Morgunblaðið - 02.05.2003, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 02.05.2003, Blaðsíða 36
MINNINGAR 36 FÖSTUDAGUR 2. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Lokað vegna jarðarfarar Bæjarskrifstofurnar verða lokaðar frá kl. 13.00 í dag, föstudaginn 2. maí, vegna jarðarfarar Stellu Sigurleifsdóttur. Bæjarstjóri KÓPAVOGSBÆR www.kopavogur.is ✝ Snorri Þór Jó-hannesson fædd- ist í Vestmannaeyj- um 19. júlí 1940. Hann lést á Land- spítala – háskóla- sjúkrahúsi við Hringbraut 23. apríl síðastliðinn. For- eldrar hans voru Jóhannes Pálmason, f. 10. jan. 1914, d. 22. maí 1978, prest- ur, prófastur og kennari á Stað í Súgandafirði og síð- ar í Reykholti í Borgarfirði, og Aðalheiður Mar- grét Snorradóttir, f. 29. okt. 1914, húsfreyja á Stað í Súg- andafirði, í Reykholti og síðar í Kópavogi. Systkini Snorra eru Kristín, f. 23. febr. 1945, d. 6. apríl 1953, Sigrún, f. 1. okt. 1947, maki Jón Sigurðsson, Pálmi, f. 7. febr. 1952, maki Soffía Kjaran, ensku og dönsku við heimspeki- deild Háskóla Íslands1961–62. Hann var við nám við Morey House Teachers Training Coll- ege í Edinborg 1963–64, lauk BA-prófi í ensku, landafræði og uppeldisfræði frá Háskóla Ís- lands 1967 og var við nám í dönsku við Háskóla Íslands vet- urinn 1989–90 (orlof). Snorri stundaði sjómennsku á námsárum. Hann var kennari við Barna- og unglingaskólann í Njarðvík 1962–63, við Héraðs- skólann í Reykholti í Borgarfirði frá 1967, skólastjóri þar 1974–75 og 1991–92, yfirkennari frá 1980. Kennari við Rimaskóla frá 1996– 2001 og í hlutastarfi frá 2001 til dánardægurs. Snorri sat í sáttanefnd Reyk- holtsdalshrepps 1974–78, í stjórn bókasafns Reykdæla 1978–82, var meðhjálpari við Reykholts- kirkju 1978 til haustsins 1989 og hafði umsjón með árbók Héraðs- skólans í Reykholti 1974–89. Snorri sat í stjórn Súgfirðinga- félagsins frá 2001. Útför Snorra verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. og Sigurður, f. 2. apríl 1954, maki Halla Hafdís Guð- mundsdóttir. Snorri kvæntist 6. júlí 1963 Sigríði Bjarnadóttur, f. 22. febr. 1938, kennara í Reykholti og síðar húsfreyju í Kópavogi. Snorri og Sigríður eiga tvo syni, þeir eru: 1) Jóhannes, sambýliskona hans er Sigrún Jónsdóttir, þau eru búsett í Reykjavík og 2) Bjarni, eiginkona hans er Bente Tønnesen, þau eru búsett í Nor- egi. Synir Bjarna og Thelmu Theódórsdóttur eru Aron Snorri, Theódór Elmar og Brynjar Orri. Snorri lauk landsprófi frá Hér- aðsskólanum á Núpi 1955 og varð stúdent frá Menntaskólan- um á Akureyri 1960. Hann nam Snorri Þór Jóhannesson birtist í Rimaskóla árið 1996 og bauð fram krafta sína, þá kominn hátt á sex- tugs aldur. Stórkarlalegur, snar í hreyfingum og bauð af sér góðan þokka. Spurzt var fyrir um mann- inn. Ummæli öll á einn veg: Af- burðakennari sem hverri mennta- stofnun væri fengur að og Snorri ráðinn í snatri. Hann var háskólamenntaður maður, fjölgáfaður og hefði getað valið sér nánast hvaða starfsvett- vang sem er. Til Rimaskóla í Graf- arvogi kom hann með langa reynslu sína af kennslu á grunn- og framhaldsskólastigi auk stjórn- unarstarfa í skóla. Fyrir það að hann skyldi láta Rimaskóla njóta krafta sinna síðustu starfsárin verður ekki nógsamlega þakkað. Snorri tók að sér kennslu í ung- lingadeild. Hann var hafsjór þekk- ingar með nákvæma yfirsýn yfir hvert það námsefni sem hann tók að sér og einstaka hæfileika til að miðla. Samvinna hans og samskipti við kennara og aðra starfsmenn ætíð á ljúfum nótum og gefandi. Kennsla