Morgunblaðið - 30.04.2003, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 30.04.2003, Blaðsíða 36
UMRÆÐAN 36 MIÐVIKUDAGUR 30. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ NÝLEGA kom út skýrsla OECD um Ísland og kom þar m.a. fram að með því að lækka skatta væri unnt að auka atvinnuþátttöku, þ.e.a.s. draga úr at- vinnuleysi og fá þá sem ekki hafa séð sér hag af að vera á vinnumarkaðnum til að taka þátt í verð- mætasköpun fyrir hönd þjóðarbúsins. Það sló mig því allnokkuð þegar „forsætisráð- herraefni Samfylkingarinnar“ svo- kallað lýsti því yfir að hún væri nú bara ekkert sammála þessu mati OECD og að þeir þekktu bara ekkert íslenskar aðstæður. Maður veit hreinlega ekki hvort maður á að hlæja eða gráta þegar maður heyrir svona vitleysu. Þetta er eins og rödd úr fortíðinni þegar Íslandi var stjórnað með „brjóstvits- hagfræði“ að leiðarljósi eins og Benjamín Eiríksson sálugi kallaði það. En nú er víst þessi sér- íslenska hagfræðistefna að end- urfæðast í formi brjóstvits- hagfræðingsins Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur. Brjóstvits- hagfræðin gengur út á það, að við Íslendingar einir vitum hvað sé okkur fyrir bestu og erlendir sér- fræðingar hafi ekkert vit á því sem þeir eru að segja og almenn hag- fræðilögmál eigi ekki við um okkar forna land. Mun Samfylkingin hækka skatta? Forsætisráðherraefnið svo- nefnda hefur þann hæfileika að geta komið á framfæri skilaboðum til kjósenda á skiljanlegan hátt með einföldu máli og málfari eins og verið sé að tala við börn á leik- skóla. Síðan endurtekur það þenn- an einfalda boðskap sinn þar til áheyrendurnir eru farnir að halda að þetta sé sannleikurinn. Það sem kemur sér hins vegar verst fyrir slíkan aðila er að einhver standi upp og spyrji: Af hverju er keis- arinn ekki í neinum fötum? Þetta er auðvitað líkingamál en á sér þó mikil líkindi við hvernig kosninga- baráttu Samfylkingarinnar hefur verið háttað. Hver verður t.d. staða fyrirtækja eftir kosningar ef Samfylkingunni tækist að mynda þriggja flokka vinstristjórn, þar sem núverandi þingmenn Samfylk- ingarinnar hafa t.d. lýst því yfir að það sé hættulegt þjóðfélaginu hversu skattar séu orðnir lágir? Fara skattar á fyrirtæki þá ekki í 50% eins og var hér fyrir áratug og fara fjármagnstekjuskattarnir þá ekki upp í 20% eða meira, sem þýðir hækkun vaxta og aukna byrði á þá sem síst þola áföll? Þetta eru hlutir sem keisarinn til- vonandi hefur ekki svarað heldur reynt að snúa út úr fyrir fjölmiðla- fólki þegar kemur að því að svara erfiðu spurningunum. Sem dæmi um þetta er þegar Ingibjörg Sólrún var í viðtali í Silfri Egils nýverið og Egill var að spyrja hana um Evrópustefnu Samfylkingarinnar. Þá var lítið um efnisleg svör hjá Ingibjörgu heldur sagði hún að þetta yrði að ræða og skoða, til að eyða umræðunni. Þá sagði Egill við hana að þetta hefði verið mikið rætt m.a. í þættinum hans, þá var Ingibjörg komin í vandræði. Þá kom bragðið hennar gamla, hún fór að gera lítið úr þættinum sem hún var í og þeirri merku umræðu sem þar hefur far- ið fram. Ég hef aldrei áður séð neinn viðmælanda Egils vera við- líka dónalegur við hann enda var Egill mjög hissa og varð hálf- orðlaus því hann vildi greinilega ekki leggjast á hennar plan og svara henni með dónaskap. Misskilningur um opinberar fjárfestingar Margt hefur gefið mér ástæðu til að ætla að Ingibjörg Sólrún sé illa að sér í fjármálafræðum, t.d. sú afstaða sem Ingibjörg hefur haft gagnvart skuldaaukningu Reykjavíkurborgar, sem er glöggt dæmi um skilningsleysi hennar á efnahagsmálum. Lengi vel vildi hún ekki viðurkenna að um skuldaaukningu væri að ræða en þegar hjá