Morgunblaðið - 01.05.2003, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 01.05.2003, Blaðsíða 36
MENNTUN 36 FIMMTUDAGUR 1. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNFUNDURINN í Reykja- víkurAkademíunni um vísindi og vinnu var vel sóttur og spurðu fundarmenn m.a. um eftirfarandi: „Hvernig ætla stjórnmálamenn að leysa vanda þeirra sem koma heim úr doktorsnámi í hugvísindum á næstu árum?“ „Hvernig verður stutt við rannsóknir þar sem arður er ekki í sjónmáli?“ „Verður launa- sjóður fræðiritahöfunda efldur? (6–8 höfundar fá árlega hálfsárs- styrk). „Eru vísindarannsóknir at- vinnugrein?“ „Hvers vegna er minna fé veitt í þýðingarsjóð en áð- ur?“ „Hvernig er hægt að bregðast við gerólíkum aðstæðum fram- haldsnema í raunvísindum sem oft eru á launum og þeirra í hugvís- indum sem berjast um styrki?“ „Er vilji til að lækka kostnað vegna bókakaupa?“ Hjálmar: Úrelt flokkun vísinda Fulltrúar stjórnmálaflokkanna sögðu í upphafi nokkur orð um þennan málaflokk og erindi Stein- unnar Kristjánsdóttur og brugðust svo síðar við fyrirspurnum. Hjálmar Árnason, Framsókn- arflokki, lagði áherslu á að atvinnu- og menntastig þjóðarinnar hafi verið að breytast undanfarið og að hér væri um þróun að ræða. Hjálm- ar sagði að flokkun vísinda í grunn- rannsóknir og hagnýtar rannsóknir væru úreltar, það væri gildismat í þessari flokkun en í raun yrði þetta tvennt ekki skilið að. Hann sagðist vilja skapa aðstæður þar sem ein- staklingar og fyrirtæki fengju skattaafslátt vegna stuðnings við rannsóknir. Hann sagði að það ætti ekki að vera markmið að koma á dokt- orsnámi í öllum greinum, heldur ættu Íslendingar áfram að sækja ýmsa æðri menntun til erlendra há- skóla. Hann sagðist telja að vísindin væru atvinnugrein en þau legðu jafnframt grunn að velferðarsam- félaginu. Þau væru lykill að vel- ferð. Hjálmar sagðist styðja það að skattur yrði felldur af bókum. Kolbrún: Vantar fé, en ekki nýtt skipulag Kolbrún Halldórsdóttir, Vinstri grænum, sagði ný lög um vísinda- og tækniráð flækja myndina sem fyrir var. Óþarfi hafi verið að breyta skipulaginu, nóg hefði verið að veita meira fé í þennan mála- flokk. „Hug- og félagsvísindi hafa búið við skarðan hlut, og vilji til að leiðrétta það hefur ekki verið fyrir hendi,“ sagði Kolbrún og að VG vildu að vísindarannsóknir væru hluti af velferðarkerfinu. Hún sagðist vera rammaáætlunarmann- eskja og vildi gera áætlun um fé til rannsókna. Þessi áætlun ætti að vera óháð því hver sæti í stól menntamálaráðherra hverju sinni. Henni þætti t.d. undarlegt að boða bæði skattalækun og að efla sjóði til rannsókna á næsta kjörtímabili. Hún sagði að svelti háskólanna teygði sig inn í raðir sjálfstætt starfandi fræðimanna og því hefð- um við verk að vinna. Björn: Heildarmynd vísindanna Björn Bjarnason, Sjálfstæð- isflokki, sagði ósanngjarnt að segja að einungis væru veittar 12,5 millj- ónir til rannsókna, því þá gleymdist að nefna t.d. Lýðveldissjóð og Kristnihátíðarsjóð sem þýddi millj- arð til viðbótar. Opinber framlög væru einnig eyrnamerkt vísinda- verkefnum á fjárlögum. Einnig mætti nefna verkefni eins og ritun kristnisögu og stjórnarráðsins og launasjóð fræðirithöfunda. „Mik- ilvægt er að skoða myndina í heild í stað þess að nefna hluta hennar,“ sagði hann og að samkvæmt tölum frá OECD væri Ísland í þriðja sæti í rannsóknar- og menntamálum þeg- ar