Morgunblaðið - 01.05.2003, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 01.05.2003, Blaðsíða 12
FRÉTTIR 12 FIMMTUDAGUR 1. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ BANDALAG starfsmanna ríkis og bæja hef- ur lagt fram ítarlega stefnu um breytingar í skattamálum í kjölfar úttektar sem bandalag- ið lét gera á skattkerfinu. Hugmyndir BSRB í skattamálum fara hér á eftir en stöku milli- fyrirsagnir styttar: „Fyrir tæpu ári tók stjórn BSRB ákvörðun um að ráðast í heildstæða úttekt á skattkerf- inu. Í yfirlýsingu frá samtökunum segir að ljóst hafi þótt að umræða um skattamál væri að mörgu leyti komin í öngstræti og þörf væri á nýrri nálgun af hálfu samtaka launafólks. „Kanna bæri hvort beita ætti skattkerfinu á nýjan hátt til að jafna og bæta kjör og afla samneyslunni tekna. Þeir sem bera hag launafólks fyrir brjósti hafa um árabil lagt of- urkapp á hækkun skattleysismarka, nánast einblínt á þau og jafnframt hamrað á nauðsyn þess að hækka bótagreiðslur. Þessar kröfur hafa að mati BSRB ekki skilað nægilegum ár- angri. Nú stöndum við jafnframt frammi fyrir því að margir stjórnmálaflokkar segjast munu beita sér fyrir umtalsverðum skatta- lækkunum á komandi kjörtímabili fái þeir stuðning kjósenda í alþingiskosningunum. Að óbreyttu kerfi myndi slíkt rýra tekjur ríkis- sjóðs og stefna velferðarþjónustu okkar í tví- sýnu. Við öllu þessu þarf að bregðast og vill BSRB leggja sitt af mörkum til að tefla fram hugmyndum sem sameina annars vegar rétt- látt skattkerfi og hins vegar trausta tekju- stofna fyrir velferðarþjónustu landsmanna. Af þessum sökum telur BSRB mjög mikil- vægt að við leitum nýrra leiða að markmiðum okkar og hugsum upp á nýtt. Upp úr hjólförunum Það vill oft henda í baráttunni fyrir umbót- um að menn hætti að hugsa í markmiðum heldur festi þeir sig í þeim leiðum sem þeir telja sig hafa fundið til að ná fram settum markmiðum. Slíkt ber að sjálfsögðu að forð- ast. Öll kerfi þurfa að vera í stöðugri endur- skoðun og sífellt þarf að laga þau að breyttum aðstæðum. Í skattamálum eru þær leiðir sem farnar eru til að ná tilteknum markmiðum hverju sinni ekki aðalatriði heldur niður- staðan sem kemur fram í skilvirkni kerfisins og áhrifum þess á ráðstöfunartekjur fólks. Sem dæmi má taka skattleysismörk sem hugsuð voru sem jöfnunartæki og leið til að bæta kjör þeirra sem minni hafa tekjurnar. Ef sú leið gagnast ekki sem skyldi þá þarf að leita nýrra leiða. Við mótun skattastefnu BSRB voru lögð til grundvallar tíu markmið sem öll eru til þess fallin að auka kosti núgild- andi staðgreiðslukerfis skatta – draga úr göll- um þess, gera kerfið réttlátara en stuðla jafn- framt að virkara og heilbrigðara hagkerfi. 10 markmið skattastefnu BSRB: 1. Að auka tekju- og aðstöðujöfnun 2. Að auka staðgreiðslu 3. Að lækka lægstu jaðarskatta umtalsvert 4. Að lækka hæstu jaðarskatta umtalsvert 5. Að auka samræmi í skattlagningu 6. Að taka upp samræmdar húsnæðisbætur 7. Að eyða skuldahvata gildandi vaxtabóta- kerfis 8. Að einfalda skattkerfið 9. Að stórbæta og jafna kjör einstæðra for- eldra og hjóna með lágar tekjur 10. Að hafa ekki umtalsverð áhrif á tekjur og útgjöld ríkis og sveitarfélaga Auka þarf kosti staðgreiðslukerfisins Kerfið sem við nú búum við hefur