Snorra var fjölbreytt og lifandi og börn og unglingar nutu návistanna við hann. Fyrir nokkru leysti ég hann af í 8. bekk þegar hann var frá vegna einhvers kvilla. Það man ég raunar ekki til að hafi gerzt fram að því. Skilaboð barnanna voru skýr. Þau vildu fá hann sem fyrst aftur vegna þess að þeim fannst hann svo góður kenn- ari og hafa svo góða nærveru. Þeg- ar hann skömmu síðar veiktist al- varlega flutti ég honum skriflega kveðju frá þeim. Skilaboðin aftur einföld. Þau mátu hann mikils sem kennara, þótti vænt um hann, von- uðu að honum batnaði fljótt og að hann kæmi sem fyrst aftur. Snorri var maður hógvær og framkoman yfirlætislaus. Menn komust þó fljótt á snoðir um fjöl- breytta hæfileika hans og góðfús- lega og oft leyfði hann bæði nem- endum og samstarfsmönnum að njóta þeirra. Sjónhverfingar, alls kyns brögð og brellur og skemmti- atriði ýmiss konar léku í höndum hans og myndasmiður var hann góður. Auðvitað var þessi snilling- ur hagmæltur í betra lagi og marg- ar drápurnar, vísurnar og kvæðin flutti hann beðinn og óbeðinn. Gamansögum af sjálfum sér og öðrum, spaugilegum atvikum og ýmsum brellum laumaði hann að manni þegar svo bar við. En allt var græskulaust. Það var óend- anlega gaman að spjalla við Snorra og njóta nærveru hans og sterks persónuleika. Hreinskilni hans og allt að því barnsleg einlægni gerði samræður við hann öðruvísi. Næmt skopskyn hans kom alls staðar fram. Hann leitaði óhikað ráða en sannarlega gaf hann góð á móti og gott var að eiga traust hans og trúnað. Hann var víðlesinn og fróður og horfði á veröldina, líf- ið og tilveruna frá víðum og heim- spekilegum sjónarhóli hins djúp- vitra manns. Laus við að dæma, frekar eins og rannsakandi og stundum eins og dálítið undrandi en samt fullur skilnings og óend- anlegs umburðarlyndis yfir lífi og breytni tegundarinnar homo sapi- ens sapiens. Undanfarna daga hafa skotið upp kolli mörg minninga- brot sem hafa yljað mér um hjartarætur og glaðhlakkalegur og dálítið hás hlátur hans hefur þá hljómað fyrir eyrum. Af mikilli hlýju ræddi hann um fjölskyldu sína og sérstakur glampi kom í augu hans er hann nefndi konuna sína, Sigríði. Þar skynjaði maður ást og virðingu í sambandi hjóna sem voru eitt í löngu og far- sælu hjónabandi. Hann hlakkaði til þess tíma sem framundan var að þau væru bæði komin á eftirlaun og gætu notið ævikvöldsins saman. Snöggt og óvænt kom upp sú staða rétt fyrir páskahátíðina að Snorri væri alvarlega veikur af krabbameini og tvísýnt um líf hans. Ég náði að ræða við hann dá- litla stund er hann dvaldi heima fá- eina daga um páskana. Þá sagði hann mér að dagar sínir væru tald- ir. Fullkomið æðruleysi hans gagn- vart svo snöggum og óvægnum dómi segja mikið um manninn Snorra Þór Jóhannesson. Áhyggj- ur hans lutu að ástvinunum. Í huga mér kom kjarni þessa erindis úr sálmi Hallgríms: Ég lifi í Jesú nafni, í Jesú nafni’ eg dey, þó heilsa’ og líf mér hafni, hræðist ég dauðann ei. Dauði, ég óttast eigi, afl þitt né valdið gilt, Í Kristí krafti’ eg segi: Kom þú sæll, þá þú vilt Skólastjórnendur, kennarar, aðr- ir starfsmenn og nemendur Snorra í Rimaskóla kveðja hann með þakklæti, væntumþykju og miklum söknuði. Kveðja mann sem var ein- stakur, engum líkur og ógleyman- legur. Sem gaf og veitti af rausn af fjölbreyttum hæfileikum sínum til síðasta dags. Sigríði Bjarnadóttur eiginkonu hans, börnum, barna- börnum og öðrum ástvinum send- SNORRI ÞÓR JÓHANNESSON ✝ Jakob Jón Krist-ján Snælaugsson fæddist á Árbakka, Árskógsströnd 3. júlí 1928. Hann andaðist á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 27. apríl síðastliðinn. Foreldr- ar hans voru Snæ- laugur Baldvin Stef- ánsson f. 18.12. 