Morgunblaðið - 02.05.2003, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 02.05.2003, Blaðsíða 37
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. MAÍ 2003 37 ✝ Elínborg HuldaSigurbjörnsdóttir fæddist í Sigurðarbæ á Blönduósi 1. októ- ber 1917. Hún lést á Fjórðungssjúkrahús- inu á Akureyri 25. apríl síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Sigurrós Jó- hanna Sigurðardótt- ir, f. 26.8. 1894, d. 4. janúar 1978, og Sig- urbjörn Jónsson, f. 19. júní 1888, d. 10. nóv- ember 1959. Hulda á tvö alsystkini, Skúla, f. 1923, d. 1998, og tvíburasystir við hann var Elín, sem lést í fæð- ingu. Sigurður Jóhann Ágústsson var sammæðra, f. 1931, og sam- feðra voru fjögur systkini, Margrét Guðrún, f. 1947, Elísabet Hulda, f. 1944, Sigbjartur, f. 1949, d. 1979, og Guðrún Margrét, f. 1953. Hulda giftist eftirlifandi eigin- manni sínum, Jóhanni Pálssyni, 1. desember 1945. Þau eiga fjögur börn: 1) Samúel, f. 29. ágúst 1946, maki Ragnhildur Ingólfsdóttir og börn þeirra eru: Ingólfur, maki Inga Vala Jónsdóttir, þau eiga tvö börn; Jóhann, maki Hulda Ragna Valsdóttir sem á eina dóttur; og Atli Þór, maki Selma Björg Bjarna- dóttir, þau eiga tvö börn. 2) Rut Sigurrós, f. 9. ágúst 1948, sam- býlismaður Guð- mundur Konráðsson. Börn hennar eru: Kári Sævar, maki Rósa Birgisdóttir, þau eiga tvö börn; Hulda Hrönn, sam- býlismaður Sigur- geir Friðriksson, hún á tvö börn; Elmar Freyr; Bjartmar og Birgitta Rós. 3) Hanna Rúna, f. 12. ágúst 1954, hún á fjögur börn, þau eru: Samúel Ívar, Arnar, Stefán Rúnar og Sól- veig Hulda. 4) Ágústa, f. 25. októ- ber 1957, maki Ellert B. Schram, þau eiga tvö börn, Evu Þorbjörgu og Ellert Björgvin. Hulda ólst upp á Blönduósi og Sauðárkróki. Hún fluttist til Akur- eyrar eftir 1940 og stundaði ýmis þjónustustörf þar og annars staðar þar til hún giftist Jóhanni Pálssyni verkamanni og saman veittu þau Hvítasunnusöfnuðinum á Akureyri forstöðu í tæp 35 ár. Þaðan lá leiðin til starfa hjá Samhjálp í Hlaðgerð- arkoti í nær áratug. Á eftirlauna- aldri fluttust þau aftur til Akureyr- ar og bjuggu í Víðilundi 24. Útför Huldu verður gerð frá Hvítasunnukirkjunni á Akureyri í dag og hefst athöfnin klukkan 14.30. Tengdamóðir mín, Hulda Sigur- björnsdóttir, lést á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Akureyri síðastliðinn föstudag. Það var hjartað sem gaf sig. Og kannske var það táknrænt fyrir þessa hjartahlýju konu, sem varði lífi sínu og starfskröftum í að þjóna hjarta sínu og trúnni og miðl- aði af hjartagæsku sinni, smælingj- um og trúsystkinum, af ótrúlegri fórnfýsi. Og þar var engin hálfvelgja á ferðinni, heimilið á Lundargötunni undirlagt fyrir Hvítasunnusöfnuð- inn, húsið stóð opið öllum þeim sem gengu erinda Frelsarans, og svo var haldið suður til að helga sig störfum fyrir Samhjálp og þá sem höfðu orðið útundan í lífsbaráttunni. Það kunna sumir að halda að lífið hennar Huldu, trúboðsstarfið, hjálparstarfið, hafi verið samfelld píslarganga. En það er fjarri lagi. Hún var alltaf ham- ingjusöm og heilsteypt og bjargföst