bæði kosti og galla. BSRB er sammála upphaf- legum hugmyndum að baki staðgreiðslukerf- inu sem tekið var upp árið 1988. Úttekt sam- takanna á skattkerfinu hefur leitt til þess að BSRB telur að ganga eigi enn lengra en nú er gert og ná að fullu fram þeim ótvíræðu kost- um sem kerfið býður upp á með því að færa inn í mánaðarlega staðgreiðslu þá tekju- og aðstöðujöfnun sem í kerfinu felst. Með þeim hætti yrði staðgreiðslukerfið nýtt til fulls til að draga úr sveiflum í ráðstöfunartekjum og á það sérstaklega við um ráðstöfunartekjur láglaunafólks. Þannig vill BSRB að full stað- greiðsla sé á öllum bótarétti þeirra sem orðið hafa fyrir atvinnumissi, örorku eða eru komn- ir á ellilífeyri. Með aukinni staðgreiðslu bóta, í stað eftirágreiðslna, taka bótagreiðslur mið af breytilegum aðstæðum eins og þær eru á hverjum tíma á skilvirkan og skjótvirkan hátt. Skattar á fyrirtæki og arðgreiðslur Á undanförnum árum hefur sköttum verið létt af fyrirtækjum og efnafólki á stórtækan hátt án þess að hið sama hafi verið látið gilda um launafólk. Árið 1990 nam fyrirtækja- skattur 50% en hefur nú verið lækkaður í 18%. Skattur á arðgreiðslur hefur einnig ver- ið lækkaður verulega, eða úr almennu tekju- skattshlutfalli sem nú er 38,55 og niður í 10% en þetta var gert um leið og fjármagnstekju- skatti var komið á árið 1997. Tekju- skattsprósentan er nú svipuð og hún var í byrjun tíunda áratugarins og allar götur frá því staðgreiðslan var tekin upp hafa skatt- leysismörk ekki þróast í samræmi við verð- lag. Árið 1993 var tekið upp sérstakt há- tekjuskattþrep sem nam 5%. Samræmingar er þörf Það misræmi sem hefur skapast í skatt- lagningu launafólks annars vegar og fyrir- tækja og fjármagns hins vegar hefur leitt til þess að einstaklingar leita leiða til að mynda um sig rekstur og skilgreini tekjur sínar sem tekjur fyrirtækis og arðgreiðslur. Forsvars- menn sveitarfélaga telja sig sjá fram á millj- arða tekjutap vegna þessara breytinga á skattkerfinu. Í ljósi þessa telur BSRB margt mæla með því að samræmdir verði skattar á launatekjur, tekjur fyrirtækja og á fjármagn. Íslenskt samfélag er að breytast Íslenskt samfélag hefur tekið miklum breytingum á undanförnum árum. Í landinu er stór hópur fólks sem telur eignir sínar í hundruðum milljóna á meðan aðrir hafa lítil efni og sumir búa við sára fátækt. Kjaramis- réttið birtist ekki fyrst og fremst í þeim laun- um sem fólki eru greidd heldur mala auð- menn gull sitt í fjármálakerfi landsins og taka hagnaðinn út í formi arðs og vaxtagróða. Frá- leitt er að slíkar ofurtekjur séu skattlagðar á annan hátt en tekjur af launavinnu. Vankantar skatta- og millifærslukerfis Skattkerfið hefur ýmsa vankanta og hið sama gildir um millifærslukerfið, þ.e.a.s. fyrirkomulag barnabóta, vaxta- og húsaleigu- bóta. Vandinn er sá að þegar gerðar hafa ver- ið breytingar á einhverjum þessara þátta, skattprósentunni, persónuafslættinum eða einstökum bótaþáttum hefur það iðulega ver- ið gert þröngt og afmarkað án tillits til ann- arra þátta. Þá hafa viðhorf til tekjutengingar bóta verið afar breytileg í áranna rás og hafa menn sveiflast á milli þess hvort tekjutengja eigi bætur eður ei án þess að reynt hafi verið að finna nýjar leiðir í samspili skatta og