Morgunblaðið - 01.05.2003, Blaðsíða 70

Morgunblaðið - 01.05.2003, Blaðsíða 70
70 FIMMTUDAGUR 1. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ HUGSAÐU STÓRT EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS Sýnd kl. 8 og 10.30. B.i. 14. Sýnd kl 2, 4 og 6. B.i. 12 Þetta var hin fullkomna brúðkaupsferð... þangað til hún byrjaði! Traust, svik og blekkingar. Í heimi leyniþjónustunnar er ekki allt sem sýnist. Sýnd kl. 1.40, 3.45, 5.50, 8 og 10.10. 400 kr Sýnd kl. 8 og 10.30. B.i. 14. Miðasala opnar kl. 13.30 HL MBL HK DV  Kvikmyndir.com  X-97,7 kl. 3, 6 og 9. Heims frumsýning Sýnd kl. 2, 4 og 6. ísl. tal. 400 kr. Sagan heldur áfram. Enn stærri og magnaðri en fyrri myndin. Missið ekki af þessari! Sýnd kl. 2, 5, 8 og 10.40. B.i. 12 Sýnd kl. 5.50. Tilboð 400 kr. 400 kr Sýnd kl. 10. B.i. 14.Sýnd kl. 8. Þetta var hin fullkomna brúðkaupsferð ... þangað til hún byrjaði! Heims frumsýning Sagan heldur áfram. Enn stærri og magnaðri en fyrri myndin. Missið ekki af þessari! Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20. B.i. 12 ÞÓTT hann sé frekar formlegur í tauinu, í jakkafötum og fráhnepptri skyrtu, þá tekst honum ekki að fela „Stiflerinn“. Honum tekst það heldur ekki svo glatt. Er greinilegur galgopi af Guðs náð undir jakkafatagrím- unni. „Jú, ég neita því svo sem ekki að hafa átt heilmikið í honum Stifler. Samdi kannski ekki línurnar, en allir þessir taktar eru mínir,“ segir hinn 27 ára gamli bandaríski leikari Seann William Scott við blaðamann Morg- unblaðsins. Það er létt yfir honum, og líka full ástæða til. Allt gengur eins og í sögu, ferillinn á blússandi siglingu, tvær geysivinsælar Bandarískar bökur að baki, og áberandi hlutverk í mynd- unum Final Destination, Dude Where’s My Car, Evolution og Road Trip, svo þær allra kunnustu séu nefndar. Nú er það bardagagrínið Bulletproof Monk, eða Skotheldi munkurinn, þar sem Scott leikur á móti ekki ómerkari náunga en Chow Yun-Fat, einum virtasta hasar- myndaleikara Asíu, sem sló í gegn á vesturlöndum í Crouching Tiger, Hidden Dragon. Verndari heilagrar rollu Skotheldi munkurinn, sem er fyrsta mynd tónlistarmyndbanda- mannsins Pauls Hunters, er byggð á lítt þekktri myndasögu sem fjallar um nafnlausan munk sem hefur haft það að ævistarfi í 60 ár að varðveita forna heilaga rollu, rit sem í er að finna lykilinn að takmarkalausu afli, en sá sem varðveitir rolluna eldist ekki. Nú þarf munkurinn að finna sér arftaka og velur pörupiltinn sjálfs- elska Kar eftir að hann bjargar lífi munksins. Þeir bindast böndum – Scott segir að tekið hafi verið mið af Butch Cassidy og Sundance Kid – munkurinn þjálfar nýja verndara rollunnar og saman þurfa þeir að berjast við hin illu öll, enga aðra en gömlu þýsku nasistana, sem komast vilja yfir rolluna. Þótt Scott hafi gaman af því að breyta til og gerast hasarmyndahetja endrum og sinnum þá segist Scott fyrst og fremst líta á sig sem gam- anleikara og fá trúlega mest út úr því að búa til nýjar skondnar persónur á borð við Stifler. „Samt var það ekki fyrr en ég fékk þetta fyrsta gaman- hlutverk mitt sem ég áttaði mig á að það ætti vel við mig. Fram að því hélt ég að mér hentaði best að leika í drama.“ Hann segist hafa fagnað tækifærinu til að skipta um gír, reyna sig við eitthvað annað en hlutverk þöngulhaussins. „Ég er meira en til í að prófa eitt- hvað annað, eins og að leika í bar- dagamynd. Það átti líka betur við mig en margir kannski halda því ég var alltaf nettur slagsmálahundur í æsku og hef lengi verið veikur fyrir bar- dagamyndum. Samt kann ég ekkert fyrir mér í bardagalistinni. Enda hef ég tekið sama pól í hæðina og Keanu Reeves gerði í The Matrix, er þessi náungi sem reynir að komast undan bardögum og stundar fremur sjálfs- vörn en slagsmál.