Morgunblaðið - 02.05.2003, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 02.05.2003, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. MAÍ 2003 31 FÁTT virðist fara jafn mikið í taug- arnar á talsmönnum Samfylking- arinnar í þessari kosningabaráttu og vangaveltur um þriggja flokka stjórn núverandi stjórnarandstöðuflokka. Skoðanakannanir hafa af og til bent til þess að sú staða gæti komið upp í kosningunum, að núverandi stjórn- arflokkar héldu ekki þingmeirihluta sínum og að Samfylkingin, Vinstri- grænir og Frjálslyndi flokkurinn ættu möguleika á að taka við völdum. Þegar bent er á þetta í opinberum umræðum bregðast talsmenn Samfylkingarinnar jafnan ókvæða við og keppast við að sverja af sér öll áform um slíkt stjórn- armynstur. Er þetta mjög ólíkt við- brögðum hinna stjórnarandstöðuflokk- anna, sem báðir hafa lýst yfir áhuga á samstarfi af því tagi. Ekki má nefna þriggja flokka stjórn Umræða um þetta varð áberandi í kjölfar umræðuþáttar leiðtoga flokk- anna í sjónvarpinu fyrr í apríl. Þar lýstu formenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks því viðhorfi, að ef ríkisstjórnin héldi ekki þingmeirihluta mætti búast við að stjórnarandstaðan tæki við. Þessi ummæli urðu til þess að aðaltalsmaður Samfylkingarinnar kom í viðtal í sjónvarpsfréttum kvöldið eftir og lýsti þessu sem hræðsluáróðri. Talsmaðurinn taldi með öðrum orðum það sérstakan hræðsluáróður, að benda á þetta þriggja flokka stjórn- armynstur sem eðlilega afleiðingu af því að stjórnarandstaðan næði að fella ríkisstjórnina! Talsmanninum láðist hins vegar að útskýra eða geta þess hvers vegna þetta væri hræðsluáróður, enda er Samfylkingarfólki þvert um geð að landsmenn rifji upp reynsluna af þriggja flokka vinstristjórnum. Svipað viðhorf kemur fram í grein Jóhanns Ársælssonar, alþingismanns Samfylkingarinnar, í Morgunblaðinu 28. apríl. Hann gengur jafnvel lengra og ásakar formenn ríkisstjórnarflokk- anna um hroka gagnvart kjósendum og óvirðingu við lýðræðið þegar þeir bentu á þetta mögulega stjórn- armynstur ef stjórnarflokkarnir misstu meirihluta sinn. Þessi harkalegu við- brögð Jóhanns eru auðvitað full- komlega órökrétt og dæma sig sjálf. Hann kemur hins vegar upp um raun- verulegan ótta Samfylkingarinnar þeg- ar hann bætir við, að með ummælum sínum séu formenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks að hóta stjórn- arkreppu nái ríkisstjórnin ekki að halda velli í kosningunum. Með þessu er Jóhann Ársælsson raunverulega að lýsa því stöðumati sínu, að verði stjórnarandstöðuflokkarnir ofan á í kosningunum 10. maí verði stjórn- arkreppa í landinu. Viðskilnaður vinstristjórna hræðir Ég verð að játa, að ég hef svipaðar áhyggjur og Jóhann, þ.e. að hætta sé á löngum og erfiðum stjórnarmynd- unarviðræðum ef ríkisstjórnarflokk- arnir missa fylgi og stjórnarandstaðan vinnur á. Ég átti hins vegar ekki von á því að þingmaður stærsta stjórnarand- stöðuflokksins tæki af mér ómakið og segði þetta berum orðum í blaðagrein. Þessar áhyggjur okkar Jóhanns eru hins vegar raunverulegar í ljósi sög- unnar, enda hefur jafnan reynst sein- legt og erfitt að koma saman þriggja eða fjögurra flokka vinstristjórnum í landinu. Raunar má segja að allur valdatími þessara ríkisstjórna hafi ein- kennst af stöðugum stjórnarmynd- unarviðræðum með tilheyrandi samn- ingamakki, hrossakaupum og tilraunum til málamiðlana, sem oftar en ekki hafa leitt til þess að ekki var samstaða um að gera neitt sem máli skipti við stjórn landsins eða taka á vandamálum sem upp komu við lands- stjórnina. Þessar ríkisstjórnir eiga það líka sammerkt að þær hafa ávallt verið skammlífar og skilið við stjórn efna- hagsmála í upplausn. Auðvitað er það vitneskjan um þann viðskilnað