Morgunblaðið - 02.05.2003, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 02.05.2003, Blaðsíða 30
30 FÖSTUDAGUR 2. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. ÞEGAR ég var ungur voru nokkrir millj- ónamæringar á Íslandi. Þetta voru að- allega heildsalar sem áttu e.t.v. allt að 100 m.kr. sem að mestu voru bundnar í birgð- um og húseignum. Á síðustu árum hefur þetta breyst. Nú eigum við á Íslandi marga tugi milljarðamæringa, menn sem telja eignir sínar í þúsundum milljóna og eiga fé í reiðufé og verðbréfum. Ekki er ástæða til annars en að gleðjast yfir því að mönnum gangi vel og þeim græðist fé. Hitt er hins vegar umhugsunarefni að fæstir þessara manna hafa fénast vegna eigin dugnaðar eða aukinnar framleiðslu. Ekki er heldur við þá að sakast að þeir hafi gert neitt rangt, þeir hafa fylgt leikreglum sem löggjafi og ríkisstjórn hafa búið þeim. Gjafir og matadorspil Sú gríðarlega eignatilfærsla sem átt hefur sér stað á undanförnum árum á sér í höfuðdráttum tvenns konar rætur. Annars vegar gjafakvótinn, þegar þeir sem áttu skip í þrjú ár á níunda áratugnum fengu úthlutað rétti yfir fiskimiðunum og hafa selt hann með ærnum ágóða og litlum sem engum skattgreiðslum. Enginn okkar sem stóðu að framsalinu sá fyrir að þessi ósköp mundu gerast með síðari breytingum og heimildum til veðsetningar. Rúllettan virðist fara af stað um 1995. Ríkisstjórnin brást. Greip ekki inn í gang mála og þjóð- areign, sem Íslendingar voru marga ára- tugi að ná í sína eigu, varð féþúfa fá- mennra hópa. Hins vegar hafa ríkisstjórn og löggjaf- arvald brugðist þegar kemur að óðfluga vaxandi fjármálamarkaði. Snjallir spila- menn hafa fengið opinn leikvöll og með laglegum tilfærslum með sjóði í almanna- eign, sjálfseignarsjóði, tjónasjóði og lífeyr- issjóði, hafa þeir náð undir sig miklum völdum og áhrifum og fjármunum. Hver man ekki deilur um kennitölusvindl, inn- herjaviðskipti og greinar Agnesar Braga- dóttur um valdabaráttu á fjárnálamarkaði, þar sem jafnvel viðskiptabankarnir koma að spilinu? Enn endurtaka sig tilfærslur á borð við gjafakvótann og löggjafinn og rík- isstjórn megna ekki að setja eðlilegar leik- reglur með þeim afleiðingum að þeir fjár- munir sem þjóðin hefur önglað saman á hundrað árum lenda í eigu fámennra hópa. Á sama tím inga hækkað 5 og skattleysis launa- og verð ættu að vera u þús. kr. ef þau Þannig hefur minnstu bræð in tilfinnanleg við fátækt. Þe mánuði verða því sem umfra mennirnir sem greiða lítið se um. Leikreglu laust gefið. Lö brugðist. Rön Þúsundir b húsum, hundr unarvist, sjúk hjúkrunarfræ Nýtt afl, breyttar áhe ur, breytt þjóðfélag Eftir Guðmund G. Þórarinsson „Nýtt afl er að fást við grun arbreytingar á þjóðfélaginu flestir aðrir stjórnmálaflokk að fást við lítilsháttar lagfæ ingar …“ SLÆR einhver hendinni á móti hagvexti, sem er meiri en verður til vegna álversins á Reyðarfirði? Ítarleg áætlun Samfylking- arinnar um markvissar fjárfestingar í menntun mun á næstu árum leiða til þess að landsframleiðslan hækki um tæpt 1%. Það er næstum eins mikið og varanleg áhrif álvers á Reyðarfirði og virkjunar við Kárahnjúka hafa í för