Morgunblaðið - 02.05.2003, Blaðsíða 60
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FÖSTUDAGUR 2. MAÍ 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK.
EFTIR einmuna blítt veðurfar í allan vetur hefur kuldakastið nú um
sumarmál komið mörgum á óvart og vakið litla hrifningu.
Þannig er því örugglega einnig varið hjá skógarþrestinum sem búinn
var að gera sér hreiður og verpti síðan í það á sumardaginn fyrsta.
Hann hefur þó ekki látið sig og liggur á í snjókomu þó hann sé jafnvel
hálfur á kafi í snjó. Hann kærir sig þó ekkert um myndatökur og var lítt
hrifinn af tilburðum fréttaritara Morgunblaðsins þegar hann var að
reyna að læðast að honum í hreiðrinu. Flögraði hann alltaf burt og lét
vel í sér heyra.
Þó að fréttaritarinn kunni ekki fuglamál er hann ekki í nokkrum vafa
um hvað þrösturinn var að meina með ræðuhöldum sínum og stalst því
til að taka eina mynd af híbýlum þrastarins.
Morgunblaðið/Ólafur Bernódusson
Kalt hjá smáfuglunum á Norðurlandi
Skagaströnd. Morgunblaðið.
ÍBV hampaði Íslandsmeistaratitlinum í
handknattleik kvenna í annað sinn í sögu
félagsins þegar liðið bar sigurorð af
Haukum, 22:20, í Eyjum í gærkvöldi. Um
1000 manns sem mættu í íþróttahúsið í
Vestmannaeyjum urðu vitni að æsispenn-
andi leik . ÍBV náði að knýja fram sigur
við mikinn fögnuð heimamanna en liðið
vann alla þrjá úrslitaleikina gegn bik-
armeisturum Hauka. Árangur ÍBV-liðsins
á tímabilinu er sá besti í sögu félagsins.
Liðið varð Íslandsmeistari, deildarmeist-
ari, meistari meistaranna og hafnaði í
öðru sæti í bikarkeppninni.
Morgunblaðið/Sigfús Gunnar Guðmundsson
ÍBV meistari
í annað sinn
Eyjastúlkur/48–49
UNNT yrði að lækka skattapró-
sentur umtalsvert án þess að rýra
tekjur ríkissjóðs með því að sam-
ræma skatta á launatekjur, fjár-
magnstekjur og fyrirtæki. Ög-
mundur Jónasson, formaður
BSRB, reifaði hugmyndina í ræðu
í tilefni af baráttudegi verkalýðs-
ins á Ólafsfirði í gær. Sagði hann
framtíðarverkefnið að auka til
mikilla muna ráðstöfunartekjur
láglauna- og millitekjufólks.
„Innan verkalýðshreyfingar-
innar viljum við flest viðhalda há-
tekjuskatti. En gæti verið að við
eigum einnig að fara nýjar leiðir
að því marki, að taka mið af nýj-
um aðstæðum í þjóðfélaginu? [...]
Kjaramisréttið birtist ekki fyrst
og fremst í þeim launum sem fólki
eru greidd heldur mala auðmenn
gull sitt í fjármálakerfi landsins
og taka hagnaðinn út í formi arðs
og vaxtagróða. Fráleitt er að slík-
ar tekjur séu skattlagðar á annan
hátt en tekjur af launavinnu.
Sama spurning vaknar gagnvart
atvinnufyrirtækjum, hvers vegna
á að skattleggja þeirra tekjur á
annan hátt en einstaklings sem
aflar sér tekna með launavinnu og
þarf að reka heimili sitt?“
Ögmundur sagði misskipt-
inguna í íslensku þjóðfélagi hafa
farið ört vaxandi og um það væri í
sjálfu sér ekki deilt. Um hitt væru
menn ekki á eitt sáttir hve margir
byggju við raunverulega fátækt.
„Auðvitað er sá maður fátækur
í okkar samfélagi sem getur ekki
stundað menningarlíf, farið í leik-
hús, kvikmyndahús, keypt sér
blöð og tímarit, gefið jólagjafir,
hvað þá farið í ferðalög. Sú fjöl-
skylda býr ekki við viðunandi kjör
sem ekki hefur efni á því að senda
börn sín í tónlistarnám eða stunda
íþróttir.“
Ögmundur sagði versnandi kjör
ekki skýrast af aukinni skattlagn-
ingu. Sú umræða væri á villigöt-
um.
Hann sagði að þeir sem bæru
hag launafólks fyrir brjósti hefðu
um árabil lagt ofurkapp á hækkun
skattleysismarka. Þær kröfur
hefðu hins vegar ekki skilað nægi-
legum árangri. Mikilvægt væri að
verkalýðshreyfingin legði sitt af
mörkum til að tefla fram hug-
myndum sem sameinuðu réttlátt
skattkerfi og trausta tekjustofna
fyrir velferðarþjónustu lands-
manna.
