦ VERIÐ er að hlaða mannhæð- arháan grjótgarð á mörkum Reykjavíkur og Seltjarnarness. Það er Seltjarnarnesbær sem stendur fyrir byggingu hans og þann 10. júní næstkomandi, þegar hleðslunni á að vera lok- ið, verður merki bæjarins sett á vegginn. Að sögn Einars Norð- fjörð, framkvæmdastjóra tækni- og umhverfissviðs Seltjarnar- nesbæjar, er hlutverk garðsins að sýna svo ekki verður um villst hvar Reykjavík endar og Seltjarnarnes byrjar. Bæj- armörkin verða því hér eftir með óyggjandi hætti á þessum stað. Hingað til hefur verið gamalt skilti á þessum stað en það mun víkja fyrir nýja kennileitinu. Það er verktakafyrirtækið Björn og Guðni sem sér um gerð garðsins. Bæjarmörkin sýnilegri Seltjarnarnes/Reykjavík Morgunblaðið/Jim Smart ♦ ♦ ♦ Á FUNDI bæjarráðs Hafnarfjarðar á dögunum var tillaga um stefnu- mótunarvinnu í heilbrigðismálum, sem bæjarstjórn samþykkti á fundi sínum 1. apríl sl. að vísa til bæj- arráðs, tekin fyrir. Bæjarráð sam- þykkti að fara þess á leit við fjöl- skylduráð að það taki saman yfirlit um núverandi stöðu, valkosti og möguleika í þjónustu og framtíð- aruppbyggingu í heilbrigðis- og öldrunarmálum og málefnum fatl- aðra í bæjarfélaginu, þar sem meg- ináhersla verði lögð á að ná fram aukinni og bættri þjónustu m.a. með því að nýta samlegðaráhrif í rekstri og þjónustu þar sem kostur er. Vegna þessa verkefnis hafi ráðið sem nánasta samvinnu við stofnanir og starfsmenn á svið heilbrigðis- mála í bæjarfélaginu sem og aðra þá aðila sem koma að þessum mál- um s.s. félaga- og hagsmunasamtök eftir því sem við á. Samantekt á stöðu heilbrigðismála Hafnarfjörður Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500. www.flis.is  netfang: flis@flis.is lím og fúguefni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.