Morgunblaðið - 01.05.2003, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 01.05.2003, Blaðsíða 48
UMRÆÐAN 48 FIMMTUDAGUR 1. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÉG kveiki á sjónvarpinu. Á skjánum birtast aftur og aftur glæsilegar auglýsingar – þær gætu verið borgaðar af banka eða vátryggingarfélagi. Nútíminn, segir tökustíllinn og klippingin. Leikendurnir vel æfðir og snyrtilegir, fatastíll og framkoma hugsuð út í smáatriði: Nútímafólk, beintengt við allt, alls staðar, gegnum þriðju kynslóð farsíma og Internetið. Táningsleg Siv með flaks- andi hár. Valgerður ljúfur, greindarlegur stjórnandi sem horfir árvökulum augum yfir sviðið. Halldór kærleiksríkur, styrkur, hvítur miðaldra karlmaður. Líf ykkar er í örugg- um höndum, lýsir úr kosningabrosum Framsóknarflokks- ins. En það er eins með þessar auglýsingar og myndirnar sem við höfum fengið á undanförnum vikum frá Írak í sjónvarpinu. Þær ljúga. Sprengjurnar sem við sáum falla á óskilgreind skotmörk og lýstu upp him- ininn eins og flugeldar á gamlárskvöldi áttu að sýna okkur að Bandaríkja- menn og Bretar væru að heyja nútíma, tæknivætt, snyrtilegt stríð; Við fengum ekki að sjá afleiðingar sprenginganna. Hryllilegan veruleika allra styrjalda: Börnin, konurnar, ungu fátæku karlmennina liggjandi dáin eða stórslösuð. Og hvað er það sem dylst á bak við nútímann, snyrtimennskuna og mannkærleikann í framsóknarauglýsingunum? Ég sleppi því að skoða víðsýni og snyrtimennsku iðnaðarráðherranna. Held mig bara við mann- kærleikann. Skoðum Halldór. Hann sem segir í auglýsingunni: „Ég vil geta horfst í augu við hvern mann …“ Ég ætla þá að lyfta upp einni mynd sem breski fréttamaðurinn Robert Fisk, hjá Independent, skráði á vettvangi í Bagdad. Dagurinn er 10. apríl. Hann er staddur á spítalanum Adnan Khairallah eftir eina af loftárásum Bandaríkjamanna. „Þetta var eins og að ganga inn í Krímstríðið; sjúkrahús með æpandi, særðu fólki og um gólfin rann blóð. Ég steig ofan í það; það límdist við skóna mína, við sloppa allra læknanna á yfirfylltri bráðavakt- inni, gönguleiðirnar fóru á kaf og teppin og lökin. Í troðningnum á gang- inum rakst ég á miðaldra mann á gegnsósa sjúkravagni. Hann var með höf- uðsár sem er ólýsanlegt. Í annarri augntóttinni hékk vasaklútur og úr honum streymdi blóðið niður á gólf. Lítil stúlka lá í skítugu rúmi, annar fótleggurinn brotinn, hinn svo sundurskorinn af flísasprengju eftir amer- íska loftárás að eina aðferð læknanna til að hindra hana í að hreyfa sig var að binda niður fótinn með reipi sem í voru festir steinhnullungar. Hún hét Rawa Sabri.“ Ég spyr: Getur Halldór Ásgrímsson virkilega horfst í augu við Röwu Sabri og þau hundruð þúsunda Íraka sem eru limlest eða svipt ástvinum sínum eftir innrásina sem hann lagði blessun sína yfir? Getur hann virki- lega horft framan í þau 75% íslensku þjóðarinnar sem voru mótfallin þess- ari innrás og telja ríkisstjórnina hafa brotið landslög og alþjóðalög með samþykki sínu? Auðvitað getur hann það. Hann er nútíma framsóknarmaður! En viljum við kjósendur hafa menn á alþingi Íslendinga sem gera okkur samsek í slíkum glæpum? Gleymum ekki hvað dylst á bak við brosin. Hvað leynist á bak við brosin? Eftir Maríu Kristjánsdóttur Höfundur er leikstjóri. HÚN er athyglisverð umræðan hjá sumum stjórnmálaflokkum um þessar