því varð ekki komist lengur þá tók við annar glymjandi sem er að verið sé að fjárfesta eins og um fyrirtæki sé að ræða og það komi til með að skila sér í tekjum í framtíðinni og hægt sé að selja draslið ef illa fer. Þetta er grund- vallarhugsunarvilla því að með auknum fjárfestingum opinberra aðila þurfa að koma til enn meiri útgjöld til að reka þjónustuna og viðhalda til lengri tíma, sem er þveröfugt við fjárfestingar fyr- irtækja byggðar á arðsemis- sjónarmiðum. Ég má einfaldlega ekki til þess hugsa að aðilar sem hafa svona takmarkaðan skilning á efnahags- málum komist til valda hér á landi og eyðileggi það velferðarsamfélag sem byggt hefur verið upp undir handleiðslu núverandi stjórnvalda. Minna má á það sem prófessor Guðmundur Ólafsson sagði fyrir fjórum árum um að í Samfylking- unni væru komnir saman allir mestu vitleysingar landsins í efna- hagsmálum en eina breytingin sem orðið hefur nú er að brjóstvits- hagfræðingurinn Ingibjörg Sólrún hefur bæst í hópinn. Nei, ég vil biðja lesendur um að hugsa sig tvisvar um áður en þeir kalla yfir okkur vinstristjórn með tilheyr- andi hörmungum. Að minnsta kosti ætti fólk að horfa til þess að hér á landi hefur verið samfelld raunlaunahækkun síðustu átta ár sem er óþekkt í sögu þjóðarinnar og hafa þeir sem minnst hafa hlot- ið mest. Spurningin sem við stönd- um frammi fyrir þegar í kjörklef- ann kemur er því einföld: Viljum við áframhaldandi framfarir eða stöðnun og efnahagslegar koll- steypur? Brjóstvits- hagfræði Sam- fylkingarinnar Eftir Skúla Sveinsson Höfundur er viðskiptafræðingur af fjármálasviði. Í GREIN Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur sem birtist í Morg- unblaðinu 2. apríl, um athafnir og ár- angur í jafnrétt- ismálum, minntist hún á að með aukn- um fjölda kvenna hafi „reynsla þeirra, þekking og sjón- armið leitt til ný- sköpunar í stjórn- sýslu, þjónustu og öllum starfsháttum í borgarrekstrinum“. Hún virðist hins vegar ekki setja það í samhengi við þá staðreynd að kon- ur búa yfir mikilli frumkvöðlahyggju í heilbrigðis-, félags- og mennta- málum sem erfitt hefur reynst að virkja vegna einokunar ríkis og sveitarfélaga á þeim sviðum. Hugmyndir kvenna varðandi atvinnurekstur Verkefnið Auður í krafti kvenna sýndi og sannaði að konur búa yfir mörgum góðum hugmyndum um at- vinnurekstur. Í lok verkefnisins hafði 51 fyrirtæki verið stofnað og 217 ný störf orðið til. Reyndin er sú að konur sækja mun meira í náms- greinar innan félagsvísinda og í greinar sem leiða til starfa sem eru að mestu á höndum hins opinbera. Þar af leiðandi standa þær ekki jafn- fætis körlum þegar kemur að því að stofna fyrirtæki innan síns áhuga- sviðs og þekkingar. Aukinn einka- rekstur á sviði heilbrigðis- og menntamála er því jafnréttismál og tími til kominn að taka einkarétt rík- is og sveitarfélaga á þeim sviðum til róttækrar endurskoðunar. Rangfærslur um einkarekstur Andstæðingar Sjálfstæðisflokks- ins hafa löngum reynt að leiða um- ræðu um einkarekstur á villigötur með rangfærslum um að með því yrði fjármögnun þjónustunnar færð úr höndum ríkisvaldsins og ein- staklingar þyrftu að greiða fyrir hana úr eigin vasa. Það myndi leiða til þess að þeir fátæku hefðu ekki efni á að kaupa slíka þjónustu í fram- tíðinni. Þetta fær ekki staðist enda hefur Sjálfstæðisflokkurinn ekki mælt fyrir því að fjármögnun heil- brigðis- og menntakerfa verði færð frá ríkinu. Einkarekstur felur ein- faldlega í sér að einkaaðilar gera samkomulag við ríkið um að veita til- tekna þjónustu samkvæmt til- greindum gæðastöðlum og fyrir ákveðið verð. Þetta ýtir undir ný- sköpun og hagkvæmni í rekstri og það er