með sér. Samfylk- ingin er í reynd eini flokkurinn sem byggir sýn sína á framtíð íslensku þjóðarinnar út frá fjárfestingum í menntun. Þannig, og að- eins þannig, mun okkur takast að snúa vörn í sókn, og bæta upp metnaðarleysi Sjálfstæðisflokksins í menntamálum. Vondur viðskilnaður sjálfstæðismanna Staðreyndin er því miður sú, að sjálf- stæðismenn skilja illa við menntamálin, eft- ir að hafa stjórnað menntamálaráðuneyt- inu í 17 af síðustu 20 árum. Undir þeirra stjórn hafa Íslendingar varið mun minna fjármagni en grannþjóðir til menntamála. Við erum nú aðeins í 14.sæti af 28 OECD- löndum í opinberum framlögum til mála- flokksins, miðað við fólk á skólaaldri. Allir vita að við eigum frábært starfsfólk í kennarastétt. Eigi að síður sýna alþjóð- legar kannanir að íslensk grunnskólabörn eru meira en skör aftar jafnöldrum sínum í mikilvægum námsgreinum. Á framhalds- skólastiginu blasir við okkur ein mesta só- un samfélagsins, sem birtist í skelfilega háu brottfalli. Þriðjungur þeirra, sem hefja nám í framhaldsskóla, fellur brott. Þetta þýðir, að hefðbundin íslensk fjölskylda, sem á þrjá unglinga í framhaldsskóla, get- ur búist við að einn þeirra falli úr skóla. Ég þarf ekki að orðlengja hvaða rót það getur komið á líf unglings, og hversu stutt er þá oft í erfiða sviptivinda í lífi viðkvæms, óharðnaðs einstaklings. Þessu verður að breyta, og þessu ætlar Samfylkingin að breyta. Á glæsilegu Vorþingi Samfylkingarinnar samþykktum við að setja menntamálin í al- geran forgang. Á blaðamannafundi í Þjóð- menningarhúsinu á miðvikudag birti svo Samfylkingin einstæða áætlun um þaul- hugsaða fjárfestingu á öllum stigum menntakerfisins. Að þeirri áætlun kom stór hópur sérfræðinga innan Samfylking- arinnar, sem hefur reynslu af kennslu og rannsóknum á öllum stigum mennta- kerfisins. Ég hika ekki við að halda fram, að áætlun Samfylkingarinnar er metn- aðarfyllsta og vandaðasta áætlun sem nokkur íslenskur stjórnmálaflokkur hefur lagt fram um g menntakerfin Í einstæðri felst að undir um milljörðum menntamála á munu framlög aukast um 5 m verður einn m merktur iðn- o hefur algerleg stæðisflokksin auka fjárveitin milljarða á kjö framlög til ran staklega aukin aukningu mun sjálfstætt star um skapa þeim að sinna ranns Samfylking umbótum á m lega þarft er a nýju og nútím orsök þess að ekki jafnfætis Samfylkingin vill mar vissa menntasókn Eftir Össur Skarphéðinsson „Ég hika ekki við að halda fr Samfylkingarinnar er metna vandaðasta áætlun sem nok stjórnmálaflokkur hefur lagt gerar endurbætur á menntak ÞRÁTT fyrir að jafnréttislög hafi verið sett árið 1961 og fimm ára aðlög- unartíma sem þá var ákveðinn búum við enn við hróplegt launamisrétti. Konur gegna flestum láglaunastörfunum þar sem umönnunarstörf eru ennþá minna metin en störf í fjármálageiranum. Kon- ur fá 57% af launum karla fyrir fulla vinnu. Ef síðan eru borin saman laun fyrir sömu vinnu er munurinn einnig töluverður eða 16%. Við þetta verður ekki unað. Við viljum svipta burt launa- leyndinni og tryggja eftirlit með launa- mun þannig að honum verði útrýmt. Launamisréttið er ein af orsökum fá- tæktar í