framlög fyrirtækja og fleiri aðila væru tekin með. Þetta væri gjör- breytt staða frá því sem áður var. Björn nefndi einnig ný há- skólalög og löggjöf um vísindi og tækni, og hann varði rétt stjórn- málamanna til að forgangsraða verkefnum eins og gert var í Lýð- veldissjóði og Kristnihátíðarsjóði. Síðan væru til aðrir sjóðir þar sem stjórnmálamenn koma hvergi nærri. Hann sagði að það væri mik- il samkeppni á sviði vísindanna því vísindamenn starfa í alþjóðlegum heimi rannsókna. Nýja löggjöfin leiddi til þess að vísindin yrðu meira á vettvangi stjórnmálanna, en markmiðið með því væri að efla vísindin sem atvinnugrein. Hann nefndi að kostnað við bæk- ur mætti minnka með því að lækka virðisaukaskattinn í 7% á þær. Hann nefndi einnig mikilvægi þess að stjórnvöld hafa opnað aðgang að rafrænum bókasöfnum og gagna- bönkum. Margrét: Efla nýsköpun Margrét Sverrisdóttir, Frjáls- lynda flokknum, sagði að sér kæmi á óvart hvernig staðan væri í hug- og félagsvísindum. Einnig hversu mikil áhersla hjá yfirvöldum væri lögð á arðbærar rannsóknir. „Það er ekki hægt að nota sama mæli- kvarða efnahags á allar rann- sóknir,“ sagði hún. Hún sagði brýnt að efla nýsköp- un í rannsóknum, því það væri þar sem menntun nyti sín best. Hún sagðist aldrei lofa fjárframlögum, en hún fyndi hjá sér sterka hvöt til að veita þessum málum braut- argengi, t.d. með því að efla sjóði. Hún liti hiklaust á vísindi sem at- vinnugrein, og nefndi að sér fyndist þýðingasjóður mjög mikilvægur. Össur: Að velja sjálf/ur Össur Skarphéðinsson, Samfylk- ingunni, lagði áherslu á gildi þess að þætta saman raungreinar og hugvísindi og sagði frá reynslu sinni af því að leggja út frá sjón- arhorni sagnfræði og náttúrufræði. Þannig stæði náttúrufræðin í sínum menningarlega jarðvegi. Hann sagði að Samfylkingin væri einbeittur Evrópuflokkur og að margt gerðist þegar erlendir og innlendir menningarstraumar mættust. Hann nefndi sérstaklega gildi þess að sjálfstætt starfandi fræði- menn gætu valið rannsóknarefni sín sjálfir og að það væri frum- kvæði þeirra sem skipti máli. Hann sagði að meðal þess sem Samfylkingin ætlaði að leggja til væru fjárveitingar í starfs- launasjóði fræðimanna, þar sem m.a. fengist fé til að kosta rann- sóknir sem enginn annar kostaði. Össur sagði að hann liti vissulega svo á að vísindi væru atvinnugrein; vinna, iðja. Hann sagði að það skipti verulegu máli að leggja meira fé í þessa atvinnugrein og lagði til starfslaunasjóð þar sem fræðimenn kepptust um það fé sem þar yrði. Einnig vildi hann sjá tölu- vert mikla samkeppni milli háskóla. Hann sagði að einnig örlitlar há- skólastofnanir eins og Hólar í Hjaltadal gætu með fyrsta flokks starfi útskrifað framúrskarandi doktora. Vísindamenn á alþjóðamarkaði Morgunblaðið/Golli Vísindarannsóknir eru mikilvæg atvinnugrein. Össur, Margrét, Björn, Kol- brún og Hjálmar sögðu skoðanir sínar á stöðu rannsókna á Íslandi. HVAÐA hlutverk ætlastjórnmálamenn fram-tíðarinnar ungu vísinda-fólki á sviði hug- og fé- lagsvísinda? Hvers konar þjóðfélag viljum við byggja?