Morgunblaðið - 30.04.2003, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 30.04.2003, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. APRÍL 2003 41 ATVINNU- AUGLÝSINGAR I I Fasteignasala — sölumaður óskast Rótgróin fasteignasala í Reykjavík óskar eftir að ráða sölumann til starfa sem fyrst. Skilyrði fyrir ráðningu er að viðkomandi hafi nokkra reynslu af sölu fasteigna. Umsækjendur leggi inn umsóknir ásamt mynd- um og upplýsingum um menntun og fyrri störf hjá auglýsingadeild Mbl. merktar: „Stundvísi — árverkni“ fyrir 2. maí 2003. AKTU TAKTU óskar eftir að ráða duglegt, hresst og áreið- anlegt starfsfólk til starfa við afgreiðslu og á grill. Umsóknareyðublöð á staðnum. AKTU TAKTU ehf., Skúlagötu 15, 101 Rvík. aktutaktu@simnet.is R A Ð A U G L Ý S I N G A R FUNDIR/ MANNFAGNAÐUR Aðalfundur Aðalfundur Knattspyrnufélags Reykjavíkur verður haldinn fimmtudaginn 8. maí 2003 og hefst kl. 20:30. Venjuleg aðalfundarstörf — önnur mál. Stjórnin. Hestamannafélagið Fákur Stórsýning hestamanna í Reiðhöllinni, Víðidal, 2. og 3. maí nk. kl. 21.00. Miðasala í Reiðhöllinni fim. 1. maí kl. 15-19, fös, 2. maí kl. 15-19 og lau. 3. maí frá kl. 13. Miðasölusími 567 0100. Ársfundur Ársfundur Lífeyrissjóðs FVFÍ verður haldinn í Borgartúni 22, fimmtudaginn 15. maí nk. kl. 17.00. Fundarefni: Ársfundur skv. 5. gr. samþykkta sjóðsins. Reikningar sjóðsins liggja frammi á skrifstofu FVFÍ og hjá stjórn Lífeyrissjóðsins vikuna fyrir fund. Stjórn Lífeyrissjóðs FVFÍ. Aðalfundur Aðalfundur Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra verður haldinn á Háaleitsbraut 11—13 miðvikudaginn 7. maí kl. 17.00 Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf í samræmi við 9. gr. laga Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra. Stjórnin. KENNSLA Stýrimannskólinn í Reykjavík, sími 551 3194, fax 562 2750, netfang: styr@ismennt.is, veffang: styrimannaskoli.is Fjarskiptanámskeið GMDSS verður 13.—22. maí, ef næg þátttaka fæst. Námskeiðið hefst kl. 13.15. Skólameistari. TILKYNNINGAR Auglýsing um deiliskipu- lag í Rangárþingi eystra Múlakot 1 Fljótshlíð, deiliskipulag frí- stundahúsa. Samkvæmt 25. grein skipulags og byggingar- laga nr. 73/1997 er hér með auglýst tillaga að deiliskipulagi fyrir frístundahús í landi Múla- kots 1 í Fljótshlíð. Í tillögunni er gert ráð fyrir byggingu 122 frí- stundahúsa, lengingu flugbrautar ásamt vega- gerð að svæðinu. Teikningar og greinargerð liggja frammi á skrifstofu Rangárþings eystra Hlíðarvegi 16, Hvolsvelli, frá og með 30. apríl til og með 28. maí nk. Athugasemdafrestur er til kl. 16.00 miðviku- daginn 11. júní 2003. Athugasemdum ef ein- hverjar eru skal skila skriflega á skrifstofu Rangárþings eystra fyrir lok ofangreinds frests. Þeir sem gera ekki athugasemd við tillöguna innan ofangreinds frests teljast samþykkir henni. Byggingarfulltrúi Rangárþings eystra. Í Hafnarfirði búa um 21 þúsund manns. Bærinn stendur í fallegu umhverfi hrauns og kletta. Hafnarfjörður hefur þá bæjarsál sem einkennir búsetu við sjó og státar um leið af hagkvæmni stærðarinnar og staðsetningar í jaðri höfuðborgarsvæðisins. Það er gott að búa og starfa í Hafnarfirði. Lóðaúthlutun Hafnarfjarðarbær auglýsir lausar til umsóknar lóðir á Völlum. Lóðir verða afhentar sumar og haust 2003 skv. nánari ákvörðun bæjarverkfræðings. Við Burknavelli, Fífuvelli og Furuvelli: 50 lóðir fyrir 1 hæðar einbýlishús. 8 lóðir fyrir 1-2 hæða einbýlishús. 5 lóðir fyrir 1-2 hæða parhús. 2 lóðir fyrir 1-2 hæða, 4 íbúða raðhús. 1 lóð fyrir 1-2 hæða, 5 íbúða raðhús. 