Morgunblaðið - 02.05.2003, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 02.05.2003, Blaðsíða 18
LISTIR 18 FÖSTUDAGUR 2. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ SÖGU þessarar leikgerðar má rekja aftur til ársins 1998 þegar Neil Haigh las þriggja ára gamla enska þýðingu Bernards Scudders á skáld- sögu Einars Más Guðmundssonar, Englum alheimsins. Vísir að sýning- unni var tæpu ári síðar fluttur á Ís- landstengdri menningarhátíð leik- hópsins Icelandic Take Away Theatre í London – fimmtán mín- útna langur leiklestur. Þessi rúm- lega klukkutíma langa sýning var svo þróuð fyrir Laurence Batley- leikhúsið í Huddersfield í Jórvíkur- skíri og var flutt á leiklistarhátíð í Búdapest 2001 – þar sem hún hlaut verðlaun gagnrýnenda – og í leik- húsinu Gilded Balloon á útjaðri (Fringe) Edinborgarhátíðarinnar 2002 þar sem hún hlaut töluverða at- hygli og enn og aftur góðar viðtökur í blöðum. Nú hefur leikhópnum verið boðið að sýna einleikinn um tveggja vikna skeið í Gate-leikhúsinu í Nott- ing Hill í London frá 7.–23. maí – alls 16 sýningar. Ákveðið var að sýna leikgerðina einu sinni í Tjarnarbíói til að gefa áhorfendum hér á landi tækifæri til að sjá sýninguna og gera aðstandendum hennar kleift að afla fjár til að gera hana enn betur úr garði fyrir Lundúnaförina. Það er nokkuð sérstök upplifun að fylgjast með þessari sýningu á ensku. Fjölmörgum íslenskum les- endum og áhorfendum finnst efnið sennilega mjög íslenskt, enda nokk- uð bundið við hið fræga geðsjúkra- hús á Kleppi og ýmsar hræringar í íslensku þjóðfélagi eftirstríðsár- anna. En í raun er efniviðurinn sam- mannlegur og sérstaða sögusviðsins virðist einhvern veginn undirstrika fyrir erlendum áhorfendum að þján- ingar aðalpersónunnar eiga sér sam- svörun um heim allan. Flestir Íslendingar hafa lesið Engla alheimsins á frummálinu og/ eða séð kvikmyndina. Sem dæmi um hve hvort tveggja hefur slegið í gegn hér á landi má nefna að skáldsagan var vinsælasta bókin til útlána í Borgarbókasafninu a.m.k. bæði árin 1999 og 2000, sex og sjö árum eftir að hún var gefin út 1993, og kvik- myndin var mest sótta kvikmynd á árinu 2000 hér á landi og skaut þar öllum erlendum myndum ref fyrir rass. Sagan hefur því borið hróður Ein- ars Más Guðmundssonar víða: Hann hlaut bókmenntaverðlaun Norður- landaráðs árið 1995 fyrir söguna sem hefur komið út í 20 þjóðlöndum, nú síðast í Kína. Kvikmyndin hefur hlotið ýmsar viðurkenningar erlend- is auk þess að vinna mörg Edduverð- laun hér árið 2000, m.a. var hún út- nefnd mynd ársins. Fleiri hafa komið auga á þá dramatísku möguleika sem felast í verkinu og hve vel það hentar sem efniviður í einleik. Í júní 2000 var danskur einleikur byggður á sög- unni fluttur í Smíðaverkstæði Þjóð- leikhússins – leikgerð Ditte Marie Bjerg, Ryzard Taedling og Henriks Prip byggð á danskri þýðingu Eriks Skyum-Nielsen. Þar vakti leikmynd Jespers Corneliussen mikla athygli enda tók öll sýningin mið af henni. Hin enska leikgerð sögunnar sem hér er til umfjöllunar fer þveröfuga leið. Í stað þess að stílfæra söguna í njörvuð þrengsli sem eru táknræn fyrir aðstöðu og líðan aðalpersón- unnar Páls er rúmt um hann á svið- inu innan um leikmynd Guðrúnar Øyahals sem mynduð er af kunnug- legum formum er virðast búin ein- hverjum annarlegum eiginleikum. Leikarinn gæti valsað um leikmynd- ina en hann heldur mest til í miðju rýminu og ýmist bregður upp leikn- um svipmyndum úr lífi sínu eða segir frá því sem á daga hans hefur drifið. Í stað þess að tákngera þjáningar Páls er hann einfaldlega sýndur sem aðlaðandi, geðugur piltur – sögu- maður staðsettur á óskilgreindum stað í alheiminum sem lítur um öxl og reynir að henda reiður á lífshlaupi sínu. Þessi nálgun við söguna leysir efniviðinn úr læðingi. Þar sem Páll, þessi geðugi piltur, leiðir áhorfendur um hugarheim sinn og endurminn- ingar og staldrar við helstu kenni- leiti upplifa þeir söguna út frá þrem- ur útgangspunktum. Einn þeirra er að Páll er í upphafi venjulegur piltur. Annar að áhorfendur gera sér grein fyrir að hann berst vonlausri baráttu gegn ofurefli sjúkdóms og skilnings- og skeytingarleysis umhverfisins sem hann hefur enga stjórn á og hinn þriðji að áhorfendur sjá óhjá- kvæmilega hin ýmsu atriði sýning- arinnar með hans augum enda segir hann sjálfur frá og túlkar frásögnina eftir sínu höfði. Áhorfendur gera þannig ósjálfrátt hans sjónarhorn að sínu, þeir