Morgunblaðið - 02.05.2003, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 02.05.2003, Blaðsíða 20
DAGLEGT LÍF 20 FÖSTUDAGUR 2. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Ólívu lauf FRÁ Ertu með kvef eða flensu? H á g æ ð a fra m le ið sla A ll ta f ó d ýr ir Nýr ilmur frá Blumarine TÍSKAN teymir fólk út í lífs-hætti af ýmsum toga ogsumir fylgihlutir hafa beinni áhrif á skrokkinn en aðrir. Flestum er til dæmis kunnugt um stíf magabelti, víruð brjóstahöld og strokkþröng pils, sem óneit- anlega hafa áhrif á eðlilegar hreyfingar í daglegu lífi. Háir hælar og támjóir skór eru gjarn- an nefndir í sömu andrá – jafnvel taldir geta unnið lík- amanum óbætanlegt tjón. Í vefútgáfu Evening Standard var nýlega far- ið yfir þetta vinsæla álitamál og – öllum að óvörum – dregnir fram óvæntir kostir þess að ganga á háum hælum. Teygt á kálfvöðvum Háum hælum er það helst talið til tekna að þeir styrkja kálf- og lærvöðva. Þegar gengið er á háum skóm færist þyngd- arpunktur líkamans til sem kallar á virkni vöðva sem að öðrum kosti hvíldust. „Að ganga á háum hælum jafngildir í raun dag- skammti af kálfateygjum, sem og sársauka. Í þessum til- fellum geta hælaháir skór kallað fram þessa sveigju á ný og linað spennuna,“ er haft eftir Jan Fielding, nuddara. Sljórri hugsun á hælum Hinir vantrúuðu munu án efa halda áfram að spara háu hælana nema við sérstök tilefni. Ofnotk- un þeirra getur nefnilega aukið álagið á hnén og gert þau viðkvæmari fyrir gigt- areinkennum, ef marka má rannsóknir Harvard-vísinda- manna sem birtar hafa verið í rit- inu The Lancet. Er þá að vísu gert ráð fyrir því að hælarnir séu yfir sjö sentimetra háir, sem hlýt- ur að flokkast til ofurhárra hæla sem fáar konur þramma á dag- lega. Fyrrnefndur Gavin Burt bendir einnig á að þótt hóflegir hælar örvi blóðflæði, geti of háir hælar dregið úr því sama flæði. „Ef maður stendur mjög lengi á háum hælum getur það dregið úr súr- efnisflæði til heilans, þannig að yfir mann færist þreyta.“ Þetta kveður hann gerast vegna þess að ofurhælarnir auki á vöðvaspennu um allan líkamann með þeim af- leiðingum að leið blóðsins verður þrengri um ákveðnar æðar. Burt mælir og með því að hæla- skór séu notaðir til skiptis við lágbotna skó, enda geti bakverkir stafað af stöðugri notkun. Á þetta einna helst við konur með fattan hrygg; hælanotkun getur að sögn þjappað hryggsúlunni enn meira saman með tímanum, sem valdið getur þrýstingi á taugar. Eru þá ónefnd fótavandamálin sem háir hælar eru vísir með að valda; aflögun á tábergslið og sársauki í framristarbeini. Þá er HÁSKIeðaheilsubót Hvaða áhrif hafa háir hælar? skerpir lögun fótleggjanna,“ er haft eftir Jason Henry, líkams- ræktarþjálfara í London. „Hins vegar getur ganga á slíkum skóm í óhófi stytt kálfavöðvana til lang- frama, þannig að ekki skyldi ganga meira en þrjá kílómetra í einu á háum hælum. Hæð þeirra skyldi heldur ekki vera yfir fimm sentimetrum.