Morgunblaðið - 01.05.2003, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 01.05.2003, Blaðsíða 20
BORGARRÁÐ féllst í fyrradag á framkvæmdir við færslu Hringbraut- ar suður fyrir Umferðarmiðstöð og Læknagarð og undir brú á Bústaða- vegi. Gert er ráð fyrir að verkið verði boðið út í haust. Með framkvæmdinni er verið að sameina lóð Landspítala – Háskólasjúkrahúss og bæta aðgengi að spítalanum. Einnig er verið að bæta tengingar við Háskólasvæðið, auka umferðarrýmd og umferðarör- yggi og bæta göngu- og hjólaleiðir. Reykjavíkurborg og Vegagerðin standa fyrir framkvæmdunum, sem fara fram að mestu á næsta ári og kosta um 1.240 milljónir. Samhliða mati á umhverfisáhrifum verður afgreitt deiliskipulag af fram- kvæmdasvæði og lítilsháttar breyting á aðalskipulagi. Segir í umsögn borgarverkfræð- ings að færsla Hringbrautar hafi lengi verið á dagskrá og sé í öllum meginatriðum í samræmi við Aðal- skipulag Reykjavíkur. Í umsögn borgarverkfræðings segir enn frem- ur að telja verði að fullnægjandi grein sé gerð fyrir öllum umhverfis- og framkvæmdaþáttum og tekið undir það mat framkvæmdaraðila að færsla Hringbrautar hafi ekki umtalsverð umhverfisáhrif í för með sér. Lagði borgarverkfræðingur til að fallist yrði á framkvæmdina. Borgarráð sam- þykkti umsögnina á fundi sínum í fyrradag og því er fallist á fram- kvæmdina. Borgarráð féllst á fram- kvæmdir við Hringbraut Hringbraut HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 20 FIMMTUDAGUR 1. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ 1. maí í Reykjavík Launafólk Kröfuganga dagsins fer frá Skólavörðuholti Safnast verður saman framan við Hallgrímskirkju kl. 13.30 Gangan leggur á stað kl. 14.00. Lúðrasveit verkalýðsins og Lúðrasveitin Svanur leika fyrir göngu. Útifundurinn hefst á Ingólfstorgi kl. 14.35. Ræðumenn: Gunnar Páll Pálsson, formaður Verslunarmannafélags Reykjavíkur. Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands. Upplestur: Anna Kristín Arngrímsdóttir, leikari. Ávarp: Nína Kristjánsdóttir, formaður Iðnnemasambands Íslands. Söngur: Borgardætur syngja nokkur lög. Fundarstjóri: Jóna Sveinsdóttir, félagsmaður í Eflingu - Stéttarfélagi. Virðing og velferð Stéttarfélögin í Reykjavík - BSRB Bandalag háskólamanna Kennarasamband Íslands Iðnnemasamband Íslands NÝR kortavefur á vef Garða- bæjar, var tekinn í notkun á degi umhverfisins, föstudaginn 25. apríl sl. Í frétt á vefsíðunni segir að opnun kortavefsins sé stórt skref í bættri þjónustu Garða- bæjar við íbúa sína og aðra sem málið varðar. Mikil þróunarvinna hefur verið lögð í kortavefinn og eru Garðbæingar og aðrir hvattir til að kynna sér vefinn og virkni hans. Ábendingar eru vel þegnar en þær er t.d. hægt að senda í gegnum vef Garðabæjar. Á kortavefnum eru tvö aðal- kort. Annað er af öllu landi Garða- bæjar (yfirlitskort) en hitt af bæn- um sjálfum (þéttbýli). Á báðum kortunum er hægt að skoða ein- stök svæði nánar með því að velja þau og þysja inn og út eftir því hverju fólk er að leita að, segir í fréttinni. Hægt er að kveikja og slökkva á loftmynd á yfirlitskort- inu eftir því sem fólki hentar. Við