Morgunblaðið - 02.05.2003, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 02.05.2003, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. MAÍ 2003 29 Þegar Björn Jóhannsson varð fréttastjóri Morgun- blaðsins á sjöunda áratugnum hafði það starf verið í höndum ritstjóra blaðsins á annan áratug, eða frá því Ívar Guðmundsson lét af því starfi snemma á sjötta áratugnum og fór til Sameinuðu þjóðanna. Ívar hafði gegnt þessu starfi af þeirri snyrtimennsku sem hon- um var eiginleg, raunar sem fréttaritstjóri, en kom í sama stað niður því það er ekki titlatogið sem ber manninum vitni, þegar upp er staðið, heldur hvernig unnið er og sá árangur sem er ávöxtur starfsins. Segja má að í raun og veru hafi ekki verið þörf á neinum fréttastjóra, þegar fréttahaukar eins og Sverrir Þórðarson skipuðu liðssveit ritstjórnar blaðs- ins, en hann og hans líkar höfðu gamla samfélagið í fingurgómunum, ef svo mætti segja. Þá var fjöl- breytni minni en nú er og í augu skar, ef góða frétt vantaði. Fréttanefið var því ekki síður mikilvægt en nú, nema síður væri; allt lagt upp úr því að vera fyrst- ur með fréttina, kallað skúbb á fréttamáli. Nú heyri ég sjaldan talað um það. Þegar Björn kom að Morgunblaðinu hafði hann starfað við Alþýðublaðið. Okkur fannst hann of góður keppinautur og buðum honum starf á Mogga. Hann tók því. Það var lán fyrir blaðið svo traustur sem hann var. Auk þess átti hann í ríkum mæli þá vöggugjöf sem hverjum stjórnanda er mikilvægust, góða dómgreind. Og vegna þeirra krafna sem gerðar eru til blaðs allra landsmanna var það góður og raunar mikilvægur kostur. Svo átti hann einnig annað mikilvægt veganesti í baráttunni við hégómlegt áreiti umhverfisins, góðan húmor. Gat verið galsafenginn á góðum stundum. Samstarfið við Björn var gott og flekklaust alla tíð. Hann var hógvær maður og kunni metnaði sínum hóf. Því fylgir gæfa og sálrænt jafnvægi. Hann var góður blaðamaður og vissi það sjálfur. Hann var ánægður með eigið hlutskipti og aðrir nutu góðs af því. Þeir sem eru óánægðir með sjálfa sig menga umhverfið, því þeir eru einlægt óánægðir með aðra. Björn var ekki einn þeirra, þvert á móti. Nærvera hans var fagnaðarefni. Hann var ekki einn þeirra sjálfsvitringa sem hafa þurft að skrifa fixeraða ævisögu til að ná sér niðri á gömlu umhverfi. Hann tróð aldrei illsakir við nokkurn mann, en tátlaði hross- hárið sitt eins og feðgarnir í kroniku Mosdæla og þá með þeim hætti að til farsældar horfði. Það er alltaf verið að tönnlast á pólitík, þegar fjöl- miðlar eru nefndir. Mogginn hefur ekki farið varhluta af því. En um það var ekki spurt, þegar Björn tók að sér verkstjórn á ritstjórn blaðsins. Hann var enginn stuðningsmaður Sjálfstæð- isflokksins, hann var hafnarfjarðarkrati og sómdi sér vel í því hlutverki. Það kom auðvitað aldrei niður á fréttaþjónustu blaðsins. Þegar hér var komið var að því stefnt á hverju sem gekk að halda þessu tvennu aðskildu, fréttum og pólitík. Tókst að mestu og því betur sem á leið kalda stríðið. Björn var mikill NATÓ-sinni. Hann taldi komm- únismann vondan kost. Og eftir því sem árin liðu lagði hann áherzlu á að hann væri hægri krati. Það merkti einatt að hann væri kominn hægra megin við okkur sunnudagskratana í Sjálfstæðisflokknum. Ég nefni þetta einungis til að minna á, hve allt þetta skvaldur um hægri og vinstri er í raun merkingarlaust eftir að kalda stríðinu lauk. Það vissi Björn einnig og hafði að gamanmálum, ef því var að skipta. Það vita líka allir að enginn íslenzkur kapítalisti kemst í hálfkvisti við Blair og Schröder og umhverfi þeirra, þegar markaðs- búskapur er annars vegar. Allt þetta vissi Björn og lét sér fátt um finnast. Hélt sínu striki og sinnti verkefnum sínum með ágætum. Heill í hugsun og ævinlega hann sjálfur. Tók