vissum kvennastéttum og hún er sérstaklega mikil þegar litið er á ein- stæðar mæður sem sumar hverjar eru fastar í gildru fátæktar. Útrýmum fátækt! Við viljum útrýma fátækt á Íslandi og það er hægt. Við viljum þjóðarsátt um að útrýma he verði hækkuð af þeim. Við við, snúa af b stefna að því velferðarkerf Eitt mikilvæg utan að leiðr að fella niður inn er fyrsta að vera gjald inn. Það er sj barns að njót einnig er um bót sem nem ári fyrir hver Við segjum hendur án un Gerum skýra kröfu um kve Eftir Jóhönnu B. Magnúsdóttur „Kvenfrelsi er haft að leiðarljósi í öllum mála- flokkum.“ STAÐAN Í KOSNINGABARÁTTUNNI Skoðanakannanir sýna, að miklarsviptingar eru enn á milliflokka í kosningabaráttunni. Ef tekið er mið af tveimur síðustu könnunum Félagsvísindastofnunar fyrir Morgunblaðið má segja að báðir stjórnarflokkarnir hafi verið að styrkja stöðu sína eitthvað síðustu vikur, fylgi Samfylkingarinnar hafi minnkað en Frjálslyndi flokkurinn sé sá stjórnmálaflokkanna, sem komi mest á óvart með umtalsverðu fylgi skv. þessum könnunum. Í frásögnum fjölmiðla er könnun- um gjarnan stillt upp á þann veg, hvort stjórnarflokkarnir haldi meiri- hluta sínum á Alþingi eða hvort hann sé fallinn. Þetta er út af fyrir sig ekk- ert óeðlilegt en þó má ekki gleyma því, að ekki liggja fyrir neinar yfir- lýsingar frá stjórnarflokkunum um að þeir muni halda samstarfi sínu áfram eftir kosningar haldi þeir sam- eiginlegum meirihluta á Alþingi. Þeir ganga báðir óbundnir til þessara kosninga. Félagsvísindastofnun hefur gert fjórar kannanir fyrir Morgunblaðið frá því í febrúar. Í þremur af fjórum þessara kannana hefur niðurstaðan verið sú, að fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur verið minna en algengast hefur verið í kosningum þegar litið er til síðustu 70 ára. Í stórum dráttum má segja, að Sjálfstæðisflokkurinn hefur í alþing- iskosningum unnið sína mestu sigra í kjölfar vinstristjórna. Þó var árangur flokksins í þingkosningunum 1999 mjög góður eða 40,7% eftir átta ára stjórnarsetu. Úrslit þingkosninganna 1971 voru ein hin lökustu í sögu Sjálfstæðis- flokksins fram að þeim tíma með einni undantekningu þó á fyrstu starfsárum flokksins, en 1971 hafði Sjálfstæðisflokkurinn átt aðild að ríkisstjórn í tólf ár alveg eins og nú. Ekki þarf að koma á óvart, þótt kosn- ingabarátta flokks sé þyngri en ella með svo langa stjórnarsetu að baki. Hins vegar bendir samanburður á könnunum Félagsvísindastofnunar frá 11. apríl sl. og nú til þess að Sjálf- stæðisflokkurinn sé að styrkja stöðu sína, ekki einungis vegna hærri heild- arprósentu heldur og ekki síður vegna þess að fylgi flokksins er jafn- ara nú í öllum aldursflokkum en það var snemma í apríl og stuðningur kvenna við Sjálfstæðisflokkinn er augljóslega að aukast. Þegar á heild- ina er litið má því segja, að Sjálfstæð- isflokkurinn hafi skapað sér nokkuð góða vígstöðu við upphaf lokaáfanga kosningabaráttunnar. Hugmyndin eða hugsjónin um sam- einingu jafnaðarmanna og sósíalista í einum flokki hefur gengið eins og rauður þráður í gegnum stjórnmála- söguna síðustu sjö áratugi. Að sjálf- sögðu hefur forystumönnum flokk- anna