Morgunblaðið - 02.05.2003, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 02.05.2003, Blaðsíða 40
MINNINGAR 40 FÖSTUDAGUR 2. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ HINN 4. maí n.k. mun verða haldið upp á aldarafmæli Vopnafjarðar- kirkju en byggingu hennar lauk vorið 1903 og var hún vígð 3. maí það ár. Meðal merkra gripa í kirkjunni má nefna altaristöflu sem Jóhannes Kjarval málaði 1916 og mun vera önnur af tveimur altaristöflum sem hann málaði; hin er í Bakkagerð- iskirkju í Borgarfirði-Eystra. Þá eru í kirkjunni veggljós og ljósa- króna sem komu úr Dómkirkjunni í Reykjavík. Veturinn 2002 var tekin endan- leg ákvörðun um að fara í endur- bætur á kirkjunni að utan og hófst það verk upp úr 20. júní og var því lokið snemma í nóvember Afmælishátíðin verður haldin 4. maí og hefst með hátíðarguðsþjón- ustu kl. 14.00. Við það tækifæri verða tvær nýjar kirkjuklukkur, ásamt tölvustýrðum hringibúnaði, formlega teknar í notkun. Við messuna verður frumflutt nýtt lag eftir Zbigniew Zuchowicz skóla- stjóra Tónlistarskóla Vopnafjarðar. Lagið er samið í tilefni afmælisins við texta eftir Guðfinnu Þorsteins- dóttur frá Teigi í Vopnafirði sem orti undir skáldaheitinu „Erla“. Herra Sigurður Sigurðsson vígslu- biskup í Skálholti predikar en sókn- arpresturinn séra Sigfús Jón Árna- son þjónar fyrir altari. Kirkjukór Hofs- og Vopnafjarðarsóknar syngja en auk þess verður einsöng- ur og hljóðfæraleikur. Að lokinni guðsþjónustu verður kaffisamsæti í félagsheimilinu Miklagarði þar sem boðið verður upp á kirkjukaffi að fornum sið. Þar verður flutt um það bil klukkutíma dagskrá í tali og tónum. Allir eru hjartanlega vel- komnir. Sóknarprestur Vopnafjarðar- kirkju er Sigfús Jón Árnason pró- Aldarafmæli Vopnafjarðar- kirkju ✝ Egill Sæmunds-son fæddist í Minni-Vogum, Vog- um, 3. febrúar 1918. Hann lést í Landspít- alanum við Hring- braut 24. apríl síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Guðrún Aðalbjörg Ingi- mundardóttir frá Hrísbrú í Mosfells- sveit og Sæmundur Kristinn Klemens- son frá Minni-Vog- um. Systkini Egils eru Ólafur Ásgeir, f. 1915, d. 1992, Klemens, f. 1916, d. 2002, maki Guðrún Kristmanns- dóttir, Guðrún, f. 1921, d. 2001, maki Guðmundur M. Jónsson, d. 2000, Inga Margrét, f. 1923, maki Jón Herjólfsson. 27. febrúar 1943 kvæntist hann Sigríði Vilborgu Jakobsdóttur, f. 23. október 1923. Foreldrar henn- ar voru Margrét Kristjánsdóttir, f. á Minna Mosfelli í Mosfells- hreppi 12. febrúar 1899, d. 15.október 1968, og Jakob Adolf Sigurðsson, f. í Reykjavík 29. jánsdóttir, f. 27. okt. 1942, hún á þrjú börn. 4) Klemenz, f. 29. mars 1950, maki Anna Margrét Gunn- laugsdóttir, f. 4. feb. 1944, dóttir þeirra er Sigríður Vilborg, f. 7. okt. 1979. Anna Margrét á soninn Aðalstein, f. 20. júlí 1972. 5) Guð- rún, f. 31. maí 1954, maki Jón Ingi Baldvinsson, f. 11. feb. 1952, þau eiga tvö börn, Baldvin Hróar, f. 24. apr. 1980, og Arnar Daníel, f. 17. okt. 1982. Guðrún átti fyrir dótturina Ernu Margréti, f. 6. feb. 1971, barnsfaðir Gunnlaugur Ingimundarson, f. 20. sept. 1950, maki Ernu er Kristinn Þór Guð- bjartsson, f. 21. nóv. 1963, börn þeirra Dagný Vala, f. 29. apr. 1997, og Gunnlaugur Atli, f. 18. apr. 2000. Jón Ingi á dótturina Magneu, f. 26. mars 1970. 