Morgunblaðið - 02.05.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 02.05.2003, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 FÖSTUDAGUR 2. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Eau de toilette. Ferskur austurlenskur ilmur Body mist. Ferskleiki skógarins Bath and body oil. Dularfullur, heitur ilmur Body lotion. Viðarilmur Kertið. Kryddaður ilmur HIMNESK UPPLIFUN Útsölustaðir cacharel um allt land. Flottur, litríkur langermabolur, frá tískuhúsi cacharel í París, fylgir með þegar keyptur er ilmur og ein líkamsvara í Gloriu*. Sumarið er komið! *M eð an b irgð ir en d ast. Ég er lagður í algert einelti, það vilja allir breyta kvótakerfinu, foringi. Kynningardagur Háskólans í Reykjavík Metnaður til að skara fram úr NÆSTKOMANDIsunnudag milliklukkan 13 og 15 verður sérstakur kynning- ardagur Háskólans í Reykjavík. Það er Viska, stúdentafélag Háskólans í Reykjavík, sem heldur fundinn í samstarfi við skólann. Þarna er verið að kynna skólann og það nám sem þar stendur fólki til boða. Þorsteinn Baldur Friðriksson er formaður Visku og svaraði hann nokkrum spurningum Morgunblaðsins er eftir því var leitað. – Segðu okkur eitthvað um tilgang og áherslur þessarar kynningar … „Tilgangur þessa opna dags er að kynna námið sem boðið er upp á í Há- skólanum í Reykjavík. Að auki gefst gestum kostur á að skoða skólann frá toppi til táar, og kynnast þeirri aðstöðu sem stúd- entar við skólann hafa aðgang að. Aðstaðan í Háskólanum í Reykja- vík er ein sú allra besta sem þekkist á Íslandi og er hún opin stúdentum við háskólann allan sólarhringinn.“ – Á hvaða hátt munuð þið kynna skólann? „Kynningin verður í höndum stúdenta og kennara. Í Háskól- anum í Reykjavík eru þrjár deildir. Viðskiptadeild, Tölvu- deild og nú síðast Lagadeild. Kennarar og nemendur úr hverri deild fyrir sig munu kynna námið og lífið í Háskólanum í Reykja- vík. Það ríkir mjög góður andi í skólanum og það er erfitt að lýsa því án þess að mæta á staðinn. Þess vegna viljum við fá sem flesta til að upplifa skólann og kynnast þeim spennandi náms- leiðum sem í boði eru. Þar að auki munum við í stúdentafélag- inu kynna öflugt stúdentastarf og félagslíf sem starfrækt er í skól- anum. Að sjálfsögðu verður líka heitt á könnunni og eitthvert góðgæti borið fram með því.“ – Hvað hafið þið helst fram að færa? „Háskólinn í Reykjavík býður upp á spennandi og markvisst nám. Mikill metnaður einkennir bæði stjórnendur og stúdenta sem stunda nám við skólann. Markmið skólans er að gera stúdenta samkeppnishæfari á sínu sviði úti í atvinnulífinu. Ég sjálfur stunda viðskiptafræðinám við skólann og tel þá ákvörðun mína vera með þeim betri sem ég hef tekið. Það er frábær sam- hugur í nemendum við skólann. Kennslan og aðstaðan er einnig frábær og ég tel að háskólagráða úr Háskólanum í Reykjavík sé mjög virðisaukandi fyrir stúd- enta hvort sem þeir fara í áfram- haldandi nám, eða demba sér út í atvinnulífið.“ – Er þessi kynning fyrir fram- haldsskólanema eða er húsið öll- um opið? „Við bjóðum alla hjartanlega vel- komna til okkar, jafnt framhalds- skólanema sem vinnandi fólk. Há- skólinn í Reykjavík býður upp á sérstaka námsleið fyrir fólk sem er í fullri vinnu en vill samt bæta við sig þekkingu. Þessi námsleið heitir Háskólanám með vinnu og hefur notið mikilla vinsælda. Með þessu gefst vinnandi fólki kostur á að ná sér í viðskiptafræði- menntun án þess að fórna sínum mánaðarlegu tekjum. Þessi námsleið verður einnig sérstak- lega kynnt á opna deginum á sunnudaginn.