Morgunblaðið - 02.05.2003, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 02.05.2003, Blaðsíða 41
ALDARMINNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. MAÍ 2003 41 FÉLAGSSTARF Garðbæingar Kosningaskrifstofa Sjálfstæðisfélags Garðabæjar er opin: virka daga frá kl. 17—20 laugardaga frá kl. 10—14 sunnudaga frá kl. 14—17 Laugardaginn 3. maí munu eftir- farandi frambjóðendur verða á staðnum: Davíð Oddsson kl. 11 Geir H. Haarde kl. 13 Fara þeir á bláa „Kassann“? Kaffi og meðlæti. VERUM BLÁTT - ÁFRAM Stjórn Sjálfstæðisfélags Garðabæjar. Konukvöld Konukvöld verður föstudaginn 2. maí nk. kl. 20 í kosningamiðstöð sjálfstæð- ismanna í Glæsibæ. Það verður ýmislegt skemmtilegt á dagskrá m.a.  Skemmtilegar kynningar  Tískusýning  Happdrætti  Lárusardætur mæta með trompetana  Frambjóðendur verða á staðnum  Léttar veitingar í boði Komdu og njóttu kvöldsins með okkur og taktu vinkonurnar með. Strákarnir á skrifstofunni sjá um veitingarnar. Kíktu í Glæsibæ RAÐAUGLÝSINGAR fastur á Hofi, organisti er Kristján Davíðsson og formaður sóknar- nefndar, Ólafur Valgeirsson. Kirkjudagur Kálfatjarnarkirkju HINN árlegi kirkjudagur Kálfa- tjarnarkirkju verður sunnudaginn 4. maí. Þá verður þess minnst á ýmsan hátt að 110 ár eru frá vígslu kirkjunnar en hún var vígð 11. júní 1893. Kirkjudagurinn byrjar með messu í Kálfatjarnarkirkju klukkan 14:00. Sérstakir boðsgestir eru þau sem eiga 50 ára fermingarafmæli frá kirkjunni í ár auk formanna sóknarnefnda á suðurnesjum og Garðaprestakalls og Ástjarnar- sóknar. Ræðumaður dagsins verður Kristín Á. Ólafsdóttir söng- og leik- kona, sr. Carlos A. Ferrer sóknar- prestur þjónar fyrir altari, kirkju- kórinn ásamt einleikara og ein- söngvurum syngur undir stjórn Frank Herlufsen. Að lokinni athöfn í kirkjunni verður kvenfélagið Fjóla með kaffi- sölu í Glaðheimum, félagsheimilinu í Vogum og rennur allur ágóði af henni í kirkjusjóð félagsins. Vorhátíð Landakirkju VORHÁTÍÐ barnastarfsins verður í Landakirkju 4. maí kl. 13:00. Byrjað verð- ur á helgistund í kirkjunni þar sem Litlir lærisveinar munu syngja ásamt Skóla- kór Kársness sem kemur í heimsókn. Prestur og barnafræðarar leiða stund- ina. Stjórnendur kóranna eru þau Sigurlína Guðjóns- dóttir og Þórunn Björns- dóttir. Undirleikari er Mar- teinn H. Friðriksson. Eftir helgistundina verð- ur vorgleði á kirkjulóðinni þar sem grillaðar verða pylsur, farið í leiki, reipitog og margt fleira. Leiðtogar í kirkju- starfinu halda utan um leiki og sprell. Kirkjuprakkarar, krakkar úr TTT starfi kirkjunnar, æskulýðs- félögin, krakkar úr sunnudagaskól- anum, foreldrar, ömmu og afar, frænkur og frændur, eru velkomn- ir. Sól í heiði og sól í hjarta. Nú fögnum við sumri og höldum upp- skeruhátíð eftir kröftugt barna- og unglingastarf í vetur. Landakirkja. Barnamessuferð til Grindavíkur LAGT verður af stað frá Grafar- vogskirkju laugardaginn 3. maí. kl. 10:00. Barnamessa verður í Grinda- víkurkirkju þar sem sóknarprest- urinn séra Jóna Kristín Þorvalds- dóttir mun ávarpa. Krakkakór Grafarvogskirkju syngur nokkur lög, stjórnandi Oddný J. Þorsteins- dóttir. Borðið verður upp á grillaðar pylsur og gos. Komið verður til baka kl. 14:00. Allir velkomnir. Prestar Grafarvogskirkju. Vopnafjarðarkirkja Kirkjustarf Dr. med. Sigurður Gísli Sigurðsson berkla- yfirlæknir og landlækn- ir fæddist 2. maí 1903, hann lést 5. apríl 1986. Í dag, 2. maí, eru liðin 100 ár frá fæðingu Sig- urðar Sigurðssonar berklayfirlæknis og landlæknis. Með grein- arstúf þessum vil ég