mundir. Hún gengur, að því er virðist, eingöngu út á það að innkalla kvótann af núverandi handhöfum hans í nafni réttlætisins. Mikið er talað um hinn svokallaða gjafakvóta, sem sett- ur var á 1984 og hefur verið umdeild- ur, en hverjir eru handhafar kvótans í dag? Það eru, að mestu leyti, þeir sem hafa keypt sig inn í kerfið, eða aukið við sig aflaheimildir undanfarin ár, og reynt að standa sig þrátt fyrir allt. Mér finnst umræðan einungis hafa snúist um þá sem hafa selt sig út úr kerfinu, en ekki þá sem hafa keypt sig inn í það. Ekkert er spáð í afleið- ingar breytinganna fyrir þá sem eru að reyna að láta enda ná saman við núverandi aðstæður. Hverjir myndu standa best að vígi við að leigja aftur af ríkinu, sá sem hefur selt sig út úr greininni eða sá sem kvótinn hefur verið tekinn af og skuldar að miklu leyti, með tilheyrandi afborgunum næstu ár? Er það „réttlæti“ eða sanngirni að sá sem hefur selt sig út, eða bíður með kvótalítinn bát (búinn að selja stóran hluta af aflaheimild- unum og bíður eftir að kerfinu verði breytt) leigi af ríkinu, við hliðina á þeim sem kvótinn hefur verið tekinn af og hann skilinn eftir með skuld- irnar af fyrri viðskiptum? Enn önnur „réttlætis“umræða hef- ur heyrst frá sömu flokkum og er hún ekki síður merkileg. Hér er um að ræða hugsanlega aukningu á heildarkvóta þorsks. Talað er um að hún ætti ekki að fara til þeirra sem orðið hafa fyrir skerðingu á kvóta, heldur til svokallaðra nýliða í útgerð, sem hljómar vel nema hvað það yrðu væntanlega mest þeir sem þegar hafa selt kvótann. Byggðamálin hafa verið til um- ræðu í þessu samhengi. Hvaða breyt- ingar á fiskveiðistjórnuninni eru lík- legastar til þess að styrkja veikustu byggðirnar? Guðmundur Halldórsson, formað- ur smábátafélagsins Eldingar, er samnefnari fyrir baráttu fyrir sinni byggð í Bolungarvík og smábátaút- gerð. Honum hefur orðið vel ágengt með sín sjónarmið, sem ganga m.a. út á línuívilnun til dagróðrarbáta og aukna áherslu á vistvænar veiðar innan núverandi kerfis. Margfeldis- áhrif slíkra breytinga fyrir minnstu byggðirnar yrðu mikil og kippa ekki stoðunum undan því sem vel hefur verið gert í útgerð á undanförnum árum. Ég skora á frambjóðendur allra flokka að skoða vel hvað hefur verið að gerast í útgerð á undanförnum ár- um, jafnt hjá stórum sem smáum og þar á meðal trillum. Menn og konur hafa þurft að kaupa sig inn í kerfið – það er staðreynd sem lítið hefur verið haldið á lofti af einhverjum ástæðum. Menn hafa verið að leita leiða innan þess kerfis sem hefur verið við lýði, hvort sem þeim hefur líkað við kerfið að öllu leyti eða ekki. Vita þeir ekki, frambjóðendurnir sem boða umbylt- ingar á kerfinu, að kvótinn hefur gengið kaupum og sölum allan tím- ann, eða allt að 70–80% af honum? Halda þeir virkilega að við verðum í betri málum ef við tökum kvótann af þeim sem gera út í dag og færum hann þeim sem seldu sig út úr núver- andi kerfi? Mér finnst það skylda þeirra sem eru að boða svo veiga- miklar breytingar að gera fólki grein fyrir hinni raunverulegu stöðu sem útgerðin er í í dag. Og hver er hin raunverulega staða? Margir hafa tekið stór lán á undanförnum árum til að kaupa þorskkvóta. Sá kvóti er að stórum hluta horfinn í skerðingum undanfar- inna ára. Hins vegar þarf að greiða af þessum lánum næstu árin, án þess að hafa til þess