“ – Er mikil aðsókn að Háskól- anum í Reykjavík? „Síðustu ár hefur verið mjög mikil aðsókn að Háskólanum í Reykjavík og því miður hefur skólinn þurft að hafna miklum fjölda umsækjenda. Ég veit að nú þegar hefur mikill fjöldi umsókna borist skólanum vegna náms á næstu haustönn. Umsóknarfrest- urinn rennur út 5. júní og hvet ég alla þá sem áhuga hafa á að mennta sig og auka virði sitt á atvinnumarkaðinum, að sækja um.“ – Er mikil samkeppni um bestu nemendurna? „Stúdentum sem eru nú þegar útskrifaðir úr Háskólanum í Reykjavík hefur flestum vegnað mjög vel á vinnumarkaðinum. Þetta er mikil hvatning fyrir okk- ur hin sem stundum nám við skólann. Útskrifaðir stúdentar úr Háskólanum í Reykjavík virðast vera að fá á sig mjög gott orð og það er líklega bein afleiðing af því að skólinn leggur mikla áherslu á að gera stúdenta sína sem samkeppnishæfasta þegar út á vinnumarkaðinn er komið.“ – Hvernig fólk er það sem sækir um skólavist í Háskólanum í Reykjavík? „Það er alls konar fólk sem sækir um skólavist í HR. Fjöl- breytni stúdenta er að sjálfsögðu af hinu góða. Einn sameiginlegur eiginleiki virðist þó finnast í flest- um þeim sem hefja nám við skól- ann. Sá eiginleiki er áhugi og metnaður til að skara fram úr. Síðan ég byrjaði í skólanum hef ég kynnst aragrúa af nýju fólki. Þessir samstúdentar mínir eru án undantekningar af- burða fólk og ég veit að tengsla- net sem stúdentar skapa sér í skólanum munu koma þeim að góðum notum í framtíðinni. Ég hvet alla þá sem hafa áhuga á menntun sinni til þess að láta sjá sig í Háskólanum í Reykjavík milli kl. 13 og 15 næsta sunnu- dag.“ Þorsteinn Baldur Friðriksson  Þorsteinn Baldur Friðriksson fæddist í Reykjavík 30. júní 1979. Hann er stúdent frá Mennta- skólanum í Reykjavík vorið 1999. Á árunum 1999 til 2001 var hann verkefna- og markaðsstjóri hjá BT en er nú nemi á öðru ári í við- skiptadeild Háskólans í Reykja- vík. Þorsteinn er einnig formað- ur Visku, stúdentafélags Háskólans í Reykjavík. Unnusta Þorsteins er Dóra Gunn- arsdóttir. Boðið upp á sér- staka leið fyrir fólk í fullri vinnu Bóndinn á Bjarnargili í Skagafirði ritar sam- gönguráðherra bréf Útboð vegna jarðganga verði afturkallað SAMGÖNGURÁÐHERRA, Sturlu Böðvarssyni, hefur borist bréf frá Trausta Sveinssyni, bónda í Bjarn- argili í Fljótum, með beiðni um að ráðherra afturkalli auglýst útboð vegna jarðgangaframkvæmda á milli Ólafsfjarðar og Siglufjarðar. Í bréf- inu er jafnframt mælst til þess að ráðherra beiti sér „af fullum þunga [fyrir því] að rannsóknir verði hafnar á heppilegustu staðsetningu jarð- ganga á Fljótaleið“ við utanverðan Tröllaskaga. Segir ennfremur að ráðherra „beri skyldu til“ að gæta hagsmuna íbúa í Norðvesturkjördæmi „gegn ósanngjörnum kröfum þingmanna í Norðausturkjördæmi sem vilja styrkja búsetu í sínu kjördæmi á kostnað íbúa í öðrum kjördæmum“. Einnig gerir Trausti Sveinsson „skýlausar kröfur um bætur vegna þessarar miklu baráttu í sjö ár fyrir að gæta sjálfsagðra mannréttinda og hagsmuna íbúa Skagafjarðar ... Fjöl- skyldan á Bjarnargili er nú orðin eignalaus eftir þessa baráttu,“ segir í bréfi til samgönguráðherra. ♦ ♦ ♦ Ölvaður ökumaður velti í hálku RÚMLEGA tvítugur karlmaður velti bílnum á fljúgandi hálum veg- inum um Lónssveit á sjöunda tím- anum í gærmorgun. Ökumaðurinn slapp ómeiddur, enda í bílbelti, en bíllinn skemmdist töluvert. Lögregl- an á Höfn í Hornafirði grunar hann um ölvun. Þá fór mjólkurflutningabíll út af þjóðveginum vestan við Reynivelli en var komið aftur á rétta braut. Lögreglan var þó ekki kölluð til í því tilviki.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.