6) Sæ- mundur Kristinn, f. 12. sept. 1962. Egill ólst upp hjá foreldrum sín- um í Minni-Vogum og stundaði vinnu til lands og sjávar á sínum uppvaxtarárum. Hann tók Hið minna stýrimannapróf 1942-1943 og Hið minna skipstjórnapróf öðl- aðist hann 1946 frá Stýrimanna- skólanum í Reykjavík. Hann var sjómaður á bátum og togurum til ársins 1980. Starfaði hjá Varnar- liðinu á Keflavíkurflugvelli frá 1983 til starfsloka 1991. Útför Eg- ils verður gerð frá Kálfatjarnar- kirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. ágúst 1901, d. 20. september 1969. Börn þeirra eru: 1) Svein- björn Jakob, f. 27. júlí 1943, d. 6. feb. 1944. 2) Sigurður Vilberg, f. 19. júlí 1945, maki Selma Jónsdóttir, f. 11.jan. 1938, hún á tvö börn frá fyrra hjóna- bandi, þau eru Elín Þóra, f. 30. des. 1958, og Björn Rúnar, f. 21.maí 1962. 3) Svein- björn, f. 26. júlí 1947, kvæntist Svandísi Guðmundsdóttur, f. 28. maí 1952, þau skildu. Börn þeirra eru: a) Hilmar Egill, f. 19. jan. 1969, sambýliskona Áshildur Linnet, f. 1. feb. 1975, þau eiga eitt barn, Arnar Egil, f. 30. jan. 2000, b) Vignir, f. 23. feb. 1970, sambýliskona Guðný Kristjáns- dóttir, f. 30. jan. 1973, þau eiga tvö börn, Ingvar Egil, f. 11. apr. 1990, og Elvar Inga, f. 23. jan. 1995, og c) Eva, f. 28. ágúst 1977, sambýlismaður Torfi Magnússon, f. 8. ágúst 1977. Sambýliskona Sveinbjörns er Sara Björk Krist- Hverfur margt huganum förlast sýn þó er bjart þegar ég minnist þín. Allt er geymt allt er á vísum stað engu gleymt, ekkert er fullþakkað. (Oddný Kristjánsdóttir í Ferjunesi.) Kveðja Sigríður. Þegar ég sest niður nú þegar hann pabbi minn er látinn koma margar minningar í hugann. Ég minnist hans sem ákaflega góðs manns og myndin sem ég sé fyrir mér er þegar hann strauk afa- og langafabörnunum frameftir höfðinu svo fast að þau jafnvel kiknuðu undan. Pabbi var geðgóður maður og ekki margar minningar sem tengjast því að hann skipti skapi. Þó man ég eftir nokkrum skiptum sem hann sagði í hvössum tón: „Strákar, farið þið út að slást.“ Hef- ur honum trúlega þótt nóg um læt- in í bræðrum mínum þegar þeir voru að slást á ganginum. Ég man aldrei eftir honum öðru vísi en höltum en samt gat hann á árum áður gengið svo hratt að mann undraði og frískustu menn máttu hafa sig alla við til að hafa við honum. Síðustu árin hægðu mjaðmirnar verulega á hraðanum og var það hans heitasta ósk að komast í mjaðmaaðgerð þó að hann gerði sér fulla grein fyrir því að hann gæti endað í hjólastól á eftir og fyrir svona hörkukarl hlýtur sársaukinn að hafa verið mikill úr því að hann var tilbúinn til að taka þá áhættu. Hann hafði ómælda ánægju af landi og sögu og var ég komin út á hálan ís ef ég hætti mér í umræðu um slíkt, þá var sama hvort verið var að tala um landið Ísland eða hvernig og hvar önnur lönd lágu í heiminum og sögu þeirra. Það var því mikið gleðiefni fyrir hann að Hilmar Egill, barnabarnið hans, lærði landafræði. Áttu þeir oft góð- ar stundir saman í margvíslegum umræðum um áhugamál sín. Pabbi og mamma ferðuðust mik- ið um landið á