heiðra minningu hans og rekja að nokkru far- sælan starfsferil hans í þágu íslenskra heil- brigðismála. Sigurður fæddist að Húnsstöðum á Ásum í Austur-Húna- vatnssýslu. Foreldrar hans voru hjón- in Sigurbjörg Gísladóttir og Sigurður Jóhann Sigurðsson. Ólst Sigurður upp hjá foreldrum sínum þar til faðir hans lést er Sigurður var 7 ára gam- all. Sigurbjörg giftist síðar Jóni Bene- diktssyni og ólst Sigurður upp hjá þeim á Húnsstöðum uns við tók skóla- ganga utan héraðs. Leiðin lá fyrst í Gagnfræðaskólann á Akureyri og lauk hann þar gagn- fræðaprófi vorið 1920. Á Akureyri kynntist hann verðandi lífsförunaut sínum, Ragnheiði Bryndísi Ásgeirs- dóttur, en hún var dóttir hjónanna Guðrúnar Maríu Halldórsdóttur og Ásgeirs Péturssonar útgerðarmanns. Sigurður varð stúdent frá Mennta- skólanum í Reykjavík árið 1923 og hóf þá nám í læknadeild Háskóla Íslands. Lauk hann þaðan embættisprófi sum- arið 1929 og fór fljótlega utan til framhaldsnáms í Danmörku þar sem hann tók danskt læknapróf. Síðar nam hann í Þýskalandi á styrk frá stofnun Alexanders von Humboldt. Lagði hann stund á lyflækningar með megináherslu á lungna- og hjarta- lækningar. Þegar Sigurður kom heim til Ís- lands í ársbyrjun 1934 hóf hann störf á lyflækningadeild Landspítalans og opn- aði jafnframt lækninga- stofu í Reykjavík. Í apríl 1935 tók Sig- urður við nýstofnuðu embætti berklayfir- læknis og gegndi því starfi í 38 ár. Sennilega eru störf hans sem berklayfirlæknis kunn- ust þjóðinni. Um þær mundir sem hann tók við embætti hafði berklaveikin um skeið verið helsta dánarorsök Íslendinga. Þeirri bar- áttu sem Sigurður og vaskir sam- starfsmenn hans háðu við þennan vá- gest lauk með nær fullum sigri. Dauðsföll af völdum berkla höfðu náð hámarki árið 1925 og voru þá 217 miðað við 100.000 íbúa. Árið 1935 voru dauðsföll af völdum berkla 129, en á árunum 1961-1970 voru þau 1-3 ár- lega allt miðað við 100.000 íbúa. Baráttan var margþætt. Megin- áhersla var lögð á að leita uppi berkla- smitaða einstaklinga og koma þeim til meðferðar á berklasjúkrahúsum landsins sem veittu bestu meðferð er þá þekktist. Með þessu var jafnframt komist fyrir smituppsprettur. Komið var upp berklavarnastöðvum í helstu kaupstöðum landsins. Þá voru gerðar stórar hópskoðanir víða um land. Árið 1945 voru t.d. yfir 99% íbúa Reykja- víkur rannsakaðir í leit að berkla- smiti. Í leitinni að berklasmituðum víðs- vegar um landið var Sigurður í far- arbroddi. Hann og samverkamenn hans lögðu á sig mikil og erfið ferða- lög á hvers kyns farartækjum með röntgentæki sín og skoðuðu oft fólk við hin frumstæðustu skilyrði. Geta má nærri hve erfitt það var að þurfa að rífa sýkt fólk úr faðmi fjölskyld- unnar, en slíkt var þó forsenda þess að leitarstarfið bæri árangur. Sigurð- ur bar einnig mjög fyrir brjósti end- urhæfingu þeirra sem læknuðust af berklum. Hann studdi dyggilega við bakið á SÍBS við að reisa vinnuheim- ilið að Reykjalundi sem tekið var í notkun nokkrum vikum fyrir Reykja- víkurskoðunina miklu 1945. Sigurður var gerður að heiðursfélaga SÍBS ár- ið 1956. Smám saman léttist baráttan. Berklasmituðum fækkaði vegna hinn- ar víðtæku leitar en jafnframt fóru lífskjör og aðbúnaður landsmanna batnandi og þar með almennt heil- brigði. Með tilkomu áhrifamikilla berklalyfja á 5. og 6. áratugnum varð unnt að veita flestum heilsu á ný sem ella hefðu orðið hinum hvíta dauða að bráð. Doktorsritgerð Sigurðar, Tubercu- losis in Iceland – Epidemological Stu- dies, var gefin út á kostnað Banda- ríkjastjórnar 