bóta- greiðslna. Hugmyndir BSRB ganga út á að framangreind tíu markmið nái öll fram að ganga samtímis. Þar af leiðandi verður að skoða gagnverkandi áhrif kerfisins heildstætt og þeirra tillagna sem fram eru settar. Lækka þarf jaðarskatta Jaðarskattar eru mjög háir hér á landi. Það sem hér er átt við er að greiðslur úr Almanna- tryggingum og vegna bóta eru mjög tengdar tekjum og eru þess valdandi að þeim mun meiri tekna sem einstaklingurinn aflar þeim mun meira skerðast greiðslur til hans. Hæstu jaðarskattar standa nú í 58,55%. Það hefur verið krafa allra helstu almannasamtaka í landinu, bæði samtaka launafólks og samtaka aldraðra og öryrkja, að lækka jaðarskatta. Lækkun á jaðarsköttum er hægt að ná fram án þess að horfið sé frá tekjutengingu bóta og ganga hugmyndir BSRB út á það. Styrkja þarf tekjugrunn hins opinbera Ef skorið er niður í sköttum kemur það ein- hvers staðar fram; annaðhvort í niðurskurði á framkvæmdum og þjónustu hins opinbera eða í gjaldtöku við þjónustuna. Hvorugt sætt- ir BSRB sig við enda kemur það sér verst fyr- ir efnalítið fólk sem þarf að reiða sig á velferðarþjónustuna. Okkar markmið er að reyna að ná fram skattkerfisbreytingum án þess að skerða tekjur ríkis og sveitarfélaga. Þvert á móti teljum við mikilvægt að efla og styrkja tekjugrunn ríkissjóðs og sveitarsjóða og það er grundvallaratriði af hálfu BSRB að þær skattkerfisbreytingar sem ráðist yrði í dragi ekki úr tekjum hins opinbera þegar til lengri tíma er litið. Láglauna- og millitekjufólk efst á blaði Eitt helsta markmið BSRB er að auka ráð- stöfunartekjur lág- og millitekjufólks. Þær tillögur sem samtökin hafa í smíðum ganga gagngert út á þetta með nýju samspili per- sónuafsláttar, skatta og bótagreiðslna. Þessu markmiði er náð gagnvart öðrum hópnum með stórauknum millifærslum en hinum með skattalækkunum. Allt miðar að því að nýta fjármuni á sem allra markvissastan hátt. Hér á eftir verður gerð grein fyrir helstu nýjung- unum sem hugmyndir BSRB fela í sér. Persónuafsláttur og skattprósentan Almenn hækkun skattleysismarka kostar ríkissjóð 800 milljónir króna á ári fyrir hverj- ar eitt þúsund krónur. Kjarabótin af eitt þús- und króna hækkun skattleysismarkanna er 385 krónur sem ekki getur talist mikið fyrir tekjulágt fólk. BSRB telur hins vegar að með því að afkomutengja skattleysismörkin sé grundvöllur til að færa almenna skattpró- sentu verulega niður. Afkomutenging per- sónuafsláttar taki mið af tekjum en að öðru leyti taki afkomutengingin í skatta- og milli- færslukerfinu einnig mið af eignum í ríkari mæli en nú er gert og verði þá miðað við fast- eignamat eigna. BSRB telur sig hafa fundið raunhæfar leiðir til að auka ráðstöfunar- tekjur láglauna- og millitekjufólks. Með til- lögum sínum vill BSRB gera skattkerfið betra og virkara stjórntæki til að draga úr tekju- og aðstöðumun. Bætur til lágtekju- og millitekjuhópa Í skattahugmyndum BSRB er gert ráð fyrir því að stórbæta stöðu þeirra sem lægst hafa launin eða eru á millitekjum. Við viljum samræma stuðning til þeirra sem kaupa eða leigja húsnæði þannig að vaxtabætur og húsaleigubætur verði færðar undir sama hatt. Stuðningur við íbúðakaupendur verði ekki skuldatengdur eins og nú er heldur verði litið á hann sem einstaklingsbundinn