að lýjast síðustu árin og færði sig um set á blaðinu. Vann að rit- stýringu aðsendra greina. Það er að vísu mikilvægt eins og þetta markaðstorg er orðið. Yfirfullt af blað- ursömu karpi sem nauðsynlegt er að lesa ekki. En þó einhver sterkasta vísbendingin um „opnun“ blaðsins! Kallað ritfrelsi. Í stjórnmálaþrasinu er viðstöðulaust reynt að setja kampavínsmiða á ediksflöskur, það heitir kosninga- barátta, og Benedikt frá Auðnum talaði um botnvörp- ur til að veiða í skrílhylli. Það er heldur hráslagaleg lýsing á lýðræðinu. En mundi hún vera út í hött? Björn fylgdist undir lokin með þessu aðsenda efni ýmsu af alúð og samvizkusemi og þá ekki sízt þessum botnvörpum; að þær ógni ekki samfélagslegu þanþoli blaðsins. Það er vandasamt og lýjandi starf. Oft vanþakklátt. Þegar annar kappi á ritstjórn Morgunblaðsins hætti störfum vegna aldurs, Þorbjörn Guðmundsson, lagði Björn þessi tímamót upp eins og græskulaus fyndni hans stóð til. Hann sagði að Þorbjörn væri bú- inn að missa alla dómgreind, hann héldi því fram í fullri alvöru að til væri annað líf eftir Moggann! Þor- björn væri sem sagt genginn í barndóm! Blaða- mennska er fjölbreytt og skemmtilegt starf, getur verið fróðlegt og menntandi, ef upplag og efni standa til þess. Kynni af stórmerku fólki eru einskonar upp- bót á hversdagsleikann og ómetanlegt veganesti að auknum þroska. Að vísu. En af reynslu minni veit ég það er til annað líf eftir Mogga og hægt að verja því til margra hluta sem eru ekki ómerkari en margvíslegt þjark á fjölmiðli. Þar sem menn eru óvarðir fyrir dómgreindarleysi alls kyns framtóninga og kverúlanta sem halda þjóðin bíði í ofvæni eftir dagskipan þeirra. Og þetta getur verið ágætt líf, ef því er að skipta. Það er jafnvel hægt að láta drauma sína rætast að fjöl- miðlalífinu loknu. Svo að Þorbjörn hafði þó nokkuð til síns máls! Björn Jóhannsson þurfti ekki að kynnast þessu lífi. Hann hljóp yfir það. Og það voru snögg vistaskipti því miður, sneggri en nokkurn gat órað fyrir. Hann hefur þá kannski einnig haft nokkuð til síns máls! Við honum blasir aftur á móti önnur ráðgáta, öllu mikilvægari; þ.e. líf eftir dauðann. Nú veit hann meira um það en bæði við Þorbjörn og aðrir samstarfsmenn sem hafa horfið til þess lífs eftir Morgunblaðið sem Björn Jóhannsson taldi ástæðu til að hafa í flimtingum. Sálfur hljóp hann yfir bekk, ef svo mætti segja. Og brautskráðist með láði. Matthías Johannessen. Björn Jóhannsson var í forystu- sveit ritstjórnar Morgunblaðsins í hátt á fjórða áratug. Hann var einn þeirra manna, sem mótuðu þær miklu breytingar, sem orðið hafa á blaðinu á þessum tíma og átti ríkan þátt í að festa það í sessi, sem alhliða fréttablað, þar sem fréttir eru eitt og viðhorf blaðsins sjálfs til stjórnmála annað. Hann kom úr annarri átt en flestir starfsmenn ritstjórnarinnar í byrjun sjöunda áratugarins, átti sér sterkar rætur í Alþýðuflokknum og hafði starfað um skeið á Alþýðublaðinu. Hann átti af þeim sökum þátt í að skapa aukna breidd á ritstjórninni og í viðhorfi blaðsins til umhverfis síns. Kynni okkar Björns Jóhannsson- ar hófust á Morgunblaðinu um miðj- an Viðreisnaráratuginn en samstarf okkar varð fyrst náið í byrjun átt- unda áratugarins. Árin 1971 til 1983 voru miklir um- brotatímar í íslenzku samfélagi. Kalda stríðið geisaði af fullri hörku. Stjórnmálaátökin voru gífurlega hörð, sérstaklega á tíma vinstri stjórnarinnar 1971–1974. Tvö þorskastríð voru háð. Seinni hluta þessa tímabils voru mikil átök í for- ystusveit Sjálfstæðisflokksins. Á þessum árum sátum við Björn Jóhannsson ásamt Matthíasi Johannessen og nokkrum nánustu samstarfsmönnum okkar á nánast daglegum fundum um kvöldmatar- leytið á skrifstofu Björns, sem þá hafði yfirumsjón með öllum fréttum Morgunblaðsins og