hönnun vefjarins var megin- áherslan lögð á að hann yrði að- gengilegur og auðveldur í notkun. Kortin eru ekki síst hugsuð til gagns og gamans fyrir þá sem stunda útivist í landi Garðabæjar. Skilgreindar hafa verið nokkrar gönguleiðir bæði í þéttbýlinu og upplandi Garðabæjar sem hægt er að skoða á kortinu. Á korta- vefnum er líka hægt að skoða staðsetningu stofnana bæjarins og fleiri þjónustustofnana í Garðabæ. Í þriðja lagi er hægt að nýta kortavefinn við kynningu á skipulagstillögum og samþykktu deiliskipulagi einstakra hverfa. Núna er þannig hægt að nálgast þar mynd af deiliskipulagi Sjá- lands í Garðabæ, tillögu að deili- skipulagi á Garðahrauni í Garða- bæ og kort sem sýnir þær lóðir sem nú eru til úthlutunar í Ása- hverfi í Garðabæ. Kortin eru unnin af fyrirtækinu Teikn á lofti í umsjónarkerfinu Inter-map. Kerfið sem þróað er af starfsmönnun Teikna á lofti hefur þann kost að starfsfólk Garða- bæjar getur á einfaldan hátt hlað- ið inn upplýsingum um t.d. ein- staka byggingar, gönguleiðir eða merka staði í bænum. Sú vinna mun halda áfram eftir að vefurinn hefur verið opnaður enda gert ráð fyrir að hann verði í stöðugri þró- un, segir í fréttinni. Kortavefur kominn í gagnið Garðabær TENGLAR ................................................. www.gardabaer.is FÆÐINGAR á fæðingadeild Land- spítala – háskólasjúkrahúss hafa verið allt frá engri og upp í 14 á dag, það sem af er þessu ári. Í fyrradag fæddust 10 börn, en að meðaltali fæðast þar 7–8 börn á dag. Rúmlega 800 börn hafa fæðst á deildinni á árinu og að sögn Kristínar Viktors- dóttur, sem leysir Guðrúnu Egg- ertsdóttur yfirljósmóður af, koma fæðingarnar gjarnan í bylgjum. „Það er að minnsta kosti ekki um aukningu að ræða. Mánuðirnir eru auðvitað misjafnir í heildina séð,“ sagði Kristín. 177 börn fæddust á deildinni í janúar, 200 í febrúar, 226 í mars og um 200 í apríl. „Við vitum alltaf nokkurn veginn við hverju við eigum að búast en svo raðast þetta misjafnlega niður. Það koma topp- dagar inn á milli og við getum nátt- úrulega ekkert stýrt þessu. Við fáum áætlanir í hendurnar en við förum alltaf hærra en það.“ Fæð- ingar í janúar voru t.d. 40 fleiri en áætlað var og telur Kristín það með- al annars stafa af því að konur af landsbyggðinni koma gjarnan til Reykjavíkur til að ala börn sín. „Mig minnir að mest hafi 18 fæð- ingar farið fram og 19 börn fæðst á einum sólarhring,“ sagði Kristín. Grundvöllur deildarinnar er starfsfólkið. Kristín sagði starfs- fólkið á deildinni alltaf tilbúið að vera á bakvakt og mæta með stutt- um fyrirvara. „ Það er ákveðin lág- marksmönnun á deildinni. Hún nátt- úrulega dugar engan veginn á toppdögunum. Annars er starfs- fólkið bara svo liðlegt að starfið hef- ur gengið út á að kalla það út. Fólk sem ræður sig á þessa deild tekur þátt í þessu,“ sagði Kristín. Hún sagði deildina veita marg- slungna þjónustu eins og eftirlit og gjörgæslu fyrir og eftir fæðingar ásamt fleiru. „Þetta er mjög mikil andleg umönnun og byggist á því að hjálpa foreldrunum þannig að þeir hafi jákvæða upplifun.