í því hlutverki, sem hún tók að sér, ung að aldri, þegar hún sórst í fóst- bræðralag með Guði og Jóhanni og söfnuðinum fyrir norðan. Þau kynntust ung, Jóhann Pálsson og Hulda, og Jóhann, þessi öðlingur, var barn síns tíma eins og Hulda, barn þeirra tíma, þegar fjölskyld- urnar riðluðust og foreldrarnir þurftu að senda frá sér afkvæmin og hver þurfti að hjálpa sjálfum sér og þau Hulda og Jóhann bundu trúss sitt saman og ákváðu að þau ættu samleið með Guði. Ég þekki þá sögu ekki nema af af- spurn, en eitt er víst að Hvítasunnu- söfnuðurinn á Akureyri eignaðist sitt athvarf á Eyrinni, í Lundargötunni, og þar voru samkomurnar og þar spilaði Hulda á gítarinn og söng milliraddirnar og helgaði sig því lífi, sem alla tíð var hennar aðalsmerki. Ég kynntist þessari konu þegar hún var orðin við aldur, en aldurinn var henni aldrei til trafala. Hún tók þátt í lífinu í kringum sig, hreifst af fegurðinni og gladdist á kappleikjum þar sem börnin hennar og barna- börnin, Sammi og Hanna og Ingólf- ur, Jóhann og Atli, léku boltaleiki í fremstu röð, þegar Samúel yngri og Arnar létu að sér kveða og hver var fyrst á KA-völlinn í fyrra, önnur en áttatíu og fjögurra ára gömul amm- an, þegar Ellert yngri var mættur til að spila? Mér fannst hún tengda- mamma stundum skondin, þegar þær pískruðu saman eins og tvær samloka dúkkulísur, hún Ágústa mín og Hulda, og þegar hún var að nostra við bláókunnugt fólk, eða þegar hún gaukaði að manni tilvitnunum úr Biblíunni og skrifaði dagbók fyrir Guð. En þegar upp er staðið og litið til baka var þetta í rauninni þessi ein- faldleiki, þessi raunveruleiki, þessi sanni tónn, sem skiptir kannske mestu máli og því eina máli, að rækta hjarta sitt og hlusta á það og hugsa með því. Og gefa af sér, af umburð- arlyndi, af örlæti, af góðu hjartalagi. Þegar öllu er á botninn hvolft stend- ur það eitt eftir að vera maður sjálf- ur. Og þá sakar ekki að eiga stórt hjarta. Það átti hún Hulda Sigur- björnsdóttir, eiginkona forstöðu- mannsins í Hvítasunnusöfnuðinum, mamma og amma afkomenda sinna, blaðskellandi atorkukona, trúræknin uppmáluð, auðmjúkur og þakklátur einstaklingur, sem þekkti tímana tvenna og þekkti sín takmörk og sitt hlutverk. Og hafði vit á því að hlusta á hjartsláttinn og fara eftir honum. Æviskeið Huldu fer sennilega ekki í Öldina okkar. En hún var sannur fulltrúi síðustu aldar, þeirrar kyn- slóðar og þess fólks, sem unni sér aldrei hvíldar, sem ræktaði garðinn sinn og uppskar í gleði og gjöf trú- arinnar. Hóf sig upp fyrir prjálið og græðgina og sýndarmennskuna og var það sjálft. Fram í andlátið. Þann- ig dó hún Hulda, sæl og glöð og sátt við sig og sína. Hún lifði með hjart- anu og dó með hjartanu. Blessuð sé minning hennar. Ellert B. Schram. HULDA SIGUR- BJÖRNSDÓTTIR  Fleiri minningargreinar um Huldu Sigurbjörnsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ Kristbjörg ÓlafíaÓskarsdóttir fæddist að Stóru- Borg undir Eyjafjöll- um 9. nóvember 1927. Hún lést á líkn- ardeild Landsspítala, Landakoti í Reykja- vík 23. apríl