Morgunblaðið - 01.05.2003, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 01.05.2003, Blaðsíða 34
LISTIR 34 FIMMTUDAGUR 1. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ ALLIR kaflar í Skipafréttum hefjast á tilvitnun sem tengist efni kaflans ljóst eða leynt. Fyrsti kafl- inn ber t.d. nafn aðalpersónu sög- unnar, Qouyle (merkir kaðalhönk) og honum fylgir tilvitnun úr Hnúta- bók sem lýsir Flæmskri flögu: „ …hönk úr aðeins einu lagi. Hún er notuð á dekki og höfð flöt svo unnt sé að ganga á henni ef nauð- syn krefur“ (7). Qouyle er vanur yf- irgangi og átroðningi, hann hefur þolað sífellda gagnrýni og háðs- glósur föður síns og bróður alla ævi og tekið því með undirgefinni þol- inmæði. Er hann kvænist tekur konan við að kvelja hann og nið- urlægja. Hann er stór, klunnalegur og ófríður og sjálfsmynd hans er í molum, það sem hann þráir gerist aldrei (50). Þegar eiginkonan ferst í bílslysi stendur Qouyle uppi með tvær ungar dætur. Ókunnug frænka hans skýtur þá upp koll- inum og saman halda þau á slóðir forfeðranna í Killick-Claw á Ný- fundnalandi til að hefja annað líf. Í Killick-Claw hefur lífið gengið sinn vanagang öldum saman en breytingar eru í aðsigi. „Það er tvenns konar líf hérna núna. Það er þetta gamla, sjá fjölskyldunni far- borða, deyja þar sem maður fædd- ist, vera á sjónum, höggva eldivið, rækta garðholu, una við það sem maður hefur. Og svo er það nýja línan. Stunda líkamsrækt, vera í vinnu, einhver sem segir manni fyrir verkum, keyra til og frá vinnu, eiga bróður í Suður-Afríku og mömmu í Regina, kaupa hvert einasta djöfuls snitti af japönsku drasli sem til er. Flytja burt. Fara til að leita að vinnu. Og sumir lenda í heilmiklu basli með það“ segir Jack Buggit (319), eigandi Gjamm- fuglsins, afar heimilislegs staðar- blaðs sem bregst við tíðindaleysi með því að búa til fréttir, auglýs- ingar og slúður. Qouyle hefur þann starfa að skrifa skipafréttir á blaðinu og um bílslys en aðrir starfsmenn eru stórskemmtilegar manngerðir. Þegar Qouyle lagði land undir fót var hann þess full- viss að einsemd og niðurlæging yrðu ávallt hlutskipti hans, að hann verðskuldaði ekki neitt og að ást og eymd færu alltaf saman. Brátt lær- ir hann að fóta sig í hrjóstrugri til- veru og aðstæðurnar neyða hann til að takast á við lífið í stað þess að sitja hjá. Hann stígur út úr hlut- verki hins þögla þolanda og verður gerandi; í fámenninu öðlast hann viðurkenningu og fær að vera hann sjálfur. Í sögunni mætast miklar and- stæður; skyndibitamenning og stórborgarfirring andspænis þjóð- legum hefðum, hjátrú og óblíðri náttúru. Skipafréttir er öðrum þræði þroskasaga Qouyles og um leið hefur hún þann boðskap fram að færa að hver og einn verði að bera ábyrgð á að skapa sína ham- ingju sjálfur. Sagan er líka óður til fortíðar; sjávarplássa og sveita- bæja, nábýlis við náttúruöflin, sak- lausrar sérvisku og frumbýlings- hátta. „Einu sinni var heimurinn ekkert nema hnútar og vafningar – sem svignuðu og sveigðust, þannig var það fyrir daga óbilgjarns of- beldisins í nöglum og skrúfum“ (89). Nútímasamfélag er ofbeldis- fullt, spillt og hávaðasamt; út við ysta haf er loksins hægt að heyra í sjálfum sér gegnum öldunið og fuglakvak. Í litlu samfélagi er hver einstaklingur mikilvægari en í stór- borginni þar sem auðvelt er að hverfa í iðandi manngrúann. Sökn- uður eftir horfnum heimi liðinnar aldar leitar á nútímahöfunda og hið gamalkunna þema sveit~borg virð- ist vera að ganga í endurnýjun líf- daga. Bygging Skipafrétta er á yfir- borðinu einföld raunsæisfrásögn um alþýðufólk sem er brotin upp með litlum ævisögum kostulegra persóna. En margt er táknrænt og djúpt í