mín trú að með þessu sé hægt að virkja kraft áhugasamra og efni- legra einstaklinga. Þannig er þeim gert kleift að gera mun betur en undir ósveigjanlegum og oft gam- aldags hugmyndum um rekstur á vegum ríkisins. Trúin á kraft einstaklingsins Í þessu ljósi er það kaldhæðn- islegt að Ingibjörg Sólrún, sem gef- ur sig út fyrir að vera talsmaður kvenna og kvenréttinda, er sama manneskjan og kæfði allar hug- myndir varðandi einkaframtak í skólum í fæðingu þegar hún var við stjórnvölinn í Reykjavíkurborg. Sem dæmi má nefna að styrkir til einka- rekinna skóla í Reykjavík hafa stöð- ugt farið minnkandi og skólar eins og Landakotsskóli sjá sér ekki leng- ur fært að keppa við þá sem ríkið og sveitarfélögin reka. Sjálfstæð- isflokkurinn telur að atvinnurekstur sé betur kominn í höndum einkaaðila því hann trúir á kraft einstakling- anna og treystir þeim til þess að axla ábyrgð á eigin atvinnurekstri. Þann- ig vinnur hann markvisst að því að minnka umsvif ríkisvaldsins og færa valdið í hendur fólksins sem getur þá keppt á jafnréttisgrundvelli í stað þess að etja kappi við ofurrisa á borð við ríki og sveitarfélög. Sjálfstæð- isflokkurinn hefur raunverulegt jafnrétti að leiðarljósi. Áfram Ísland. Einokun ríkis- ins á áhuga- málum kvenna Eftir Helgu Baldvinsdóttur Höfundur er tómstundaleiðbein- andi í Austurbæjarskóla. Í SUNNUDAGSBLAÐI Morg- unblaðsins 27. apríl, á bls. 3, biður Sjálfstæðisflokkurinn um áfram- haldandi stuðning við að halda uppi og tryggja aðgang að bestu heilbrigð- isþjónustu sem völ er á! (Í auglýsingunni er sagt að framlög til heilbrigðismála nemi 100 milljörðum króna. Þetta er rangt, þriðjungur þessarar upphæðar fer til lífeyr- isgreiðslna og bóta vegna fé- lagslegrar aðstoðar.) Í sama blað skrifa tveir þingmenn flokksins, Ásta Möller og Katrín Fjeldsted, um stefnuna í heilbrigðismálum. Er þar m.a. getið samþykkta landsfundar sl. vor. Undirritaður tók þátt í störfum heilbrigðisnefndar frá því upp úr 1980 og átti því töluverðan þátt í að móta þessa stefnu. Í henni kom fram að réttur sjúklinga til eðlilegrar þjónustu væri mikill. Aldrei komu neinar hugmyndir fram um að hrófla við tryggingaþætti kerfisins, þ.e. að iðgjöld til þess væru innheimt með sköttum og jafn aðgangur allra með því tryggður. Fyrir meira en áratug kom fram að nauðsynlegt væri að breyta fjármögnun rekstrar þjónust- unnar í samræmi við það sem hefur verið að gerast í öllum nágranna- löndum okkar. Afkastatengd fjár- mögnun hefur verið tekin upp í öllum þessum löndum og þróunin verið mjög ör. Mælt var með einkavæð- ingu í rekstri á ýmsum sviðum á grundvelli þjónustusamninga við rík- ið. Talið var að heilsugæsla væri best komin hjá sveitarfélögum. Lagt var til við forystuna að flokkurinn tæki að sér heilbrigðisráðuneytið. Varað var við sameiningu Landspítala og Sjúkrahúss Reykjavíkur á þeim for- sendum sem þá lágu fyrir. Ályktun síðasta landsfundar er ágæt, enda fullkomlega í þessum sama anda. Staða heilbrigðismála í dag En hver er þá staða þessa mála- flokks í dag? Flokksforystan sá ekki ástæðu til að fara að áskorun lands- fundar um að taka að sér heilbrigð- isráðuneytið. Flokkurinn hlýtur samt að bera fulla ábyrgð, ásamt sam- starfsflokknum, á ástandi þessa málaflokks eftir að hafa haft forystu í ríkisstjórn síðustu þrjú kjörtímabil. Undirritaður hefur í nokkrun greinum í Morgunblaðinu gert grein fyrir stöðu mála. Viðvarandi halla- rekstur sjúkrastofnana skiptir millj- örðum króna. Lítið gert til að breyta fjármögnun kerfisins. Langir biðlist- ar, sem kosta mikla fjármuni, eftir þjónustu á spítölum. Yfir 400 hjúkr- unarsjúklingar eru í mjög bráðri þörf fyrir