sem að- altalsmaður Samfylkingarinnar vísar til þegar hún talar um hræðsluáróður, þótt það henti henni ekki að segja það berum orðum. Nú er það auðvitað svo, að stjórn- málaflokkarnir ganga óbundnir til kosninga og munu eins og alltaf meta stöðuna þegar talið hefur verið upp úr kjörkössunum og taka mið af kosn- ingaúrslitum og málefnastöðu við myndun nýrrar ríkisstjórnar. Það er hins vegar ekki nema eðlilegt að vakin sé athygli á því í aðdraganda kosninga, að ef þeir flokkar sem nú eru í stjórn- arandstöðu ná meirihluta þingmanna er raunveruleg hætta á að þeir myndi saman ríkisstjórn. Talsmenn Samfylk- ingarinnar eru hins vegar ekki hrifnir af því að landsmenn skoði stöðuna í því ljósi, enda er hætt við að afar mörgum kjósendum hrjósi hugur við þeirri tilhugsun að standa frammi fyrir slíkri útkomu að kosningum loknum. Hræðsluáróður Samfylkingarinnar Eftir Birgi Ármannsson „Með þessu er Jóhann Ársælsson raunverulega að lýsa því stöðumati sínu, að verði stjórnarandstöðuflokk- arnir ofan á í kosningunum 10. maí verði stjórnarkreppa í landinu.“ Höfundur er lögfræðingur og frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. Á UNDANFÖRNUM vikum hef ég tvívegis mætt frambjóðendum Frjáls- lynda flokksins í stjórnmálaumræðum vegna komandi alþingiskosninga, en eins og kunnugt er leggur sá flokkur höfuðáherslu á eitt mál fyrir þessar kosningar, fyrirkomulag fisk- veiðistjórnunar á Íslandi, en lætur sér önnur málefni í léttu rúmi liggja. Í bæði skiptin hafa frambjóðendur flokksins sem tekið hafa þátt í um- ræðum komið mér verulega á óvart fyrir að þekkja ekki sjávarútvegs- stefnu flokksins sem þau eru í fram- boði fyrir. Opinn fundur Í fyrra skiptið mættu ég og aðrir fulltrúar stjórnmálaflokkanna Krist- ínu Maríu Birgisdóttur sem skipar 6. sætið á lista Frjálslynda flokksins í suðurkjördæmi á framboðsfundi Hins hússins og JC hinn 15. apríl sl. Fund- armenn beindu fjölmörgum spurn- ingum til fulltrúa Frjálslynda flokks- ins um stefnu flokksins í sjávarútvegsmálum. Frambjóðandinn lét þeim ósvarað en vísaði ítrekað til umfjöllunar um sjávarútvegsstefnuna á heimasíðu flokksins og almennt til ummæla helstu sérfræðinga flokksins í sjávarútvegsmálum, þeirra Guðjóns A. Kristjánssonar og Magnúsar Þórs Hafsteinssonar, sem voru fjarstaddir á fundinum. Jafnframt vísaði fram- bjóðandinn spurningum fundarmanna áfram til annarra frambjóðenda sem þar voru staddir. Frambjóðandi Frjálslynda flokksins þekkti greini- lega ekki stefnu flokksins og var í ljósi þess með öllu ófær um að túlka hana. Í síðara skiptið mætti ég Steinunni Kristínu Pétursdóttur, sem skipar 3. sæti á lista Frjálslynda flokksins í Norðvesturkjördæmi, í Kastljóssþætti Sjónvarpsins hinn 22. apríl sl. Í þætt- inum sátu fyrir svörum frambjóð- endur stjórnmálaflokkanna af yngri kynslóðinni. Áhorfendur, þátt- arstjórnendur og þátttakendur í um- ræðunum komu að tómum kofunum hjá frambjóðanda Frjálslynda flokks- ins þegar rætt var um sjávarútvegs- mál. Enn var vísað til umfjöllunar um stefnu flokksins á heimasíðu hans og ummæla sérfræðinga flokksins í sjáv- arútvegsmálum, sem eðli málsins samkvæmt voru ekki þátttakendur í umræðunum. Létu stjórnendur Kast- ljóssins þar við sitja og gengu ekki eftir nánari útskýringum frambjóð- andans á stefnunni. Krafa um svör Eins og áður segir leggur Frjáls- lyndi flokkurinn megináherslu á eitt mál í þessum kosningum, þ.e. stjórn fiskveiða á Íslandi, og treystir flokk- urinn í atkvæðaveiðum sínum fyrst og fremst á óánægju kjósenda með nú- verandi kvótakerfi í sjávarútvegi. Það er því með ólíkindum að frambjóð- endur Frjálslynda flokksins sem koma fram í opinberum umræðum um sjávarútvegsmál þekki hvorki haus né sporð á stefnu eigin