síðast- liðinn. Foreldrar Kristbjargar voru Vilborg Sigurðar- dóttir frá Stóru-Borg undir Eyjafjöllum og Óskar Lárusson frá Vestmannaeyjum. Tveggja vikna gömul fór Kristbjörg til fósturforeldra sinna, heiðurshjónanna Elínar Bárðardóttur ljósmóður og Magnúsar Tómassonar bónda í Steinum í sömu sveit. Hún kom þar inn í stóran barnahóp og varð frá fyrstu stundu sem þeirra barn, enda kenndi hún sig ævin- lega við Steina undir Eyjafjöllum. Systkini Kristbjargar frá Stein- um voru Tómas, Þyrí, Bárður, Óskar, Sigurbergur, Katrín, Vig- dís, Rútur og Páll. Vigdís er ein eftirlifandi þeirra systkina. Kristbjörg giftist 4. október 1947 Ólafi Jóhannssyni járn- og rennismið, f. 13. desember 1922, fyrrum verkstæðisformanni á vélaverkstæði Áburðarverksmiðj- unnar í Gufunesi. Ólafur lést 28. júní 1996. Góður vinur Kristbjargar síð- ustu árin var Haraldur Magnús- son á Akranesi. Börn Kristbjargar og Ólafs eru: 1) Vilborg I., f. 28. júní 1946, maki Gestur Þór Sigurðsson, f. 29. júlí 1947. Börn þeirra eru: a) Sig- urður Óli, f. 26. apríl 1972, sambýliskona Alda Áskelsdóttir, f. 29. desember 1968. Hennar börn eru Una Katrín Ellerts- dóttir, f. 11. desem- ber 1995, og Fannar Steinn Ellertsson, f. 6. desember 1997. b) Kristín, f. 10. ágúst 1982, sambýlismað- ur Arnar Gauti Reynisson, f. 24. mars 1981. 2) Jó- hann, f. 12. september 1950, maki Hjördís J. Hjaltadóttir, f. 25. apríl 1953. Börn þeirra eru: a) Krist- björg Edda, f. 5. janúar 1973, sambýlismaður Sebastian Peters, f. 12. ágúst 1973. Börn þeirra eru Emil, f. 20. apríl 1997 og Katla Ýr, f. 28. október 2000. b) Íris Arna, f. 21. desember 1973. 3) El- ín Rut, f. 9. október 1960, maki Brynjólfur Stefán Guðmundsson, f. 9. ágúst 1956. Börn þeirra eru: a) María, f. 18. maí 1981, sam- býlismaður Finnur Örn Þórðar- son, f. 9. desember 1978, b) Ólafur Rafn, f. 30. nóvember 1984, og c) Bjarki, f. 2. október 1992. Auk húsmóðustarfa vann Krist- björg á sótthreinsunardeild Borg- arspítalans í Fossvogi í 20 ár, eða þar til hún lauk störfum og fór á eftirlaun. Útför Kristbjargar verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Ég vil með örfáum orðum minnast tengdamóður minnar Kristbjargar Ó. Óskarsdóttur frá Steinum. Mín fyrstu kynni af Kristbjörgu voru þegar hún leigði mér á námsárum mínum forstofuherbergið í raðhúsi þeirra hjóna á Háaleitisbrautinni, sá leigusamningur leiddi reyndar síðar til mun mikilvægari samnings við fjölskyldu hennar en það er nú önn- ur saga. Kidda, eins og hún var jafn- an kölluð, var í mínum huga virðuleg kona sem kom ávallt til dyranna eins og hún var klædd, laus við til- gerð en samt blíð og glaðleg. Hún var mikill dugnaðarforkur og þótti ekki gott ef hlutirnir voru geymdir þar til á morgun. Helst þurfti að hefjast handa strax við það sem búið var að tala um að gera. Heimili hennar var alla tíð myndarlegt og bar hennar merki á ýmsan hátt, bæði með fallegum munum sem hún hafði sjálf gert eða valið af sérstakri smekkvísi. Kristbjörg var afskaplega fé- lagslynd kona og hennar mesta yndi var