vist á hjúkrunarheimili. Margir þeirra þurfa innlögn á bráðadeildir þar sem þjónusta við þá kostar marg- falt á við það sem þyrfti að vera. Færð hafa verið rök fyrir því að á þessum þætti einum sé verið að sóa allt að tveim milljörðum króna á ári í kerfinu. Biðlistar aldraðra eftir augn- aðgerðum og heyrnartækjum lengj- ast stöðugt. Þjónustugjöld sjúklinga hafa verið hækkuð umtalsvert. Heilsugæslan er í uppnámi, að mestu leyti fyrir hrein axarsköft heilbrigð- isráðherra. Þegar þetta er ritað hef- ur heimaþjónusta verið sett í upp- nám, nú fyrir hreina heimsku stjórnenda. Allir aðrir líta á þennan þátt þjónustunnar sem þann hag- kvæmasta í kerfinu og vilja auka hann og styrkja. Ábyrgð forystu flokksins Forysta Sjálfstæðisflokksins hefur í stjórnartíð Davíðs Oddssonar ekki viljað hlusta á tillögur heilbrigð- isnefndar flokksins. Ályktanir lands- fundar hafa því reynst markleysa. Ef flokkurinn ætlast til að mark sé tekið á síðustu landsfundarályktun verður hann að gefa út yfirlýsingu um að hann ætli að breyta stefnu vænt- anlegrar ríkisstjórnar til samræmis við landsfundarályktanir, viðurkenna rétt sjúklinga, eyða biðlistum og breyta fjármögnun kerfisins. Sjálfstæðis- flokkur og heilbrigðismál Eftir Ólaf Örn Arnarson Höfundur er læknir. KUNNINGI minn benti mér á að hann hefði rekist á það í ræðu Ingi- bjargar Sólrúnar Gísladóttur sem hún flutti í Borgarnesi nýverið að þar hefði hún lagt til jafns hugmyndir sínar um stjórnunarstíl helsta and- stæðings síns í stjórnmálum og hið ömurlega ástand sem skapast getur innan fjölskyldna alkóhólista. Mér varð nokkuð brugðið en brá þó enn meira eftir að ég hafði les- ið þetta sjálfur og get ég ekki orða bundist. Ég þekki alkóhólisma vel af eigin raun og veit hvað sá sjúkdómur getur gert. Það hef ég margoft séð hjá fólki hvaðan sem er úr þjóðfélaginu. Eyðilegging hans er gífurleg og í mörgum tilfellum óbætanleg. Mér þykir því ósmekklegt og lágkúrulegt af einhverjum í þingframboði að draga slíkar samlíkingar inn í dægurþras stjórnmálanna, sama hver tilgang- urinn með því er. Það er ekki virðingarvert. Ég legg engan sérstakan dóm á það hér hvernig Ingibjörg Sólrún tel- ur nauðsynlegt að herja á andstæðinga sína né það hvernig menn stýra okkar samfélagi. Það verður hver og einn að dæma fyrir sig. En ég held að hún hljóti að hafa skotið hátt yfir markið með því að ætla æðstu valdamönnum þjóðarinnar að hneppa samfélagið í ánauð og fjötra líkt og átt er við með hugtakinu meðvirkni eins og hún notaði það. Þar sem sjúkdómurinn alkóhólismi er virkur leggur hann líf einstaklinga og fjöl- skyldna þeirra oft í rúst. Var það slík hörmung sem hún var að bera upp á forsætisráðherra? Þegar talað er um meðvirkni er átt við það þegar makar, fjölskyldu- meðlimir og jafnvel vinir afneita vandamáli alkóhólistans og reyna að láta eins og ekkert sé, þrátt fyrir að vandamálið sé fyrir hendi og eyði- legging þess augljós. Oft er þetta gert til að þóknast honum og koma í veg fyrir meiri eyðileggingu, tímabundið. Aðstandendur áfengis- og vímuefnasjúklinga sem hafa brotist úr viðjum þessa sjúkdóms þekkja vel hvað þar er átt við. Þeir þekkja sorgina, kvölina og eymdina sem fylgir því að vera virkur alkóhólisti og að vera aðstandandi hans. Ég dreg hins vegar í efa að Ingibjörg Sólrún geri sér ljóst um hvað er að ræða og tel að hún ætti að vanda málfar sitt og samlíkingar ögn betur. Ég sem kjós- andi og þekkjandi vel til alkóhólisma frábið mér slíka umræðu og slíka samlíkingu. Ekki slíka samlíkingu, Ingibjörg Sólrún! Eftir Gísla Kr. Björnsson Höfundur er sölufulltrúi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.