síðustu árum en hann eignaðist fólksbíl frekar seint á lífsleiðinni en hafði reyndar átt „Túna“ sem var vörubíll, Studiba- ker 1928. Túni var nær eingöngu notaður á túnunum eins og nafnið gefur til kynna og ekkert hægt að ferðast á honum. Þau fóru yfirleitt á hverju sumri í mörg ár í einhverja túra um landið og fór þá Klemens Kristmannsson með þeim. Þeir skiptust á að keyra og fóru hratt yf- ir, þ.e. þeir óku langar vegalengdir dag hvern. Þau gáfu sér þó tíma til að stoppa og ekki þótti verra ef þar voru einhverjar rústir og gamlar menjar, því þar var einhver saga og það þótti pabba áhugavert og að sjálfsögðu var keyrt um bryggjurn- ar í þeim plássum sem þau áttu leið um. Pabbi átti fleiri áhugamál, en þegar hann var á sjónum þótti hon- um vel mannað um borð ef hægt var að ná saman í brids og varð maður áþreifanlega var við brids- spilarann þegar spilaður var manni eða vist heima og hann gat rakið spilið til fyrsta útspils þegar spilinu var lokið og séð fyrir sér hvernig spilið hefði þróast ef annað spil hefði verið sett út. Nýtni var eitt af því sem kemur í hugann þegar maður minnist pabba. Ég minnist þess þegar hann var að útbúa bílskúr fyrir fáeinum árum í gamla fjósinu, sem sennilega er eitt elsta húsið í Vogunum, þá þótti honum óþarfi að rífa það og byggja annað heldur mátti nýta það sem nýtanlegt var í því og breyta og bæta. Á þessu tímabili kom ég eitt sinn í gamla fjósið, nú bílskúr, og sá hvar hann hafði klætt útvegg, til styrkingar trúlega eða einangr- unar, með gömlum hurðum úr gamla Minni-Voga húsinu sem rifið var 1922, honum hefur líkleg þótt óþarfi að henda svona brúklegum hlutum. En svona var hann pabbi minn og það væri örugglega ekki til skaða að taka hann sér til fyrir- myndar á margan hátt. Hann var fyrst og fremst sjó- maður þó svo aðstæður yllu því að um tíma gerðist hann bóndi í auka- starfi en hann var aldrei hrifinn af því og átti sjórinn og sjómennskan allan hans huga. Ég minnist þess í Minni-Vogum þegar við vorum öll við hádegisverðarborðið og höfðum kannski full hátt lét hann það að mestu afskiptalaust þar til veður- fréttir voru lesnar því þá skyldi vera þögn. Ekki mátti missa af neinu þar enda skiptir veður sjómanninn miklu máli. Jafnvel fram á síðasta dag hlustaði hann með jafn mikilli athygli á veðurfréttirnar sem og reyndar aðrar fréttir. Pabbi var framsóknarmaður lengst framan af ævinni, þó að flest- ir á hans æskuheimili væru sjálf- stæðismenn. Mátti oft heyra hann hækka róminn í eldhúsinu þegar hann fékk einhvern í heimsókn sem hann gat fengið til að ræða stjórn- mál við sig. Eftir að kvótinn var settur á hætti hann stuðningi við flokkinn sinn og kaus hann aldrei eftir það. Það mátti oft greina það sem hefur verið kallað „Minni- Vogaþráinn“ hjá honum pabba mín- um þegar hann var að ræða hin ýmsu hjartans mál því hann stóð fast á skoðunum sínum, en ef rök- færslan var góð skipti hann um skoðun og var ekkert ósáttur við það. Pabbi var einn réttsýnasti maður sem ég hef kynnst og það sýndi sig vel þegar hreppsyfirvöld föluðust eftir Minni-Vogatúnunum fyrir nýtt hverfi í Vogunum. Þetta voru túnin sem hann hafði haft í kringum