Ögmundur Jónasson, formaður BSRB, í ræðu 1. maí á Ólafsfirði
Jafna á skatta á laun,
fjármagn og fyrirtæki
DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra segir að til
álita komi að kanna hvort unnt sé að gera for-
kaupsréttarákvæði sveitarfélaga á kvóta sam-
kvæmt lögum virkara en nú er.
Á opnum stjórnmálafundi Davíðs í Vest-
mannaeyjum í gær kom fyrirspurn frá fund-
argesti um hvort mögulegt væri að gera ákvæði
laga um framsal á kvóta milli byggðarlaga virk-
ara, þannig að sveitarfélögum eða lögaðilum
yrði gert kleift að nýta forkaupsréttarákvæði
sem fyrir hendi eru í lögunum.
„Við megum ekki vera klosslokuð fyrir gagn-
rýni á kvótakerfið. Það kemur til álita að velta
því fyrir sér hvort ekki megi gera ákvæðið um
forkaupsrétt virkara. Framsalið er fyrir hendi
en það er nauðsynlegt að varnagli sé fyrir
byggðirnar. Við hljótum því að skoða gaum-
gæfilega hvaða kostir eru fyrir hendi,“ sagði
Davíð.
Mjög skynsamleg leið
Halldór Halldórsson, bæjarstjóri á Ísafirði,
segir slíkar breytingar mjög skynsamlega leið
til að taka á framsali kvóta. „Við gætum þá leit-
að okkur að kaupendum innan svæðisins og
haldið veiðiheimildum á svæðinu.“
Í lögum er kveðið á um að skuli selja skip sem
hafi leyfi til veiða í atvinnuskyni til útgerðar í
öðru sveitarfélagi, eigi sveitarstjórn í sveitarfé-
lagi seljanda forkaupsrétt að því. Brögð hafa
verið að því að farið sé á svig við lögin með
stofnun fyrirtækis í sveitarfélagi kaupanda eða
með kaupum á fyrirtæki. „Það er ekkert sem
bannar að flytja fyrirtæki. Það er gallinn við
lögin. Þú getur ekki selt einstakt skip nema til
sveitarfélagsins. Menn hafa um allt land verið
að fara fram hjá þessu. Ég er mjög ánægður
með að heyra þetta frá forsætisráðherra,“ segir
Halldór.
Hann segir nauðsynlegt að hafa ákveðinn
sveigjanleika í kerfinu.
„Menn vilja oft gleyma í þessu kerfi að það er
nauðsynlegt að geta skipt á tegundum og sér-
hæft sig. Og eins farið út úr kerfinu ef þú þarft
að hætta einhverra hluta vegna. Þetta myndi
þýða að sveitarfélagið gæti haldið þessu. Það
væri náttúrulega stórkostlegt,“ segir Halldór
Halldórsson.
Forsætisráðherra um forkaupsréttarákvæði sveitarfélaga á kvóta
Til álita að ákvæði lag-
anna verði gert virkara
ÚTLIT er fyrir að boranir hefjist í til-
raunaskyni í Grímsey í byrjun júní til þess
að leita að heitu vatni.
„Við erum að leggja drög að því að það
verði byrjað að bora í byrjun júní. Það er
stefnt að því að bora tilraunaholur og síðan
verður tekin afstaða eftir því hvað kemur
út úr því,“ segir Óttar Jóhannsson oddviti,
Óttar segir óvíst hversu djúpt þurfi að
bora en sérfræðingar eru þegar búnir að
taka berg- og vatnssýni úr eynni.
Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra
tilkynnti Grímseyingum um tilraunaboran-
irnar í heimsókn sinni til eyjarinnar í fyrra-
dag. Reiknað hefur verið út að hitaveita í
Grímsey muni borga sig upp á 12 árum.
Olíukynding dýr
Olíukynding er notuð til að hita upp þau
30 hús sem eru í Grímsey og rafmagn er
framleitt með díselstöð. Kyndingin er mjög
dýr og telur Óttar að það kosti allt að
45.000 krónur á mánuði að kynda stærsta
íbúðarhúsið í eynni.
„Ef það kemur heitt vatn þá breytist allt,
ekki bara húshitun. Það gefur okkur miklu
meiri möguleika á öllum sviðum. Til dæmis
gætum við þá reynt að lokka fólk til að
byggja sumarbústaði hér, það væri ódýr-
ara að kynda þá með heitu vatni heldur en
olíu. Svo getur maður fengið sér heitan
pott og látið sér líða betur. Þetta verður
allt mikið þægilegra með heitu vatni,“ segir
Óttar.
Borað eftir
heitu vatni
í Grímsey
♦ ♦ ♦