1950. Hún lýsir ítarlega sögu berklaveiki á Íslandi og þeirri baráttu sem Sigurður leiddi. Mun hún víða um heim hafa verið notuð sem kennslubók í faraldsfræði berkla. Að sögn Ólafs Ólafssonar fv. landlæknis urðu aðferðir við berklaleitina löngu síðar fyrirmynd hóprannsókna á krabbameini og hjarta- og æðasjúk- dómum hér á landi. Þótt glæstum árangri væri náð var- aði Sigurður menn ætíð við að sofna á verðinum. Hann benti m.a. oft á hve bættar samgöngur ykju hættuna á að smitsjúkdómar bærust milli landa og hann hefur reynst sannspár. Árið 1960 var Sigurður skipaður landlæknir og gegndi því starfi til 1972 er hann lét af því embætti sakir aldurs. Þótt hér verði ekki reynt að rekja feril hans í því erilsama og ábyrgðarmikla starfi má þó nefna fjölda lagabreytinga sem hann tók ríkan þátt í að semja og má þar sér- staklega nefna ný lyfsölulög. Hann lagði áherslu á þróun heilsugæslu og í hans tíð var fyrsta heilsugæslustöðin tekin í notkun á landsbyggðinni. Þá var Sigurður formaður stjórnar- nefndar Ríkisspítalanna og formaður byggingarnefndar Landspítalans meðan hann var landlæknir. Hann var aðalfulltrúi Íslands á aðalþingum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinn- ar alla sína landlæknistíð, þar af tvö ár í framkvæmdaráði stofnunarinnar. Benedikt Tómasson læknir var helsti samstarfsmaður Sigurðar öll þau ár sem hann var landlæknir. Í minningargrein gefur hann Sigurði þennan vitnisburð: „Sigurður Sig- urðsson var allra manna samvisku- samastur, allra manna vandaðastur, allra manna sanngjarnastur, maður vammi firrtur.“ Of langt yrði upp að telja öll þau félags- og trúnaðarstörf sem Sigurður gegndi um dagana en nokkurra skal þó getið. Hann var í stjórn Rauða kross Ís- lands 1935-1951 og formaður 1942- 1947. Var það býsna erilsamt starf á stríðsárunum enda var hann samtím- is formaður loftvarnanefndar og krafðist það mikilla samskipta við það herlið sem hér var á þeim árum. Sigurður var ráðunautur heilbrigð- isstjórnar Bandaríkjanna um berkla- varnamál um árabil og veitti Alþjóða- heilbrigðisstofnuninni ráðgjöf um sömu mál. Sigurður var einlægur sjálfstæðis- maður og sat í bæjarstjórn Reykja- víkur 1946-1958 og sem varabæjar- fulltrúi til 1962. Vel var þar af honum látið, ekki síður af pólitískum and- stæðingum en samherjum. Hann lét að sjálfsögðu heilbrigðismál borgar- innar mjög til sín taka, var í forystu um byggingu Heilsuverndarstöðvar- innar við Barónsstíg og formaður byggingarnefndar Borgarsjúkra- hússins í Fossvogi. Sigurður var einn af aðalhvata- mönnum að myndun Þjóðskrár og sat í stjórn hennar og Skýrsluvéla ríkis- ins og Reykjavíkurborgar um 10 ára skeið. Þannig mætti lengi telja og er starfsþrek þessa manns oft undrun- arefni. Undirritaður getur þó borið um að Sigurður Sigurðsson vann afar skipulega og af kostgæfni og aldrei kastaði hann höndunum til afgreiðslu nokkurs máls. Þau Sigurður og Bryndís gengu í hjónaband í Danmörku 1932 meðan bæði voru við nám ytra. Þau eignuð- ust þrjár dætur: 1) Sigrún Erla kenn- ari sem gift er Páli Ásmundssyni lækni. Börn þeirra eru Áslaug Heiða læknir, gift Gunnari Brynjólfi Gunn- arssyni lækni, Bryndís fiðluleikari sem gift er Jóhanni G. Jóhannssyni tónlistarstjóra og Sigurður málfræð- ingur og kerfisfræðingur, í sambúð með Írisi Hrönn Guðjónsdóttur flug- manni. 