Morgunblaðið - 02.05.2003, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 02.05.2003, Blaðsíða 14
LISTIR 14 FÖSTUDAGUR 2. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ áfram Ísland Daví› Oddsson Til fundar vi› flig Reykjanesbær Föstudagur 2. maí Stapinn kl. 20.00 Geir H. Haarde Hvolsvöllur Föstudagur 2. maí Hlí›arendi kl. 20.30 Daví› Oddsson, forsætisrá›herra og forma›ur Sjálfstæ›isflokksins, og Geir H. Haarde, fjármálará›herra og varaforma›ur Sjálfstæ›isflokksins, halda fundi um land allt og heimsækja vinnusta›i ásamt ö›rum flingmönnum og frambjó›endum Sjálfstæ›isflokksins. Vi› hlökkum til a› fá tækifæri til a› kynnast sjónarmi›um flínum, ræ›a vi› flig um flann mikla árangur sem vi› Íslendingar höfum í sameiningu ná› og hvernig vi› getum best tryggt a› Ísland ver›i áfram í fremstu rö›. fylgist me› beinni útsendingu frá Reykjanesbæ á xd.is LEIKSÝNING er listaverk sem tekur stöðugum breytingum. Þrátt fyrir einlægan vilja sumra leikhús- manna til að fastmóta uppfærslu ákveðins leikrits fyrir frumsýningu er óumflýjanlegt að engar tvær sýning- ar eru nákvæmlega eins. Eðli leiklistarinnar vegna eru leik- sýningar afrakstur hópvinnu. Þrátt fyrir að leikstjórar móti þær eftir eig- in höfði ákvarðast listrænt framlag hvers og eins alltaf af ótal þáttum í persónuleika hans og líkamlegu at- gervi. Leiksýning er þannig summa þeirrar vinnu sem allir þátttakendur leggja á sig og ef vel tekst til valda samlegðaráhrifin því að heildarniður- staðan verður meiri en framlag hvers og eins lagt saman – listamennirnir bæta hvern annan upp og úr verður eftirminnilegt listaverk. Ef til vill er uppsetning Stefáns Baldurssonar á þessari leikgerð Veislunnar besta dæmið um ofan- greint í íslensku leikhúsi í dag. Leik- sýningin hefur nú verið sýnd í rúmt ár. Töluverðar breytingar hafa orðið í leikarahópnum á þessum tíma, bæði hafa nýir leikarar bæst við og aðrir horfið á braut en einnig að sérhver leikari hefur tekið smávægilegum breytingum hvað leikstíl varðar. Þetta stórvirki Stefáns Baldurs- sonar hefur staðist tímans tönn – enda valinn maður í hverju rúmi. Það er ekki að ófyrirsynju að skerpt er á ársgamalli umsögn um leikinn eftir mannabreytingarnar, sú síðasta og stærsta er að Hilmar Jónsson hefur tekið við hlutverki Kristjáns, sem veldur straumhvörfum í veröld verks- ins, af Hilmi Snæ Guðnasyni. Hilmar tekur hlutverkið talsvert öðrum tökum en gert hefur verið hingað til. Kristján er í meðförum hans frá upphafi sýningarinnar þrúg- aður af þunglyndi. Hann er fálátur, viðkunnanlegur maður, óáreitinn og hægur. Það er því mjög trúverðugt að þegar syrtir í álinn bugast hann og það er einungis vegna þess styrks sem hann þiggur af vinum sínum að hann heldur áfram að því er virðist nær vonlausri baráttu sinni gegn samtryggingu þagnarinnar. Aðrar persónur sýningarinnar bindast þessari hæglátu persónu sterkum böndum. Leikstíllinn verður sjónarmun dempaðri – tilfinningagos- in verða ekki eins stórfengleg en fyrir vikið verða mörg atriði einlægari og þar af leiðandi líklegri til að kalla fram samúð áhorfenda. Hjónin Helgi og Elsie eru í túlkun Tinnu Gunnlaugsdóttur og Arnars Jónssonar nú eldri og kraftminni. Þetta gerir hjónin þeim mun trúverð- ugri að leikur þeirra Tinnu og Arnars verður síst áhrifaminni en þegar meira gekk á. Ekki er við öðru að bú- ast af jafn reyndum