á vinstri kantinum alltaf verið ljóst, að með slíkri sameiningu hefðu þeir möguleika á að skapa stjórn- málaafl, sem kæmist mjög nálægt Sjálfstæðisflokknum að styrkleika. Í þingkosningunum 1999 kom það mest á óvart að það skyldi ekki takast en þá fékk Samfylkingin 26,8% fylgi á landsvísu. Framan af vetri virtust skoðanakannanir benda til þess að nú væri þetta að takast því að Samfylk- ingin kom aftur og aftur út úr könn- unum með meira fylgi en Sjálfstæð- isflokkur, m.a. í könnunum Félagsvísindastofnunar í febrúar og snemma í apríl. Mikið fylgi Samfylkingar í könnun- um í vetur hefði því ekki átt að koma neinum á óvart. Hins vegar vekur at- hygli að nú undir lok kosningabarátt- unnar sýna flestar kannanir, að það halli undan fæti hjá Samfylkingunni og í nýjustu könnun Félagsvísinda- stofnunar er flokkurinn með minnsta fylgi, sem hann hefur fengið í könn- unum stofnunarinnar fyrir Morgun- blaðið í vetur. Ein ástæðan kann að vera sú, að Samfylkingin hefur ekki haft forystu um neitt þeirra þriggja málefna, sem mest hafa verið til um- ræðu í kosningabaráttunni. Sjálf- stæðisflokkurinn hafði forystu um umræður um skattalækkanir. Vinstri-grænir lögðu áherzlu á breyt- ingar á velferðarkerfinu, sem margir hafa síðan tekið undir og Frjálslyndi flokkurinn hefur haft ótvíræða for- ystu í kröfum um breytingar á fisk- veiðistjórnarkerfinu, þ.e. þeim þátt- um þess, sem mest hafa verið ræddir. Líklega er Frjálslyndi flokkurinn að ná til sín fylgi fyrrverandi kjósenda Alþýðuflokksins, sem eru ósáttir við hversu áhrifamiklir gamlir alþýðu- bandalagsmenn eru innan Samfylk- ingarinnar og að einhverju leyti er flokkurinn að ná til sín fylgi frá Sjálf- stæðisflokknum í sjávarplássunum. Framsóknarflokkurinn er augljós- lega að ná sér á strik í kosningabar- áttunni og líkurnar aukast á því að flokkurinn fái viðunandi útkomu í kosningunum. Miðað við síðustu könnun Fé- lagsvísindastofnunar eru vinstri- grænir með svipað fylgi nú og þeir náðu í þingkosningunum 1999. Að þessu sögðu má því ætla að síð- asta vika kosningabaráttunnar muni einkennast af harðri baráttu stjórn- arflokkanna beggja við að styrkja stöðu sína enn og ákveðinni viðleitni Frjálslynda flokksins til þess að halda því, sem hann hefur náð. Vandi Samfylkingarinnar verður sá að finna leiðir til þess að ná ein- hverju málefnalegu frumkvæði á lokastigi kosningabaráttunnar. Þegar upp er staðið eru það alltaf málefnin, sem úrslitum ráða. Þrátt fyrir allt erum við Íslendingar ekki komnir á það stig, að allt annað en málefni ráði ferðinni. Þjóðin er of vel menntuð og of vel upplýst til þess að láta auglýsingar, sem einfalda öll mál, móta afstöðu sína og persónu- dýrkun hefur ekki enn haldið innreið sína í íslenzkt samfélag á þann veg, sem þekkist sérstaklega í Bandaríkj- unum. Sá veruleiki er mikið fagnaðarefni. Þessi fámenna en vel menntaða þjóð hefur alla burði til að byggja hér upp merkilegt lýðræðisríki og það á að vera okkur Íslendingum metnaðar- mál, að kosningar til hins sögufræga Alþingis okkar einkennist af vönduð- um umræðum um málefni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.