Morgunblaðið - 02.05.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 02.05.2003, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 117. TBL. 91. ÁRG. FÖSTUDAGUR 2. MAÍ 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Tákn um fagmennsku Íslensk upptaka með Strokes á nýja safnplötu Fólk 56 Háski eða heilsubót Hvaða áhrif hafa háir hælar á líkamann? Daglegt líf 20 Dansinn á Sikiley Steinunn Sigurðardóttir á bíókvöldi í París Listir 14 GEORGE W. Bush Bandaríkjafor- seti segir að það hafi verið mik- ilvægur áfangi í baráttunni gegn hryðjuverkastarfsemi að steypa Saddam Hussein af stóli í Írak. Lýð- ræðisþróun í Írak muni taka sinn tíma en sé þess virði og bandalagið, sem stóð að herförinni gegn Saddam, muni ekki hætta fyrr en því verki sé lokið. Bush var í gær staddur um borð í bandaríska flugmóðurskipinu Abra- ham Lincoln sem var á leið í heima- höfn í San Diego á vesturströndinni. Gert var ráð fyrir að hann flytti ræðu um borð skömmu eftir mið- nætti að íslenskum tíma þar sem hann myndi lýsa því yfir að öllum meiriháttar hernaðaraðgerðum væri lokið í Írak þótt margt væri þar enn ógert. „Frelsun Íraks er mikilvægur áfangi í baráttunni gegn hryðjuverk- um. Við höfum fjarlægt bandamann (hryðjuverkasamtakanna) al-Qaeda og lokað fyrir fjármögnunarleið til hryðjuverkamanna,“ segir í ræðunni sem Bush átti að flytja sl. nótt. Bush um Írak Lýðræð- isþróun mun taka sinn tíma Flugmóðurskipinu Abraham Lincoln. AFP. TREVOR Adams, verkefnisstjóri Alcoa við byggingu álvers á Reyð- arfirði segir líklegt að hafist verði handa við að ráða í störf í ál- verinu seinni hluta árs 2006 en framleiðsla í því á að hefjast árið 2007. Enn sé ekki að fullu ákveðið hvernig þjálfun fari fram en búast megi við að hluti af starfsfólkinu hljóti þjálfun við álver Alcoa er- lendis. Adams er Ástrali og er sér- fræðingur í málmvinnslu. Hann hefur unnið fyrir Alcoa í um 25 ár en tók við þessu starfi í desember. Í samtali við Morgunblaðið í gær sagðist hann sinna ýmsum ábyrgð- arstörfum við byggingu nýrra álvera fyrir Alcoa en álverið í Reyðarfirði væri hans mikilvægasta verkefni um þessar mundir. Adams býst við að koma til landsins af og til á fram- kvæmdatímanum en þegar fram líði stundir verði einnig ráðinn verkefnisstjóri sem hafi aðsetur á Íslandi. Adams segir hlutverk sitt að tryggja að verkefnið gangi að óskum og að rétta fólkið sé ráðið til starfans. Hann muni einnig eiga samskipti við íbúa Autur- lands og þau fyrirtæki sem að verkefninu koma. Gert er ráð fyr- ir að framkvæmdir við álverið hefjist af fullum krafti árið 2005 og nái hámarki ári síðar. Adams gerir ráð fyrir að þá muni allt að 1.500 manns vinna að fram- kvæmdum, en sú tala gæti þó lækkað eða hækkað um nokkur hundruð eftir því sem áætlana- gerð vindur fram. Aðspurður seg- ist hann búast við að ráðið verði í föst störf við álvinnslu frá og með síðari hluta árs 2006. Verkefnisstjóri Alcoa á Íslandi segir ráðið í föst störf síðari hluta 2006 Allt að 1500 manns vinna við álversframkvæmdir Trevor Adams LEITARMENN í austurhluta Tyrklands háðu í gærkvöldi ör- væntingarbaráttu við tímann er þeir reyndu að finna fleira fólk í rústum húsa sem hrundu í jarð- skjálftanum sem reið yfir skömmu fyrir fjögur aðfaranótt fimmtudags að staðartíma. Talið var í gærkvöldi að 100 manns hefðu farist á svæðinu öllu en óttast að þeir gætu verið fleiri, allt að þúsund eru taldir slasaðir. Að sögn breska útvarpsins, BBC, munu tugir manna enn vera lok- aðir undir rústum svefnskála heimavistarskóla fyrir börn og unglinga í bænum Celtiksuyu. Leitarmenn heyrðu sums staðar enn grát og kjökur í börnum en of- an á þeim var brakið úr tveim efri hæðum hússins. En á milli heyrð- ust gleðihróp þegar komið var með lifandi barn, klætt náttfötum, á börum úr rústunum. „Við heyrum þau hrópa: „Hjálp- ið okkur! Gefið okkur vatn!