Morgunblaðið - 02.05.2003, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 02.05.2003, Blaðsíða 48
ÍÞRÓTTIR 48 FÖSTUDAGUR 2. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ MEIÐSL norska landsliðsmarkvarðarins Espen Johnsen eru ekki eins alvarleg og í fyrstu voru talin en hann tognaði í lær- vöðva á æfingu norska landsliðsins á Írlandi s.l. þriðjudag. Johnsen hefur staðið í marki meistaraliðs Rosenborg í fyrstu þremur umferðum deildarkeppninnar þar í landi og haldið íslenska landsliðsmarkverðinum, Árna Gaut Arasyni, fyrir utan liðið. Læknar og sjúkraþjálfarar Rosenborg segja í viðtali við staðarblaðið Addressavisen í Þrándheimi að allt verði gert til þess að Johnsen verði klár í slaginn gegn Aale- sund í næsta leik liðsins á sunnudag. Þrátt fyrir að Johnsen hafi í tvígang verið valinn í A- landslið Norðmanna hefur hann enn ekki leikið með liðinu. Hann átti að leika gegn landsliði Óman í janúar s.l. en meidd- ist á landsliðsæfingu og gat ekki leikið og það sama gerðist fyrir leik Norðmanna gegn Írum í Dublin en Johnsen átti að fá tækifæri í þeim leik. Norðmenn töpuðu leiknum, 1:0, en Damien Duff framherji Blackburn skoraði eina mark leiks- ins. Árni segir sjálfur í samtali við Addressavisen að vissulega vilji hann vera í byrjunarliði Rosenborg líkt og undanfarin fjögur ár, en meiðsl Johnsen séu ekkert sérstakt gleðiefni fyrir hann. Árni Gautur áfram úti í kuldanum Árni Gautur BERTI Vogts, landsliðsþjálfari Skota, óttast ekki að sér verði sagt upp störfum í kjölfar ósigurs á móti Austurrík- ismönnum á Hampden Park í fyrrakvöld, 2:0. Skoskir fjölmiðlar fara hörðum orð- um um frammistöðu liðsins og segja hana þá langlélegustu frá því Þjóðverj- inn tók við liðinu af Craig Brown fyrir einu og hálfu ári síðan. „Ég á ýmislegt eftir ógert og ég vil miðla af reynslu minni til landsliðsmann- anna og eins skoska knattspyrnu- sambandsins. Það eru eins og við vitum mörg vandamálin í skoskri knattspyrnu. Uppistaðan í bestu liðunum í Skotlandi eru leikmenn utan Skotlands og fáir skoskir leikmenn leika með bestu lið- unum á Englandi. Ég tel að leikurinn við Austurríki hafi gefið mér mörg svör við spurningum mínum. Til að mynda tel ég tíma þeirra leikmanna sem ekki spila reglulega með sínum félagsliðum vera liðinn og að ég geti því einbeitt mér að þeim leik- mönnum sem eru fastamenn með fé- lögum sínum. Að sjálfsögðu er ég ekki sáttur við ár- angur liðsins undir minni stjórn en samt sem áður eigum við enn möguleika á að gera ágæta hluti í undankeppni EM,“ sagði Vogts við skoska fjölmiðla í gær. Mæta Þjóðverjum næst Skotar eiga mikilvægan leik fyrir höndum þann 7. júní en þá taka þeir á móti Þjóðverjum á Hampden Park á sama tíma og Íslendingar og Færeyingar eigast við á Laugardalsvelli. Þjóðverjar, Skotar og Litháar hafa allir 7 stig í riðl- inum, Þjóðverjar eftir þrjá leiki, Skotar fjóra og Litháar fimm. Íslendingar hafa þrjú stig eftir þrjá leiki og á botninum eru Færeyingar með eitt stig. Berti Vogts, þjálfari Skota, óttast ekki uppsögn HANDKNATTLEIKUR ÍBV - Haukar.........................................22:20 Vestmannaeyjar, 1.maí 2003, þriðji úrslita- leikurinn um Íslandsmeistaratitilinn í kvennaflokki. Gangur leiksins: 0:1, 1:1, 3:3, 5:6, 6:8, 8:8, 10:9, 10:11, 10:12, 11:13, 12:14, 13:15, 17:15, 17:17, 18:18, 18:20, 20:20, 22:20. Mörk ÍBV: Alla Gorkorian 8/2, Ingibjörg Jónsdóttir 3, Anna Yakova 3, Birgit Engl 3, Sylvia Strass 3, Edda Eggersdóttir 1, Ana Perez 1. Varin skot: Vigdís Sigurðardóttir 23/3 (þar af 3 aftur til mótherja.) Utan