Morgunblaðið - 02.05.2003, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 02.05.2003, Blaðsíða 39
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. MAÍ 2003 39 ✝ Ásgeir KristinnÁsgeirsson fæddist 6. maí 1931 í Reykjavík. Hann lést á Sjúkrahúsi Akra- ness 26. apríl síðast- liðinn. Foreldrar Ás- geirs Kristins voru Ásgeir Ásgeirsson, kaupmaður í Reykja- vík, f. 11.8. 1885, d. 25.5. 1972, og Kristín Matthíasdóttir, f. 9.8. 1892, d. 6.5. 1931. Síðari kona Ásgeirs og uppeldismóðir Ásgeirs Kristins var Agnes Matthíasdóttir, systir Krist- ínar, f. 25.4. 1912, d. 13.2. 1994. Systur Ásgeirs Kristins eru: 1) Guðbjörg, f. 21.11. 1922, var gift Eyjólfi Jónssyni og 2) Sólveig, f. 2.8. 1926, gift Pétri Sigurgeirs- syni. Hálfsystkini sammæðra: 1) Matthías Hreiðarsson, f. 9.9. 1913, d. 26.2. 1995, var kvæntur Karen Georgsdóttur Hreiðarsson, og 2) Guðný Hreiðarsdóttir, f. 30.7. 1921, var gift Ólafi Hafsteini Ás- björnssyni. Hálfsystkini samfeðra: 1) Matthías, f. 14.4. 1938, kvæntur Sólveigu Sigurðardóttur, 2) Krist- ín, f. 26.1. 1940, gift Rolf Johansen, og 3) Hrafnhildur, f. 18.11. 1944, gift Hlöðver Vilhjálmssyni. hans er Þóra María Jóhannsdóttir, f. 27.6. 1978, sonur þeirra er Jó- hann Grétar, f. 18.7. 2001. 5) Guð- mundur, f. 9.3. 1969, kvæntur Mar- gréti Ýri Einarsdóttur, f. 14.4. 1976. Dætur þeirra eru: a) Brynja, f. 11.9. 1998, b) Karen, f. 24.4. 2002. 6) Agnar, f. 5.2. 1974, í sam- búð með Elsu Jónu Björnsdóttur, f. 13.9. 1970. Dóttir Elsu Jónu er Steinunn Pála Guðmundsdóttir, f. 1.5. 1987. Ásgeir Kristinn stundaði nám í Reykjaskóla í Hrútafirði, en hóf ungur sjómennsku, fyrst sem létta- drengur á Esjunni, en síðan mat- sveinn á skipum Eimskipafélags Íslands hf. Síðan starfaði Ásgeir Kristinn við matreiðslu í landi um árabil, einkum í Olíustöðinni í Hvalfirði, áður en hann gerðist matsveinn á Freyfaxa, skipi Sem- entsverksmiðjunnar, um nokkurra ára skeið. Hann tók síðar aftur upp þráðinn hjá Olíustöðinni í Hvalfirði og starfaði þar til 1985. Þau hjónin ráku verslunina Traðarbakka á Akranesi á árunum 1985 til 1998. Ásgeir Kristinn og Aðalbjörg Jóna áttu heimili í Hvalfirði í tæp- an áratug, en í rösklega 30 ár var heimili þeirra á Esjubraut 14 á Akranesi. Ásgeir Kristinn var félagi í Karlakórnum Svönum um nokk- urra ára skeið og félagi í Oddfell- owstúkunni Agli á Akranesi frá 1974. Útför Ásgeirs Kristins fer fram frá Akraneskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Ásgeir Kristinn kvæntist 1.12. 1956 Aðalbjörgu Jónu Guð- mundsdóttur, f. 4.5. 1933. Foreldrar Aðal- bjargar Jónu voru Guðmundur Einars- son verkamaður, f. 29.5. 1891, d. 7.2. 1978, og Marta Jóns- dóttir, f. 24.11. 1902, d. 13.2. 1994. Börn Ás- geirs Kristins og Aðal- bjargar Jónu eru: 1) Marta Kristín, f. 18.8. 1956, gift Gylfa Þórð- arsyni, f. 5.12. 1944. Börn þeirra eru: a) Ása Björg, f. 13.5. 1982, unnusti hennar er Garðar Axelsson, f. 15.7. 1979, b) Þórður Már, f. 7.9. 1985, c) Birkir Örn, f. 14.1. 1987, og d) Harpa Lind, f. 29.5. 1991. 2) Hafdís Fjóla, f. 30.11. 1957. Sonur hennar er Guðmundur Dagur Jóhannsson, f. 11.10. 1990. 3) Sólveig Jóna, f. 16.5. 1961. 4) Ásgeir, f. 17.5. 1963, kvæntur Ágústu Björgu Kristjáns- dóttur, f. 9.6. 1967. Börn þeirra eru: a) Ásgeir Garðar, f. 21.1. 