Morgunblaðið - 02.05.2003, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 02.05.2003, Blaðsíða 51
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. MAÍ 2003 51 Erum í Laugavegi 91 s. 511 1717 Kringlunni s. 568 9017 Diesel Imits Diesel Studio Laura Aime Diabless Kookaï DÖMUR HERRAR gallabuxur barnaföt jakkar bolir bolir kápur 5.990 20% afsl. 10% afsl. 20% afsl. 1.990 3.990 10% afsl. Jakkaföt Diesel Diesel 4You 4You 4You 4You gallabuxur bolir gallabuxur renndar peysur skyrtur bolir 15.990 5.990 30% afsl. 3.990 3.990 2.990 1.990 frá: SUMARSKAPI á LÖNGUM LAUGARDEGI Ca fé 1 7 CHRISTIAN leitar að Allen vini sínum og samstarfsmanni. Í fyrstu virðist aðalkostur myndarinnar fel- ast í þeirri tilviljun að Christian er heimildamyndaleikstjóri og Allen er kvikmyndatökumaður. En myndin er miklu meira en það. Fjögur ár líða frá hvarfi Allens þar til Christian fer til Bandaríkj- anna að leita hans. Í raun er myndin eins og lögreglurannsókn, þar sem við áhorfendur fylgjumst með Christian frá upphafi uppgötva furðulegustu hluti í sambandi við hvarf vinar síns, og komumst sífellt nær og nær örlagastundinni. Við tökum þátt í rannsókninni einsog í sjónvarpsmynd, erum meðvirk, fyll- um í eyðurnar, óttumst það versta, og komumst að sannleikanum. Uppbygging myndarinnar er vægast sagt frábær, og klipparinn stendur sig stórkostlega. Þar sem félagarnir eru kvikmyndagerðar- menn er til fullt af skemmtilegu myndefni af Allen og eftir Allen, sem gefur okkur góða mynd af hon- um sem persónu, og hjálpar okkur að reyna að ráða gátuna. Myndefnið snilldarlega notað og samansett, og myndin sérlega fagmannleg á allan hátt. Myndin er mjög áhugaverð um leið og hún er óhugguleg, þar sem dularfull eiginkona, sértrúarsöfnuð- ir, líf á öðrum hnöttum og önnur furðulegheit koma við sögu. Maður getur ekki annað en ímyndað sér hversu margir hafa hlotið sömu ör- lög og Allen, og mann hryllir við. Þetta er athyglisverð karakter- stúdía og margslungin mynd sem vekur fullt af spurningum um mannssálina og nútímasamfélag. Það væri auðvelt fyrir Christian að vera reiður, með ásakanir, sam- særiskenningar og fordóma í garð margs þess fólk sem hann þarf að hafa samband við við gerð mynd- arinnar, en hann velur ekki þá leið. Þótt Allens saknað sé vissulega spennumynd, er hún einnig ljóðræn mynd full saknaðar eftir góðum vin- skap og sameiginlegri sýn í kvik- myndagerðinni. Þetta er sérlega smekkleg mynd í allri sinni hóg- værð og full af virðingu í garð Allens og aðstandenda. Spennandi vinaleit HEIMILDARMYNDIR Háskólabíó – Shorts & Docs ALLENS SAKNAÐ/MISSING ALLEN Leikstjórn: Christian Bauer. Kvikmynda- taka: Michael Gööck og fleiri. Framleið- andi: Tangram Film. 92 mín. Þýskaland 2002. Hildur Loftsdóttir Allen saknað: „Uppbygging myndarinnar er vægast sagt frábær, og klipparinn stendur sig stórkost- lega.“                         !"#     !# $%  & % # ' (       !')# ! ( # *  #( +++,+     -   .  %/   . Aðlögun/ Adaptation Mjög óvenjuleg, fersk, frumleg og áhuga- verð. Sannarlega gleðiefni. (H.L.) Háskólabíó, Sambíóin. Chicago Kyngimögnuð og kynþokkafull söng- og dansamynd. (S.V.) Smárabíó, Regnboginn, Borgarbíó, Akureyri. Fjórum vikum síðar/ 28 Days Later Mynd sem enginn hrollvekjuunnandi má missa af. (S.V.) Regnboginn, Háskólabíó. Keila leikin fyrir Columb- ine/Bowling for Columbine Michael Moore setur fram öfluga sam- félagsrýni í þessari þeysireið um banda- ríska þjóðarsál. (H.J.) Regnboginn. Nói Albínói Frumleg og vel gerð mynd í alla staði sem gerist í einangruðu sjávarþorpi þar sem óvenjulegur uppreisnarmaður á í stríði við menn og máttarvöld. Magnað byrjenda- verk. (S.V.) Háskólabíó. Píanóleikarinn / The Pianist Roman Polanski og samstarfsfólk hans skapað heildstætt og marghliða kvik- myndaverk. (H.J.) Háskólabíó. Gullplánetan / Treasure Island Skemmtilegar og frumlegar persónur í geggjuðu umhverfi. (H.L.)  Sambíóin. Veiðin/The Hunted Friedkin og áhöfn eiga fínan dag, útkom- an spennandi afþreying byggð á bjargi góðrar sögu. (S.V.)  Sambíóin Reykjavík og Akureyri. Charlotte Gray Vandvirknislega gerð kvikmynd en gölluð, sem lýsir þátttöku ungrar skoskrar konu í frönsku andspyrnuhreyfingunni. (H.J.)  Háskólabíó. Didda og dauði kötturinn Didda er níu ára gömul Keflavíkurmær sem gengur á milli bols og höfuðs á glæpalýð í Bítlabænum. Góður leikur, hollt, gott og gamaldags barnagaman. (S.V.)  Háskólabíó, Sambíóin. Dreamcatcher / Draumafangarinn Hressileg og lúmskt fyndin hrollvekja byggð á skáldsögu eftir Stephen King. (H.J.)  Sambíóin, Háskólabíó. Góða stelpan/ The Good Girl Góða stelpan er einkar sterk framan af, en þar er dregin upp mynd afkæfandi til- breytingarleysi í lífi ungrar konu. (H.J.)  Regnboginn. Manhattanmær/ Maid in Manhattan Haganlega gerð rómantísk gamanmynd með sjarmerandi leikurum.(H.J.)  Regnboginn. Nýliðinn/The Recruit Trúverðugleiki er ekki einkenni spæjara- trylla og fléttan er víðsfjarri raunveruleik- anum en Pacino er engu að síður skemmtilegur á að horfa. (S.V.)  Regnboginn, Smárabíó, Borgarbíó Akureyri. Riddarar Shanghai/ Shanghai Knights Chan og Wilson eru skemmtileg vina- tvenna sem mála Lundúni rauða á tímum Viktoríu, Chaplins og Kobba kviðristis. (S.V.)  Laugarásbíó. Johnny English Atkinson skemmtilegur að vanda í Clous- eau-stellingum í Bond-gríni sem skortir loka fínpússningu. (S.V.) Sambíóin, Háskólabíó. Kalli á þakinu Ágætis smábarnamynd gerð eftir sögu Astrid Lindgren, um skemmtilegan karl sem kann að fljúga. (H.L.) Laugarásbíó, Smárabíó, Borgarbíó Ak. Kjarninn /The Core Þessi hamfaramynd nær nýjum hæðum í fáránleika. (H.J.) Sambíóin. Skotheldi munkurinn/ Bulletproof Monk Sniðug ævintýramynd en illa útfærð með hvimleiðum bardagaatriðum. Chow-Yun Fat stendur sig þó eins og hetja í hlut- verki skothelda munksins. (H.J.). Sambíóin. Frá vöggu til grafar/ Cradle 2 the Grave Stirðbusaleg spennumynd sem reynir að fela algjöran skort sinn á almennilegum söguþræði. (H.J.)  Sambíóin. Glæfragengið/ Extreme Ops. Skíðabrettahasar í Ölpunum með auglýs- ingafólki, snjóflóðum, ofurhugum og stríðsglæpamönnum. Ekki fararinnar virði. (S.V.)  Laugarásbíó. BÍÓIN Í BORGINNI Sæbjörn Valdimarsson/Hildur Loftsdóttir/Heiða Jóhannsdóttir  Meistaraverk  Ómissandi  Miðjumoð  Tímasóun 0 Botninn Adrien Brody hlaut Óskarsverðlaun fyrir hlutverk sitt í Píanistanum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.