1 lóð fyrir 1-2 hæða, 6 íbúða raðhús. Lóðir fyrir fjölbýlishús við Daggarvelli, Engjavelli og Burknavelli, skv. skipulags- og byggingarskilmálum, sem heimila byggingu fjórbýlishúsa, 6 íbúða húsa, 8 íbúða húss, auk stærri fjölbýlishúsa. Á haustmánuðum verða auglýstar lóðir fyrir fjölbýlishús við Eskivelli og Drekavelli. Umsóknareyðublöð fást afhent á skrifstofu umhverfis- og tæknisviðs, Strandgötu 8-10, 3. hæð, (gengið inn frá Linnetsstíg). Umsóknum skal skila á sama stað í síðasta lagi föstudaginn 16. maí 2003 kl. 15:30. Frekari upplýsingar fást hjá umhverfis- og tæknisviði og á heimasíðu Hafnarfjarðar- bæjar en slóðin er hafnarfjordur.is. Þar eru umsóknareyðublöð og hægt að sækja um lóðir. Bæjarverkfræðingurinn í Hafnarfirði Hafnarfjarðarbær auglýsir lausar til umsóknar lóðir fyrir hesthús við Kaplaskeið. Lóðirnar verða afhentar haustið 2003 skv. nánari ákvörðun bæjarverkfræðings. Til úthlutunar eru 6 lóðir fyrir 30 hesta hús (allt að 216 fm), 1 lóð fyrir 45 hesta hús (allt að 324 fm) og 1 lóð fyrir hús sem getur verið allt að 918 fm. Umsóknareyðublöð fást afhent á skrifstofu umhverfis- og tæknisviðs, Strandgötu 8-10, 3. hæð (gengið inn frá Linnetsstíg). Umsóknum skal skila á sama stað í síðasta lagi föstudaginn 16. maí 2003 kl. 15:30. Frekari upplýsingar fást hjá umhverfis- og tæknisviði og á heimasíðu Hafnarfjarðar- bæjar en slóðin er hafnarfjordur.is. Þar eru umsóknareyðublöð og hægt að sækja um lóðir. Bæjarverkfræðingurinn í Hafnarfirði Lóðaúthlutun - hesthús ÝMISLEGT Viðskipti Er að leita að hæfu fólki til að starfa með í spennandi viðskiptum. Ef þú telur þig vera hæfa/n í samstarf, hafðu þá samband og kannaðu málið. Ekki láta happ úr hendi sleppa. Upplýsingar gefur Rósa í síma 869 3556. Frá Tónlistarskólanum í Reykjavík Umsóknarfrestur um nám í Tónlistarskólanum í Reykjavík skólaárið 2003-2004 er til 12. maí nk. I n n t ö k u s k i l y r ð i Hljóðfæraleikur og söngur: Umsækjendur hafi lokið 3. stigsprófi eða sam- bærilegu námi á hljóðfæri eða í söng. Vegna breytinga á starfsemi skólans verð- ur nokkrum byrjendum veittur aðgangur að öllum deildum á næsta skólaári. Unnt er að sækja um tónfræðigreinar ein- göngu. Inntökupróf og stöðupróf fyrir skólaárið 2003-2004 verða sem hér segir: Inntökupróf Skipholti 33 Mánudagur 19. maí kl. 11:00 Gítardeild kl. 13:00 Blokkflautudeild kl. 14:00 Strengjadeild kl. 16:00 Blásaradeild Þriðjud. 20. maí Skipholti 33 kl. 10:00 Tónsmíðadeild kl. 13:00 Píanódeild kl. 16:00 Söngdeild Stöðupróf Laugavegi 178, 4. hæð í tónfræði, hljómfræði, kontra- punkti, tónheyrn og tónlistar- sögu verða sem hér segir: Miðvikudagur 21. maí kl. 15:00 Tónlistarsaga I kl. 16:00 Tónlistarsaga II kl. 17:00 Tónlistarsaga III Fimmtudagur 22. maí kl. 15:00 Tónheyrn I, II og III kl. 16:00 Kontrapunktur Föstudagur 23. maí kl. 15:00 Tónfræði byrjenda kl. 16:00 Hljómfræði I, II og III Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar á netinu, hhh/www/tono.ismennt.is eða á skrif- stofu skólans, Skipholti 33, sími 553 0625. Skólastjóri. Staða skólastjóra Tónlistarskólans í Reykjavík Staða skólastjóra Tónlistarskólans í Reykjavík er auglýst laus til umsóknar. Skólastjóri ber ábyrgð á og hefur umsjón með daglegum rekstri skólans og mótar faglega og listræna stefnu hans í samvinnu við skólastjórn. Hann kemur fram fyrir hönd skólans út á við og annast samskipti við opinbera aðila. Tónlist- arskólinn í Reykjavík stendur á ákveðnum tíma- mótum og því spennandi og krefjandi stefnu- mótunarvinna framundan. Umsækjandi hafi háskólamenntun á sviði tón- listar. Mikilvægt er að viðkomandi hafi reynslu af að vinna með fólki, hafi innsýn inn í skóla- starf og eigi gott með stýra hópvinnu. Nánari upplýsingar veitir Halldór Haraldsson, skólastjóri Tónlistarskólans í Reykjavík, í síma 553 0625. Umsóknum skal skila til Tónlistarskólans í Reykjavík, Skipholti 33, 105 Reykjavík, merktri „Starfsumsókn“ fyrir 22. maí n.k. Stjórnin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.