rétt til stuðnings við að afla húsnæðis. Varðandi barnabætur er nauðsynlegt að stórauka stuðning við láglauna- og millitekjuhópa og er hugmynd BSRB sú að allar þessar bætur verði sameinaðar í einu heimiliskorti sem nýt- ist á sama hátt og skattkort gerir nú. Með þessu móti yrði unnt að koma á staðgreiðslu bæði í sköttum og millifærslum. Skattaráðstefna í haust Í haust er ætlun okkar að boða til skatta- ráðstefnu þar sem við kynnum rækilega út- færðar tillögur BSRB um lagfæringar á skattkerfinu.“ BSRB setur fram hugmyndir í skattamálum undir kjörorðinu Hugsum upp á nýtt Leitað réttlátara skattkerfis EFTIRFARANDI yfirlýsing hefur borist frá Sverri Hermannssyni, al- þingismanni Frjálslynda flokksins: „Vegna rangfærslna tveggja for- ystumanna Framsóknarflokksins um afstöðu mína í stóriðjumálum á Austurlandi skal þetta tekið fram: 1. Ég varð fyrstur til þess á allfjöl- mennum fundi á Reyðarfirði í apr- íl 1999 að benda á að Austfirðingar skyldu hverfa frá hugmyndum um virkjun Eyjabakka og snúa sér að Kárahnjúkum. Þessu var ekki vel tekið af framsóknarmönnum þá. Það hefir enda margsinnis komið fram, að ég er fylgjandi virkjun við Kárahnjúka, enda þótt ég hafi bent á tvennt í því sambandi sem vekur mér ugg: Sandbakkarnir ógnvænlegu sem myndast við lækkun virkjunarlóns- ins og áhrif sem Lagarfljót og um- hverfi þess kann að verða fyrir þegar Jöklu er veitt yfir í Fljótsdal. 2. Afstaða mín til stóriðju í Reyðar- firði er öllum löngu kunn eystra. Ég lagði mig mjög fram um árang- ur í þeim efnum á sínum tíma en hafði ekki erindi sem erfiði. Ég er og hefi verið þeirrar skoð- unar að stóriðja eigi að vera auka- stoð í atvinnulífi okkar. Á síðustu tímum hafa mörg alvarleg aðvörun- armerki á loft komið vegna meng- unar frá stóriðjuverum, sérstaklega áliðju, og þurfa menn því í framtíð- inni að skoða sig miklu betur um bekki í þeim efnum en áður. Miklum vonbrigðum valda fréttir um meng- unarvarnir sem áformaðar eru í hinu nýja iðjuveri Alcoa í Reyðarfirði. 3. Ég var svarinn andstæðingur samningsgerðar við Norðmenn um stóriðjuna eystra. Héðan af mega mín rök og reynsla liggja í þagnargildi. 4. Ég var mjög gagnrýninn á þau vinnubrögð sem viðhöfð voru við samninga við Alcoa. Landsstjórn- armenn með framsóknarmenn í fararbroddi, og þæga þjóna í Landsvirkjun, lögðust á fjóra fæt- ur og grátbáðu álfurstana amer- ísku að koma og semja um álver strax og undir eins fyrir alþing- iskosningar á Íslandi. Leikur eng- inn vafi á að í því máli mun utan- ríkisráðherrann hafa leitað eftir – og fengið – aðstoð stjórnvalda þar í landi. (Kannski hefir Halldór tal- ið sig skuldbundinn að launa þann greiða og þess vegna gerzt lauten- ant í her Bush í Írak ásamt Að- alritara.) Af þessum ástæðum má öllum ljóst vera að samningur Landsvirkj- unar og Alcoa er afleitur fyrir Ís- land. Ég veit um hvaða orkuverð var samið. Það kemur aldrei til með að nálgast þær fjárhæðir sem við þörfn- umst ef dæmið ætti að ganga upp fjárhagslega. En – sem jafnan áður hugsa forystumennirnir: Fallið kem- ur eftir okkar dag. Við verðum aldrei kallaðir til ábyrgðar enda stignir nið- ur úr hásætunum, þegar full reynsla fæst á málið. En við þörfnumst at- kvæðanna strax. Af framangreindum ástæðum kom aldrei til