leikurum en að leikurinn slípist á svona löngum tíma og fínni tilbrigði fái að njóta sín. Nanna Kristín Magnúsdóttir leikur nú þjónustustúlkuna Evu er Bryn- hildur Guðjónsdóttir lék á frumsýn- ingu. Samleikur hennar við Hilmar Jónsson er umfram allt innilegur og túlkun Nönnu einstaklega fallega unnin. Brynhildur Guðjónsdóttir leik- ur nú þjónustustúlkuna Michelle, sem átt hefur í ástarsambandi við Mikael sem leikinn er af Rúnari Frey Gísla- syni. Túlkun hennar var einbeitt og blátt áfram sem svar við frábærri frammistöðu Rúnars sem hefur aukið snerpu sína og bætt svo við sprengi- kraftinn í hlutverkinu að nú er hann orðinn verulega ógnvekjandi sem hinn stjórnlausi litli bróðir. Þrátt fyrir nær látlausar deilur þeirra framan af skynja áhorfendur nú sterkt systk- inasamband milli Mikaels, Kristjáns og Helenu, sem leikin er af Elvu Ósk Ólafsdóttur. Þriðji nýi leikarinn, Baldur Trausti Hreinsson, hefur tekið við hlutverki Lars sem Friðrik Friðriksson lék á frumsýningu. Lars er í meðförum Baldurs Trausta lífsreyndur og traustur vinur Kristjáns sem ekkert fær haggað. Loks verður að minnast á Stefán Jónsson sem hefur nostrað svo við hlutverk Helmúts veislustjóra á þessu ári sem liðið er frá frumsýningu að fyrir augu ber nú meitlað listaverk. Sama má í raun segja um Erling Gíslason, ekkert er of eða van í túlkun hans á hinum brokkgenga afa. Sýningar á Veislunni eru ákaflega áhrifamiklar og í hvert þeirra fjög- urra skipta sem undirritaður hefur fylgst með sýningunni hefur hann gengið þurrundinn tilfinningalega af vígvellinum. Það er ótrúlegt en satt að eftir sjötíu og fjórar sýningar sjást engin þreytumerki á leikurunum þótt uppsetningin hafi tekið eilítið aðra stefnu. Hún er nú lægra stemmd en áður, blæbrigðin eru fínlegari – en áhrifin síst minni. Ár í leikhúsi Morgunblaðið/Grímur Bjarnason Kristján veldur straumhvörfum í lífi fjölskyldunnar er hann mætir í sextugs- afmælisveislu föður síns: Hilmar og Arnar Jónsssynir í hlutverkum sínum. LEIKLIST Þjóðleikhúsið Höfundar upphaflegs kvikmynda- handrits: Mogens Rukov og Thomas Vint- erberg. Leikgerð: Bo hr. Hansen. Þýð- andi: Einar Kárason. Leikstjóri: Stefán Baldursson. Leikmynd: Þórunn S. Þor- grímsdóttir. Búningar: Filippía I. Elísdótt- ir og Þórunn S. Þorgrímsdóttir. Lýsing: Björn Bergsteinn Guðmundsson. Umsjón tónlistar og hljóðfærasláttur: Jóhann G. Jóhannsson. Leikarar: Arnar Jónsson, Baldur Trausti Hreinsson, Brynhildur Guðjónsdóttir, Elva Ósk Ólafsdóttir, Er- lingur Gíslason, Hilmar Jónsson, Inga María Valdimarsdóttir, Kjartan Guð- jónsson, Nanna Kristín Magnúsdóttir, Rúnar Freyr Gíslason, Stefán Jónsson, Tinna Gunnlaugsdóttir, Yapi Donatien Achou og Þóra Friðriksdóttir. Miðviku- dagur 30. apríl. VEISLAN Sveinn Haraldsson Macmahon-bíóið ásamnefndri breið-götu bak við Sig-urbogann (metró- stöð Etoile) er margra heimsókna virði, sérlega fal- legt, frá því um 1930. Þar er öðru hvoru boðið upp á helstu myndir helstu leikstjóra. Nú er yfirferð yfir myndir ítalska leikstjórans Luchinos Viscont- is til 5. maí. Bíófólkið reynir að forðast biðraðir, en það tókst ekki þeg- ar átti að sjá Hlébarðann eftir Visconti í MacMahon-bíói. Tíu mínútna lykkja hafði myndast á stétt- inni. Þar stóðu aldurhnigin silf- urhærð hjón, unglingar og allt þar á milli. Og svo var öldruð öryrkjakona, studd þétt af hjúkrunarpilti eða