“ sagði einn leitarmannanna. „Þetta nísti hjartað í manni.“ Einum drengj- anna tókst að rétta aðra höndina út um gat í grjóthrúgunni og fá vatn sem hann deildi með sjö herberg- isfélögum sínum. Allir höfðu þeir lifað af, sagði drengurinn. En þykkt lag af braki lá yfir staðnum og því ljóst að þeim yrði ekki bjarg- að strax. Haldið var áfram leit þótt sól gengi til viðar, menn notuðust við ljóskastara. „Ég lenti í holrúmi milli kojunn- ar og veggjarins,“ sagði 14 ára drengur, Ersin Besbelli, þar sem hann lá á bráðabirgðabörum. Hann mun hafa sloppið óskaddaður. Upptök skjálftans sem var 6,4 stig á Richter-kvarða, voru rétt hjá borginni Bingol og stóð hann í 17 sekúndur en þá tóku við allmargir eftirskjálftar. Víða urðu skemmdir í Bingol, þar hrundu nokkrar íbúð- arblokkir og tugir manna fórust. Tugir fórnarlamba enn grafnir undir braki Reuters Björgunarmenn flýta sér með dreng sem komst af þegar heimavistarskólinn í Celtiksuyu hrundi. Óttast að yfir hundrað manns hafi farist í jarð- skjálftunum í Tyrklandi Celtiksuyu í Tyrklandi. AP, AFP.  Tyrknesk/12 GRANNAR Tyrkja, Grikkir, urðu meðal fyrstu þjóða til að bjóða að- stoð vegna hamfaranna í Austur- Tyrklandi. Sögðust þeir senda flugvél með hjálpargögn, þ.á m. tjöld og teppi, um leið og tyrk- nesk stjórnvöld veittu samþykki sitt, auk þess yrði veitt fjárhags- aðstoð. Einnig hétu Ísraelar og fleiri þjóðir aðstoð. Svonefnd hamfaramatsstöð Sameinuðu þjóðanna, UNDAC, sendi þegar út beiðni til aðild- arríkjanna um að hjálparstofn- anir, þ. á m. Slysavarnafélagið Landsbjörg, legðu til menn til að sinna rústabjörgun. Síðar var beiðnin afturkölluð þar sem Tyrk- ir hefðu sagt að þeir þyrftu aðeins fjóra menn. Margir bjóða fram aðstoð ÁKVEÐIÐ hefur verið að Daninn Ole Wøhlers Olsen stjórni borgaralegum mál- efnum í Basra-héraði sem breskir hermenn tóku í Íraksstríðinu, að sögn Berlingske Tid- ende. Basra-svæðið verð- ur eitt af fjórum væntan- legum stjórnsvæðum hernámsliðsins í Írak sem verður við völd þar til innlendir aðilar taka við. Wøhlers Olsen, sem er 61 árs lögfræðingur, er nú sendiherra Danmerk- ur í Sýrlandi og var áður í átta ár sendi- herra í Sádi-Arabíu. Hann er giftur lækn- ismenntaðri konu frá Alsír og eiga þau tvær uppkomnar dætur. Olsen talar reiprennandi arabísku og er sagður afburða vel að sér um arabaþjóðir, sögu þeirra og menningu. Hann gerðist á sínum tíma múslími, er mikill ferðagarpur og hefur farið í pílagrímsferð til Mekka. Gerðist það er hann var sendiherra í Riyadh, höfuðborg Sádi-Arabíu. Olsen hjól- aði þá um 900 kílómetra leið frá borginni til hinnar helgu borgar allra múslíma, Mekka. Danskir ráðamenn segja að Bretar hafi talið afar heppilegt að Dani tæki við stöð- unni fremur en Breti. Er Tyrkjaveldi leyst- ist upp í fyrri heimsstyrjöld varð Írak, sem var hluti veldisins, um hríð bresk nýlenda. Þjóðernisstefna í Írak varð til á þeim árum og minningar um baráttu gegn Bretum móta mjög seinni tíma sögu Íraka. Dani tekur við í Basra Ole Wøhlers Olsen
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.