1988, b) Regína Ösp, f. 30.11. 1990, c) Matthías, f. 8.4. 1994. Uppeldisson- ur þeirra er Jón Valdimar Krist- jánsson, f. 13.10. 1978, bróðir Ágústu Bjargar. Sambýliskona Við systkinin á Jörundarholti vilj- um minnast afa okkar með nokkrum orðum því okkur þótti svo vænt um hann. Afi Ásgeir var alltaf að gantast við okkur. Hann var til dæmis oft að galdra fyrir okkur. Hann galdraði bæði sígarettur og peninga fram úr eyrum okkar eða flíkum og alltaf þótti okkur þetta jafn fyndið og snið- ugt og uxum við aldrei upp úr því. Einu sinni lét hann meira að segja bangsa kúka í kopp og urðum við mjög undrandi á því, þvílíkur töfra- maður hugsuðum við. En seinna komumst við að því að afi var ekki svo göldróttur, heldur hafði yngri frændi okkar nýverið á koppnum. Það þótti alltaf jafn gaman og spennandi að koma og gista hjá ömmu og afa á Esjubrautinni og finnst Hörpu Lind enn þá gaman að fá að gista. Það stóð samt alltaf mest upp úr að fá að fara á Traðarbakka og hjálpa til. En þá fengum við allt það sem okkur lysti í og á kvöldin sendu amma eða afi alltaf Adda með okkur á videoleiguna til að taka spólu. Við fórum líka oft á rúntinn með þeim og fengum okkur ís og þau eru líka ófá skiptin sem við fórum á ísrúnt til Borgarness. Afa þótti gaman að elda og starf- aði sem kokkur hluta ævinnar. Nú síðast voru hann, og amma, á Nesja- völlum og fórum við stundum að heimsækja þau þangað. Það var þá sem Þórður Már ákvað að gerast kokkur eins og afi og er hann núna í matreiðslunámi. Afi var alltaf fyrir- myndin hans og verður það áfram. Afi var mjög tónelskur maður og gat spilað á öll hljóðfæri sem hann komst yfir. Á jólunum, þegar öll fjöl- skyldan var mætt til ömmu og afa á Esjubrautina, var oft dansað í kring- um jólatréð. Afa þótti gaman að hlusta á tónlist og þótti gaman að heyra okkur systkinin spila. Þá er það sérstaklega minnistætt þegar Harpa Lind og Dagur, frændi okkar, spiluðu í sjötugsafmælinu hans. Afa þótti afskaplega vænt um okk- ur, ekki síður en okkur þótti vænt um hann og því er söknuðurinn mik- ill. En söknuðurinn er samt mestur hjá ömmu. Nú vitum við að afa líður vel og er komin á sama stað og afi Þórður og þeir vaka yfir okkur. Minningin mun lifa hjá okkur. Far þú í friði, elsku afi. Ó, Jesús bróðir besti og barnavinur mesti, æ, breið þú blessun þína á barnæskuna mína. (Páll Jónsson.) Ása Björg, Þórður Már, Birkir Örn og Harpa Lind. Elsku afi. Mér þótti rosalega vænt um þig og vildi ekki að þú hefðir dáið. Manstu þegar þú galdraðir alltaf fyr- ir okkur frændsystkinin með sígar- ettum. Ég man alltaf hvað þú gerðir við bangsa. Mér fannst alltaf voða- lega gott þegar þú komst í heimsókn á nærri hverju kvöldi áður en þú varðst veikur. Manstu hvað þér þótti gott að fá DV þegar ég var búinn að bera út? Ég man líka þegar þið amma voruð nýbúin að fá nýja bílinn að þú fórst af og til út í bíl til að hlusta á geisladiskana þína þótt þú ættir fínar græjur heima. Svo er mér líka minnisstætt hvað þú gerðir allt- af rosalega góðan jólakokteil. Bless bless elsku afi, ég veit að þú ert á góðum stað og líður vel. Dagur. Elsku afi. Mikið eigum við eftir að sakna þín. Þú varst alltaf svo góður við okkur, það er skrítið að koma heim til ömmu og sjá þig ekki þar. Það var svolítið erfitt að sjá þig svona veikan en þú varst alltaf jafn duglegur og amma alltaf svo góð við þig. En núna ertu hjá guði og þarft ekki lengur að vera veikur. Við eigum svo margar skemmtilegar minningar að þegar að við hugsum um þær verðum við glöð. Við munum alltaf muna eftir þér afi. Við viljum kveðja þig með þess- ari bæn. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Takk fyrir allt Ásgeir Garðar, Regína Ösp og Matthías. Elskulegur bróðir er fallinn frá og þá koma upp í hugann minningar frá æskuárunum. Þegar þú komst heim úr milli- landasiglingum færandi hendi; eitt- hvað fallegt handa mömmu, eitthvað fyrir okkur yngri systkinin. Við klædd í sparifötin því þú ætlaðir með okkur í bæinn og bjóða upp á ís eða shake. Ég man hvað mér fannst mik- ið til um það. Svo liðu árin og þú hitt- ir þína elskulegu Löllu og eignaðist með henni sex börn. Samrýndari fjölskyldu er vart að finna. Það var alltaf hátíð að koma upp á Akranes til ykkar, hvort sem tilefnið var brúðkaup, ferming eða afmæli. Ekkert mál að láta þá sem vildu gista eftir gleðskap. Það var ógleym- anleg helgi þegar Marta og Gylfi giftu sig og við systkinin og fleiri gistum öll hjá ykkur. Eldra fólkið í svefnherbergjunum en við hin yngri völdum að vera saman í stofunni; í sófum og á gólfinu til að geta spjallað saman og rifjað upp minningar frá liðinni tíð og sungið. Lilla systir spil- aði á gítarinn og þú ljómaðir allur. Já, það var alltaf gaman að hittast. Elsku Lalla. Þú ert búin að standa eins og klettur við hliðina á Lilla bróður síðustu árin, þar sem hann þurfti að berjast við þann illvíga sjúkdóm sem lagði hann loks að velli. Og börnin ykkar stóðu sterk með þér. Ég og fjölskylda mín vottum ykkur öllum einlæga samúð. Guð gefi ykkur styrk. Elsku bróðir, mér finnst sem ég sjái hana mömmu þína, búna að bíða í 72 eftir að fá að taka þig í faðm sér. Guð veri með þér og þakka þér fyrir allt og allt. Þín systir Kristín. ÁSGEIR KRISTINN ÁSGEIRSSON  Fleiri minningargreinar um Ásgeir Kristin Ásgeirsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ Stella Sigurleifs-dóttir fæddist á Bíldudal 12. janúar 1928. Hún lést á líkn- ardeild Landspítal- ans í Kópavogi 22. apríl síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Viktoría Kristjánsdóttir, f. á Gljúfurá í Arnarfirði 12. ágúst 1899, hús- freyja á Bíldudal og í Reykjavík og starfs- maður Hafrann- sóknastofnunar, d. 21. apríl 1972, og Sig- urleifur Vagnsson, f. á Kleifastöð- um í Gufudalssveit 18. júlí 1897, verslunarmaður á Bíldudal og síðar starfsmaður atvinnudeildar Há- skóla Íslands, d. 2. mars 1950. Systkini Stellu voru: a) Erna leik- kona, f. 26. desember 1922, d. 7. febrúar 2002. Maður hennar var Árni Ársælsson læknir, f. 19. sept- ember 1922, d. 13. ágúst 1993. Börn þeirra eru Bergljót og Leifur Árni, b) Ríkarður, f. 12. ágúst 1924, d. 16. september 1936, og c) Rakel, f. 3. mars 1933. Fyrri maður hennar var í Barcelóna, f. 3. desember 1957, d. 28. júlí 2002. Maki hennar var Luis Peña Moreno, kaupmaður í Barce- lóna. c) Pétur Leifur, kaupmaður í Barcelóna, f. 20. nóvember 1961, unnusta hans er Maite Pueyo garð- yrkjufræðingur. Pétur Leifur á Ernu og Dag með fyrrverandi konu sinni, Concepcion Piños y Lopez. d) Elín Marta bankastarfsmaður, f. 14. desember 1963. Maki hennar