hug- ulsömum frænda. Það sýnist ekki amalegt að mega eldast með aðstoð í bíóunum á breiðgötum Parísar. Þótt tilhugsunin um biðraðir sé sársaukafull verða biðraðir Par- ísarborgar, jafnvel í kalsa, oftar en ekki vettvangur fyrir gjörninga og óvænt tjáskipti. Ekki var boðið upp á það í þessari síðustu, en hver hefði ekki verið sáttur við að dvelja í hlut- leysi á stéttinni undir nýút- sprungnum trjám, bak við Sigurbog- ann, hinum megin við túristana á blíðu aprílkvöldi. Meðal þekktustu mynda Viscontis eru Rocco og bræður hans, Dauðinn í Feneyjum, og svo Hlébarðinn (Le Guépard). Sú síðastnefnda er myndin sem við vorum öll að bíða eftir, og þar vorum við þó í réttri röð. Ég man varla eftir nokkurri bíómynd sem er svo bætandi, hressandi og kætandi fyrir öll skilningarvit eins og Hlé- barðinn. Þetta gangandi málverk sem verður þó aldrei klisjukennt og óáþreifanlegt, heldur þvert á móti. Það er ljúfsárt, ef ég má nota það of- notaða orð, að fara inn í þetta mál- verk, og mjög sterk alhliða upplifun. Ég mæli til dæmis ekki með því að horft sé á Hlébarðann á fastandi maga nema vissa sé um góða máltíð á eftir (þetta eru þrír og hálfur tími) því kræsingarnar í slotunum ilmuðu beinlínis. Hlébarðinn er gerður eftirmargfrægri samnefndriskáldsögu Giuseppes DiLampedusa. Hún er um Sikileyjarprins og hans fólk, í póli- tísku umróti Garibaldi-áranna. En engar klisjur um „deyjandi yfirstétt“ eiga við hér, því það er svo miklu fleira sem hangir á spýtunni. Fyrir mér er Hlébarðinn ekki síst óður til fegurðar og til horfins tíma, og mynd- in er ljóðskáldleg að því leyti að hún fjallar um það sama og ljóðin gera, bilið á milli þess sem er og þess sem við vildum að væri. Talsvert af speki hefur skilað sér úr skáldsögunni, til dæmis ummæli prinsins á þá leið að Sikileyjarbúar geti ekki bætt sig, þeir líti svo á að ekkert sé að hjá þeim. Þeir séu svo stoltir að þeir taki ekki eftir eymdinni hjá sér. Persónurnar eru skýrt dregn-ar og lifandi, og leikarar yf-irleitt frábærir, sérstaklegaBurt Lancaster og Claudia Cardinale, þokkadís sem bjó á veggj- unum í gagnfræðaskólaherbergj- unum, en ekki óraði mann fyrir því að þetta ótrúlega bjútí væri líka alveg sérstakt hæfileikabúnt. Dansinn hjá henni og Burt Lancaster (prinsinn) í veislunni er mergjaður, eins og reyndar veislan sjálf. Ég held að þetta sé lengsta veisla sem ég hef séð í bíómynd fyrir utan náttúrlega dönsku veisluna, og ólíkt hug- nanlegri, en hún stendur líklega yfir í klukkutíma, og dansinn dunar næst- um allan tímann. Útsettur af snill- ingnum Nino Rota sem sýnir þar bestu takta. Annars staðar í mynd- inni er tónlistin hefðbundnari hjá honum, en frábær og pottþétt hvar sem borið er niður. Dansinn endalausi er aldrei til- breytingarlaus, því leikstjórinn finn- ur stöðugt upp ný tilbrigði í dansinum og við hann. Til dæmis: umvefjandi elskendur eru allt í einu umvafðir af langri óreglulegri danskeðju og neyð- ast til að hverfa inn í hana – eða þá lokahnykkurinn – þegar áhorfandinn heldur að veislunni sé lokið og dans- inn búinn þá er hann eimitt ekki bú- inn heldur endalaus og nokkrar flíru- legar eftirlegukindur taka strikið yfir hallargólfið í trylltum takti. B í ó k v ö l d í P a r í s Dansinn á Sikiley Úr Hlébarðanum eftir Visconti. Eftir Steinunni Sigurðardóttur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.