flokks í mála- flokknum og vísi þess í stað aðspurð ítrekað til almennra ummæla forystu- manna sinna og umfjöllunar á heima- síðu flokksins! Það er mjög mikilvægt að fjölmiðlamenn og kjósendur láti frambjóðendur Frjálslynda flokksins ekki komast upp með slíka moðsuðu í umræðum um stefnu flokksins. Það skiptir kjósendur máli ef flokkur sem býður fram til Alþingis í öllum kjör- dæmum landsins á grundvelli eins málefnis hefur aðeins á að skipa örfá- um einstaklingum sem þekkja stefnu flokksins í því máli. Ummæli oddvita frjálslyndra Nýjasta dæmið um það hversu ósannfærandi málflutningur forystu- manna Frjálslynda flokksins er í sjáv- arútvegsmálum er frétt DV hinn 25. apríl sl. Þar rifjaði blaðamaður upp ummæli Gunnars Örlygssonar, odd- vita flokksins í Suðvesturkjördæmi, sem frambjóðandinn lét falla í viðtali við Morgunblaðið 4. ágúst 1999. Þar sagði Gunnar m.a.: „Það er pláss í þessu kerfi, eins og öllum kerfum, fyr- ir duglega menn og þeir munu komast áfram. Það er það eina sem ég hugsa um.“ Aðspurður hvort hann teldi kvótakerfið réttlátt sagði Gunnar: „Það má endalaust deila um það, en ég fæ ekki salt í grautinn fyrir að væla yfir óréttlæti.“ Athyglisvert verður að fylgjast með hvort aðrir frambjóðendur Frjálslynda flokksins muni fram að kosningum vísa til þess- ara ummæla Gunnars Örlygssonar. Að þekkja ekki eigin stefnu Eftir Sigurð Kára Kristjánsson „Það skiptir kjósendur máli ef flokkur sem býður fram til Alþingis í öllum kjördæmum landsins á grundvelli eins málefnis hefur að- eins á að skipa örfáum einstaklingum sem þekkja stefnu flokksins í því máli.“ Höfundur skipar 4. sæti á lista Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður. ma hafa bætur almannatrygg- 50% minna en almenn laun smörk engan veginn fylgt ðlagsþróun. Skattleysismörk um 100 þús. kr. en ekki 70 u hefðu fylgt verðþróun. verið gengið á hlut okkar ðra og systra. Fátækt er orð- g, yfir 20 þúsund manns býr eir sem hafa yfir 70 þús. kr. á a að greiða um 40% skatt af am er á sama tíma og eigna- m nefndir eru hér að ofan m ekkert af milljörðum sín- urnar eru rangar, það er vit- öggjafinn og ríkisstjórn hafa ng forgangsröðun íða eftir þjónustu á sjúkra- ruð aldraðra eftir hjúkr- klingar liggja á göngum, æðingar við heimahjúkrun segja upp vegna deilna um samninga sem hafa verið mörg ár í gildi, Skógarbær legg- ur af iðjuþjálfun fyrir gamla fólkið vegna fjárskorts, fíkniefnalögreglan getur ekki unnið yfirvinnu vegna fjárskorts o.s.frv. Á sama tíma ráðumst við í jarð- gangagerð norður í landi fyrir 8 þúsund milljónir og verðum að gera þau á sama tíma og jarðgöng eru gerð fyrir austan fyrir 3–4 milljarða. Við erum að sendiráða- væða heiminn, á fáeinum árum sendiráð í Japan, Helsinki, Vín, Mósambik og Kan- ada og reisum stórbyggingar í Berlín eins og þjóð sem veit ekkert hvað hún á að gera við peningana. Vegabréfavarsla fyrir Evr- ópubandalagið fyrir þúsundir milljóna. Þannig mætti lengi telja. Firring Þeir menn sem þannig vinna eru komnir úr tengslum við þjóðina, þarfir hennar og líf. Nýtt afl vill breyta þessu. Við segjum: Burt með fátækt. Nýtt afl er að fást við grundvallarbreytingar á þjóðfélaginu en flestir aðrir stjórnmálaflokkar eru að fást við lítilsháttar lagfæringar, fáein % í skattabreytingum, nokkrum þúsundum tonna meiri þorskveiði o.s.frv. Vandinn liggur dýpra. Hér þarf hugarfarsbreyt- ingu, breyttar áherslur. Rödd Nýs afls þarf að heyrast í þjóðfélaginu, þjóðfélagi þar sem markaðurinn segir: Ég er drott- inn guð þinn, þú skalt ekki aðra guði hafa og viðhorfið verður í vaxandi mæli: Ef ég hef gert á hluta þinn, þá er það ekki mér að kenna. Það er þér að kenna, þú gættir þín ekki. Opnið augun, er þetta ekki rétt sem við erum að segja? Ef