Morgunblaðið - 01.05.2003, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 01.05.2003, Blaðsíða 59
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. MAÍ 2003 59 Kristniboðsfélag kvenna í Reykja- vík verður með kaffisölu, í dag, 1, maí kl. 14, í Kristniboðssalnum, Háa- leitisbraut 58. Boðið er upp á kaffi- hlaðborð. Kristniboðsfélag kvenna er eitt aðildarfélaga í Sambandi ís- lenskra kristniboðsfélaga, en sam- bandið rekur kristniboð- og hjálp- arstarf í Eþíópíu og Kenýju. Þar sinna íslenskir kristniboðar verk- efnum. Að auki styður Kristniboðs- sambandið kristilega útvarpsstöð sem sendir til Kína. Allt er þetta bor- ið uppi af frjálsum framlögiun kristniboðsvina og velunnara, segir í fréttatilkynningu. 1. maí kaffi hjá ABC hjálparstarfi ABC hjálparstarf verður með 1. maí- kaffi í dag kl. 13.30–17, í Veislusaln- um að Sóltúni 3, en ABC hjálparstarf starfið er 15 ára um þessar mundir. Kaffisalan verður til styrktar launa- sjóði ABC. Boðið verður upp á veit- ingar af kaffihlaðborði, lifandi tónlist, uppboð og fleira. ABC hjálparstarf hefur lengst af ver- ið rekið eingöngu í sjálfboðavinnu, en eftir því sem starfið hefur vaxið hef- ur þörfin aukist á að hafa einnig laun- aða starfsmenn. Starfið sér nú fyrir yfir 3700 börnum á Indlandi, Úg- anda, Filippseyjum og víðar og hefur byggt heimili og skóla í þremur lönd- um. Á þessum 15 árum hefur starfið sent um 437 milljónir króna frá Ís- landi til hjálpar nauðstöddum börn- um í formi framfærslu, menntunar og byggingu heimila og skóla fyrir þau. Öll framlög til starfsins fara óskert út til hjálparstarfa, en rekstur starfsins er kostaður af sölutekjum. Með kaffisölunni verður reynt að safna fyrir þriðja launaða starfs- manni ABC eða samtals 2,2 stöðu- gildum. Allir velkomnir. Verð er kr. 800 fyrir fullorðinn og kr. 400 fyrir börn 6-12 ára. „Rauður 1. maí“ Sósíalistafélagið, Samtök herstöðvaandstæðinga og Menningar- og friðarsamtök ís- lenskra kvenna standa fyrir „Rauð- um 1. maí“, í dag fimmtudag kl. 20, á Hallveigarstöðum Túngötu 14. Yfir- skrift fundarins er: Gegn heims- valdastefnu og stríði. Ávörp flytja Steinunn Þóra Árnadóttir háskóla- nemi og Þorvaldur Þorvaldsson. tré- smiður. Bardukha, Hellvar og Sig- varður Ari Huldarsson trúbador flytja tónlist. Einar Ólafsson skáld og Kristian Guttesen skáld verða með upplestur. Kynnir er Baldvin Hall- dórsson leikari. 1. maí, hópkeyrsla Snigla verður frá Skeljanesi. Mæting er kl.12 en lagt verður af stað frá Sniglaheim- ilinu kl.13. Keyrt verður um borgina og síðan til Reykjanesbæjar, inná Gokartbrautina, þar verður grillað og horft á fyrsta GP 50 kappakstur- inn o.fl. Skemmtun fyrir alla fjöl- skylduna. Grillið er hluti af fjáröflun samtakanna og kostar pylsa og gos 200 kr en hamborgari og gos 300 kr. Í DAG Austurland framtíðarinnar, líf og landkostir Afmælisráðstefna í til- efni af 20 ára afmæli Þróunarfélags Austurlands verður á Hótel Héraði, á morgun, föstudaginn 2. maí, kl. 14. Yfirskrift ráðstefnunnar er „Austur- land framtíðarinnar - líf og land- kostir, framtíðarsýn 2012“. Fjallað verður um sögu atvinnu- og byggða- þróunar á Austurlandi og framþróun sem á sér stað í austfirsku atvinnu- lífi. Hvatningarverðlaun Þróunar- stofu Austurlands árið 2003 afhent. Ávörp flytja: Valgerður Sverrisdótt- ir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, Stefán Ólafsson, prófessor