2) Svanhildur Ása kennari sem gift er Birni Björnssyni guð- fræðiprófessor. Börn þeirra eru Sig- urður fulltrúi, kvæntur Kristínu Mar- gréti Bjarnadóttur bankastarfsmanni og Ingibjörg Elsa umhverfisfræðing- ur. 3) Guðrún menntaskólakennari sem giftist Birni Jónassyni rafvirkja. Þau skildu. Börn þeirra eru Jónas Páll viðskiptafræðingur, í sambúð með Soumiu Islami háskólanema og Bryndís viðskiptafræðinemi. Barnabarnabörn Sigurðar og Bryndísar eru sjö. Bryndís Ásgeirs- dóttir lést 3. júlí 1980. Sigurður var einkar farsæll í einkalífi sínu. Þrátt fyrir öll skyldustörfin gaf hann sér þó ætíð tíma til að sinna fjölskyldu sinni og vinum af alúð og ástríki. Þau hjón áttu marga og trygga vini og var oft glatt á hjalla á heimili þeirra því þau voru bæði afar gestrisin. Þau unnu fögrum listum, ekki síst myndlist og tónlist. Bryndís var afbragðs píanó- leikari og Sigurður tók virkan þátt í að hlúa að tónlistarlífi í Reykjavík. Var hann m.a. um langt skeið í stjórn Tónlistarskólans í Reykjavík. Hann var einstakur fjölskyldufaðir og verð- ur undirrituðum æ í minni hvernig hann tók kærasta dóttur sinnar, þá nýlega foreldralausan, undir sinn verndarvæng og reyndist honum sem faðir. Þessi fátæklegu orð gera lífshlaupi Sigurðar Sigurðssonar engan veginn tæmandi skil enda til þess rituð að minnast hans á merkisafmæli. Það er von mín að saga hans verði færð ít- arlega í letur síðar. Hann sómir sér prýðilega meðal þeirra sem helgað hafa líf sitt framförum og heill þjóðar sinnar og skilað góðu dagsverki. Blessuð verður jafnan minning góðs manns. Páll Ásmundsson. SIGURÐUR SIGURÐSSON Hallgrímskirkja: Eldriborgarastarf í dag kl. 13. Leikfimi, æfingar við allra hæfi, undir stjórn Jóhönnu Sigríðar. Súpa, kaffi og spjall. Allir velkomnir. Laugarneskirkja: Mömmumorgunn kl. 10. Kaffispjall fyrir mæður. Góð upplifun fyrir börn. Sönghópurinn Sólarmegin leggur í hann kl. 10.30 alla miðvikudaga og föstu- daga næstu vikur. (Sjá síðu 650 í Texta- varpi.) Breiðholtskirkja. Mömmumorgnar kl. 10– 12. Kaffi og spjall. Lindakirkja í Kópavogi. Kl. 15 LLL – KFUM&K í safnaðarheimilinu, Uppsölum 3. Boðunarkirkjan, Hlíðasmára 9. Samkomur alla laugardaga kl. 11. Bænastund alla þriðjudaga kl. 20. Biblíufræðsla allan sólar- hringinn á Útvarpi Boðun FM 105,5. Allir alltaf velkomnir. Fríkirkjan Kefas. Í dag er 11–13 ára starf kl. 19.30. Allir 11–13 ára eru hjartanlega velkomnir. Landakirkja í Vestmannaeyjum. Kl. 13 Litl- ir lærisveinar, æfing hjá báðum hópum. Sigurlína Guðjónsdóttir kórstjóri. Síðasta æfing fyrir vorhátíð Hvítasunnukirkjan á Akureyri. Unglinga- samkoma kl. 21. Hjálpræðisherinn á Akureyri. Flóamarkað- ur frá kl. 10–18 í dag. Kirkja sjöunda dags aðventista. Samkomur laugardag: Aðventkirkjan, Ingólfsstræti 19. Biblíu- fræðsla kl. 10. Guðsþjónusta kl. 11. Ræðumaður Maxwell Ditta. Loftsalurinn, Hólshrauni 3, Hafnarfirði. Biblíufræðsla/guðsþjónusta kl. 11. Ræðu- maður Brynjar Ólafsson. Biblíurannsókn og bænastund á fimmtudögum kl. 20. Safnaðarheimili aðventista, Blikabraut 2, Keflavík: Biblíufræðsla kl. 10.15. Guðs- þjónusta kl. 11. Ræðumaður: Brynjar Ólafsson. Biblíurannsókn og bænastund á föstudögum kl. 20. Safnaðarheimili aðventista, Gagnheiði 40, Selfossi. Biblíufræðsla kl. 10. Guðs- þjónusta kl. 11. Ræðumaður Eric Guð- mundsson. Aðventkirkjan, Brekastíg 17, Vestmanna- eyjum. Biblíufræðsla kl. 10.30. Biblíurann- sókn og bænastund á sunnudögum kl. 14. HRÍSEYJARKIRKJA: Messa og ferming verður laugardaginn 3. maí kl. 11. Fermdar verða: Elísabet Bjarnadóttir, Miðbraut 4a, Maj-Britt Kolbrún Snorradóttir, Norðurvegi 1 og Unnur Inga Kristinsdóttir, Austurvegi 8. Safnaðarstarf
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.