greina að undirritaður greiddi atkvæði sitt með fyrrgreind- um samningum á Alþingi og tæki þar með ábyrgð á þeim. Að lokum: Það liggur nú ljóst fyr- ir, sem margan grunaði, að Lands- virkjun vildi fara sínu fram vegna Norðlingaöldu og Þjórsárvera og sniðganga neyðarúrskurð ráðherra. Ljóst er einnig að þetta er gert með vitund og vilja iðnaðarráðherra. Af þessu tilefni mun sá sem hér heldur á penna héðan af beita öllu afli sínu og áhrifum til þess að horfið verði frá frekari virkjunarframkvæmdum á svæðinu. Við eigum ærna virkjana- kosti í jörðu og á, og þurfum þess vegna ekki að hætta á að eyðileggja eina af dýrmætustu náttúruperlum heims vegna orkuöflunar. Það hlýtur að verða verkefni fyrir nýja ríkisstjórn að taka til endur- skoðunar skipulag og stjórnarhætti Landsvirkjunar. Þar virðist þurfa að stemma á að ósi og kenna mönnum nýja siði.“ Yfirlýsing frá Sverri Hermannssyni ATHUGASEMD frá Svanfríði Jón- asdóttur alþingismanni: „Á aðalfundi Samtaka atvinnulífsins gerði for- sætisráðherra niðurstöður auðlinda- nefndar og meint svik stjórnarand- stöðunnar að umræðuefni. Ég átti sæti í nefndinni og hef verið talsmað- ur míns flokks í þessum málum. Ég vil ógjarnan sitja eftir með svika- stimpil né heldur að þær tillögur sem ég lagði nafn mitt við séu affluttar. Ég vil þess vegna koma eftirfarandi athugasemdum við orð ráðherra á framfæri. 1. Auðlindanefndin lagði ekki til að gjald yrði lagt á sjávarútveginn um- fram aðrar atvinnugreinar. Hún lagði til að greitt yrði fyrir afnot af öllum takmörkuðum auðlindum í þjóðareign eða þjóðarforsjá. Það á t.d. við um vatnsréttindi til virkjana, auðlindir á eða undir sjávarbotni, fjarskiptarásir og fiskimiðin. 2. Mikilvæg grundvallarforsenda til- lagna nefndarinnar var að inn í stjórnarskrá kæmi ákvæði um þjóð- areign þar sem skilgreind yrði bæði réttarstaða eiganda auðlindarinnar, þ.e. þjóðarinnar, og einnig þeirra sem fá að nýta auðlindir í þjóðareign. Þarna brást forsætisráðherra sjálfur og hans flokkur, þar sem tillaga um slíka breytingu kom ekki fram þrátt fyrir gefin fyrirheit. 3. Varðandi sjávarútveginn lagði auðlindanefnd til tvær leiðir, fyrn- ingarleið og veiðigjaldsleið. Sú leið sem ríkisstjórnin valdi og kallaði líka veiðgjaldsleið er þó ólík þeim báðum. 4. Samfylkingin taldi fyrningarleið- ina líklegri til að skapa sátt í sam- félaginu þar sem hún opnaði frekar leið til nýliðunar og tryggði meira jafnræði með þeim sem vilja gera út á Íslandsmið. Með henni gæfist einn- ig færi á samningum við útvegsmann um veiðiheimildir til lengri tíma. Þá væri eðlilegra að útvegsmenn sjálfir réðu verðinu á veiðiheimildunum en að stjórnmálamenn gerðu það. Þessi rök voru öll tínd út úr rökum auð- lindanefndar. Við frábiðjum okkur því svikabrigsl forsætisráðherra. Ég vil svo í lokin halda því til haga að stóri ávinningurinn af starfi auð- lindanefndar var auðvitað sá, að það náðist samkomulag um að rétt væri að þeir sem fá að nýta sameiginlegar auðlindir greiddu fyrir það. Þar með var lokið langri deilu um það mál. Nú tökumst við á um aðferðir. Það er stefna Samfylkingarinnar að þar njóti bæði atvinnugreinar og fyrir- tæki jafnræðis.“ Athugasemd frá Svanfríði Jónasdóttur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.