við Há- skóla Íslands, Gunnar Haraldsson, hagfræðingur í forsætisráðuneytinu, Trevor Adams, verkefnisstjóri hjá Alcoa Inc. og Elísabet Benedikts- dóttir, framkvæmdastjóri Þróunar- stofu Austurlands. Fyrirlestur um tungumál og tungumálastefnu Hvað geta Danir lært af Íslendingum um tungumál og menningu? Verða norræn mál og menning til árið 2100? Fyrirlestur um málstefnu Dana verður haldinn í föstudaginn 2. maí kl. 15, í Odda, stofu 101 í Háskóla Íslands. Fjallað verður um tengsl máls, tjáningar- þarfar og menningar. Þá verður leit- ast við að varpa ljósi á, hvað Danir geta lært um tungumál og menningu af Íslendingum. Loks verður fjallað um norræna málasamvinnu og nor- rænan málskilning. Fyrirlestur held- ur Jörn Lund forstjóri DSL (Det Danske Sprog og Litteraturselskab). Nýlega var honum falin formennska í nefnd, sem á að koma með tillögu að danskri málstefnu nú snemma sum- ars. Fyrirlesturinn er öllum opinn. Hvers virði eru fylgiskannanir? Almannatengslafélag Íslands gengst í samvinnu við Félag stjórnmála- fræðinga fyrir hádegisverðarfundi, á morgun, föstudaginn 2. maí kl. 12– 13, á Setrinu á Grand Hótel. Fjallað verður um fylgiskannanir við stjórn- málaflokkana í aðdraganda alþing- iskosninga. Erindi halda: Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmála- fræði við H.Í. og Jón Hákon Magn- ússon, framkvæmdastjóri KOM. G. Pétur Matthíasson, Ríkisútvarpinu, og Gunnar Smári Egilsson, frétta- blaðinu fjalla um ólíkar nálganir fjöl- miðlanna á fylgiskönnunum við stjórnmálaflokkanna. Fundarstjóri er Helga Guðrún Jónasdóttir. Að- gangur er kr. 1500. Innifalinn er há- degisverður, súpa með gratíneruðu brauði. Þátttakendur eru beðnir um að skrá sig á almannatengsl@torg.is fyrir kl. 10 föstudagsmorgunin. Á MORGUN Kynning á verknámsgreinum Menntaskólans á Ísafirði í Verk- menntahúsi skólans að Torfnesi, verður sunnudaginn 4. maí kl. 13–16. Nemendur og kennarar verða að störfum hver á sínu sviði. Við skólann er boðið upp á grunndeildir rafiðna, tréiðna og málmiðna auk vélstjórnar- náms 1. og 2. stigs og samningsbund- ins iðnnáms. Nýjung í námsframboði verklegra greina er að bjóða á næsta skólaári almennt grunnnám byggingargreina. Nemendum eru kynntir grunnþættir helstu byggingagreina, þ. á m. tré- smíða, múrverks, pípulagna og húsa- málunar. Áfanginn veitir innsýn í helstu viðfangsefni fyrrnefndra greina, og verður í boði á almennri námsbraut ef næg þátttaka fæst. All- ir velkomnir. Skoskur kajakkennari á Íslandi í júní Eins og undanfarin ár fær ferða- skrifstofan Ultima Thule kajak- kennara til landsins og verður bæði boðið upp á sjó- og straumvatns- námskeið. Leiðbeinandinn, Skoti að nafni Gordon Brown, er með full BCU leiðbeinendaréttindi, kennir við Glenmore Lodge, situr í kennsluráði BCU o.fl. Námskeiðin verða í byrjun júní. Í boði verða BCU grunn og leiðbeinandanámskeið, almennt straumnámskeið og almennt sjó- námskeið sem miðast við reynslu þátttakendanna (ekki BCU nám- skeið). Nánari upplýsingar á www.u- te.is. Takmarkaður fjöldi kemst að, segir í fréttatilkynningu. Andmælaregla stjórnsýslulaga Stofnun stjórnsýslufræða og stjórn- mála stendur fyrir námskeiði um andmælarétt stjórnsýslulaga í sam- starfi við Endurmenntunarstofnun Háskólans, mánudaginn 5. maí kl. 8.30–12.30. Námskeiðið er ætlað stjórnendum og starfsmönnum í opinberum rekstri svo og lögfræðing- um. Fjallað verður