“ spurði Steinunn Kristjánsdóttir fornleifafræðingur og formaður stjórnar Reykjavík- urAkademíunnar. Tilefnið var morg- unfundur í gær með fulltrúum stjórnmálaflokkanna um vísindi og vinnu; stöðu rannsókna og atvinnu- mála háskólamenntaðs fólks. Vegir og rannsóknir Þar var leitað eftir stefnu stjórn- málaflokkanna varðandi málaflokk- inn. Ýmsum spurningum var velt upp, s.s. hvort hægt sé að hafa at- vinnu af rannsóknum a Íslandi, hvaða leiðir stjórnmálamenn sjái færar til að draga úr atvinnuleysi meðal háskólamenntaðra, hvernig efla megi vísindastarf þeirra og hvort litið sé á vísindi sem velferð- armál eða leið til atvinnusköpunar. Kristín Ástgeirsdóttir var fundar- stjóri og taldist henni til að af 3.800 atvinnulausum á höfuðborgarsvæð- inu væru um 350–400 af þeim há- skólamennað fólk. Spurt var um sýn yfirvalda og nefnt að á sama tíma og Rannsókna- miðstöð Íslands úthluti 12,5 milljón- um í ný verkefni á sviði hugvísinda leggi yfirvöld í landinu í fram- kvæmdir, fjárfestingar og umsvif sem nema rúmum 315 milljörðum króna á næstu 5 árum, samkvæmt tölum frá Hagfræðistofnun Háskóla Íslands. Á lista Hagfræðistofnunar eru Kárahnjúkavirkjun, Álver Alcoa, Norðlingaölduveita, Stækkun Norð- uráls, Orkuveita Reykjavíkur, Hita- veita Suðurnesja, Fáskrúðsfjarðar- göng, Búðahálsvirkjun, samgöngu- átak ríkisstjórnarinnar, menningar- hús, flýtiframkvæmdir Orkuveit- unnar og Vegagerðar, Hótelbygg- ingar í Reykjavík, hugsanleg bygging Tónlistarhúss, uppbygging Skuggahverfis og verksmiðja í Helguvík. Steinunn Kristjánsdóttir flutti er- indi við upphaf fundarins og sagði að ekki hefði nóg verið rætt um mögu- leika á því að nýta þá þekkingu sem menntafólk hefur aflað sér með námi sínu. Hinsvegar væri mikið rætt um gildi menntunar. „Hvaða tækifæri hefur sá hópur sem aflað hefur sér menntunar, oft með miklum tilkostn- aði, til að nýta þann auð og kraft sem felst í vísindastarfi?“ Nefna má að núna stunda um 12 þúsund nemendur nám við háskóla hérlendis og áætla má að um 1.200 nemendur leggi stund á framhalds- nám eftir fyrstu háskólagráðu bæði hérlendis sem og í háskólum erlend- is. Nemendum í framhaldsnámi við Háskóla Íslands hefur til að mynda fjölgað úr 16 árið 1990 í 913 árið 2002. Skilningsleysi stjórnvalda Steinunn nefndi í máli sínu nokkr- ar vörður í þróun háskólamenntunar hérlendis á undanförnum áratugum, eins og opnun og fjölgun deilda í Há- skóla Íslands upp úr 1970, lög um Lánasjóð íslenskra námsmanna 1980, stofnun Rannsóknarráðs Ís- lands 1994 og stofnun Reykjavík- urAkademíunnar 1997. „Í dag vinna hér innanhúss [JL-húsið] að jafnaði 80 einstaklingar að fræðastörfum einkum og sér í lagi á sviði hug- og félagsvísinda. Að auki tengjast RA rúmlega 300 fræðimenn sem eru við störf hjá fyrirtækjum og stofnunum hér á landi og erlendis,“ sagði hún og spurði: „Hvað hefur verið gert á allra síðustu árum til þess að efla rann- Vísindi og vinna/Á sama tíma og Rannsóknamiðstöð Íslands úthlutar 12,5 milljónum í ný verkefni á sviði hugvís- inda leggja yfirvöld drög að framkvæmdum og fjárfestingum sem nema rúmum 315 milljörðum króna. Gunnar Hersveinn sat fund í ReykjavíkurAkademíunni með fulltrúum stjórnmálaflokkanna – um vísindi og vinnu. Alltof fáir styrkir til fræðimanna Morgunblaðið/Golli „Hvaða hlutverk ætla stjórnmálamenn framtíðarinnar ungu vísindafólki á sviði hug- og félagsvísinda?“ spurði Steinunn Kristjánsdóttir sem greinir skilningsleysi stjórnvalda á mikilvægi vísindastarfs.  Atvinnuleysi hefur aukist hvað mest hjá háskólagengnu fólki.  Stjórnmálamenn hafa rétt til að forgangsraða í vísindum. Gestir á morgunfundinum …
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.