Morgunblaðið - 01.05.2003, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 01.05.2003, Blaðsíða 22
Atskákmót á vegum Skákfélags Akureyrar verður haldið annað kvöld, föstudagskvöldið 2. maí, kl. 20. Mótinu verður fram haldið fimmtudagskvöldið 8. maí. Á sunnudag, 4. maí, verður svonefnt Coca Cola-mót, sem er hrað- skákmót, og hefst það kl. 14. Teflt er í Íþróttahöllinni. Loks má geta þess að Sigurður Eiríksson bar sig- ur úr býtum á enn einu 15 mínútna móti skákfélagsins sem fram fór sl. helgi. Þorvaldur Ingvarsson, lækninga- forstjóri á FSA, og Garðar Már Birgisson hjá Íslenskri erfðagrein- ingu á Akureyri hafa framsögu á súpufundi sem Sjálfstæðisflokk- urinn í Norðausturkjördæmi heldur á morgun, föstudaginn 2. maí, kl. 12 á Hótel KEA. Á fundinum verð- ur fjallað um heilbrigðisþjónustu í framtíðinni, notkun upplýs- ingatækni og hverju hún muni breyta í heilbrigðisþjónustunni. Á MORGUN Nýr sjóhreinsibúnaður tekinn í notkun í lúðustöðinni á Hjalteyri ÁRNI M. Mathiesen sjávarvútvegs- ráðherra gangsetti nýjan sjóhreinsi- búnað sem settur hefur verið upp í lúðueldisstöð Fiskeyjar ehf. á Hjalt- eyri í gær. Sjóhreinsibúnaðurinn er frá Int- ernational Aqua-Tech í Bretlandi en fyrirtækið er að sögn í fremstu röð í heiminum í framleiðslu slíks búnaðar. Samið var við fyrirtækið um nýting- arrétt á búnaðinum og aðferðum við notkun hans gegn greiðslu í formi hlutabréfa í Fiskeldi Eyjafjarðar. Sjóhreiniskerfið virkar þannig að sjó er dælt í gegnum freyðiskiljur, sem með hjálp ósóns skilja óhreinindi úr sjónum. Þaðan fer sjórinn í gegnum sandsíur, útfjólublátt ljós og að lokum í gegnum lífhreinsa sem koma eðli- legu efnajafnvægi á sjóinn eftir hreinsunina. Eftir þessa hreinsun er sjórinn líkur því sem finnst á miklu dýpi og hentar viðkvæmum lúðulirf- um vel í uppvexti þeirra. Þannig verð- ur með þessum búnaði hægt að draga mjög úr hættu á að lífræn og ólífræn mengun berist inn í stöðina. Betri stjórn næsta á ýmsum umhverfisþátt- um á borð við súrefni, hitastig og sýrustig sjávar auk þess sem hægt er að sótthreinsa allan sjó sem dælt er inn í stöðina og draga þannig úr sjúk- dómahættu. Með tilkomu kerfisins verða sjógæði ákjósanleg allt árið um kring í stað þess sem áður var þegar árstíðabundnar sveiflur voru. Lúðu- eldi er flókið ferli og hafa fjölmargir þættir áhrif á framleiðsluna, ekki síst umhverfisþættir eins og ástand sjáv- ar. Uppsetning sjóhreinsibúnaðarins er því mikilvægt skref í þá átt að fé- lagið nái stjórn á sem flestum þáttum þess. Árangur af eldi á vorin og sumr- in hefur ekki verið eins góður og á öðrum árstímum. Það stafar af því að á vorin og yfir sumarið er mikið af líf- rænum efnum í sjónum sem hafa áhrif á lúðulirfurnar og gera þeim erf- itt uppdráttar. Með tilkomu búnaðar- ins vona menn að breyting verði á. Mikilvægt að stjórna umhverfisþáttum Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Sjávarútvegsráðherra skoðar starfsemi Fiskeyjar undir leiðsögn Arnars Jónssonar framkvæmdastjóra, lengst til vinstri. Háskóli Íslands og Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Reynir Tómas Geirsson, t.v., deildarforseti læknadeildar HÍ, og Halldór Jónsson, forstjóri FSA, takast í hendur við undirritun samningsins. Tómas Ingi Olrich menntamálaráðherra er á milli þeirra. SKRIFAÐ hefur verið undir sam- starfssamning milli Háskóla Íslands og Fjórðungssjúkrahússins á Ak- ureyri um kennslu og rannsóknir í heilbrigðisvísindum. Markmið hans er að efla samstarf HÍ og FSA með það fyrir augum að nýta sem best sérþekkingu, kunnáttu og aðstöðu fyrir til staðar er hjá aðilum samn- ingsins. Halldór Jónsson, forstjóri FSA, sagði samninginn marka ákveðin tímamót en bæði FSA og HÍ myndu stuðla að auknum vísindarann- sóknum