“ Kristín sagði að konum sem fæða á eðlilegan hátt standi til boða að fara fljótt heim og þiggja heima- þjónustu í 8 skipti. Hún sagði að- stæður fólks þó mjög mismunandi og oftast væri erfitt að skipuleggja í kringum fæðingar enda væri þar hið óvænta gjarnan í aðalhlutverki. Morgunblaðið/Kristinn Hið óvænta í aðalhlutverki Þingholt BÖRN og starfsfólk leikskólanna í Seljahverfi verða með opið hús laug- ardaginn 3. maí nk. Þá bjóða börnin vinum og vandamönnum og öllum sem vilja kynna sér starfsemi og menningu leikskólanna í heimsókn. Leikskólarnir fimm í Seljahverfi hafa formlegt samstarf sín á milli. Í því felst m.a. samstarf um ýmsa ár- vissa viðburði, s.s. öskudag, opið hús og sérstaka hátíð í tilefni þjóðhátíðar. Opið verður sem hér segir: Seljaborg v/Tungusel er opin kl. 10.00–12.00 Jöklaborg v/Jöklasel er opin kl. 10.30–12.30 Seljakot v/Rangársel er opið kl. 11.00–13.00 Hálsakot v/Hálsasel er opið kl. 11.00–13.00 Hálsaborg v/ Hálsasel er opin kl. 11.30–13.30 Opið hús í leikskólum Seljahverfi ÍRAFÁR, íþróttir og flækingsskor- dýr er meðal þess sem er á dagskrá Kópavogsdaga sem standa 3.–11. maí. Það er Kópavogsbær sem stendur að dagskránni sem er stútfull af menn- ingar- og listaviðburðum. Á dagskrá Kópavogsdaga verða m.a. listasýningar, menningarganga, tónleikar og hagyrðingarkvöld auk þess sem ungir Kópavogsbúar og eldri borgarar sýna afrakstur verka sinna frá nýliðnum vetri. Opið hús verður í félagsmiðstöðvum Íþrótta- og tómstundaráðs Kópavogs, hjá listamönnum í bænum, leikskólum og hjá eldri borgurum í Gullsmára og Gjábakka. Þá verða haldnir hátíðar- tónleikar í tilefni af 40 ára afmæli Kópavogskirkju. Íþróttadagur fjöl- skyldunnar verður haldinn laugar- daginn 3. maí og efnt verður til sér- stakrar fjölskylduskemmtunar í Smáralind 10. maí þar sem margir ungir listamenn úr Kópavogi koma fram. Kópavogsdögum lýkur með afmæl- isdagskrá 11. maí á 48 ára afmæli bæjarins. Hægt er að nálgast dagskrá Kópa- vogsdaga á slóðinni www.kopa- vogur.is. Kópavogsdagar 3.–11. maí Ungir sem aldnir taka þátt Kópavogur „Allri umferð er nú vísað yfir ávestari akbrautina,“ sagði Guðbjart- ur. Aðeins verður gert við helming Lækjargötunnar í einu en umferð verður hleypt á í báðar áttir á hinum helmingnum í senn svo ekki verður um lokanir að ræða. „Umferð verður hleypt í báðar áttir, en það er bara þrengt niður í eina akrein í hvora átt. Þetta eru því þrengingar sem verða í gangi alveg fram undir afmæli.“ Orkuveitan hefur einnig verið að endurnýja lagnir á svæðinu í fram- haldi af svipuðu verki í Bankastræti. Það mun þó ekki hafa áhrif á umferð um Lækjargötu. FRAMKVÆMDIR við gatnakerfið í Lækjargötu eru nýhafnar. Fyrir- hugað er að endurnýja yfirborð vega og snyrta umhverfið, en áætlað er að framkvæmdum verði lokið fyrir af- mæli Reykjavíkurborgar, hinn 18. ágúst. „Í framhaldi af framkvæmdum í Bankastræti á að taka gatnamótin við Bankastræti og Lækjargötu og til beggja handa til endurnýjunar,“ sagði Guðbjartur Sigfússon, yfir- verkfræðingur rekstrardeildar Gatnamálastjóra. Morgunblaðið/Jim Smart Umferð stöðvast ekki í Lækjargötu Miðborg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.