um helstu dóma Hæstaréttar og álit umboðsmanns Alþingis um andmælarétt aðila máls eftir gildistöku stjórnsýslulaga nr. 37/ 1993 o.fl. Fyrirlesari verður Róbert R. Spanó mag. jur., aðstoðarmaður umboðs- manns Alþingis og lektor við laga- deild Háskóla Íslands. Þátttökugjald er kr. 15.200 og fer skráning fram í gegnum netið: http://www.endur- menntun.hi.is. Einnig má skrá sig í síma Endurmenntunar. Ný námskeið við lagadeild HÍ Nýrri námsleið hefur verið hleypt af stokkunum við lagadeild Háskóla ís- lands. 1. september n.k. hefst þar rannsóknatengt meistaranám á ensku með aðaláherslu á þjóðarétt og umhverfisrétt. Námið er skipulagt sem tveggja ára nám (60 einingar) og er á næstu tveimur árum boðið upp á rúmlega 20 námskeið auk ritgerða- og verkefnavinnu. Nemendur með 4 ára laganám að baki geta lokið meist- aranáminu með 45 einingum. Nám- skeiðin eru öll í alþjóðlegum greinum eða greinum með alþjóðlegu ívafi. 011 kennsla og próf fara fram á ensku, enda eru námskeið þessi ætluð er- lendum lögfræðingum eða laganem- um í stúdentaskiptum sem og íslensk- um lögfræðingurn eða laganemum í framhaldsnámi, ef þeir kjósa að blanda saman námskeiðum á íslensku og ensku, segir í fréttatilkynningu. Á NÆSTUNNI Konukvöld í kosningamiðstöð sjálfstæðismanna í Glæsibæ á morgun, föstudaginn 2. maí, kl. 20. Á dagskrá verður m.a.: Tískusýning, happdrætti, Lárusdætur mæta með trompetana, frambjóðendur verða á staðnum og boðið verður uppá léttar veitingar. 1. maí hátíðarhöld á kosninga- skrifstofum Frjálslynda fokksins Frídagur verkamanna verður hald- inn hátíðlegur á öllum kosninga- skrifstofum Frjálslynda flokksins á landinu í dag, 1. maí. Eftir skrúð- göngur er boðið upp á kaffi og gestir fá tækifæri til að rabba við fram- bjóðendur. Í kosningamiðstöðinni við Aðalstræti í Reykjavík kl. 13.30 leikur Árni Ísleifsson hljómlistar- maður, Gísli Helgason og Herdís Hallvarðsdóttir spila á blokkflautu og gítar, Danshópur Skúla fógeta sýnir línudans, Eva Dögg Sveins- dóttir syngur gospel-söngva, Hauk- ur Þór og bakraddarinn troða upp og hljómsveitin Ég leikur rokk- og danstónlist. Hoppkastalar skátanna verða á svæðinu, veitingar fyrir börn og fullorðna. 1. maí kaffi Samfylkingarinnar í Kópavogi býður Kópavogsbúum í kaffi í Hamraborg 11, 3. hæð, í tilefni af 1. maí. Rannveig Guðmundsdóttir þingmaður er gestgjafi. Ávörp flytja Guðmundur Árni Stefánsson alþing- ismaður og Kristín Á. Guðmunds- dóttir formaður Sjúkraliðafélags Ís- lands. Kór Snælandsskóla syngur. Boðið verður upp á heimabakstur. Allir velkomnir. 1. maí kaffi Samfylkingarinnar í Garðabæ verður í kosningamiðstöð Samfylkingarinnar, Kirkjulundi 19, Garðabæ, kl. 15-16.30. Allir eru vel- komnir. STJÓRNMÁL Til hamingju með daginn! Kaffihlaðborð 1. maí Við bjóðum til kaffihlaðborðs í kosningamiðstöðinni Suðurlandsbraut 34 milli kl. 15:30 og 18:00 í dag. Allir velkomnir. Á boðstólum verða kaffiveitingar, ís og heitar pylsur og kröftug umræða um málefni dagsins. HANDA ÖLLUM BÖRNUM ÍS PYLSUR Á MILLI KL. 16:00 OG 17:00 GRILLINU Launafólk: vinna - vöxtur - velferð Fjölskyldan í fyrrirrúmi SÖGUSÝNING LÖGREGLUNNAR Sýningin er á Skúlagötu 21, Reykjavík, jarðhæð (í sömu byggingu og ríkislögreglustjórinn) Opið frá kl. 11-17 daglega frá 16. apríl til 22. júní 2003 (Opið 1. maí) Aðgangur ókeypis. Ríkislögreglustjórinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.