heilbrigðisstéttanna. Samningurinn kveður á um kennslu, rannsóknir og þjálfun í heilbrigðisvísindagreinum sem kenndar eru við HÍ og stundaðar innan FSA. Reynir Tómas Geirsson, deildarforseti læknadeildar HÍ, sagði að á Akureyri væri annað af tveimur megin sjúkrahúsum lands- ins að byggjast upp og horfðu menn til þess að nýta þá möguleika sem fyrir hendi væru auk þess sem tæki- færi væru fyrir hendi norðan heiða varðandi starfsþjálfun t.d. ljós- mæðra og hjúkrunarfræðinga. Hann kvaðst vænta mikils af samn- ingnum og taldi hann vera lyfti- stöng fyrir heilbrigðisstéttirnar. Tómas Ingi Olrich, mennta- málaráðherra, sagði læknavísindi ævinlega hafa haft sérstöðu á Ís- landi, en þau byggðu á þremur meginstoðum, háskólastarfsemi, starfsemi sjúkrahúsanna og öfl- ugum tengslum Íslendinga við aðr- ar þjóðir á sviði vísinda og mennt- unar. Hann sagði sjúkrahúsin gegna mikilvægu hlutverki sem menntastofnanir og Íslendingar hefðu lagt við þau rækt. Í yfirlýsingu menntamálaráðu- neytisins um fjárstuðning vegna gerðar samningsins segir að ráðu- neytið muni beita sér fyrir því að HÍ og FSA efli með sér samstarf um þjálfun læknanema. Aukin þörf sé fyrir læknamenntað fólk og því hafi verið aukið við inntöku nýtta nema við læknadeild HÍ. Vilji sé fyrir því að flytja hluta af þjálfun lækna- nema og nema í sjúkraþjálfun út fyrir höfuðborgarsvæðið til að nýta aðstöðu sem þar er fyrir. Einnig kemur fram í yfirlýsingunni að ráðuneytið sé tilbúið að leggja fram sérstakan fjárstuðning til háskól- ans vegna þessa verkefnis og að fénu sé ætlað að opna aðgang skól- ans að þeirri aðstöðu sem sjúkra- húsið hafi upp á að bjóða með sama hætti og hann hafi aðgang að að- stöðu sjúkrahúsa á höfuðborg- arsvæðinu. Um er að ræða 4 millj- ónir króna á ári í 5 ár. Samstarf um kennslu og rannsóknir AKUREYRI 22 FIMMTUDAGUR 1. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, verður gestur á laug- ardagsfundi VG á Akureyri á laug- ardag, 3. maí, kl. 11. Yfirskrift fund- arins: „Er norrænt velferðarsam- félag á Íslandi, hvert stefnir?“ Steingrímur ræðir velferðarmálin og lokasprett kosningabaráttunnar. Fundurinn verður í kosningamiðstöð- inni í Hafnarstræti 94. Björn Steinar Sólbergsson org- anisti heldur hádegistónleika í Ak- ureyrarkirkju laugardaginn 3. maí kl. 12. Á tónleikunum flytur hann Passa- cagliu BWV 582 eftir Johann Sebast- ian Bach og 4 sálmforleiki og Intro- duktion og Passacagliu eftir Pál Ísólfsson. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis og eru allir velkomnir. Á NÆSTUNNI Landsbankinn á Akureyri Sýning tveggja kvenna SÝNING á málverkum tveggja kvenna, Margrétar Traustadóttur og Lenu Otterstedt, verður opnuð í af- greiðslusal Landsbankans á Akureyri við Strandgötu 1 í dag, fimmtudaginn 1. maí kl. 14. Þær stöllur sýna um 50 olíumyndir, stórar og smáar og er öll- um velkomið að líta inn og skoða sýn- inguna en hún verður síðan opin á af- greiðslutíma bankans út maímánuð. Yfirskrift sýningarinnar er: Ljóð í lit- um. Margrét, sem er starfsmaður Landsbankans á Akureyri, er fædd á Djúpuvík á Ströndum en alin upp á Sauðanesvita við Siglufjörð. Hún lauk námi frá Myndlistarskóla Arnar Inga árið 2000 og hefur síðan sótt nám- skeið í myndlist og módelteikningu. Lena er fædd í Gautaborg en ólst upp á Akureyri. Hún hefur sótt námskeið hjá Erni Inga og er þetta í fyrsta sinn sem hún sýnir verk sín opinberlega, en Margrét hefur sýnt á Akureyri, Reyðarfirði, Siglufirði og í Portúgal. Breytingar hjá Atvinnuþróunarfélagi Magnús tekur við af Hólmari MAGNÚS Þór Ásgeirsson hefur ver- ið ráðinn framkvæmdastjóri At- vinnuþróunarfélags Eyjafjarðar, en hann var áður forstöðumaður þróun- ar- og markaðssviðs félagsins. Hann tekur við starfinu á aðalfundi