réðum ráðum okkar um endanlega fréttameðferð næsta dags. Stjórnmálafréttir Morgunblaðsins breyttust mikið á þessum árum. Þær höfðu verið mjög þröngar en opnuð- ust nú mjög og raunar enn meir sumarið 1978, eins og koma mundi í ljós, ef fjölmiðlafræðingar samtím- ans tækju þessi ár til skoðunar. Blaðið birti mjög ítarlegar fréttir úr innstu herbúðum ríkisstjórnar Ólafs Jóhannessonar. Björn Jó- hannsson hafði á þessum árum ómetanleg og dýrmæt tengsl við hægri arm Framsóknarflokksins, sem var mjög andsnúinn þeirri stefnu ríkisstjórnarinnar að segja upp varnarsamningnum við Banda- ríkin. Þeir aðilar töldu það henta sín- um hagsmunum að eiga samstarf við Morgunblaðið á þessum árum og Björn Jóhannsson var sá milligöngu- maður, sem þeir treystu. En jafnhliða því að stunda ötula fréttaöflun í herbúðum vinstri stjórnarinnar á þessum árum átti Morgunblaðið mikil samskipti við ráðherra í þeirri ríkisstjórn fyrir opnum tjöldum og þeir voru því mik- ið í daglegum fréttum blaðsins. Þá heyrðum við fyrst fyrir alvöru gagn- rýni, sem lítillega hafði bryddað á síðari hluta Viðreisnartímabilsins þess efnis, að almennur fréttaflutn- ingur af málefnum þeirrar ríkis- stjórnar, fréttaviðtöl við ráðherra og aðra forystumenn þáverandi stjórn- arflokka og að nöfn þeirra væru nán- ast daglega á síðum blaðsins þýddi einhvers konar óbeinan stuðning blaðsins við ríkisstjórnina. Þetta við- horf er auðvitað fráleitt en heyrist til þessa dags. Þorskastríðin tvö á áttunda ára- tugnum kölluðu á gífurlega vinnu á ritstjórninni vikum og mánuðum saman langt fram á kvöld. Frétta- stjóri blaðsins var á bezta aldri og í bezta formi og kunni sitt fag. Dag- legt samstarf við Björn Jóhannsson á þessum árum er mér ógleyman- legt. Við sendum ljósmyndara og blaða- menn í flugvélum til þess að fylgjast með átökunum á fiskimiðunum og blaðamenn okkar fóru í reglulegar ferðir til Bretlands og Brussel til þess að fylgjast með gangi mála þar. Þessum aðgerðum öllum var stjórn- að í nánu samstarfi ritstjóra blaðsins og fréttastjórans dag hvern. Síðari hluta fréttastjóratíma Björns Jóhannssonar tóku við ann- ars konar átök, sem Morgunblaðið átti umtalsverða aðild að á þeim tíma en þar var um að ræða átökin í for- ystusveit Sjálfstæðisflokksins. Ég hygg að Geir Hallgrímsson hafi ekki átt marga heilsteyptari, einlægari og staðfastari stuðningsmenn á þeim árum en Björn Jóhannsson og hafði Sjálfstæðisflokkurinn þó ekki verið hans vettvangur eins og áður er komið fram. Hann átti hins vegar á þessum árum mikla samleið með Sjálfstæðisflokknum í utanríkismál- um. Hann taldi Geir Hallgrímsson heiðarlegasta stjórnmálamann sinn- ar samtíðar, sem ætti af þeim sökum að eiga stuðning manna í öllum flokkum. Þetta voru erfiðir tímar. Ritstjór- ar Morgunblaðsins geta ekki og hafa aldrei getað tekið geðþóttaákvarð- anir á ritstjórn blaðsins. Til þess að halda trausti og trúnaði náinna sam- starfsmanna og blaðamannanna al- mennt verða þeir að færa rök fyrir ákvörðunum sínum. Stuðningur Björns Jóhannssonar á þessum ár- um var ómetanlegur. Þegar komið var fram undir lok áttunda áratugarins fór Björn Jó- hannsson að færa það í tal við okkur Matthías Johannessen að tími væri kominn til breytinga á fréttastjórn blaðsins. Umsvif Morgunblaðsins höfðu aukizt mjög og hann taldi það ekki lengur eins manns verk að sinna daglegri fréttastjórn. Þá voru ráðnir þrír fréttastjórar til þess að sjá um innlendar fréttir, þeir Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson og Sigtryggur Sigtryggsson. Nokkru síðar bættist fjórði fréttastjórinn í hópinn, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Jóhannsson var ráðinn fulltrúi ritstjóra en hafði áfram með höndum fréttastjórn erlendra frétta, sem hann hafði frá upphafi