1981, d. 18.2. 1960 og Kristín Ragnheiður Ágústsdóttir f. 18.1. 1892, d. 17.12. 1935. Systkini Jakobs voru: 1) Stefán Kristinn Snælaugsson f. 27.6. 1916, d. 19.5. 1960, maki Ólafía Halldórsdóttir f. 30.3. 1925. 2) Ólöf Snælaugsdóttir f. 16.7. 1918, maki Þorsteinn Daní- elsson f. 28.10. 1913, d. 8.2. 2003. 3) Margrét Ágústa Snælaugsdóttir f. 29.7. 1921, d. 7.7. 1958, maki Marel Þorsteinsson f. 1.8. 1911, d. 20.5. 1983. 4) Eyjólfur Kristinn Snæ- 5.4. 1994. b) Anna Lilja f. 21.11. 1976, maki Vilhjálmur Sigurðsson, barn bb) Emilía Rún f. 28.2. 1997. 2) Snjólaug Kristín Jakobsdóttir f. 15.8. 1964, kjördóttir, foreldrar: Alma Birgisdóttir f. 26.5. 1939 og Eðvarð Vilmundarson f. 2.10. 1932. Maki Valdimar Örn Valsson f. 20. 7. 1961, börn a) Snædís Anna f. 23. 7. 1991, b) Valdís Lind f. 24.11. 1999, c) Margrét Birna f. 9.4. 1985. Þegar Jakob hóf störf vann hann norður á Árskógsströnd við beitn- ingar og til sjós. Hann fluttist til Innri-Njarðvíkur árið 1950 og bjó þar alla tíð síðan. Hann vann í Hraðfrystihúsi Innri-Njarðvíkur fyrstu árin, varð síðan húsvörður í Krossinum í Njarðvík sem þá var íþróttahús. Vann síðan á sprautu- verkstæði Brynleifs Jóhannessonar og Karls Sigtryggsonar og síðan á sprautuverkstæði Steinars Ragn- arssonar. Að lokum vann hann við Grunnskóla Njarðvíkur sem gang- avörður þar til hann lét af störfum. Jakob söng í mörg ár með kirkju- kór Innri-Njarðvíkur ásamt því að sitja í sóknarnefnd. Útför Jakobs fer fram frá Innri- Njarðvíkurkirkju föstudaginn 2. maí og hefst athöfnin kl. 16. laugsson f. 2.12. 1924, maki Guðrún Jónas- dóttir f. 29.6. 1930, d. 6. 6. 1999. Jakob kvæntist Önnu Lilju Þorvalds- dóttur frá Vatnsenda í Héðinsfirði f. 3.9. 1931, 29.12. 1960. For- eldrar Önnu voru Ól- ína Einarsdóttir f. 18.12. 1904, d. 22.11. 1976 og Þorvaldur Sigurðsson f. 27.4. 1899, d. 17.6. 1981. Dætur þeirra eru 1) Ólína Margrét Har- aldsdóttir fósturdóttir f. 3.10. 1958, foreldrar: Alma Birgisdóttir f. 26. 5. 1939 og Haraldur Freyr Haralds- son f. 15.2. 1936, d. 1.8. 1999. Maki Hermann Borgar Guðjónsson f. 3. 8. 1958. Börn a) Jakob Hafsteinn f. 10.3. 1976, maki Laufey Bjarna- dóttir f. 14.8. 1975. Börn aa) Ólína Erna f. 22.6. 1998 og María Bára f. Elsku afi, aldrei hefði ég trúað því að þegar ég stóð í dyrunum hjá þér og ömmu eftir jólin og var á leiðinni erlendis aftur í skólann, að þetta væri í síðasta sinn sem við værum að hittast. Það er sama hversu oft ég væri búin að reyna undirbúa mig að þú yrðir ekki alltaf til staðar, því mikil veikindi höfðu alltaf hrjáð þig. En þú varst mikill baráttumaður með stærsta hjarta sem eflaust hægt er að finna og náðir alltaf að yfirstíga þær hindranir sem fyrir þig voru lagðar og koma fólki á óvart. Ég von- aði að það yrði í þetta skipti líka. Það er alltaf jafn erfitt að kveðja þá sem maður elskar og hafa snert líf manns á jafn stóran hátt og þú gerðir. Þú varst maður með hjarta úr gulli og veit ég að þú snertir ekki bara mitt líf á stóran hátt, heldur allra þeirra sem fengu að kynnast þér á einn eða annan hátt, hvort sem var í gegnum starf þitt sem gangavörður í Njarð- víkurskóla eða fólk sem þú kynntist á förnum vegi. Stórt skarð hefur ver- ið höggvið í litlu fjölskylduna okkar við það að missa þig en allar góðu minningarnar sem þú skildir