Morgunblaðið - 02.05.2003, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 02.05.2003, Qupperneq 34
stjórnmálum. Fyrir það og fyrir ein- staklega góð samskipti vil ég á skiln- aðarstundu þakka. Ritstjórn Nord- isk Tidskrift og samstarfsmenn sakna góðs liðsmanns. Við Haraldur sendum Guðrúnu, börnum hans og öðrum ástvinum einlægar samúðar- kveðjur. Snjólaug Ólafsdóttir. Glaðlyndi og leikgleði var aðals- merki hans og leyndi sér aldrei í fasi. Eins öruggt og sólin reis á hverjum morgni kom hann eins og storm- sveipur til verkefna hvers dags. Í tuttugu ár vann ég með Birni Jó- hannssyni á Morgunblaðinu og ég sá hann aldrei ganga rólega. Hann var einfaldlega ekki smíðaður til þess. Það var gott að eiga hann að, það var gott að búa við vináttu hans. Björn var eitt af höfuðankerum ritstjórnarinnar, frábær blaðamað- ur, fréttastjóri og stjórnandi. Hann var mjög kappsfullur og metnaðar- gjarn fyrir hönd Morgunblaðsins og lesenda þess og léttleiki hans smitaði alla sem komu við sögu. Hann kunni svo vel að fá menn til að vinna með sér og lykillinn var sá að hann treysti sínum mönnum. Það var svo oft sem maður sá að þetta traust skilaði frá- bærum árangri og allt varð léttara í annars mjög flóknu og vandasömu starfi blaðamanns sem skilar efni til að segja frá fyrst og fremst en ekki selja á kostnað staðreynda sem eru minna forvitnilegar. Björn var prakkari af Guðs náð og góður sögumaður, enda miðlaði hann óspart skemmtisögum til gesta og gangandi, en þó fyrst og fremst til vinnufélaganna. Brosið hans og augnsvipurinn þegar svo bar til lýstu engu öðru en blússandi vellíðan. Stundum gat Björn orðið all óða- mála í hita leiksins, en það vandi okkur blaðamennina einfaldlega á að hlusta hraðar en ella. „Við verðum að ná þessu,“ sagði Björn oft þegar hann hafði ákveðinn augastað á frétt sem ýmislegt var óljóst um, en Björn gat verið yndislega ýtinn og ein- hvernveginn fékk hann mann til þess að hugsa sem svo að þótt allar leiðir virtust lokaðar, þá væri alltaf ein leið eftir, það þyrfti bara að finna hana. Þetta bregst aldrei ef hugarfarið er rétt. Það voru mikil hlunnindi að vinna með Birni Jóhannssyni. Þau sjónar- mið sem maður lærði af Birni eru eins konar líftrygging og þá líftrygg- ingu þarf aldrei að endurnýja svo lengi sem lifir. Því þau byggjast á rótum vinarþels og trausts milli manna. Sá andi Morgunblaðsmanna er öflugur. Megi góður Guð styrkja eftirlif- andi og varðveita þá, minningin um Björn Jóhannsson er gott og dýr- mætt fararnesti í lífsins leik. Á hinn bóginn er víst að það er skemmti- legra hinumegin núna, það fylgir glaðlyndi og leikgleði Árni Johnsen. Líklega hef ég kynnst Birni Jó- hannssyni best þegar hann m.a. hafði þann starfa á Morgunblaðinu að taka á móti umsögnum um bækur og annast samskipti við gagnrýnend- ur, útgefendur, höfunda og fleiri. Þá kom oft í hans hlut að skipta verkum milli gagnrýnenda. Það er ekki þrautalaust. En Björn vann þetta verk vel og skipulega í krafti reynslu sinnar af ritstjórn og fréttastjóra- starfi. Hratt og ákveðið þurfti að vinna. Umsögn var þó sjaldan unnt að skrifa jafnhratt og frétt en umsögn er líka frétt. Stundum voru umsagn- ir undirritaðs svo margar að við lá að þær sköguðu hátt upp í fjölda daga í árinu. Það var þegar við bættust um- sagnir um leiksýningar og menning- arrýni. Þetta hefur breyst núna þegar gagnrýnin er í margra höndum. Ýmsan vanda sem kom upp leysti Björn svo að flestir gátu verið sáttir. Björn var áhugasamur um nor- ræna samvinnu og það áttum við m.a. sameiginlegt. Ég minnist þess að ég skrifaði mörg yfirlit um liðin bókaár í Nordisk Kontakt, en þá var Björn íslenskur ritstjóri. Nú seinast vann hann fyrir blað norrænu félag- anna í Finnlandi. Þá þurfti mikið að lesa og starf gagnrýnandans kom að góðu gagni. Björn átti auðvelt með að vinna með öðrum. Meðan hann starfaði fyrir Nordisk Kontakt var Einar Karl Haraldsson aðalritstjóri á tíma- bili og þótt þeir væru kannski ekki sammála um allt og ekki flokksbræð- ur varð að ég held enginn