“ Þá er bent á að hælaskór geti örvað blóðrás milli fóta og efri hluta líkamans. Ef gengið sé á hófstilltum hælum, t.d. 2–3 senti- metrum, megi jafnvel draga úr bólgnum ökklum. „Blóð er flutt til hjartans í gegnum æðar sem fá örvun frá alltumlykjandi vöðvum. Hælaskór geta liðkað fyrir þessu flæði því þeir strekkja á vöðvum í fótleggjum sem getur komið sér vel, stríði fólk við slappa blóð- rás,“ segir Gavin Burt, sérfræð- ingur í skekkjulækningum. Nudd- fræðingar bæta því við að háir hælar í hófi geti í sumum til- fellum minnkað hættuna á bak- verkjum. „Sumir eru með hryggj- arsúlu sem er bókstaflega of bein. Þá skortir hina náttúrulegu sveigju sem á að vera í mjóbakinu og getur það valdið vöðvaspennu SAMVINNA hjúkrunarfræð-inga Heilsugæslunnar íÁrbæ hefur getið af sér nám- skeið fyrir foreldra sem eiga ung- ling í vændum. Námskeiðið verður haldið næsta þriðjudagskvöld og hefur það markmið að styrkja for- eldra í foreldrahlutverkinu. Margrét Héðinsdóttir, deildar- stjóri í skólahjúkrun á Heilsugæsl- unni Árbæ, segir að hugmyndin að námskeiðinu hafi vaknað vegna þess að hjúkrunarfræðingar verða varir við áhyggjur margra foreldra og þörf þeirra fyrir fræðslu um hvað er í vændum þegar barnið þeirra verður unglingur. „Við höf- um fengið símtöl frá foreldrum þar sem þeir láta í ljósi áhyggjur sínar yfir ýmsu því sem tengist unglings- árunum. Það er greinilegt að for- eldrar sækjast eftir fræðslu um hvað eru eðlileg þroskaviðfangsefni unglinganna og hvernig þeir geti stutt við bakið á unglingunum á þessu tímabili.“ Námskeiðið á þriðjudaginn er ætlað foreldrum barna á þrettánda ári, þ.e. fædd árið 1990. Þar munu fjórir skólahjúkrunarfræðingar Heilsugæslunnar flytja erindi. Mar- grét fjallar um þroskabreytingar unglingsáranna, Stefanía B. Arn- ardóttir í Ártúnsskóla fjallar um uppbyggilegar uppeldisaðferðir, Ragnheiður Guðmundsdóttir í Ár- bæjarskóla fjallar um hvernig for- eldrar geta komið til móts við þarf- ir barna sinna og Guðlaug Björgvinsdóttir í Ingunnarskóla fjallar um ýmislegt sem kemur að góðum notum í uppeldinu og hvar hjálp er að fá. Margrét segir að innan Heilsu- gæslunnar í Árbæ vinni samhentur hópur tíu hjúkrunarfræðinga sem sjái um skólahjúkrun og ung- og smábarnavernd. Hún segir að hjúkrunarfræðingahópurinn sé frjór og skemmtilegur og með sam- vinnu hafi hugmyndir orðið að veruleika. „Hjúkrunarfræðingar hafa mik- inn metnað en það er ýmislegt sem er takmarkandi. Til dæmis þurfa að vera 800 nemendur á bak við fulla stöðu skólahjúkrunarfræðings og það er mikið álag. Það er sýnt að forvarnarstarf skilar góðum árangri og þar eru skólahjúkrunarfræðing- ar mjög mikilvægir,“ segir Mar- grét. Á fyrstu tveimur árum barnsins er eftirlit heilsugæslunnar mjög þétt en svo dregur úr. Hjúkrunar- fræðingunum í Árbænum fannst mikilvægt að bæta úr því og héldu námskeið fyrir foreldra eins árs barna fyrir tveimur árum. „Nú höldum við námskeið fyrir foreldra sem eiga ungling í vændum og næsta haust er ætlunin að halda námskeið fyrir foreldra barna sem eru að byrja í skóla. Stefnan er að þetta verði ákveðið ferli. Foreldrum gefist kostur á að sækja aukna fræðslu og markviss námskeið þeg- ar börnin eru tveggja ára, sex ára og tólf ára en þetta eru aldursskeið þar sem miklar breytingar eiga sér stað eða eru í vændum,“ segir Mar- grét. Námskeiðshugmyndin hefur ver- ið styrkt af Forvarnarsjóði og Mar- grét segist vonast til þess að hug- myndin verði tekin upp hjá fleiri heilsugæslustöðvum. Morgunblaðið/Golli Hjúkrunarfræðingar Heilsu- gæslunnar Árbæ. Ingunn Stein- þórsdóttir, Guðrún Alberts- dóttir, Hrönn Kristjánsdóttir, Stefanía Arnardóttir, Ingibjörg Sigmundsdóttir, Ragnheiður Guðmundsdóttir, Guðlaug Björg- vinsdóttir, Margrét Héðinsdóttir, Margrét Gunnarsdóttir og Jóhanna Eiríksdóttir. Unglingur í vændum Samhentir hjúkrunarfræðingar í Árbæ AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.