Morgunblaðið - 02.05.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 02.05.2003, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 FÖSTUDAGUR 2. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ SVIPAÐ kerfi veikindaréttar og tíðkast á öðrum Norðurlöndum og réttindi óháð vinnuveitanda eru meðal hugmynda um breytingar á velferðarkerfinu sem komu fram í 1. maí ávarpi Gunnars Páls Páls- sonar, formanns Verslunarmannafélags Reykjavík- ur, á útifundi á Ingólfstorgi í gær. Sagði Gunnar Páll „skoðun breytinga á velferðarkerfinu verðugt verkefni“ í ávarpi sínu. Hann sagði að uppbygging velferðarkerfisins hafi orðið með öðrum hætti hérlendis en víða ann- ars staðar. Bætur væru almennt lægri og útfærsla á veikindarétti önnur. Verkalýðshreyfingin hafi jafn- framt samið um sjúkrasjóði og lífeyrissjóði til þess að „bæta félagsmönnum upp lágar bætur almanna- tryggingakerfisins“. „Því fylgja ýmsir kostir fyrir launþega, að ávinnsla réttinda sé óháð fyrirtæki því sem menn vinna hjá þá stundina, í ljósi þess að fólk skiptir oft- ar um vinnu en áður. Jafnframt væri hægt að sam- ræma veikindarétt hvort sem er á almennum eða opinberum vinnumarkaði, líkt og gert var með nýj- um lögum um fæðingarorlof.“ Stöðugleikinn og heimilin Gunnar Páll sagði ennfremur að baráttuaðferðir sem notaðar voru á síðustu öld hafi skilað launþeg- um miklu. „En þegar leið á seinni hluta síðustu ald- ar virðist bitið hafa farið úr þessu vopni okkar og víxlverkunar fór að gæta á milli verðlags og launa. Bitur reynsla frá verðbólgutímanum kenndi okkur að stöðugleikinn skiptir heimilin í landinu meira máli en fyrirtækin, því heimilin eru endastöðin og þar er ekki hægt að velta kostnaðarhækkunum yfir á einhvern annan.“ Gunnar Páll sagði lágmarkslaun jafnframt lægri hér á landi en í þeim löndum sem Íslendingar beri sig gjarnan saman við. „Við höfum jafnvel þróað skattkerfi með hærri skattleysismörkum en annars staðar þekkist og má færa rök fyrir því að það sé líka gert til þess að tryggja fulla atvinnu. En með háum skattleysis- mörkum má segja að verið sé að niðurgreiða laun þeirra atvinnugreina sem eru að greiða lægstu launin. Danski atvinnurekandinn þarf að borga mun hærri laun til þess að vera samkeppnishæfur við íslenska atvinnurekandann, miðað við þá for- sendu að launþegarnir haldi eftir sömu upphæð eft- ir skatt,“ sagði í ávarpinu. Einnig sagði Gunnar Páll Íslendinga bera skyldu til að huga að samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs, „nú þegar atvinnuleysi væri með mesta móti“. „Þótt vænta megi að atvinnustigið batni með áformuðum stóriðjuframkvæmdum þá eru þær ekki farnar að skila sér enn. Jafnframt er hætta á að slíkar stórframkvæmdir muni leiða til óhagstæðra skilyrða fyrir aðrar atvinnugreinar og því er nauð- synlegt að vera á varðbergi.“ Alþjóðleg samkeppni Þá sagði hann að Evrópusambandið hafi sett sér það markmið „að gera Evrópu að samkeppnishæf- asta og þekkingarknúnasta efnahagskerfi í heimi. Því má búast við að samkeppni muni enn harðna á næstu árum og ná til fleiri þátta þjóðlífsins. Við snú- um ekki klukkunni tilbaka og sitjum því uppi með það að lífsafkoma okkar og störf eru í alþjóðlegri samkeppni.