ágrein- ingur. Skoðanir Björns voru í borgara- legum anda. Hann var áður blaða- maður Alþýðublaðsins og „kannski krati í hjarta sínu“ eins og hann sagði eitt sinn í gamni. Það var því ekki alltaf sem skoðanir hans voru nákvæmlega þær sömu og þeirra sem stóðu honum næst á Morgun- blaðinu. Hann þurfti að greiða fyrir og taka á móti greinum sem and- stæðingar hans skrifuðu og fer þeim heldur fjölgandi og fá æ meira vægi í blaðinu í þeirri trú að það sé skrifað af allri þjóðinni og fyrir hana eins og hún leggur sig. Margt af því sem Björn skrifaði var ekki merkt honum sérstaklega, en benda má á eina undantekningu, íslenska kaflann í Árbók Bókaútgáf- unnar Þjóðsögu sem hann samdi og lét sér einkar annt um. Kaflinn er dæmi um farsæl ritstörf Björns enda voru þeir miklir mátar, hann og Haf- steinn Guðmundsson, forstjóri Þjóð- sögu. Ég var svo heppinn að hitta vin minn, Björn, nokkrum dögum fyrir andlát hans og spjalla við hann í ró og næði. Það kom mér ekki á óvart að kallið kom í garðinum heima hjá honum því að hann var sannkallaður garðyrkjumaður og hugði að því samkvæmt Voltaire að hverjum ber að rækta sinn reit. Fjölskylda Björns naut þeirra viðhorfa. Á fréttastjóratímum hans minnist ég máltíðar með sænska rithöfund- inum Per Olof Sundman sem sat hinn kátasti í hópi Morgunblaðs- manna. Sérstaklega vel fór á með þeim Birni. Þeir höfðu oft hist þegar þeir unnu báðir að norrænum efnum. Björn var dæmigerður blaðamað- ur af rótgrónum skóla, vann eins og berserkur en gætti þess að vanda sig. Honum mátti treysta og er það góður eiginleiki blaðamanns. Með láti hans verður daufara yfir íslenskum blaðaheimi sem er að þróast í þá átt að glata sérkennum sínum og gera alla eins. Jóhann Hjálmarsson. Leiðir okkar lágu saman á Al- þýðublaðinu. Við hófum báðir störf þar kornungir menn, rúmlega tví- tugir að aldri.Við unnum saman sem blaðamenn á fréttadeild blaðsins í nokkur ár og það tókst strax með okkur einlæg vinátta, sem hélst alla tíð. Björn var eldhugi bæði við störf og á sviði áhugamála. Hann var mik- ill jafnaðarmaður, Hafnarfjarðar- krati, og við náðum vel saman í starfi og á sviði stjórnmálanna. Björn var mjög góður blaðamaður, vandvirkur og duglegur. Það var sama hvaða verk honum var falið. Hann vann það vel. Hann hafði mikinn áhuga á al- þjóðamálum og hafði gaman af að ræða um þau mál ekki síður en inn- lend stjórnmál. Við ræddum mikið saman um innlend og erlend stjórn- mál en auk þess áttum við einstak- lega gott með að vinna saman við fréttaöflun og blaðamennsku al- mennt. Björn lét af störfum á Al- þýðublaðinu 1962, er hann var ráð- inn ritstjóri við nýtt dagblað í Reykjavík, Mynd. Er hann hætti störfum þar hóf hann störf á Morg- unblaðinu og vann þar sem blaða- maður, fréttastjóri og fulltrúi rit- stjóra til dauðadags. Við Björn höfðum gott samband okkar í milli í mörg ár eftir að hann hætti störfum á Alþýðublaðinu. Hann starfaði um árabil með okkur Tómasi heitnum Karlssyni við um- sjón á útvarpsþættinum „Efst á baugi“, sem við önnuðumst í 10 ár. Höfðum við þá reglulegt samband. En fundum okkar fækkaði eftir að þátturinn „Efst á baugi“ var lagður niður og ég hætti blaðamennsku. Þó hittumst við reglulega um skeið, fengum okkur kaffi saman, ræddum pólitíkina og önnur áhugamál. Við náðum ávallt vel saman og samfund- ir okkar voru skemmtilegir. En þetta samband okkar slitnaði síðan alveg í mörg ár. Skömmu fyrir fráfall Björns hittumst við og ræddum ein- mitt um það að endurvekja fundi okkar. En það var ekki komið í fram- kvæmd, er Björn andaðist. Það er mikil eftirsjá að Birni Jó- hannssyni. Hann var frábær blaða- maður og ég sakna vinar í stað. Ég votta eftirlifandi eiginkonu, börnum og öðrum aðstandendum innilega samúð mína vegna fráfalls Björns Jóhannssonar. Drottinn blessi minningu hans. Björgvin Guðmundsson. Það hefur fleirum en mér brugðið við fréttina um lát vinar míns Björns Jóhannssonar ritstjórnarfulltrúa á Morgunblaðinu. Það hefur mörgum vinum Björns brugðið í brún og þeir- sakna nú vinar í stað. Ég kynntist Birni allnáið