er Sigurgeir Örn Jónsson, deildar- stjóri hjá Kaupþingi, og eiga þau Unni Ósk og Söndru Dögg, en með fyrri manni sínum, Ágústi Pálssyni, sem er látinn, á Elín Pétur Þór. Stella ólst upp á Bíldudal til 12 ára aldurs. Hún stundaði nám í Gagnfræðaskóla Reykjavíkur, en vann síðan við verslunarstörf. Frá 1946 starfaði hún hjá Borgardóm- aranum í Reykjavík, allt til þess er þau hjón fluttu til Kaupmannahafn- ar haustið 1953 og síðan til Strass- borgar. Til Íslands fluttu þau í árs- byrjun 1965. Stella var heimavinnandi meðan börnin voru að komast á legg. Hún vann hjá auglýsingastofu Kristínar Þorkels- dóttur um skeið, en frá árinu 1973 var hún fulltrúi á skrifstofu bæjar- stjóra Kópavogs, uns hún lét af störfum fyrir aldurs sakir árið 1997. Útför Stellu verður gerð frá Kópavogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Tómas Einarsson, börn þeirra eru Hrafn- hildur, Sigurleifur og Viktoría. Rakel og Tómas skildu. Seinni maður Rakelar er Björn Ólafur Gíslason. Börn þeirra eru Hulda og Ólöf. Stella giftist hinn 1. september 1953 Pétri Guðfinnssyni, f. 14. ágúst 1929. Foreldrar hans voru Marta Pét- ursdóttir, húsfreyja, f. 12. ágúst 1901, d. 2. apríl 1992, og Guðfinn- ur Þorbjörnsson framkvæmda- stjóri, f. 11. janúar 1900, d. 4. apríl 1981. Pétur var starfsmaður Evr- ópuráðsins í Strassborg 1955–1964, síðan framkvæmdastjóri Sjón- varpsins og síðast útvarpsstjóri Ríkisútvarpsins. Börn Stellu og Péturs eru: a) Ólöf Kristín, þýðandi og dómtúlkur, f. 28. desember 1954. Maki hennar er Jóhannes Hraunfjörð Karlsson sagnfræðingur. Börn þeirra eru Baldur og Stella Soffía. b) Áslaug Helga, kennari og verslunarmaður Tengdamóðir mín, Stella Sigur- leifsdóttir, er látin eftir skamma sjúkdómslegu. Hún fæddist á Bíldu- dal en flutti ung til Reykjavíkur. Þaðan lá leiðin út í heim. Ég kynntist Stellu fyrir hartnær þrjátíu árum á árshátíð hjá Starfs- mannafélagi Kópavogs þegar hún tók upp á sitt einsdæmi að kenna mér tangó. Ég var þá strákkjáni í öskunni en hún einkaritari bæjar- stjóra og held ég að hvorugt okkar hafi gert sér grein fyrir hvað þessi tangó yrði afdrifaríkur. Kennslan tókst auðvitað ekki sem skyldi, a.m.k. hef ég ekki reynt að dansa tangó síðan, hins vegar fylgdi heim- boð á Þinghólsbrautina sem ég nýtti mér óspart. Sat ég gjarna úti í garði með þeim Stellu og Pétri og ræddum um það sem var efst á baugi í það og það skiptið. Það var lærdómsríkt fyrir strákhvolp, sem varla hafði far- ið út fyrir bæjarmörkin, að tala við þau hjón, en þau höfðu dvalið lang- dvölum erlendis og höfðu frá mörgu að segja. Þessi siður hélst eftir að ég kynnt- ist Ólöfu og varð tengdasonur þeirra hjóna, en þá bættist líka við spila- mennskan. Stella Torfa, eins og hún kallaði sig stundum, var fæddur spilamaður og hafði alla tíð mikið yndi af að segja hátt og djarfmann- lega, jafnvel þegar spilin gáfu ekki tilefni til nokkurra tilþrifa. Ef ekki náðist að manna í kana var bara farið í Hornafjarðarmanna. Þessi íþrótt var oft stunduð yfir heilu helgarnar svo ekki sé minnst á stórhátíðir eins og jól og páska. Þá átti tengdamóðir mín það til að bjóða okkur óforvar- endis í sunnudagsmat, líklega til þess eins að taka slaginn eftir ábæti og kaffi. Hún tók þá gjarna daginn snemma og hafði allt tilbúið