vallar: 2 mínútur. Mörk Hauka: Harpa Melsted 6, Hanna G. Stefánsdóttir 5/1, Inga F. Tryggvadóttir 4/2, Brynja Steinsen 4, Sonja Jónsdóttir 1. Varin skot: Lukrecija Bokan 10/1. Utan vallar: 8 mínútur. Dómarar: Stefán Arnaldsson og Gunnar Viðarsson. Áhorfendur: 970. KNATTSPYRNA Deildabikarkeppni KSÍ 8-liða úrslit ÍA - ÍBV......................................................2:0 Hjörtur Hjartarson 9. (víti), Kári Steinn Reynisson 72. Grindvík - Fram....................................... 1:0 Baldur Bjarnason sjálfsmark 70. KR - Þróttur ............................ e.framl. 11:5 Arnljótur Ástvaldsson 101., 104., 116., 120., Veigar Páll Gunnarsson 3. (víti), 64. (víti), Garðar Jóhannsson 72., 88., Kjartan Finn- bogason 94., 118., Sigurvin Ólafsson 69. - Eysteinn Lárusson 47., 89., Sören Her- mannsen 55., 78., Vignir Sverrisson 7.  Staðan eftir venjulegan leiktíma var 5:5. Keflavík - Fylkir ...................................... 3:1 Hörður Sveinsson, Hólmar Örn Rúnars- son, Hafsteinn Rúnarsson - Ólafur Páll Snorrason vítasp.  Í undanúrslitunum á sunnudag mætast KR - ÍA, Keflavík - Grindavík. Vináttuleikir Chile - Kosta Ríka .................................... 1:0 Kólumbía - Honduras............................... 0:0 Perú - Paragvæ......................................... 0:1 Mexíkó - Brasilía ...................................... 0:0 KÖRFUKNATTLEIKUR NBA-úrslitakeppni Scramento - Utah Jazz....................... 111:91  Sacramento sigraði, 4:1. Portland - Dallas................................. 103:99  Dallas er yfir, 3:2. Detroit - Orlando .................................. 87:67  Orlando er yfir, 3:2 GOLF Björgvin Sigurbergsson, atvinnukylfingur úr GK, er í 30.-60 sæti á Sky Sports Trophy mótinu, sem hófst á Englandi í gær. Hann lék á þremur höggum yfir pari, á 74 högg- um. Besta skor var 4 undir pari. Alls eru 150 keppendur á mótinu og fá 50 efstu að leika tvo síðustu keppnisdagana. ÚRSLIT Ingibjörg hefur áður orðið meistariog þá einnig í Eyjum, þegar ÍBV- liðið fagnaði sigri á Gróttu/KR í þriðja leik 2000. Er sigurinn á Haukum sætari en þá? „Segir maður ekki alltaf að sá síð- asti sé sá ljúfasti? En ætli þessi verði ekki sá ljúfasti í minningunni enda er ég að hætta núna og þetta er náttúrulega frábær tímapunktur til þess.“ Svona leikir og svona stemmning breytir þeirri ákvörðun ekki? „Nei, veistu það, ég held ekki. Ég er alveg orðin pakksödd.“ Þið vinnið Haukaliðið þrisvar í röð. Kom það þér á óvart? „Nei, ég get ekki sagt við. Við er- um bara búnar að vera að spila jafn- ast allra liða í vetur. Við erum með vana menn, góðan bekk og frábæra áhorfendur þannig að ég var aldrei í vafa um að við myndum klára þetta í kvöld,“ sagði Ingibjörg. Einhver aukakraftur hjálpaði okkur í lokin Vigdís Sigurðardóttir markvörður ÍBV var án nokkurs vafa maður leiksins og má segja að hún hafi haldið liðinu á floti lengi vel í leikn- um enda varði hún 23 skot í leiknum og þar af 3 vítaköst. „Þetta var alveg frábært og rosa- lega gaman að ná að klára þetta hérna í kvöld.“ Þrír sigrar í röð, kom það þér á óvart? „Já, alveg rosalega. Sérstaklega þar sem allir leikirnir voru rosalega spennandi og það er nú yfirleitt ekki þannig að sama liðið vinni þrjá tví- sýna leiki í röð.“ Vigdís bætti því við að leikurinn í Hafnarfirði hafi í raun verið lyk- illeikur í einvígi liðanna. „ Ég er nefnilega viss um það að ef þær hefðu unnið í Hafnarfirði, þá hefðu þær unnið hérna í kvöld. Það kom bara einhver aukakraftur þarna í lokin sem fleytti okkur í gegnum lokamínúturnar, ég veit ekki hvaðan hann kom.