er við héldum upp á 10 ára afmæli Félags eldri borgara í Reykjavík og ná- grenni, með alls kyns sýningum og blaðaskrifum í vikutíma. Þá nutum við aðstoðar ritstjórnar Morgun- blaðsins og var Björn þá fremstur í flokki. Síðan hefur Björn verið leiðandi maður í fyrirgreiðslu á birtingu greina um málefni aldraðra. Hann fylgdist af lífi og sál með starfi okkar og vildi fá að vita nánar um það og var sífellt hvetjandi í að efla starf- semina. Það var þá alltaf gott að hitta Björn og reyndar aðra á rit- stjórn blaðsins. Mér fannst Björn vera einn af mínum persónulega vinum og því gott að vitja hans. Hann vildi helst tala um málefni daglegs lífs og ég fann hve hann bar hagsmuni eldri borgara fyrir brjósti. Þetta ber mér að þakka og þann hug og dug sem hann sýndi málstað okkar. Aðstandendum færum við innileg- ar samúðarkveðjur. Páll Gíslason, fyrrv. formaður FEB í Reykjavík. Rúm hálf öld er nú liðin síðan fyrst mættist í hauststillunni fyrir norðan hópurinn, sem vorið 1956 útskrifað- ist sem stúdentar frá MA. Auk okkar sem áttum heima á Ak- ureyri og höfðum fylgst að upp eftir skólakerfinu frá barnæsku og tekið síðan landspróf eins og byrjaði voru komnir til liðs við okkur hópar frá fjörrum landshlutum úr skólum, sem við, heimalningarnir, kunnum varla að nefna. Frá Núpi í Dýrafirði kom t.d. vaskt lið og ekki allt af Vestfjörðum. Í því liði var Hafnfirðingurinn Björn Jóhannsson. Kvikur og upplitsdjarfur, glaðvær og skemmtinn átti hann eftir að verða í innsta hring árin okkar fjög- ur í MA og dró hvergi af sér. Hann var inspektor okkar mála- deildarfólks og hafði til þess allt sem þurfti, tók embættið eins hátíðlega og honum þótti sæma og ríkti við al- mennt traust. Menntaskólaárin hafa í fjarlægð- inni á sér blæ glaðværðar og ævin- týra, sem við minnumst mörg með dálítið upphöfnum söknuði þegar best lætur. Þetta voru dagar ilms og lita og lífs og leiks og söngs og gleði og ástir og sorgir inn á milli eins og þurfti svo nú allt væri eins og hæfir ungum mönnum og konum sem eru að æfa sig að lifa. Svo þurfti líka að lesa ögn, sitja á Gildaskála KEA, laumast í forboðn- ar veigar og svo voru reykt einhver ósköp af misgóðu tóbaki, sungið í kór og sett upp leikrit. Og þegar ég reyni að lífga þessi ár með mér í huganum er Björn alls staðar þar sem bjartast er yfir og glaðast og lætur til sín taka. Þegar hann svo á lokaári okkar tók að sér aðalhlutverkið í Æðikollinum eftir Holberg þótti okkur hinum ekki hægt miklu þar við að bæta í túlk- uninni og leikgleðinni eða innlifun- inni. Björn fór á kostum. Hann var snarpur námsmaður og lagði sérstaka rækt við og náði góð- um árangri í íslensku, ensku og sögu og nýttist vel í þeim störfum sem biðu hans. Það varð svoleiðis einhvern veginn að með okkur tókst fljótt kunnings- skapur og síðar vinátta sem stóð alla daga síðan. Haustið 1957 héldum við saman til Edinborgar og vorum þar í herbergi vestur í Learmont Gardens, sólar- hringarnir þar misjafnir í laginu og mig dreymir til þess að ilmur af olíu- litum og terpentínu væri ekki besta angan sem Björn andaði að sér en við sluppum frá því sem öðru sem á gekk. Hann að lesa, ég að mála og við báðir eins og nýsloppnir út í heiminn og ekki allt samkvæmt námsskrá sem við tókum okkur fyrir hendur. International House við Princes Street tók við af Gildaskála KEA og hafði hvor tveggja veitingaskálinn til Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Ritstjórnarfundur Morgunblaðsins á Austurvelli einn góðviðrisdag á meðan ritstjórnarskrifstofur blaðsins voru í Aðalstræti 6. Á myndinni má m.a. þekkja: Ingva Hrafn Jónsson, Björn Jóhannsson, Jóhönnu Kristjónsdóttur, Árna Johnsen, Gísla J. Ástþórsson, Þorbjörn Guðmundsson og Styrmi Gunnarsson. MINNINGAR 34 FÖSTUDAGUR 2. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Fundarannir í sólskininu á Austurvelli Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Björn Jóhannsson með dóttur sína unga, Snædísi. Mynd er tekin 1963. Með dótturina

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.