sögunni, s.s. þegar gamla ættaróðalið slitnar upp með rótum í óveðri en þá fyrst er Quoyle laus undan fargi fortíðar og tilbúinn að takast á við framtíðina. Upphugs- aðar fyrirsagnir blaðamannsins Quoyles birtast hér og hvar, ásamt fyrirboðum og draumum, auk aug- ljósra tenginga við fyrrgreindar til- vitnanir en „án innblástursins úr frábæru verki Cliffords W. Ashley frá 1944, Hnútabók Ashleys, sem ég var svo heppin að finna á bíl- skúrssölu verðlagða á 25 cent hefði þessi bók haldið áfram að vera að- eins hugmynd á bláþræði“ segir höfundurinn í bókarlok. Sveinbirni I. Baldvinssyni tekst að færa sér- stakan andblæ sögunnar yfir á góða íslensku; myndrænar náttúru- lýsingar, fyndin samtöl, upptaln- ingar og mjög frumlegar líkingar skila sér vel í þýðingunni. Skipa- fréttir er gamaldags og notaleg saga um hamingjuna, ástina og lífið á landsbyggðinni þar sem bjartar vonir vakna við sögulok fyrir sjó- hunda jafnt sem værukæra land- krabba og streitt borgarbörn. Sveit og borg BÆKUR Skáldsaga eftir Annie Proulx. Bókin hlaut National Book Award 1993 og Pulitzer-verðlaunin 1994. Sveinbjörn I. Baldvinsson þýddi (The Shipping News á frummálinu). 377 bls. Mál og menning 2003. SKIPAFRÉTTIR Steinunn Inga Óttarsdóttir OFT getur verið gaman að lesa góðar unglingabækur því í þeim er tekist á við efni sem við flestöll þekkjum, þ.e. vanda þess að kom- ast til manns og læra að verða sjálfstæður einstaklingur sem tek- ur eigin ákvarðanir varðandi fram- tíðina og ber ábyrgð á sjálfum sér. Í unglingabókum er því lýst hvernig unglingarnir fást við mikl- ar og róttækar breytingar á skömmum tíma, enda unglingsárin ekki ýkja langt tímabil. Oft eru samskiptin við foreldrana í for- grunni enda þarf unglingurinn að læra að taka sjálfstæðar ákvarð- anir á sama tíma og foreldrarnir þurfa að veita „barninu“ síaukið frelsi. Í skáldsögunni Júlíu setur höf- undur sig í spor hinnar átján ára Júlíu sem sest niður og skrifar endurminningar sínar til þess að sjá ævi sína í skýrara ljósi. Af þessu leiðir að sagan er öll skrifuð í þátíð að lokakaflanum undan- skildum, sem er skrifaður í nútíð, þar sem við erum farin að nálgast ritunartímann. Bókin á það sam- merkt með mörgum öðrum ung- lingabókum að vera skrifuð í fyrstu persónu, enda getur það verið árangursrík leið til þess að gera söguna persónulegri og fanga lesendur. En ólíkt flestum ung- lingabókum einblínir sagan ekki bara á unglingsárin heldur spann- ar hún allt líf söguhetjunnar í end- urminningunum. Þar sem bókin er ekki nema 93 blaðsíður er oft hlaupið hratt yfir sögu sem gerir það að verkum að hin persónulega nálgunarleið sem felst í notkuninni á fyrstu persónu frásögninni tap- ast þar sem við fáum nánast aldrei nein dæmi um samskipti eða sam- töl. Höfundur seg- ir okkur stöðugt hvernig hlutirnir eru en sýnir okkur það því miður allt of sjaldan. Fyrir vikið verða persón- ur bókarinnar fremur flatar og skortir talsvert á einhvers konar dýpt. Í bókinni fylgj- umst við með upp- vexti Júlíu hjá einstæðri móður. Við heyrum um fermingu hennar, en orð prestsins á fermingardag- inn marka djúp spor í huga henn- ar, fylgjumst með fyrirsætulífi Júlíu sem og menntaskólaárunum. Í stað þess að einbeita sér að Júlíu eyðir höfundur miklu plássi í að gera ástarlífi móðurinnar nákvæm skil, enda á það að hafa mótandi áhrif á Júlíu. Upp úr miðri bók kynnist móðirin loksins „góðum“ manni sem er tilbúinn að bera þær mæðgur á höndum sér og ekki spillir fyrir að hann er forríkur. Lýsingar Júlíu á þessum manni eru afar jákvæðar en það er samt eitthvað vemmilegt við þær eins og sjá má í lýsingu hennar á því þegar hann kaupir föt á þær mæðgur „Hann hafði mikla þörf fyrir að taka okkur út í fötunum sem við mátuðum og var ófeiminn við að snerta okkur. Já, mig líka, strjúka mér og fara um mig föð- urlegum höndum. Það var jú hann sem borgaði og varð því að taka þátt í valinu á fötunum og gefa samþykki sitt. Ekkert athugavert við það.