við eigum samleið, þá munið x-N á kjördag. ersl- ndvall- u en kar eru ær- Höfundur er formaður Nýs afls. gagngerar endurbætur á nu. áætlun Samfylkingarinnar hennar stjórn verður 12 nýj- m bætt við fjárveitingar til á næsta kjörtímabili. Þar af g til framhaldsskólastigsins milljarða að raungildi. Af þeim milljarður sérstaklega eyrna- og verknámi, en verknámið ga setið á hakanum í tíð Sjálf- ns. Við munum jafnframt ngar til háskólastigsins um 4 örtímabilinu, og þar af verða nnsókna og kennslu sér- n um 3 milljarða. Í þeirri num við ekki gleyma ungum, rfandi fræðimönnum, og mun- m möguleika á fjármagni til sóknum sínum. gin mun beita sér fyrir alhliða menntakerfinu. Eitt, sem sér- að ráðast í, er framleiðsla á malegra námsefni. Það er ein íslensk skólabörn standa s jafnöldrum sínum í þeim grannlöndum, þar sem menntakerfið er best. Hluti af umbótum Samfylkingarinnar verður að lækka útskriftaraldur í fram- haldsskólum um eitt ár á næsta kjör- tímabili. Sömuleiðis er það hluti af stefnu okkar að síðasta ár leikskólans verði gjald- frjálst með sama hætti og fyrstu ár grunn- skólans. Snar þáttur af markvissri menntasókn Samfylkingarinnar er að byggja upp menntun á landsbyggðinni. Á næsta kjör- tímabili stefnum við að því að stofna eins til tveggja ára framhaldsskólabrautir í byggð- um landsins. Það mun skipta miklu máli fyrir líf og þrótt byggðanna að hafa ung- lingana sína lengur heima, og dregur úr lík- um á því að foreldrarnir þurfi að fylgja þeim ef þeir halda til frekara náms utan heimabæjar. Raunhæf markmið Markmið Samfylkingarinnar er tvíþætt: Í fyrsta lagi að fjölga um 25% þeim sem út- skrifast með framhaldsskólapróf úr hverj- um árgangi, og í öðru lagi að fjölga þeim sem útskrifast með háskólapróf úr hverj- um árgangi sömuleiðis um 25%. Menntun er lykill að bættum lífskjörum. Þeir, sem hafa betri menntun, fá hærri laun. Aukið framlag til menntamála eykur framleiðni í hagkerfinu og landsframleiðslu. Reynslan hefur leitt í ljós, að þær þjóðir, sem verja meiru í menntamál, þær hafa hærri lands- framleiðslu. Þessar aðgerðir Samfylkingarinnar munu að lokum leiða til 3–6% aukningar í landsframleiðslu. Á næstu átta árum má búast við því að vöxturinn nemi tæplega 1%, eða næstum því jafn miklum var- anlegum hagvexti og við munum njóta af álveri við Reyðarfjörð og virkjun við Kára- hnjúka. Hugvitið er mesta auðlindin. Fjár- festing í því er ávísun á velsæld í framtíð- inni. rk- ram, að áætlun aðarfyllsta og kkur íslenskur t fram um gagn- kerfinu.“ Höfundur er formaður Samfylkingarinnar. enni með því að lægstu laun ð verulega og sköttum létt viljum reisa velferðarkerfið braut einkavinavæðingar og í að Íslendingar eigi besta fi í heimi, í öllum skilningi. gasta skrefið í þá átt, fyrir étta launamun kynjanna, er r leikskólagjöldin. Leikskól- skólastigið og á vitaskuld dfrjáls eins og grunnskól- jálfsagður réttur hvers ta leikskólamenntunar en að ræða gríðarlega kjara- mur um 300.000 krónum á rt barn í leikskóla. m klámvæðingunni stríð á ndanbragða og viljum gera kaup á vændi refsiverð. Kvenfrelsi er ekki bara einn af hornsteinum stefnu Vinstrihreyfingarinnar – græns fram- boðs, heldur er kvenfrelsi haft að leið- arljósi í öllum málaflokkum. Kvenfrels- ismál eru ekki mál sem eru tekin upp skömmu fyrir kosningar í flennistórum auglýsingum til að veiða atkvæði. Kven- frelsi er samtvinnað allri pólitík og líf- inu sjálfu. Aðlögunartíminn er löngu lið- inn og nóg komið af könnunum, skýrslum og nefndarálitum. Við erum tilbúin að taka til höndunum og útrýma mismunun. Það er spurning um rétt- læti. nfrelsi og réttlæti Höfundur skipar 1. sæti U-listans í Suðvesturkjördæmi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.