að taka á móti gestum eða fara í heimsókn til vina og vandamanna. Vinir hennar héldu alla tíð við hana tryggð og var oft margt um mann- inn á hennar heimili. En fyrst og fremst var það þó fjölskyldan sem átti huga hennar og hjarta. Velferð barna hennar og barnabarna var það sem skipti hana mestu máli. Þegar hún var orðin það sem stund- um er kallað „löglegt“ gamalmenni var hún ólöt að taka þátt í fjölþættu starfi eldri borgara. Stundum var svo mikið að gera hjá henni í ým- iskonar handavinnu, spilamennsku, leikfimi, söng eða dansi að við hin höfðum orð á að ekki væri nema fyr- ir ungt fólk með fulla atorku að komast yfir það allt. Kristbjörg missti eiginmann sinn Ólaf Jóhannsson fyrir um sjö árum síðan, það var mikið áfall fyrir hana því þau voru alla tíð mjög samrýnd og miklir mátar. Þau voru bæði af þeirri kynslóð Íslendinga sem ein- kenndi síðustu öld og upplifðu hvað mestar breytingar á okkar þjóðlífi. Þau voru bæði uppalin undir Eyja- fjöllum en fluttu til Reykjavíkur og stofnuðu sitt heimili þar. Rætur þeirra voru í sveitinni undir fjöll- unum og þangað leitaði oft hugur þeirra. Enda fór svo að þar byggðu þau sér lítið sumarhús sem var þeim afskaplega kært. Þar eyddu þau öll- um sínum frístundum meðan þau bæði lifðu. Undir fjöllunum þekktu þau alla og áttu vini eða vandamenn á öðrum hverjum bæ sem gott var að sækja heim eða fá í heimsókn. Þeirra menning og viðhorf var mjög mótað af þessum bakgrunni sem þau höfðu fengið þarna í sveitinni. Fyrir um þremur mánuðum síðan greindist Kristbjörg með banvænan og erfiðan sjúkdóm. Hún tók þeim tíðindum með æðruleysi og háði sína lokabaráttu með mikilli reisn. Ég kveð Kristbjörgu með virð- ingu og þakklæti fyrir samfylgdina. Guð blessi hana og varðveiti. Brynjólfur Guðmundsson. KRISTBJÖRG ÓLAFÍA ÓSKARSDÓTTIR  Fleiri minningargreinar um Kristbjörgu Ólafíu Ósk- arsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. um við okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Guð geymi Snorra Þór Jóhann- esson, vaki yfir ástvinum hans og græði sárin. Hannes Fr. Guðmundsson, aðstoðarskólastjóri. Þegar ég var barn heyrði ég oft talað um Snorra í Reykholti. Af því dró ég þá ályktun að frændi minn hlyti að eiga Reykholt og ráða öllu þar. Svo komst ég að því að annar maður með þessu nafni tengdist staðnum eitthvað – þessi sem styttan er af. En það breytti ekki því að í mínum huga var Snorri frændi aðalmaðurinn í Reykholti. Þessi hugmynd bernsku minnar var reyndar ekki svo langt frá sannleikanum. Snorri var einn vin- sælasti kennari Héraðsskólans í Reykholti í tæplega 30 ár. Vin- sældir hans stöfuðu ekki síst af því að hann hafði einlægan og lifandi áhuga á því sem hann kenndi. Áhugi hans skein í gegn í öllu því sem hann hafðist að í kennslustof- unni og var bráðsmitandi. Ég var sjálfur nemandi Snorra á árunum 1984-1986. Fyrri veturinn minn kenndi Snorri okkur ís- lensku. Við lásum Gísla sögu Súrs- sonar. Snorri útskýrði textann á einstaklega líflegan og skýran hátt og þegar kom að sjálfu efni sög- unnar