“ Talandi um The Matrix þá hefur því verið fleygt fram að Skotheldi munkurinn sé sumpartinn blanda af Crouching Tiger, Hidden Dragon, The Matrix og Rush Hour. Scott get- ur ekki alveg tekið undir þá samlík- ingu. „Jú, jú, líkt og Reeves í The Matrix þá er ég hinn útvaldi, en það var Logi Geimgengill í Stjörnustríði einnig. Annars finnst mér hún frábrugðin þeim. Bardagasenurnar eru ólíkar, meiri götubragur yfir þeim, meira í anda gömlu mynda þeirra Yun-Fat og Johns Woos sem þeir gerðu sam- an í Hong Kong.“ Í læri hjá vasaþjófi Scott segir tækifærið til að vinna með Yun-Fat hafa verið ein helsta ástæðan fyrir að hann tók að sér að leika í Skothelda munkinum. „Sem unnandi asískra hasarmynda þá hef ég alltaf haft mikið dálæti á Chow Yun-Fat og myndum hans, sérstak- lega þeim sem hann lék í fyrir John Woo. Þetta kann að hljóma falskt við þessar kringumstæður en Yun-Fat er ein af ástæðunum fyrir því að ég ákvað að gerast leikari. Málið er nefnilega að þegar ég var að ákveða hvað ég vildi gera með líf mit, hékk og gerði ekki neitt eftir menntaskól- ann, þá lagðist ég yfir myndir Yun- Fat hjá bróður mínum sem er kvik- myndafræðingur. Þegar ég sá hversu svalur Yun-Fat var þá hugsaði ég með mér, ég gæti hugsað mér þetta starf, og stuttu síðar var ég farinn að þreifa fyrir mér í leiklistinni. Ég lít því mjög upp til hans og álit mitt á honum jókst enn eftir að við kynnt- umst. Það kom mér þó mjög á óvart að hann er enginn bardagamaður, kann lítið sem ekkert fyrir sér í þeim listum. Olli mér svolitlum vonbrigð- um satt besta að segja því ég hafði ætlað mér að læra svo mikið af meist- aranum,“ segir Stifler, æ nei, Scott, flissandi. En Yun-Fat gat sannarlega sýnt stráksa hvernig skal bera sig að sem leikari í hasarmynd. „Hann er því- líkur fagmaður, enda leikið í fleiri hasarmyndum en menn geta og kæra sig um að muna. Það var því lærdómsríkt að fylgj- ast með honum að verki og hann sýndi mér hvernig forðast ætti að verða fyrir meiðslum í öllum hama- ganginum.“ Eitt af því skemmtilegasta – en vonandi ekki gagnlegasta – sem Scott segist hafa lært fyrir gerð myndarinnar var vasaþjófnaður, en pörupilturinn sem hann leik- ur er vel slunginn vasaþjófur. „Já, eins undarlegt og það kann að hljóma þá var ég í læri í heilla- ngan tíma hjá náunga sem hefur vasaþjófnað að atvinnu, náunga sem gat haft af manni úrið án þess að maður tæki eftir. Hann er ótrúleg- ur.“ Já það geta allir fengið vinnu í henni Hollywood. Þegar þjófur þessi er ekki að kenna leikurum að stela kennir hann í sérstökum vasaþjófaskóla, að sögn Scotts, en blaðamaður var ekki alveg með á hreinu hvort hann væri að segja satt, eða hvort komið hefði upp í honum nettur Stifler. Kannski eins gott að stutt sé í Stiflerinn því Scott virðist ekki ætla að losna við hann svo glatt. Tökur standa nú yfir á þriðju Böku-myndinni sem kemur til með að heita American Wedding og verð- ur frumsýnd 1. ágúst í Bandaríkjun- um og nokkru síðar hérlendis. Alltaf stutt í Stiflerinn skarpi@mbl.is Skotheldi munkurinn er sýnd í Sambíóunum. Seann William Scott er 27 ára og hefur leikið í 11 myndum síðustu 5 árin. Hann er best þekktur sem Stifler, graut- ardallurinn úr American Pie-myndunum, og fólk á erfitt með að líta hann öðrum augum. Þetta veit Seann William Scott mætavel og er bara slétt sama, eins og Skarphéðinn Guðmundsson komst að þegar þeir ræddu saman um nýjasta hlut- verks Scotts í Skothelda munkinum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.