tekjur eins og til var stofnað. Hvaða réttlæti er það að þeir fái ekki neitt til baka sem gerir þeim kleift að standa við skuldbindingar sínar? Hvar er réttlætið? Eftir Davíð Björn Kjartansson Höfundur er trillusjómaður í Hnífsdal. SEINT mun ég nú sennilega kallast mikil stjórnmálamanneskja, en þar sem ég hef mínar skoðanir á málum langar mig að rita hér fáein orð. Þegar þau eru rituð eru rúmlega tvær vikur til kosn- inga og skoð- anakannanir renna fyrir augum okkar daglega. Þær hafa breyst á allan máta síðan þær byrjuðu að birtast og munu að líkindum breytast eitt- hvað enn. Stjórnarandstöðuflokkarnir banka upp á hjá ríkisstjórninni okkar og vilja gjarnan komast að, það væri vel ef maður þekkti og treysti þeim. Ég veit að það má alltaf setja eitthvað út á allar stjórnir og ýmislegt mætti betur fara, engin stjórn er fullkomin og verður aldrei. Við sem erum þegn- ar þessa yndislega lands erum ólík og það á líka við um þingmenn og ráðherra, en … við verðum að við- urkenna að margt gott hefur gerst á liðnum árum, að mínu viti margt mjög gott. Þar hefur Framsókn- arflokkurinn gengið fram fyrir skjöldu í mörgum þörfum málum og ég hef trú á því að hann geti gert enn betur ef hann fær umboð til þess, ég fyrir mitt leyti þori að treysta því. En þori ég að treysta nýrri, algerlega öðruvísi ríkisstjórn með annars konar hugmyndafræði og viðhorf, án þeirra sem hafa stöð- ugleikann að leiðarljósi? Þessa hugsanlegu nýju stjórn þekki ég ekki, veit ekki hvernig hún mun standa sig og get aðeins dregið ályktanir af fyrri verkum þeirra að- ila sem þar kæmu að máli. Þorum við, er það ábyrgt af okk- ur að hleypa t.d. fólki að sem við höfum horft upp á gefa loforð sem leiddu til stuðnings í kosningum, en síðan sviku okkur án þess að blikna? Forsætisráðherrakandídat Samfylkingarinnar gerði nákvæm- lega þetta þegar hún lofaði að stjórna borginni út tímabilið, eftir að hafa verið margspurð hvort það stæði ekki að hún yrði kyrr. Finnst okkur það bara allt í lagi? Traust er algjört grundvallaratriði í stjórn- málum, við verðum að geta treyst þeim sem við veljum til ábyrgð- arstarfa og hvernig eigum við að treysta þeim sem hafa svikið? Hvað finnst þér? Ég meina innst inni, hvað finnst þér? Þegar ég hlýddi á umræður ungra frambjóðenda í sjónvarpinu í vikunni sagði fulltrúi Samfylking- arinnar eitthvað á þessa leið: „þeg- ar fráfarandi ríkisstjórn“; þegar „nýja ríkisstjórnin“; „Ingibjörg Sólrún, hinn glæsilegi, framúrskar- andi stjórnmálamaður“. Þarna kemur hinn raunverulegi málflutn- ingur Samfylkingarinnar nú best í ljós, engin sterk málefni, bara end- urtekningar um ágæti Ingibjargar og hina nýju stjórn sem fólkið í landinu krefst, að þeirra sögn. Þeir vita nefnilega sem er, að ef eitthvað heyrist nógu oft eru alltaf ein- hverjir sem byrja að trúa. Burtséð frá glæsileik Ingibjarg- ar, þá er ríkisstjórnin ekki fallin enn og ný stjórn hefur ekki verið mynduð, við fólkið í landinu höfum ekki kosið ennþá. Hugsaðu málið vel og vandlega, hvort þú viljir ekki enn hafa stöðugleika í landinu, hvort traustur og öflugur flokkur sem hefur sýnt það í verki sé ekki enn besti kosturinn. Gefðu Fram- sóknarflokknum áframhaldandi umboð í þessum kosningum. Þorum við? Eftir Árnýju Björgu Jóhannsdóttur Höfundur er þýðandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.