félags- ins, sem verður í lok þessa mánaðar. Hólmar Svansson, sem gegnt hefur starfi framkvæmdastjóra, hefur ósk- að eftir starfslokum. Atvinnuþróunarfélagið mun eftir- leiðis starfa samkvæmt nýrri stefnu sem mörkuð hefur verið, m.a. að sam- ræma atvinnustefnu sveitarfélaganna á Eyjafjarðarsvæðinu til næstu fimm ára í samvinnu við sveitarstjórnar- menn, fulltrúa fyrirtækja og þátttak- endur úr atvinnulífi. Félagið mun hætta starfsemi sem lýtur að ferða- málum og munu hagsmunaaðilar í greininni taka að sér þau verkefni. Ferðamálafulltrúa félagsins hefur því verið sagt upp störfum. Stjórn félags- ins væntir þess að nýtt fyrirkomulag verði til þess að það eigi beinni og markvissari samvinnu við einstök sveitarfélög á svæðinu um fram- kvæmd einstakra verkefna auk þess að taka beinan þátt í að móta sam- ræmda atvinnustefnu fyrir Eyjafjörð. Staða fjölmiðla á landsbyggðinni BIRGIR Guðmundsson, aðjunkt við rekstrar- og viðskiptadeild Háskól- ans á Akureyri, kynnir rannsókn sína á héraðsfréttablöðum á málstofu deildarinnar sem efnt verður til á morgun, föstudaginn 2. maí kl. 13.15 á Sólborg, stofu 201. Í rannsókn hans kemur m.a.fram að eftirspurn eftir nærfréttum af því tagi sem birtast í héraðsfréttablöðum sé ekki nægilega fullnægt að mati al- mennings og ritstjóra héraðsfrétta- blaðanna, en blöðin virðast skipta máli fyrir samheldni og sjálfsmynd þeirra samfélaga þar sem þau koma út og geta þannig haft áhrif á byggða- festu og byggðaþróun. Rekstrar- grundvöllur blaðanna sé hins vegar víða veikur og ræður miklu um hvers vegna framboð nærumfjöllunar í fjöl- miðlun sé ekki meiri en raun ber vitni. Að kynningu lokinni verða pall- borðsumræður um stöðu fjölmiðlun- ar á landsbyggðinni með þátttöku Jó- hanns Haukssonar, forstöðumanns Rásar 2, Jóhanns Ólafs Halldórsson- ar fyrrum ritstjóra Dags og fulltrúa stjórnmálaflokkanna, m.a. Valgerðar Sverrisdóttur ráðherra byggðamála. Sjöfn kaupir í SBA-Norðurleið SJÖFN hf. hefur keypt 37,5% eignarhluta í SBA-Norðurleið, en félagið er umsvifamikið ferða- þjónustufyrirtæki sem sérhæfir sig í fólksflutningum og margs konar þjónustu við ferðamenn og fyrirtæki í ferðaþjónustu og er nú eitt af stærstu fyrirtækjum lands- ins í þessari atvinnugrein. Félagið hefur verið í örum vexti undanfarin ár og keypti m.a. rekstur Norðurleiðar og fólks- flutningastarfsemi BSH á Húsa- vík á árinu 2001 og sameinaði þann rekstur starfsemi Sérleyfis- bíla Akureyrar. Félagið er með höfuðstöðvar á Akureyri en starfsstöð og skrifstofu í Reykja- vík. SBA-Norðurleið er með 48 hópferðabifreiðir í rekstri um land allt og starfa þar að jafnaði um 30 starfsmenn, en um 100 yfir sum- artímann. Með kaupum í félaginu er Sjöfn að fylgja eftir nýrri stefnumótum um fjárfestingar í áhugaverðum fyrirtækjum, m.a. með þátttöku í uppbyggingu fyrirtækja í ferða- þjónustu á Íslandi, en Sjöfn á fyrir 70% í Ferðaskrifstofu Akureyrar. Íslandsmót barna og unglinga í íshokkí Á fimmta tug leikja ÍSLANDSMÓT barna og unglinga í íshokkí fór fram í Skautahöllinni á Akureyri um liðna helgi. Alls voru spilaðir á fimmta tug leikja. Í íshokkí er keppt um Íslandsmeist- aratitila frá 4. flokki og upp úr, en þar fyrir neðan fá allir sömu við- urkenningu. Björninn tryggði sér sigur í 4. flokki, bæði í a- og b- liðum, Skautafélag Akureyrar vann í 2. flokki og 1. flokki en fyrr í vetur hafði Skautafélag Reykja- víkur tryggt sér titilinn í 3. flokki. Að mótinu loknu lauk jafnframt keppni um Íslandsmeistaratitla í vetur. Skautafélag Akureyrar hampaði flestum titlum, krækti sér í fjóra titla af sex mögulegum, þ.e. í meistaraflokki, kvennaflokki, 1.og 2. flokki en sem fyrr sagði vann SR í 3. flokki og Björninn í 4. flokki.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.