Morgunblaðið - 02.05.2003, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 02.05.2003, Blaðsíða 28
28 FÖSTUDAGUR 2. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Björn Jóhannsson var einn þeirra manna sem setja svip á umhverfið með sterkri nærveru og því skilur brotthvarf hans eftir stórt skarð. Þær eru ófáar minningarnar sem koma upp í hugann þegar við rifjum upp samverustundir fjölskyldunnar á liðnum árum. Björn stendur okkur fyrir hugskotssjónum glaður og reif- ur í miðjum hópi ástvina, rökræð- andi það sem efst er á baugi hverju sinni og gjarnan með spaugsyrði á vör. Það reynist mörgum torvelt að koma á miðjum aldri inn í fjölskyldu þar sem sterkar hefðir ríkja. Björn var hins vegar strax hluti tengdafjöl- skyldunnar og oftar en ekki hrókur alls fagnaðar. Hann var fljótur að til- einka sér þær venjur sem giltu á heimaslóðum Guðrúnar í Gnoðar- voginum og hélt þær óspart í heiðri. Þannig sá hann til þess að Vínar- drengjakórinn hélt áfram að hljóma í árlegum laufabrauðsbakstri fjöl- skyldunnar þrátt fyrir að rispum á plötunni fjölgaði ótæpilega með ár- unum. Vissulega voru Björn og Guð- rún ólík en engum duldist að milli þeirra var sterkur samhljómur, væntumþykja og virðing. Þótt Björn hefði valið sér það lífs- starf að miðla upplýsingum um at- burði og fjalla um viðhorf annarra fór því fjarri að hann sjálfur væri skoðanalaus. Þvert á móti hafði hann afdráttarlausar skoðanir á mönnum og málefnum og hafði lag á að setja þær fram svo að eftir var tekið. Hins vegar varð þess aldrei vart að Björn léti eigin viðhorf hafa áhrif á störf sín í blaðamennskunni, enda var hann fagmaður sem bar virðingu fyrir starfinu og lesendum. Þó tók hann sjálfan sig ekki of hátíðlega og kunni að gantast þegar við átti. Hann gerði aldrei lítið úr skoðunum annarra þótt hann teldi sig reyndar vita bet- ur af og til – og oft með réttu. Þegar vora tók eyddi Björn hverri lausri stund við garðrækt og sýndi ótrúlega natni í því sem öðru sem hann tók sér fyrir hendur. Þannig ræktaði hann upp heilu breiðurnar af blómlaukum og öðrum náttúrunn- ar gersemum sem hann var sérlega fús að deila með þeim sem ekki höfðu jafnmikið lag á gróðurrækt, en þó aldrei fyrr en sýnt var að ungviðið hefði náð rótfestu og góðar líkur væru á að það næði að blómgast og dafna. Írisar og fleiri jurtir úr Máva- hrauninu teygja nú blöðin sín móti sólu í garðinum í Sæviðarsundi og minna okkur á kæran mág og svila sem við kveðjum með söknuði, hlý- hug og virðingu. Snæfríður og Gunnar. Björn Jóhannsson mágur minn kom inn í fjölskylduna með svipuð- um hætti og lífsstíll hans var. Hann fangaði augnablikið með stæl og var sjaldnast miklu þar við að bæta. Í þessum anda voru fyrstu kynni okkar. Björn og Guðrún systir mín höfðu um nokkra hríð verið að draga sig saman en Björn hafði ekki verið kynntur formlega fyrir fjölskyldunni þrátt fyrir að henni væri vel kunnugt um samdráttinn. Svo var það einu sinni að ég var að skemmta mér í Naustinu og stóð fyrir neðan stigann að loftinu. Björn hafði verið við sömu iðju á loftinu með kollegum sínum úr blaðamannastétt en var á leið niður stigann. Neðarlega í stiganum verð- ur honum fótaskortur, hann hrasar og skellur á bakið á mér. Ég leit upp, þekkti hver þar er