“ Var þetta síðasti leikur Vigdísar í marki ÍBV? „Já, ég er búin að gefa þá yfirlýs- ingu. Ég er að fara í frekara nám og þetta er tímafrekt. Maður getur ekki verið endalaust í þessu,“ sagði Vigdís að lokum og hljóp ásamt öðr- um liðsmönnum ÍBV út fyrir íþróttahúsið þar sem var að byrja glæsileg flugeldasýning stelpunum til heiðurs. Morgunblaðið/Sigfús Gunnar Guðmundsson Vigdís Sigurðardóttir var hetja ÍBV-liðsins – varði frábærlega. Hér fagnar hún Íslandsmeistaratitlinum. „Sá síðasti alltaf sá ljúfasti“ INGIBJÖRG Jónsdóttir, fyrirliði Íslandsmeistaraliðs ÍBV, var að von- um sátt eftir leikinn enda hampaði hún Íslandsmeistaraverðlauna- gripnum á ný eftir þriggja ára bið – og sagði að leikurinn hefði þróast eins og áhorfendur vildu. „Fólkið vill spennu og það er okkar að láta það eftir því. Ég held að við höfum komið upp á réttum tíma í leiknum og náðum að klára þetta á lokasprettinum, sem var æsi- spennandi fyrir okkur og áhorfendur,“ sagði Ingibjörg. Sigursveinn Þórðarson skrifar Á FUNDI félaga í efstu deild karla í knattspyrnu í gær kynnti Knatt- spyrnusamband Íslands, KSÍ, nýtt heiti á efstu deild karla og kvenna ásamt bikarkeppninni. Efsta deildin nefnist nú Landsbankadeildin í stað Símadeildar og Bikarkeppni KSÍ nefnist nú Visa-bikarinn í stað Coca Cola bikarkeppni. KSÍ mun kynna breytingarnar nánar síðar. KSÍ tilkynnir ný nöfn Nú fagnaði Alla í Eyjum ALLA Gorkorian varð Íslands- meistari í fyrsta skipti í gær en þessi snjalla rússneska handknattleikskona, sem komin er með íslenskt ríkisfang, var í tapliði Gróttu/KR þegar liðið beið lægri hlut fyrir ÍBV í úrslitaein- vígi um Íslandsmeistaratitilinn árið 2000. ÍBV varð þá Íslands- meistari í fyrsta sinn – sigraði Gróttu/KR, 3:0, og lyfti bikarnum í Eyjum frammi fyrir 900 áhorf- endum föstudaginn 7. apríl. Sig- björn Óskarsson var þjálfari ÍBV- liðsins og með liðinu léku Vigdís Sigurðardóttir, markvörður, og Ingibjörg Jónsdóttir, fyrirliði, sem báðar gáfu í skyn eftir leikinn í gær að þær hygðust leggja skóna á hilluna. Viggó stýrði Haukaliðinu VIGGÓ Sigurðsson, þjálfari karla- liðs Hauka, var mættur til Vest- mannaeyja í gær til að stjórna kvennaliði Haukanna í stað Gúst- afs Adolfs Björnssonar sem úr- skurðaður var í þriggja leikja bann af aganefnd HSÍ eftir annan úrslitaleik Hauka og ÍBV. Gústaf þurfti að sætta sig við að sitja á meðal áhorfenda en Viggó var á bekknum og stjórnaði Hafn- arfjarðarliðinu. UNNUR Sigmarssdóttir, þjálfari ÍBV, var að stýra liðinu í fyrsta sinn á þessum vetri og landaði hún tveimur titlum, þeim stóra í gær og deildarmeistaratitlinum – hún var sátt í gærkvöldi, þegar stóri bikarinn var kominn í höfn. „Já, ég er mjög sátt við það, ég er með frábært lið í höndunum, við sýnd- um mikinn karakter og snerum leiknum algjörlega okkur í vil á réttum tímapunkti og kláruðum þetta bara.“ Unnur bætti því við að leikurinn hefði boðið upp á allt það sem góður handknattleiksleik- ur getur boðið upp á. „Þetta var mjög spennandi, hreinlega alveg frábær leikur og það er ekki hægt að bjóða fólki upp á meiri skemmt- un en þetta, það er alveg á hreinu.“ Hún sagðist, aðspurð um framhaldið, ekkert vera farin að hugsa um það. „Ég réð mig í eitt ár, það fer rosalegur tími í þetta, við erum búnar að spila yfir fimm- tíu leiki á þessu tímabili, þrefalda umferð, þannig að maður þarf að hugsa sig dálítið um áður en eitt- hvað verður ákveðið með fram- haldið,“ sagði Unnur. „Mikil seigla“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.