“ Einnig sagði Gunnar Páll að eina tryggingin fyrir góðum og vellaunuðum störfum væri, að Íslend- ingar gætu skapað ódýrari og betri vöru eða þjón- ustu en þær þjóðir sem keppt er við. „Við viljum bera okkur saman við það sem best gerist og horfum óhikað til framtíðar. En við gerum nú jafnframt kröfu til þess að velferðarkerfi okkar standist samanburð við nágrannalöndin, hvort sem það eru sjúkratryggingar eða atvinnuleysistrygg- ingar. Nú er lag,“ sagði Gunnar Páll Pálsson, for- maður VR, á útifundi á Ingólfstorgi. Formaður VR segir breytingar á velferðarkerfinu verðugt verkefni Réttindi óháð vinnuveit- anda kæmu til greina ÞRÁTT fyrir óvenjuhlýjan vetur í Vestmannaeyjum vöknuðu Eyja- menn við snjókomu í gær. Snjó kyngdi niður á Stórhöfða og á flug- vallarsvæðinu var jafnfallinn snjór klukkan 9 að morgni að minnsta kosti 10 sentimetrar og snjóaði þá enn. Útlit er fyrir áframhaldandi kulda um land allt fram yfir helgi. Samkvæmt upplýsingum Veður- stofu Íslands er spáð norðaustlægri átt, 8–13 metrum á sekúndu og skýjuðu með köflum, en dálitlum éljagangi norðan- og austanlands. Spáð er 0 til 5 stiga hita sunnan- og vestanlands að deginum, en annars vægu frosti. Hjá Vegagerðinni fengust þær upplýsingar að færð á vegum væri alls ekki óvenjuleg miðað við árs- tíma. Hret hafi komið um miðjan maí á Austurlandi í fyrra. Samkvæmt spá Veðurstofunnar er útlit fyrir að hlýna taki á þriðju- dag með suðaustanátt og vætu. Morgunblaðið/Sigurgeir Vöknuðu við snjó- komu í Eyjum BANNMERKI tvöfölduðust á milli ára, úr 45 í 90 þúsund í nýju síma- skránni sem kemur út seinna í þess- um mánuði. Nú er svo komið að tæpur þriðj- ungur allra símanúmera er merktur þannig að fólk vill ekki að sölumenn af ýmsu tagi hringi í það. Heiðrún Jónsdóttir upplýsinga- fulltrúi segir að Símanum sé skylt að gefa fólki kost á að setja bannmerki við nöfn sín. „Eðlilega getum við ekki fylgt því eftir að sölumenn fari eftir því. Í lögunum er það orðað þannig að þeim sem nota talsíma- þjónustuna sé skylt að fara eftir þessu. Við hvetjum þá aðila sem eru að hringja að virða óskir þess fólks sem vill vera í friði,“ segir Heiðrún. Símaskráin verður áfram tvískipt og henni verður dreift í 230.000 ein- tökum. „Margir hafa velt því fyrir sér hvort símaskráin sé orðin úrelt og hvort það sé nauðsynlegt að gefa hana út á hverju ári. Við höfum einn- ig velt því fyrir okkur og gerðum könnun á því í september. Þar kom í ljós að 92% aðspurðra nota prentuðu símaskrána,“ segir Heiðrún en mikið hefur færst í aukana að fólk nýti sér símaskrána á Netinu. Ekki er um neinar stórvægilegar breytingar að ræða á nýju síma- skránni. Rúmlega 300.000 símanúm- er eru skráð í hana og eru það númer frá öllum símafyrirtækjum á land- inu. „Við fáum upplýsingar um síma- númer hjá hinum símafyrirtækjun- um þannig að svo lengi sem fólk vill vera í símaskránni þá fer það í hana,“ segir Heiðrún. Mikil fjölgun netfanga Hún segir þó mjög algengt að fólk sem hefur frelsissímanúmer sé óskráð. „Það er til dæmis mjög al- gengt að börn sem eru með frels- isnúmer skrái þau ekki. Síðan er náttúrulega margt fólki sem vill ekki vera í símaskrá.“ Heiðrún segir það einnig vera að færast mjög mikið í aukana að fólk láti skrá netföng sín í símaskrána. „Það virðist vera þannig að netföng eru að verða jafn mikilvæg í sam- skiptum manna og símanúmer.“ Rúmlega 300 þúsund símanúmer eru skráð í landinu Bannmerki tvöfald- ast í nýju símaskránni LÖGREGLAN í Hafnarfirði stöðvaði tæplega tvítugan öku- mann á 120 km hraða á Ásbraut í Áslandshverfi í gærkvöldi. Hámarkshraði er 50 km/klst. Samkvæmt reglugerð um sekt- ir vegna umferðarlagabrota mun hann hljóta 60.000 krónur í sekt og verða sviptur ökurétt- indum í tvo mánuði. Ástæðan fyrir hraðakstrinum var óljós. Níu innbrot í Reykjavík Níu innbrot voru tilkynnt til lögreglunnar í Reykjavík í gær- morgun. Fyrirtæki, heimili og bifreiðar urðu fyrir barðinu á þjófunum sem sóttust einkum eftir fartölvum, hljómflutnings- tækjum, myndavélum, geisla- spilurum úr bílum og slíkum hlutum. „Þetta venjulega,“ sagði lögreglumaðurinn sem Morgunblaðið ræddi við. Slíkum varningi er gjarnan skipt fyrir fíkniefni eða seldur á svörtum markaði fyrir brot af raunverulegu verðmæti. Á 120 km hraða í Áslands- hverfi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.