kominn og segi að þetta sé ekki rétta aðferðin til að „hitta“ menn – ef hann vilji slást eigi hann að koma framan að manni. Hann leit á tilvonandi mág sinn með glampa í augum, glotti og benti á fé- laga sinn og sagði „Lemdu heldur þennan – hann er framsóknarmað- ur“. Þegar Björn kom inn í fjölskyld- una má segja að tvenns konar menn- ingarheimar hafi mæst. Foreldrar okkar systkina höfðu alist upp sín mótunarár í dýpstu lægð heims- kreppunnar þar sem auði var ákaf- lega misskipt og tækifæri til að brjótast úr fátækt voru sárafá og hafði það mótað lífssýn föður míns. Björn hafði á hinn bóginn brotist til mennta úr sárri fátækt á áratugnum eftir heimsstyrjöldina sem gerði Ís- lendinga ríka. Mótunarár hans voru þegar betri tímar voru í sjónmáli og tengdu margir breytinguna auknu lýð- og athafnafrelsi. Það fór því ekki hjá því að oft sauð á keipum þegar þeir tengdafeðgar ræddu um dæg- urpólitík enda Víetnamstríðið og kalda stríðið í algleymingi. Þrátt fyr- ir mismunandi skoðanir virtu þeir sjónarmið hvor annars en oft var stutt í hótfyndnina. Til að mynda þegar faðir minn hafði á orði að rétt- ast væri að fá sér kafbát og skjóta það hyski sem í allsnægtum sínum réðist á vanþróaða þjóð í nafni frels- isins og væri að sprengja hana aftur á steinöld – þá pantaði Björn far með kafbátnum svo hann gæti snúið byssunum og skotið á Rússana sem heftu tjáningarfrelsið sem væri grundvöllur lýðræðisins og viðun- andi lífsafkomu. Kafbátsferðin ógur- lega var endurtekin eftir því sem ár- in liðu, víða var komið við og byssum og spjótum beint á ýmsa staði. Þrátt fyrir sterkar skoðanir og oft á tíðum afgerandi tjáningarmáta mátti glöggt sjá að undir skelinni var feiminn drengur. Þarna fór mikill til- finningamaður sem mátti í raun ekk- ert aumt sjá og ósjaldan mátti greina þunga undiröldu. Það fer ekki hjá því að þó að Björn hafi haft mikla un- un af vinnunni var vinnudagurinn oft ákaflega langur og erilsamur sem hefur tekið til sín orku og hugarró. Björn fann sína leið út úr þessari spennu á fullorðinsaldri. Hann hlýddi orðum Voltaire og fór að rækta garðinn sinn í bókstaflegri merkingu þess orðs. Höfum við sjaldan séð aðra eins natni og um- hyggju fyrir nýgræðingnum. Krók- usar, tóbakshorn og aðrar jurtir litu dagsins ljós í Mávahrauninu. Þau döfnuðu þar vel enda var vel nostrað og hlúð að. Eins þótti okkur merki- legt að sjá til Björns á fyrstu árum hans í Krókahrauninu þegar mikil ormaplága gekk yfir. Í stað þess að úða garðinn fletti Björn upp hverju laufi í runnunum, til að ná til trjá- maðkanna sem undu sig inn í laufið. – Það var kallað í kerskni milli okkar að hann væri að leita eftir pólitískum andstæðingum sem leyndust þar. Þegar hörmungaratburðir eins og ótímabært fráfall verða fer ekki hjá því að því sé velt fyrir sér hvernig lífshlaupið hafi verið, hvort viðkom- andi hafi notið lífsfyllingar og skilið við sáttur. Starfsánægja og árangur í starfi vegur næsta örugglega þungt á hamingjuvoginni. Þar var styrkur Björns mikill. Þau lóð vega þó þegar upp er staðið trúlega minna en það að hitta lífsförunaut sem maður virð- ir, getur deilt með sorg og gleði og haft við andlegt samneyti. Þessu fylgir að geta tekist á um menn og málefni á jafnréttisgrundvelli en þegar