Morgunblaðið - 01.05.2003, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 01.05.2003, Blaðsíða 18
ERLENT 18 FIMMTUDAGUR 1. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ en tvær vikur frá því stjórn Sadd- ams Husseins féll án þess, að nokk- uð hefði fundist. „Hvar er Saddam? Situr hann kannski á vopnahaugnum í ein- hverju neðanjarðarbyrgi og er tilbú- inn til að sprengja allt upp á síðustu stundu? Við vitum það ekki en við þessum spurningum verða að fást einhver svör,“ sagði Pútín. „Tvöföld niðurlæging“ „Tvöföld niðurlæging fyrir Blair“ var fyrirsögnin í The Independent og átti þá ekki aðeins við Moskvu- fundinn, heldur einnig við yfirlýs- ingu fjögurra Evrópuríkja, Frakk- lands, Þýskalands, Belgíu og Lúxemborgar, um aukið sjálfstæði í varnarmálum. „Skilaboðin frá Moskvu: Við stöndum ekki með ykkur og trúum ykkur ekki“ var fyrirsögnin í The Guardian og í Daily Express var uppslátturinn „Nýtt, kalt stríð“. The Guardian, sem er vinstra- megin við miðju, sagði einnig, að Blair hefði verið „hirtur opinber- BRESKIR fjölmiðlar sögðu í gær, að Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, hefði verið „niðurlægð- ur“ á fundi hans í Moskvu í fyrradag með Vladímír Pútín, forseta Rúss- lands. Þá vísaði Pútín því á bug að aflétta refsiaðgerðum gegn Írak fyrr en ljóst væri orðið, að öllum hugsanlegum gereyðingarvopnum hefði verið eytt, hefðu þau þá ein- hvern tíma verið til. Rússneskir fjöl- miðlar tóku ekki jafndjúpt í árinni en sögðu, að vissulega hefði Blair farið hálfgerða sneypuför til Moskvu. Bandaríkjastjórn ætlar að fara fram á það við öryggisráð Samein- uðu þjóðanna, að það aflétti refsiað- gerðum gegn Írak en það þýddi, að samtökin hefðu ekki lengur neitt með írösku olíutekjurnar að gera. Vildi Blair fá Pútín til að fallast á þetta en hann vísaði því „hæðnis- lega“ á bug að sögn bresku blaðanna og benti á, að gereyðingarvopnin hefðu verið helsta réttlæting Banda- ríkjanna og Bretlands fyrir innrás- inni í Írak. Nú væru þó liðnar meira lega“ í Moskvuheimsókninni en hægriblöðin gagnrýndu harðlega yf- irlýsingu ríkjanna fjögurra, sem þau sögðu ekki aðeins áfall fyrir Blair, heldur vera „óheiðarlega“ og til þess fallna að grafa undan Atlantshafs- bandalaginu, NATO. Rússneska blaðið Kommersant sagði, að ekki kæmi á óvart þótt Blair hefði móðgast yfir viðtökunum hjá Pútín og Vremya Novostei sagði, að þótt þeir leiðtogarnir hefðu verið sammála um aukið samstarf, þá væri ljóst, að mikill ágreiningur væri með þeim. Rússnesku blöðin voru líka sam- mála um, að yfirlýsing ríkjanna fjög- urra gæti aukið á sundrungu í Evr- ópu enda myndu ýmis aðildarríki Evrópusambandsins fyrst og fremst túlka hana sem andróður gegn Bandaríkjunum. Tony Blair sagði á þingi í gær að hann væri sannfærður um að ger- eyðingarvopn ættu eftir að finnast í Írak. Þeir sem héldu öðru fram ættu eftir að neyðast til „éta fyrri fullyrð- ingar“ sínar. Blair sagður hafa verið niðurlægður í viðræðum í Moskvu Reuters Tony Blair og Vladímír Pútín ræðast við í sumardvalarstað rússneska for- setans í Novo-Ogarevo, um 25 kílómetra frá Moskvu. Rússar vilja ekki af- létta refsiaðgerðum „Hvar er Sadd- am? Hvar eru gereyðingar- vopnin?