dugði ekkert minna en leik- ræn tilþrif. Ég var einnig nemandi Snorra í ensku ári síðar og þá lás- um við Mýs og menn eftir Stein- beck. Þær kennslustundir eru mér líka ógleymanlegar. Snorri var svolítill dellukarl og hafði m.a. gaman af meinlausum hrekkjum. Hann gerði það stund- um að gamni sínu að vera með ljóta grímu þegar hann gekk á heimavistarnar á kvöldin. Ég fæ seint gleymt þeim skaðræðisópum sem bárust um gangana þegar Snorri gekk á vistarnar með grím- una. Við Snorri töluðum stundum um að fara saman upp á Arnarvatns- heiði og renna fyrir silung. Hann hafði gert töluvert af því á árum áður og þekkti heiðina vel. Það varð þó aldrei úr að við færum saman. En ég mun hugsa til Snorra frænda þegar ég fer þang- að upp eftir og sest niður við eitt- hvert vatnið með stöngina mína. Óli Jón Jónsson. Orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. segir í einu erinda Hávamála. Þessi orð komu í hugann þegar fréttist af andláti Snorra Jóhann- essonar. Meðal þeirra æskuminn- inga sem hvað ljúfast er að rifja upp eru margar frá héraðsskóla- árunum í Reykholti árin 1975-1977. Einn þeirra sem lögðu þar gjörva hönd á plóg í umönnun og menntun ungviðis, sem flest var þá í fyrsta skipti fjarri foreldrahús- um, var Snorri Jóhannesson. Auk þess að vera góður félagi og vinur, var hann kennari af Guðs náð, sem augljóslega hafði yndi af að leið- beina og fræða, bæði í náminu og félagslífinu. Lifandi áhugi hans á námsefninu smitaði unglinga sem voru misjafnlega áhugasamir og móttækilegir, enda ótalmargt ann- að sem kallaði meira á athyglina en námið. Snorri kenndi öll sín fög af sama glaðværa og einlæga áhug- anum, sem lét fæsta ósnortna. Jarðfræðin varð í meðferð hans lif- andi saga landsins okkar og það sem áður var ómerkilegt grjót varð iðulega nánast lifandi fyrirbæri. Í enskukennsluna fléttaði Snorri af listfengi áhuga sinn á tónlist og við nutum þess að læra lög og texta Roger Whittaker og fleiri tónlist- armanna, auk enskunnar sem fylgdi með, nánast eins og í kaup- bæti. Rúmum tuttugu árum síðar var það enda sjálfsagt mál, þegar Whittaker kom til landsins og hélt tónleika, að hóa gömlu „bekkjar- klíkunni“ saman á tónleikana, að sjálfsögðu með Snorra og Sigríði konu hans sem heiðursmeðlimi hópsins, auk skólameistara- hjónanna Vilhjálms Einarssonar og Gerðar Unndórsdóttur. Að loknum tónleikum gafst færi á að heilsa upp á Whittaker og konu hans og bæði voru stórhrifin af kennsluaðferðum Snorra. Áritaður nýútgefinn diskur reyndist auð- fenginn og Snorri kvaddi með eina Whittaker-diskinn sem hann ekki átti fyrir. Við leiðarlok er ljúft að minnast heiðursmannsins, sem hafði góð og mótandi áhrif á okkur. Við vottum fjölskyldu Snorra innilega samúð okkar og biðjum Guð að leiða ykk- ur í gegnum erfiða daga. Minn- ingin um góðan dreng lifir meðal okkar um ókomna tíð. Aðalsteinn, Bjarni Stefán, Björn, Einar, Guðmundur, Helgi, Katrín, Kristján og Halldóra.  Fleiri minningargreinar um Snorra Þór Jóhannesson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.