gengið er til náða hafi báðir aðilar sagt þá hluti sem þörf er á að segja. Það hefur verið gæfa þeirra hjóna að þróa með sér slíkt sam- band. Síðast en ekki síst eru það börnin sem líf foreldra snýst einatt um. Björn varð þeirrar gæfu aðnjót- andi að eignast fjögur mannvænleg börn sem hann var ákaflega hreyk- inn af. Þau hafa nú öll stofnað til fjöl- skyldna og fáum duldist ánægja hans með tengda- og barnabörnin. Við sjáum fyrir okkur þegar þar að kemur – og ef leið okkar liggur í átt til aldingarða Edens – að þar mun standa grannur maður kvikur í hreyfingum og með húfu með brúski á kollinum. Hann er að bjástra við vínviðarrunnana og opnar upp hvert einasta lauf. Garðyrkjumaðurinn mun taka vel á móti göngumóðum gestum en vísa á veg til húsráðenda sem meta munu hvort gestkomend- ur fái inngöngu í hina eftirsóttu garða – jafnframt segir garðyrkju- maðurinn með glott á vör að hann komi inn síðar þar sem hann þurfi að leita að nokkrum framsóknarormum og kommalúsum sem koma þurfi til betri vegar. Hins vegar liggur kaf- báturinn nú ónotaður í nausti. Davíð og Helga. Á fjölmennum fjölskyldusam- kundum endurspeglast fjölbreyti- leiki lífsins og mannfólksins í kyn- slóðum, manngerðum, nærveru og ásýnd. Nærvera sumra er róleg og yfir- veguð á meðan aðrir, á meðvitaðan eða ómeðvitaðan hátt, soga til sín at- hyglina og gerast gjarnan miðpunkt- ur hennar. Björn var í hópi hinna síð- arnefndu. Ávallt vel að sér í málefnum líðandi stundar, hafði skoðanir á mönnum og málefnum og þeim skoðunum var hann óspar á að deila með okkur hinum. Á stundum hélt hann sig til hlés, mætti oft ró- lega til leiks, en yfirleitt var þess ekki lengi að bíða að hann tækist á flug með gneistandi frásagnargáfu og skemmtilegu skopskyni. Sagði hann þá sögur úr samtíð og fortíð, kryddaði og betrumbætti að eigin geðþótta áður en hann sendi þær með leikrænum tilburðum í loftið. Reyndar var það svo að þau Guðrún sögðu gjarnan sögurnar í samein- ingu, ekki alltaf sammála um inni- hald né endi, málefni né staðreyndir, en ávallt tísti í þeim báðum yfir hvors annars ágæti. Það var föst hefð hér á árum áður að rífast um stjórnmál fram eftir nóttu á fjörugum kosningavökum. Undanfarin ár ríkti sú hefð að kíkja inn í laufabrauðsgerð til þeirra hjóna á aðventunni, líkt og það var föst hefð að hlusta á áramótaávarp og skála fyrir nýju ári við Björn, við undirspil flugelda í Laugarásnum, og spjalla framundir morgun. Trén fella lauf að hausti og það er lífsins gangur að eldri kynslóðir falli frá. Öllu sárara er að kveðja á ótíma- bæran hátt, að því er manni virðist, mann á besta aldri, ungan í anda og atgervi. Við þökkum þann hlýhug og vænt- umþykju sem þú ávallt sýndir okkur og þær góðu og litríku minningar sem eftir sitja. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Egill, Karl og Snæfríð Þorsteins. ✝ Björn Jóhannsson fæddist íHafnarfirði hinn 20. apríl 1935. Hann lést á heimili sínu að morgni miðvikudagsins 23. apríl síðastlið- ins. Foreldrar hans voru hjónin Jó- hann Kristinn Björnsson iðnverka- maður, f. 15.6. 1916, d. 8.12. 1982, og Kristrún Marta Kristjánsdóttir húsfreyja, f. 1.1. 1915, d. 24.12. 1978. Systkini Björns eru Ólafur Þórður verkamaður, f. 30.9. 1937, maki Arnbjörg Sveinsdóttir bókari, f. 4.5. 