“ (bls. 47) og í orðum henn- ar stuttu síðar „Okkur [mömmu] leið bara hreinlega báðum mun betur en áður, og þótt hann þyrfti svolítið að klappa mér, strjúka mér og faðma, blessaður, þá fannst mér það bara tilheyra, mér fannst bara ekkert óeðli- legt eða athugunarvert við það.“ (bls. 48). Dag einn kemur svo að því að hann fer enn lengra og nauðgar stjúpdóttur sinni. Í kjölfarið þarf Júl- ía að kljást við þunglyndi og sjálfsmorðshugsanir þar til hún fyrir tilviljun hittir gamla fermingar- prestinn sinn aftur sem hjálpar henni í raunum hennar. Hinn kristni boðskapur sögunn- ar um mikilvægi þess að finna elskandi Guð því hann vilji „fyr- irgefa okkur hvert fall okkar, hverja misgjörð, hverja synd“ (bls. 80) svo við getum lært að fyrirgefa sjálfum okkur og öðlast sjálfsvirð- ingu er góð og gild. Þannig predik- ar bókin að mikilvægast sé fyrir ungar stúlkur, sem lendi í mis- notkun eða er nauðgað, að þær læri að fyrirgefa sjálfum sér. Allt gott og blessað með það. En á sama tíma felast í bókinni skýr skilaboð um að þessar sömu stúlk- ur eigi ekki að kjafta frá. Þær geti vissulega rætt vanda sinn við prest en megi undir engum kring- umstæðum spilla hamingju fjöl- skyldunnar. Þannig einsetur Júlía sér undir lok bókarinnar að segja mömmu sinni ekki frá nauðgun stjúpans heldur fara glöð í brúð- kaup þeirra og láta eins og ekkert sé. Og að þessu leyti finnst mér bókin afar varhugaverð. Á sama tíma og umræðan um misnotkun er orðin opnari í samfélaginu þá er hér í raun verið að senda þolend- um kynferðisofbeldis skilaboð um að þeir eigi ekki að tala. Að vera misboðið Silja Björk Huldudóttir BÆKUR Skáldsaga eftir Sigurbjörn Þorkelsson. Höfundur gefur bókina sjálfur út 2003, 93 bls. JÚLÍA Sigurbjörn Þorkelsson GUÐRÚN Helga- dóttir hlýtur að þessu sinni Lóð á vogarskál íslenskra bókmennta, við- urkenningu Félags starfsfólks bóka- verslana. Við- urkenningin er nú veitt í þriðja sinn. „Fyrsta bók Guð- rúnar, Jón Oddur og Jón Bjarni, kom út árið 1974, og því fer að styttast í að Guð- rún geti haldið upp á 30 ára útgáfuafmæli sitt. Hún er án efa einn ástsælasti barnabókahöfundur þjóðarinnar, og hefur hlotið marg- ar viðurkenningar fyrir bækur sín- ar, jafnt hérlendis sem erlendis. Það er óhætt að segja að bækurnar um Jón Odd og Jón Bjarna hafi staðist tímans tönn, sem er meira en hægt er að segja um margar barna- bækur sem út komu á áttunda áratugnum, þar sem rík áhersla var iðu- lega lögð á pólitíska meðvitund, en lítil áhersla lögð á nauðsyn- legan léttleika og kímni. Síðan hefur Guðrún skrifað bækur fyrir börn á öllum aldri og bæk- urnar um Jón Odd og Jón Bjarna hafa margoft verið endurprentaðar. Guðrún treystir börnum til að takast á við erfið umfjöllunarefni og ber virðingu fyrir greind þeirra og kímnigáfu. Fyrir það vill Félag starfsfólks bókaverslana veita henni við- urkenningu sína,“ segir í grein- argerð félagsins. Guðrún Helga- dóttir heiðruð Guðrún Helgadóttir Norræna húsið Sýningunni Hraun-Ís-Skógur lýkur á sunnudag. Þar má sjá verk barna og unglinga sem tóku þátt í listmenntunarverkefni á Íslandi, Grænlandi og Lapplandi og eru verkin unnin í samvinnu við lista- menn og myndmenntakennara frá hverjum stað. Ljósmyndasafn Reykjavíkur Sýningunni Ljós-hraði lýkur á sunnudag. fjórir íslenskir sam- tímaljósmyndarar sýna, Katrín Elvarsdóttir, Kristín Hauksdóttir, Orri og Sigríður Kristín Birnu- dóttir. Opnunartími sýninga 12–19 virka daga, 13–17 um helgar. Gerðuberg Sýningunni Þetta vil ég sjá! lýk- ur á sunnudag. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir valdi verkin. Hafnarborg Sýningu á verkum Auðar Vé- steinsdóttur, Sigríðar Ágústsdótt- ur og Bjargar Þorsteinsdóttur lýk- ur á sunnudag. Sýningum lýkur JÖRN Lund, forstjóri DSL (Det Danske Sprog og Litteratursel- skab), heldur fyrirlestur um mál- stefnu Dana í Háskóla Íslands, Odda, stofu 101 á föstudag kl. 15.00. Hvers vegna skiptir máli að tala dönsku í Danmörku og íslensku á Ís- landi? Þessi spurning heyrist oft og því er mikilvægt að geta svarað henni. Það ætti heldur ekki að vefj- ast fyrir neinum, en margir hafa vél- ræna sýn á tungumál og líta á þau eins og táknkerfi sem eiga í innbyrð- is samkeppni. Í fyrirlestrinum verð- ur fjallað um tengsl máls, tjáning- arþarfar og menningar. Þá verður leitast við að varpa ljósi á, hvað Danir geta lært um tungumál og menningu af Íslendingum. Loks verður fjallað um norræna málasam- vinnu og norrænan málskilning. Fyrirlesturinn, sem hefst með Gunn- laugi Ormstungu og lýkur á Írlandi, fjallar um tungumál og tungumála- stefnu. Jörn Lund er mikill áhrifamaður í dönsku menningarlífi. Hann er for- stjóri DSL (Det Danske Sprog og Litteraturselskab), en áður var hann einn af þremur forstjórum Gyld- endals. Hann var aðalritstjóri Dönsku alfræðiorðabókarinnar, sem út kom hjá Gyldendal fyrir fáum ár- um og þykir mikið stórvirki. Hann á sæti í Det Danske Akademi og í Dansk Sprognævn. Honum var ný- verið falin formennska í nefnd, sem á að koma með tillögu að danskri mál- stefnu nú snemma sumars. Fyrirlesturinn verður haldinn á dönsku. Fyrirlestur um tungumál SÖNGNEMENDUR Nýja söng- skólans Hjartansmál sýna gam- anóperettuna Að vera eða vera ekki! í tónlistarhúsinu Ými á föstudag kl. 20:30 og mánudag á sama tíma. Óperettan byggist á mörgum þekktum söngperlum úr heimi óp- erubókmenntanna og söguþráður- inn, sem er frjálslega ofinn til að tengja hin mismunandi atriði saman, virðist innblásinn af áberandi per- sónum í samtímanum. Höfundur texta er Þór Jónsson fréttamaður, en leikstjórn er í höndum Guðbjörns Guðbjörnssonar óperusöngvara. Á slaghörpu spila Guðbjörg Sigurjóns- dóttir, skólastjóri skólans, og Bryn- hildur Ásgeirsdóttir píanóleikari, en þjálfun kórsins annaðist Sigrún Grendal. Óperetta í Ými VORTÓNLEIKAR Skagfirsku söngsveitarinnar í Reykjavík verða í Langholtskirkju í dag kl. 17 og á laugardag á sama tíma. Efnisskrá er fjölbreytt svo sem verið hefur og hefjast tónleikarnir á lögum eftir Inga T. Lárusson. Flutt verður verkið Missa brevis in F eftir Joseph Haydn ásamt hljómsveit, en einnig er að finna lög eftir Fr. Schu- bert og John Denver. Þá eru lög eftir söngstjórann, Björgvin Þ. Valdi- marsson, við ljóð eins kórfélaga, Bjarna Stefáns Konráðssonar, en hann hefur einnig samið ljóð við lag Edwards Elgar, Land of hope and glory. Þá verður sungin íslensk sönglagasyrpa í útsetningu söng- stjórans og margt fleira áhugavert verður flutt á þessum tónleikum. Einsöngvarar að þessu sinni eru Kristín R. Sigurðardóttir sópran, sem hefur raddþjálfað kórinn í vetur, og Óskar Pétursson tenór. Auk þeirra koma fram þrír kór- félagar og syngja einsöng og dúetta en það eru Ragna Bjarnadóttir sópr- an, Lára Hrönn Pétursdóttir alt og Guðmundur Sigurðsson tenór, en hann hefur verið einsöngvari Skag- firsku söngsveitarinnar um árabil. Stjórnandi Skagfirsku söngsveit- arinnar er Björgvin Þ. Valdimarsson en undirleikari er Sigurður Mar- teinsson. Vortónleikar Skagfirsku söngsveit- arinnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.