Morgunblaðið - 01.05.2003, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 01.05.2003, Blaðsíða 68
KVIKMYNDIR 68 FIMMTUDAGUR 1. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ STAÐAN er óbreytt á toppi ís- lenska bíólistans. Þriðju vikuna í röð hefur Jóa enska tekist, með öllum sínum klækjum, að halda í efsta sætið. Myndin hefur gengið rífandi vel hér á landi sem og víð- ast hvar annars staðar, þ. á m. heima fyrir í Bretlandi, þar sem myndin situr sem fastast í efsta sætinu. Renneríið er það gott á Jóa enska að hún hefur halað inn 40% meiri tekjur á heimsvísu en Bean hafði gert eftir jafnlangan sýningartíma en sú mynd, sem eins og flestir vita skartaði einnig Rowan Atkinson, endaði sem ein allra tekjuhæsta mynd breskrar bíósögu. Einungis tvær nýjar myndir hófu göngu sína fyrir helgina síð- ustu, bandaríski bardagagrínhas- arinn Skotheldi munkurinn (Bull- etproof Monk) og breska jaðaríþróttaspennumyndin Öfgaað- gerðir (Extreme Ops). Hin fyrr- nefnda gekk ívið betur, náði öðru sæti listans, enda skartar hún tveimur býsna heitum leikurum en ólíkum þó, Chow Yun-Fat og Sean William Scott, betur þekktur sem Stifler úr Bandarísku böku- myndunum. Þrjár myndir lifðu nýafstaðna vel lukkaða kvikmyndahátíð í Regnboganum; Í keilu fyrir Col- umbine, Góða stelpan og 28 dög- um síðar, og eru enn til sýninga í sama bíói. Fyrstnefnda myndin, Óskarsverðlaunamyndin eftir Michael Moore, hefur gengið hreint afbragðsvel í landann af heimildarmynd að vera, en rúm- lega 3 þúsund manns hafa nú séð hana. Vonandi að það sé vísbending um aukinn áhuga á heimild- armyndum því nú er hafin önnur kvikmyndahátíð, að þessu sinni í Háskólabíói, hátíð helguð heim- ildar- og stuttmyndum, sem ber yfirskriftina Shorts & Docs.                          !" ! #  $ % % &  #   # ' & #( )# #( %   #( % % #*$+, -                           !   "  # $  %      !  "$' ( '   )   $ *       + *,   $    - ./  !            . ,  / 0 .. 1 , . 2 3 4 5 . .0 .1  .3 0 .2 -" / ,    / 2 , . / / 4 0 4 . 5 3 1 3 . ()*)  +    ,- ./ 0       10'  #(67 8+(""9 "9 :+-6"9 ;<"7(679 " #(67 8+(""9 :9 "9 :+-6" #<(679 =(  (67 " #(67 8+(""9 :9 "9 ;<"7(67 #<(679 =(9 (67 =( #(67 " ;<"7(67 ><(67 #(67 8+(""9 :9 "9 ;<"7(679 )+?@  #<(67 ><(679 #<(679 (67 ;<"7(67 ><(679 (67 #<(67 #(67 8+(""9 "9 :+-6"9 ;<"7(67 #<(679 ;A-6" =( ;<"7(67 ;<"7(67 =( Jói enski lætur sko enga slags- málamunka stöðva sig. Jói enski marði Munkinn skarpi@mbl.is Á STRÍÐSTÍMUM er ginningin sterkasta vopnið,“ segir í fleygu slagorði myndarinnar Þögli Banda- ríkjamaðurinn (The Quiet American) sem er aðlögun á frægu skáldverki eftir breska rithöfundinn Graham Greene. Þetta er í annað skiptið sem þessi rammpólitíska og umdeilda ástarsaga er færð upp á hvíta tjaldið en það var fyrst gert 1958 af Joseph L. Mankiewicz, einungis þremur ár- um eftir að skáldsagan kom út í fyrsta skiptið. Greene, sem þá var orðinn mjög virtur rithöfundur og eftirsóttur kvikmyndahandritshöf- undur (Brighton Rock (1947), The Third Man (1949)), var sakaður um andúð á Bandaríkjamönnum en gagnrýni á hernaðarafskipti Banda- ríkjamanna í Austur-Asíu er mjög berorð. Sagan fjallar um breskan miðaldra blaðamann, sem starfar í Saigon árið 1952, á tímum er inn- fæddir Víetnamar berjast fyrir frelsi sínu og falli Indókína, leppríki frönsku nýlendustjórnarinnar. Þótt fremur sinnulaus sé um ástandið sökum ópíumfíknar, hefur blaða- maðurinn óbeit á hernaðaríhlutun frænda sinna úr vestri, Frakka. Svo er hann líka ástfanginn uppfyrir haus af ungri innfæddri stúlku, sem hann er tilbúinn að fórna öllu fyrir, starfi sínu og lífi í Bretlandi. Bretinn vingast við ungan bandarískan hug- sjónamann – þögla Bandaríkja- manninn – sem kemur til Saigon til að sinna hjálparstarfi. Þegar hann sér unnustu Bretans fellur hann samstundis fyrir henni og úr verður eldfimur ástarþríhyrningur. Leikstjóri þessarar nýju aðlögun- ar á sögu Greene er Ástralinn Phillip Noyce (Dead Calm, Patriot Games) , mistækur kvikmyndagerðarmaður, sem þó átti mjög gott ár í fyrra er hann sendi bæði frá sér umrædda mynd og Kanínunetið (Rabbit-Proof Fence) sem sýnd var á 101 Kvik- myndahátíð á dögunum. Þögli Bandaríkjamaðurinn þykir almennt mjög vel heppnuð aðlögun, ekki síst vegna frammistöðu leikar- anna Michaels Caine og Brendans Frasers í hlutverkum Bretans og Bandaríkjamannsins. Sérstaklega hefur Caine verið hrósað. Hann fékk verðlaun gagnrýnenda í Lundúnum og var tilnefndur til Óskars-, BAFTA- og Golden Globe-verðlauna enda hafa margir lýst yfir að hann hafi aldrei leikið betur. Michael Caine þykir sjaldan eða aldrei hafa verið betri en í Þögla Kananum. Hér leikur hann á móti Do Thi Hai Yen. Í blíðu og stríðu Háskólabíó frumsýnir kvikmyndina Þögli Bandaríkjamaðurinn (The Quiet Americ- an). Leikstjórn Phillip Noyce. Aðal- hlutverk Michael Caine, Brendan Fraser, Do Thi Hai Yen. DILBERT mbl.is FORSALA Á MIÐUM Á SELLÓFON SJALLANUM AKUREYRI FER FRAM Í PENNANUM EYMUMDSSON GLERÁRTORGI OG VERSLUNINNI PARK RÁÐHÚSTORGI FÖST 2/5. örfá sæti, NASA LAU 3/5 SJALLINN AKUREYRI SUN 4/5 SJALLINN AKUREYRI FIM 8/5 örfá sæti, NASA Laugard. 3. maí kl. 14 Örfá sæti Sunnud. 4. maí kl. 14 Stóra svið Nýja svið Þriðja hæðin Miðasalan er opin frá kl. 13-18 og fram að sýningu sýningardaga. Sími miðasölu opnaður kl. 10 virka daga. Fax 568 0383 - midasala@borgarleikhus.is Miðasala 568 8000 PÍKUSÖGUR eftir Eve Ensler Lau 3/5 kl 20, Su 11/5 kl 20 Takmarkaður sýningarfjöldi Litla svið RÓMEÓ OG JÚLÍA e. Shakespeare í samstarfi við VESTURPORT Fö 2/5 kl 11 - UPPSELT, Mi 7/5 kl 20 - UPPSELT Fö 9/5 kl 20, Fö 16/5 kl 20 STÍGVÉLAÐI KÖTTURINN í samstarfi við SJÓNLEIKHÚSIÐ Leikrit með söngvum - og ís á eftir! Lau 3/5 kl14, Lau 10/5 kl. 14 KVETCH eftir Steven Berkoff í samstarfi við Á SENUNNI Lau 3/5 kl 20, Fi 8/5 kl 20, Fi 15/5 kl 20 ATH: SÍÐUSTU SÝNINGAR GESTURINN e. Eric-Emmanuel Schmitt Su 11/5 kl 20, Su 18/5 kl 20 Örfáar sýningar vegna fjölda áskorana SJÖ BRÆÐUR e. Aleksis Kivi Gestaleiksýning Theater Mars frá Finnlandi Mi 7/5 kl 20 - AÐEINS EIN SÝNING SUMARÆVINTÝRI e. Shakespeare og leikhópinn Fö 2/5 kl 20, Su 4/5 kl 20, Lau 10/5 kl 20, Lau 17/5 kl 20 MAÐURINN SEM HÉLT AÐ KONAN HANS VÆRI HATTUR eftir Peter Brook og Marie-Hélène Estienne Í kvöld kl 20, Fö 9/5 kl 20, Fö 16/5 kl 20 ATH: Fáar sýningar eftir GESTALEIKSÝNINGIN 7 BRÆÐUR kemur hingað með styrk frá Teater og dans i Norden. ÖFUGU MEGIN UPPÍ e. Derek Benfield Í kvöld kl 20 - UPPSELT Fö 2/5 kl 20, Lau 10/5 kl 20 Lau 17/5 kl 20, Lau 24/5 kl 20 PÚNTILA OG MATTI e. Bertolt Brecht Su 4/5 kl 20, Su 11/5 kl 20, Fi 22/5 kl 20 ATH: Sýningum lýkur í maí SÖNGLEIKURINN SÓL & MÁNI eftir Sálina og Karl Ágúst Úlfsson Lau 3/5 kl 20, Fö 9/5 kl 20 Fö 16/5 kl 20,Fö 23/5 kl 20 Fö 30/5 kl 20, Lau 31/5 kl 20 ATH: SÍÐUSTU SÝNINGAR "DANS FYRIR ÞIG" 30 ára afmælissýning Íslenska dansflokksins Frosti - Svanavatnið eftir Láru Stefánsdóttur Brot úr nokkrum af eftirminnilegustu verkum Íslenska dansflokksins Frumsýning fi 8/5 kl 20, 2.sýn fi 15/5 kl 20, 3.sýn su 18/5 kl 20 ATH. AÐEINS ÞRJÁR SÝNINGAR Smurbrauðsverður innifalinn Miðasala Iðnó í síma 562 9700 Hin smyrjandi jómfrú sýnt í Iðnó Fös 2. maí kl 20 Fös 9. maí kl 20 Lau 11. maí kl 20 ALLRA SÍÐUSTU SÝNINGAR $  0 6 ;<"7(67             B C" --  ; ?-"#  # D% E ?@   #  (?# A ?@" D#F @    B &+ D-  -  - =  G  ; ?-"#  # D% E
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.