1934, og Sjöfn versl- unarmaður, f. 8.4. 1947, maki Arn- björn Leifsson aðstoðarvarðstjóri, f. 1.6. 1944. Björn kvæntist 1962 Valgerði Ákadóttur píanókennara, f. 1.9. 1942, þau eiga tvö börn, þau eru: Jóhann Áki markaðsstjóri, f. 21.4. 1962, maki Dagmar Gunnarsdóttir geislafræðingur, f. 28.1. 1963, börn þeirra eru Magnea Hrönn, f. 3.10. Menntaskólanum á Akureyri árið 1956. Hann stundaði nám í heim- speki við Háskóla Íslands og nám í ensku, sagnfræði og heimspeki við háskólann í Edinborg á árunum 1957 og 1958. Björn varð fram- kvæmdastjóri Alþýðublaðsins árið 1958 og var blaðamaður á Alþýðu- blaðinu frá 1958 til 1962. Hann var ritstjóri dagblaðsins Myndar á árinu 1962 og hóf sama ár störf á Morgunblaðinu, þar sem hann starfaði æ síðan. Björn var blaða- maður á Morgunblaðinu á árunum 1962–1967 er hann tók við starfi fréttastjóra blaðsins og var frétta- stjóri til ársins 1981 er hann varð fulltrúi ritstjóra Morgunblaðsins og gegndi hann því starfi til dauða- dags. Björn tók að sér ýmis félags- og trúnaðarstörf, átti m.a. sæti í stjórn Blaðamannafélags Íslands á ár- unum 1960–63 og um skeið í stjórn Varðbergs, félags áhugamanna um vestræna samvinnu. Björn var um árabil ritstjóri hins íslenska hluta Nordisk Kontakt, rits Norð- urlandaráðs um stjórnmál, þingmál og norræn málefni, frá árinu 1965 og ritstjóri íslenska kaflans í Árbók Bókaútgáfunnar Þjóðsögu frá 1966. Hann var fréttaritari fyrir frétta- stofuna Associated Press frá 1964 til 1982 og var fréttaritari dag- blaðsins Politiken í Kaupmanna- höfn frá 1966 til 1975, og einnig dagblaðsins Helsingin Sanomat í Finnlandi og Dimmalætting í Fær- eyjum um hríð. Björn skrifaði greinar fyrir blöð og tímarit í ýms- um löndum, t.d. Nordisk Tidskrift og nú síðast fyrir tímarit norrænu félaganna í Finnlandi. Hann var einnig einn af umsjónarmönnum þáttarins Efst á baugi í Rík- isútvarpinu á árunum 1961 til 1970. Björn sat í Íslenskri málnefnd. Útför Björns verður gerð frá Frí- kirkjunni í Hafnarfirði í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. 1984 (úr fyrri sambúð), Björn Áki, f. 15.5. 1989, og Helga Guðrún, f. 7.12. 1995; og Kristrún Helga tón- listarkennari, f. 29.12. 1963, maki Snorri Már Snorrason hönnuður, f. 4.10. 1964, börn þeirra eru Val- geir Hrafn, f. 7.8. 1988, og Auður Birna, f. 1.2. 1990. Björn og Val- gerður slitu samvistir. Árið 1973 kvæntist Björn eft- irlifandi eiginkonu sinni, Guðrúnu Egilson, íslenskukennara og rit- höfundi, f. 14.7. 1945, þau eiga tvö börn, þau eru: Snædís Huld sam- eindalíffræðingur, f. 15.6. 1973, maki Ægir Þór Þórsson sameinda- líffræðingur, f. 25.2. 1970; og Þor- steinn Brynjar stjórnmálafræð- ingur, f. 8.10. 1976, maki Friðsemd Dröfn Guðjónsdóttir nemi, f. 8.12. 1977, sonur þeirra er Davíð Freyr, f. 13.3. 2002. Björn lauk stúdentsprófi frá Björn Jóhannsson Fréttastjórinn Björn Jóhannsson gefur fyrirmæli um hvernig taka eigi á fréttum. Freysteinn Jóhannsson hlustar á. Í mörg ár sá Björn Jóhannsson um ritstjórn íslenska kaflans í Árbókinni, sem Hafsteinn Guðmundsson í Þjóðsögu gaf út. Hér eru þeir ásamt Gísla Ólafssyni, sem var ritstjóri íslensku Árbókarinnar. Árbókin Fréttastjórinn að störfum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.