“ spurði Pútin London, Moskvu. AFP. LEIÐTOGI í Hamas-hreyfingu rót- tækra múslíma sagði í gær að sprengjutilræðinu er varð þrem að bana í Tel Aviv í fyrrinótt hafi verið beint gegn Ísraelum en ekki nýjum forsætisráðherra Palestínumanna, Mahmud Abbas. Það var pólitískur leiðtogi Hamas, Abdelaziz al-Rant- issi, sem tilkynnti þetta en sagði aftur á móti líka að tilræðið sýndi að áætlun Abbas um að stöðva hryðjuverk hefði verið hafnað. Tilræðismaðurinn var breskur rík- isborgari, að sögn ísraelska blaðsins Haaretz. Ísraelsk yfirvöld greindu frá því að tilræðismenn hefðu verið tveir og að öðrum hefði tekist að flýja eftir að honum mistókst að sprengja sprengju sem hann hafði á sér. „Tilræðið í Tel Aviv var staðfesting á því, að andspyrnunni verður haldið áfram og sjálfsmorðssprengjutilræð- um mun fjölga. Þessu er ekki beint gegn stjórn [Abbas], heldur gegn her- setu [Ísraela],“ sagði al-Rantissi. En tvö önnur samtök palestínskra harðlínumanna lýstu sig ábyrg fyrir öðru tilræði er framið var í fyrrinótt, og sögðu það vera bein skilaboð til Abbas. Tveir vopnaðir Palestínu- menn réðust til atlögu að ólöglegri landnámsbyggð gyðinga skammt frá borginni Nablus á Vesturbakkanum, en voru skotnir af landnemum og her- mönnum. Í viðtali við franska útvarpið í gær sagði leiðtogi sjía-múslíma í Líbanon, Sheik Sayed Mohammad Hussein Fadlallah, að tilræðið í Tel Aviv væri skilaboð um andstöðu palestínsku þjóðarinnar við ítök Bandaríkja- manna í stjórn Abbas. Fadlallah, sem er vinsæll meðal harðlínusinnaðra Palestínumanna, sagði að stjórn Abbas, sem hlaut sam- þykki palestínska þingsins í fyrradag, væri til komin vegna þrýstings frá Bandaríkjamönnum. Reuters Ísraelskur sjúkraliði á tilræðisstaðnum, á gólfinu er eitt fórnarlambið. Tilræðinu ekki beint gegn Abbas Gazaborg. AFP. NÁINN samstarfsmaður Silvios Berlusconis, forsætisráðherra Ítalíu, var dæmdur í ellefu ára fangelsi í fyrradag fyrir að múta tveimur dómurum. Berlusconi hefur verið ákærður í öðru spill- ingarmáli og á að koma fyrir rétt í Mílanó á morgun. Dómstóll í Mílanó dæmdi Ces- are Previti í fangelsi fyrir að múta dómurum til að greiða fyr- ir kaupum fyrirtækis Berluscon- is á útgáfufyrirtæki áður en hann haslaði sér völl í stjórnmál- unum. Sex aðrir, þeirra á meðal tveir dómarar, voru dæmdir í fjögurra til þrettán ára fangelsi. Previti var lengi lögfræðingur Berlusconis og seinna aðstoðar- forstjóri eins af fyrirtækjum hans. Hann er þingmaður Forza Italia, flokks forsætisráð- herrans, og var innanríkisráð- herra í fyrstu stjórn Berlusconis árið 1994. Dómstóllinn sakaður um ofsóknir Búist er við að Previti áfrýi dómnum. Berlusconi gaf út harðorða yfir- lýsingu þar sem hann sakaði dómstólinn um „pólitískar of- sóknir“ á hend- ur Previti. Forsætisráð- herrann á að koma fyrir rétt á morgun í öðru spillingarmáli sem tengist Previti. Er þeim gefið að sök að hafa mútað dómurum til að greiða fyrir kaupum Berlusconis á matvælafyrirtæki af ríkinu ár- ið 1985. Berlusconi hefur neitað sak- argiftunum og lýst þeim sem lið í ofsóknum pólitískra andstæð- inga sinna. Verði hann fundinn sekur á hann yfir höfði sér þriggja ára fangelsisdóm. Gert er ráð fyrir því að dómur verði kveðinn upp í málinu í sumar. Berlusconi hefur sætt rann- sóknum vegna annarra mála, en dómstólar hafa ýmist hnekkt sakfellingunum eða ógilt þær á grundvelli fyrningarlaga. Bandamaður Berlusconis dæmdur í fangelsi Róm. AFP. Cesare Previti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.