sig alla sína ævi, en hann vildi veg sveitarfélags síns sem bestan og vildi ekki standa í vegi fyrir fram- förum hér. Hann lét túnin fúslega af hendi. Vinnusemi og snyrtimennska, þessi orð eiga vel við pabba, hann vildi hafa húsin og allt í kring snyrtilegt. Á hverju sumri var reist- ur vinnupallur við húsið heima og dyttað að gluggum, málað eða eitt- hvað lagfært sem honum þótt nauð- synlegt. Síðasta sumar var hann orðinn svo slæmur í mjöðmunum að hann hafði með sér stól sem hann sat á meðan hann málaði grindverk- ið, þetta sýndi hvað viljinn var mik- ill þótt getan væri takmörkuð. Engum að skulda, þannig var pabbi. Hann vissi ekki hvernig kort- in Debit, Visa o.fl.virkuðu eða að borga með afborgunum; það var eitthvað sem ekki var í umræðunni. Hann heyrðist sundum segja við mömmu „áttu aur?“ þegar hann þurfti peninga sem var sjaldan, en hann hafði enga þörf á að safna í kringum sig veraldlegum auðæfum. Á annan í páskum veiktist hann og var fluttur á spítala, á sumardag- inn fyrsta lést hann. Við erum Guði þakklát fyrir hvað dvölin var stutt. Hann vildi ekki fara af heimili sínu fyrr en hann færi í lokaferðina og varð að ósk sinni. Ég kveð hann pabba minn með þá vissu í hjarta að góður Guð mun um- vefja hann kærleika sínum og bið sálu hans Guðs blessunar. Ég bið Guð að styrkja mömmu í sorginni. Fyrir hönd systkina, Guðrún Egilsdóttir. Ástkæri afi, það er erfitt að hugsa til þess að þú skulir ekki vera leng- ur á meðal okkar í lifanda lífi. Svona er maður vanafastur, maður vill hafa þá sem maður elskar og þykir vænt um ætíð innan seilingar. Margar eru nú minningarnar sem ég luma á, eins og þegar ég kíkti í heimsókn til ykkar ömmu í gamla daga og þú straukst þétt og hressi- lega á mér kollinn þannig að topp- urinn fór niður fyrir augu og svo endurtókstu þetta nokkrum sinnum í hvert skipti, ég var farin að bakka svolítið frá þegar árin liðu og þá var hugsunin orðin sú að hárgreiðslan myndi ruglast. Hlýjastar eru minningarnar þeg- ar þú sast á þínum stað við eldhús- borðið með máðan spilastokkinn í hendinni að leggja kapal, alltaf sami kapallinn dag eftir dag, og svo til hátíðarbrigða lagðir þú aðra kapla svo sem kapalinn 11, en þann kapal lærði ég af þér. Á sama tíma talaðir þú um gamla tímann, þú varst mikill frásagnarmaður, svona ekta afi, og alltaf gaman að spjalla við þig um sögu og landafræði því þú vissir svo margt. Ég hef alltaf munað eftir þér sem hraustum og miklum atorkumanni, með málningarfötu í annarri og pensil í hinni, dyttandi að húsinu, bragganum og fleiru, þú fannst þér alltaf eitthvað til að hafa fyrir stafni, og alltaf vildirðu vaska upp eftir matinn. Elsku afi, maður eins og þú átt góðan stað skilið, og með söknuð í hjarta kveð ég þig. Eva. EGILL SÆMUNDSSON ✝ Guðrún JóhannaSigtryggsdóttir fæddist á Auðbjarg- arstöðum í Keldu- hverfi í N-Þing. 18. desember 1906. Hún lést á Hjúkrunar- heimilinu Seli á Ak- ureyri 21. apríl síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Hólmfríður Sigur- geirsdóttir og Sig- tryggur Jósefsson. Guðrún átti tvö al- systkini, Sigmar, f. 1903 og Kristínu, f. 1904, bæði látin. Seinni maður ríkjunum, kona