þegar okkur bar að garði. Þetta voru skemmtilegir tímar, ekki bara fyrir okkur Ólöfu, heldur einnig fyrir börnin okkar sem fengu ljúfa tilsögn í því hvernig ætti að bera sig að við uppþvottinn hjá afa sínum svo spila- mennskan tefðist ekki fram úr hófi. Löngu síðar varð nafna hennar fjórði maðurinn í kana. Stella var svipmikil og glæsileg kona af arnfirskum ættum og ekkert fyrir það að liggja á skoðunum sín- um. Þegar henni mislíkaði fór það ekki fram hjá manni, en sá þráður sem milli okkar lá rofnaði aldrei þótt á reyndi. Síðasta ár var Stellu þungt í skauti. Fyrst missti hún eldri systur sína, Ernu, eftir tiltölulega skamma sjúkdómslegu, síðan næstelstu dótt- ur sína, Áslaugu Helgu. Hún tók frá- fall Áslaugar mjög nærri sér og þá var eins og hún missti móðinn. Stellu er sárt saknað en minning hennar lifir. Jóhannes. Fyrstu spurnir sem ég hafði af Stellu voru í desember 1952 heima á Íslandi þegar ég komst að því að Pét- ur bróðir minn væri hrifinn af stúlku sem hann hafði kynnst í París. Þau gengu svo í hjónaband í París 1. september 1953 og komu nýgift til Íslands í desember sama ár og þá kynntist ég Stellu sem hefur verið mágkona mín í næstum hálfa öld. Fyrstu tólf búskaparár sín bjuggu Pétur og Stella erlendis. Móðir okk- ar Péturs varð þeirrar ánægju að- njótandi að njóta gestrisni Stellu og Péturs bæði í Kaupmannahöfn og Strassborg og yljaði hún sér lengi við minningarnar frá þeim heim- sóknum. Til Íslands komu þau svo alkomin 1965 með börnin sín fjögur. Fljótlega keyptu þau húseignina Þinghóls- braut 5 í Kópavogi. Það var sann- arlega stórrar fjölskyldu hús þar sem fjölskyldan undi hag sínum vel. Það hefur líka komið sér vel síðustu árin þegar kærkomna gesti hefur borið að garði langt að að hafa rúm- gott húsnæði. Stella kunni vel að meta náttúru- fegurð Íslands og kyrrðina sem ríkir í sveitum landsins. Hjónin gerðu víð- reist um landið og voru dugleg að uppgötva nýja staði auk þess sem þau áttu sína uppáhaldsreiti. Síðastliðin ellefu ár höfum við hjónin og Stella og Pétur ásamt fleira góðu fólki hist árlega á fögrum stað á Suðurlandi þar sem við höfum dreift áburði og fræjum á uppblásið land. Ég sé Stellu fyrir mér þar sem hún einbeitt á svipinn íklædd vað- stígvélum með fötu í hendi dreifir innihaldi fötunnar í kringum sig. Hún var sannarlega í essinu sínu við þessa iðju og í lok verkefnisins sett- ist hópurinn saman í sömu lautina ár eftir ár, við kölluðum hana lautina okkar, og við gæddum okkur á nesti sem við höfðum tekið með okkur að heiman og spjölluðum saman. Stella naut sín vel í þessu umhverfi með fólkinu sem tók þátt í að græða land- ið með henni. Það eru engin ný sannindi að eitt sinn skuli hver deyja. Samt er það staðreynd að þegar náinn vinur kveður er maður aldrei nægilega viðbúinn. Ég eins og fleiri hefði ósk- að að fá að eiga Stellu að vini um mörg ókomin ár enn, en ég hlýt að vera þakklát fyrir að hafa notið vin- áttu hennar í fjölda ára. Ég votta Pétri bróður mínum, eft- irlifandi börnum þeirra Stellu og tengdabörnum og barnabörnunum sjö innilega samúð mína. Blessuð sé minning Stellu Sigurleifsdóttur. Vigdís Guðfinnsdóttir. STELLA SIGURLEIFSDÓTTIR  Fleiri minningargreinar um Stellu Sigurleifsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.