blaða- mannsferils síns sérþekkingu á. Jafnframt tók hann að sér umsjón með útgáfu sunnudagsblaðs auk annarra verkefna. Þegar leið á ní- unda áratuginn tók Björn Bjarnason við erlendri fréttastjórn um skeið og Björn Jóhannsson fluttist yfir á nýj- an starfsvettvang. Hann varð einn af leiðarahöfundum Morgunblaðsins og sá að auki ásamt fleirum um mót- töku aðsendra greina. Þrennt einkenndi leiðaraskrif Björns Jóhannssonar. Hann var íhaldsmaður á almannafé og skrifaði í mörg ár helztu leiðara Morgun- blaðsins um ríkisfjármál og skatta- mál. Hann var eins og jafnan áður traustur stuðningsmaður þeirrar ut- anríkisstefnu, sem fylgt hafði verið frá fyrstu árum lýðveldisins og skrif- aði marga leiðara blaðsins um þau málefni. Og síðast en ekki sízt hafði hann sterka og djúpa tilfinningu fyrir stöðu þeirra, sem minna mega sín í samfélagi okkar. Hann sagði fátt um sína persónulegu hagi en mér er mjög minnisstætt eitt atvik þegar honum ofbauð það sem hann taldi vera skilningslítið tal einhverra sam- starfsmanna sinna um málefni at- vinnulausra. Þá sagði hann okkur af sterkri tilfinningu frá upplifun sinni sem ungs drengs í Hafnarfirði, þeg- ar faðir hans fór dag hvern niður að höfn til þess að falast eftir vinnu en kom heim án þess að þær ferðir hefðu nokkurn árangur borið. Þessi lífsreynsla í æsku hafði djúp áhrif á lífsviðhorf hans og mótaði af- stöðu hans, hvort sem var í meðferð frétta fyrr á árum eða í leiðaraskrif- um síðari árin. Og kom Morgun- blaðinu til góða í breiðari og dýpri meðferð viðkvæmra mála. Eitt erfiðasta daglega verkefnið á ritstjórn Morgunblaðsins snýr að að- sendum greinum. Eftir að dagblöð- um fækkaði hefur álagið á Morgun- blaðið aukizt gífurlega. Síðustu árin hafði Björn Jóhannsson yfirumsjón með þeim þætti blaðsins. Hann þoldi illa hvað Morgunblaðið veitir greina- höfundum á köflum lélega þjónustu vegna langs biðtíma. Við ræddum oft hverra kosta væri völ. Ein leiðin var og er sú, að takmarka aðgang að blaðinu. Niðurstaða þeirra umræðna hefur alltaf verið sú, að blaðið hefði ákveðnar skyldur sem snúa að skoð- anafrelsi og tjáningarfrelsi og þess vegna væri það betri kostur af tveimur vondum að veita á köflum lélega þjónustu í stað þess að tak- marka aðgang. Ég á Birni Jóhannssyni mikið að þakka eftir áratuga samstarf. Nótt eina í janúar 1973 tók hann ritstjórn blaðsins þegjandi og hljóðalaust í sínar hendur. Það gaus í Vestmanna- eyjum. Matthías og Eyjólfur Konráð voru fjarverandi og hann vissi að ungur, nýráðinn ritstjóri kunni lítið til þeirra verka. Og gaf út myndar- legt aukablað morguninn eftir. Hann sýndi Morgunblaðinu, út- gefendum þess og ritstjórum ein- staka tryggð. Hann umbar ákvarð- anir ritstjóra, sem gátu orkað tvímælis, af því að hann vissi að rit- stjórar Morgunblaðsins, hverjir sem þeir eru, þurfa að líta til fleiri átta en við blasir. Björn Jóhannsson var eftirminni- legur samstarfsmaður, sem mun alltaf eiga sinn sess í sögu Morgun- blaðsins. Styrmir Gunnarsson. Einhverju sinni var sagt, er góður drengur var burt kallaður úr þessari jarðvist, að þá hefði stöðvazt hugur og hönd þeirra, sem hann þekktu. Þannig varð mér innanbrjósts, er ég frétti af sviplegu andláti starfsbróð- ur míns og vinar, Björns Jóhanns- sonar, að morgni síðasta vetrardags. Hann hafði eytt páskadögunum í að snyrta garðinn sinn fyrir sumarið og var fullur vonar um að framtíðin bæri í skauti sér betri tíð með blóm í haga. Björn Jóhannsson var drenglynd- ur og góður maður. Hann var sann- gjarn og sannleiksást var honum í blóð borin, hann þoldi hvorki fals né hræsni, en hann gat verið Í sextugsafmæli Björns hélt Matthías Johannessen ritstjóri honum ræðu í tilefni afmælisins. Brautskráning með láði  32
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.