hans hét Elsa Kjærbo, þau eiga tvö börn, Ró- bert og Lindu og Þorbjörn, f. 1928, búsettur í Reykjanesbæ, kvæntur Guðnýju Ragnarsdóttur, þau eiga tvo syni, Guðna Björn og Jóhann Rúnar. Guðrún bjó frá árinu 1938 á Akureyri, þar kynnt- ist hún seinni manni sínum Sig- urði Helga Hjálmarssyni húsa- smið frá Bakkakoti í Vesturdal í Skagafirði, f. 10. mars 1918, d. 9. apríl 2001. Sonur þeirra er Jó- hann Karl, kvæntur Erlu Hall- grímsdóttur, þau eiga þrjú börn, Guðrúnu, Ásgerði Höllu og Sig- urð. Þau Guðrún og Sigurður bjuggu allan sinn búskap í Munkaþverárstræti 32 á Akur- eyri. Útför Guðrúnar verður gerð frá Akureyrarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Hólmfríðar var Sig- urður Jónsson frá Skálum á Langanesi. Af þeirra hjónabandi voru synirnir Jóhann Dalberg og Tryggvi, sem einnig eru látnir. Einnig átti Hólmfríð- ur dótturina Halldóru Halldórsdóttur sem dvelur á hjúkrunar- heimili í Mosfellsbæ. Fyrri maður Guð- rúnar var Thomas Oliver Sofus Kjærbo frá Færeyjum. Eign- uðust þau tvo syni, Óttar, f. 1926, búsettur í Banda- Í dag er til moldar borin tengda- móðir mín hún Guðrún. Ung var ég þegar við hittumst fyrst, ég aðeins 18 ára gömul ber- andi barnabarn hennar undir belti. En með okkur tókst ævarandi vinátta og samheldni. Barnið sem ég færði þeim hjónum hinn 16. febrúar 1964, Guðrúnu og Sigurði manni hennar, ber nafn hennar, Guðrún. Við hjón bjuggum við undir sama þaki í Munkaþverárstræti 32 í 10 mjög góð ár, þar sem við bættist dóttirin Ásgerður Halla. Þau hjón Guðrún og Sigurður voru mér, ungri og óreyndri stelpu og syni þeirra Jó- hanni Karli, okkar stoð og stytta í gegnum lífið. Í Munkaþverárstræti 32 var alltaf fullt út úr dyrum af fólki sem þau hjón Guðrún og Siguður tóku á móti opnum örmum. Báðum þótti þeim mjög gaman að því að fá gesti í heimsókn og gera vel við þá. Var þetta heimili oft á tíð- um líkara gistihúsi en venjulegu heimili. Þau hjón voru mjög ólík en þó að mörgu leyti lík, þau voru ekki mikið fyrir að bera skoðanir sínar á torg en eigi að síður höfðu þau ákveðnar skoðanir á mönnum og málefnum. Vð hjónin eignuðumst síðan son sem skírður var í höfuðið á afa sín- um Sigurði og var það okkur öllum hin mesta hamingja. Margs er að minnast og margs er- að sakna, en öll vitum við að við er- um ekki eilíf. Guðrun hélt sinni and- legu og líkamlegu heilsu fram til hins síðasta. Sigurður lést hinn 9. apríl 2001 saddur lífdaga og Guðrún kvaddi okkur síðan á annan dag páska hinn 21. apríl, tveimur árum síðar, eftir að hafa dvalið á Hjúkrunarheiminu Seli í nokkur ár, við þá bestu að- hlynningu sem hægt er að hugsa sér. Guðrún var orðin södd lífdaga og sæl við að skiljast við sitt jarð- neska líf og hitta aftur sinn eigin- mann, systkini og alla þá sem á und- an eru farnir. Vona ég að henni líði vel þar sem hún er nú til heimilis. Að leiðarlokum vil ég þakka tengdamóður minni og einnig tengdaföður, samfylgdina í gegnum öll árin sem við áttum saman. Guð geymi ykkur bæði tvö. Ykkar tengdadóttir, Erla Hallgrímsdóttir. GUÐRÚN JÓHANNA SIGTRYGGSDÓTTIR  Fleiri minningargreinar um Egil Sæmundsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.