eftir munu ylja okkur um hjartarætunar það sem eftir er. Elsku afi takk fyrir allt það góða sem þú hefur gert fyrir okkur systkinin, Snædísi Önnu frænku og allar litlu skvísurnar okk- ar, og ég veit að Kobbi og Snædís myndu taka fljótt undir það með mér að ekki væri hægt að vera mikið lán- samari með afa og ömmu eins og ykkur. Þið hafið átt svo stóran þátt í að gera okkur að betri manneskjum. Guð geymi þig vel fyrir okkur elsku afi minn og lofa ég þér því að við munum öll sameinast um að hlúa vel að ömmu fyrir þig. Þín Anna Lilja Hermannsdóttir og fjölskylda. Elsku afi og langafi Þú varst besti afi í heimi. Við sökn- um þín mikið. Megi góður Guð og englarnir vera með þér Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni. Sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum) Þínar Snædís Anna, Valdís Lind, Margrét Birna, Emilía Rún, Ólína Erna, María Bára. Jæja afi minn, nú er loks komið að kveðjustundinni sem maður hefur verið að reyna að búa sig undir í mörg ár. Afmælisdaginn minn þann 10. mars síðastliðinn þegar við fórum með þig á sjúkrahúsið í Keflavík læddist aldrei sá grunur að mér að þetta yrði í síðasta sinn sem þú kæm- ir heim. Miðað við allar þær hindr- anir sem þú ert búinn að yfirstíga í lífinu þá hélt ég að þetta yrði ein af þeim en svo var ekki. Undirbúning- ur, það er ekki hægt að undirbúa sig að missa mann eins og þig sem geisl- aði af lífsgleði og góðum gildum. Ég bjó nánast við hliðina á ykkur ömmu fram til 18 ára aldurs og var alltaf með annan fótinn inni á gafli hjá ykk- ur og átti þar margar góðar stundir. Það var því engin tilviljun að þegar ég var nýbyrjaður í sambúð og kom- in með börn að ég flutti aftur inn í hverfið með fjölskylduna svo börnin mín fyndu þá hlýju og ástúð sem allt- af var hægt að finna hjá ykkur. Þau voru líka óspör að kíkja í heimsókn til ykkar. Það eru margar minningar sem ég átti með þér en alltaf eru mér minnistæðar allar þær ferðir sem við fórum saman í skólann þar sem þú starfaðir sem gangavörður. Við átt- um þar marga góða tíma saman og samræður og maður sér alltaf betur hvað það var borin ómæld virðing fyrir þér því maður hittir varla gamla nemendur né starfsfólk nema það spyrji fregna af þér. Þú hafðir nefnilega einstakt lag á því að skoða hlutina frá öllum hliðum og gera þá þannig að allir færu sáttir. Ekki held ég að það sé of stórt að segja að allir sem hafa kynnst þér hafa orðið að betri manneskjum. Guð geymi þig afi minn og ég veit að öll fjölskyldan mun sameinast um að passa ömmu eins og ég lofaði þér. Þinn nafni Jakob Hafsteinn Her- mannsson og fjölskylda. JAKOB JÓN KRIST- JÁN SNÆLAUGSSON  Fleiri minningargreinar um Jakob Jón Kristján Snælaugsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Afmælis- og minningargreinum má skila í tölvupósti eða á disklingi (netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfkrafa um leið og grein hefur borist). Ef greinin er á disklingi þarf útprentun að fylgja. Nauð- synlegt er að símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusími og heimasími) fylgi með. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna frests. Nán- ari upplýsingar eru á mbl.is. Um hvern lát- inn einstakling birtist formáli og ein aðal- grein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar skulu ekki vera lengri en 300 orð, u.þ.b. 1.500 slög (með bilum) eða um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitn- anir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.