fá að fylgjast með hlut- unum innan frá í ríkari mæli en gefst kostur á í öðrum útgáfum. Hér fellur veröld Páls saman innan frá og hann verður varnarlaus undir brotunum án þess að fá rönd við reist. Neil Haigh er umfram allt heil- steyptur í leik sínum, blátt áfram og eðlilegur. Í sýningunni undirstrika hann og Ágústa Skúladóttir leik- stjóri eðli fórnarlambsins sem geng- ur eins og rauður þráður í gegnum allar gerðir sögunnar. Neil fær áhorfendur í lið með sér með per- sónutöfrunum og hæglát túlkun hans nær inn að innstu hjartarótum. Það er þyngra en tárum taki að horfa á Angels of the Universe og ígrunda örlög aðalpersónunnar. Óhjákvæmilega hvarflar hugurinn til þeirra fjöldamörgu sem sjá vænt- ingar sínar um framtíðina renna út í sandinn og sjá sér þann kost vænst- an að binda enda á líf sitt. Þau atriði í kvikmyndinni Englum alheimsins sem vöktu einna mesta athygli sýndu félaga Páls á Kleppi, skrýtna karaktera sem áttu með honum góða stund á Grillinu. Þessar skemmtisögur verða í munni Neils Haigh dæmi um ungan mann í skelfi- legri aðstöðu sem reynir eftir megni að bregða upp kímilegu hliðunum á tilverunni. Þær undirstrika meira en nokkuð annað trega þann er gegn- sýrir verkið: ungur maður reynir að benda á spaugilegar hliðar hörmu- legrar hnignunar andlegrar heilsu sem endar með því að hann sviptir sig lífi. Þrátt fyrir þetta sjónarhorn á sög- una er sýningin allt annað en leið- inleg og þung; aðstandendur hennar hafa fundið svo ótal aðferðir til að koma efninu til skila, þeir kunna að slá á létta strengi án þess að eyði- leggja heildaráhrifin. Framburður Neils Haigh í bland við yndislega þýðingu Bernards Scudders gefa henni svo skemmtilegan enskan blæ – séð í gegnum þessi gleraugu verð- ur íslenskt þjóðfélag jafn órökrænt og geðsjúkdómur Páls. Í leikgerð- inni tekst á sama tíma að draga fram kjarna þessarar skáldsögu Einars Más og varpa á hana nýju ljósi. Það verður athyglisvert að fylgjast með hvernig viðtökur sýningin fær í Lundúnum. Þyngra en tárum taki LEIKLIST The Icelandic Take Away Theatre Höfundur skáldsögu sem leikurinn er byggður á: Einar Már Guðmundsson. Þýð- andi: Bernard Scudder. Höfundur leik- gerðar: Neil Haigh. Leikstjóri: Ágústa Skúladóttir. Hönnuður leikmyndar. Guð- rún Øyahals. Leikari: Neil Haigh. Þriðju- dagur 15. apríl. ANGELS OF THE UNIVERSE Sveinn Haraldsson Ljósmynd/Friðrik Tryggvason „Neil Haigh fær áhorfendur í lið með sér með persónutöfrunum og hæglát túlkun hans nær inn að innstu hjartarótum.“ Vaka-Helgafell hef- ur gefið út í kilju glæpasöguna Syn- ir duftsins eftir Arnald Indriðason. Synir duftsins var fyrsta bók Arnaldar og kom hún út árið 1997. Sagan hefst á því að Daníel, sem er fertugur sjúklingur á geðsjúkrahúsi í Reykjavík, fremur sjálfsmorð. Á sama tíma kveikir eldri maður í sér en hann hafði verið kennari Daníels á sjöunda áratugnum. Þegar bróðir Daníels reynir að finna hvað tengdi þessa tvo menn saman kemst hann að því að á árum áður voru gerðar lyfjatilraunir á börnum sem gengu of langt ... Vegur Arnaldar Indriðasonar hefur vaxið mjög á liðnum árum. Bækur hans njóta geysilegra vinsælda hér á landi og koma nú út víða um lönd. Hann hlaut Glerlykilinn - Norrænu glæpasagnaverðlaunin árið 2002 fyrir Mýrina. Bókin er 290 blaðsíður að lengd. Ragnar Helgi Ólafsson hannaði kápu en bókin er prentuð í Danmörku. Leið- beinandi útsöluverð er kr. 1.599,- Kilja Salurinn kl. 20. Frumflutt verða verk nemenda sem stunda nám á I. og II. ári í tónsmíðadeild Tónlistar- skólans í Reykjavík. Efnis- skrá er fjölbreytt, einleiks- verk fyrir flautu og píanó og verk fyrir strengja- kvartett og blásarakvartett ásamt tölvu- og raftónlist. Öll verkin eru flutt af nem- endum Tónlistarskólans í Reykjavík. Nemendur úr tónsmíðadeild eru Jóhann- es Snorrason, Herjólfur Hrafn Matthíasson, Einar Torfi Einarsson, Kolbrún Hulda Tryggvadóttir, Stefán Steinsson og Páll Tómas Viðarsson. Aðgangur ókeypis. Í DAG  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is Tónlistarhús Kópavogs BREIÐFIRÐINGAKÓRINN verður með tónleika í Fella- og Hólakirkju á laugardaginn kl.17. Stjórnandi kórsins er Hrönn Helgadóttir og ein- söngvari Ingibjörg Sigur- björnsdóttir, undirleikari er Guðríður Sigurðardóttir. Efn- isskráin er í léttari kantinum og með rómantísku ívafi. Kórinn var endurvakinn eftir áratuga langt hlé á haustdögum 1997. Kórfélagar eru 50 auk söng- stjóra. Breiðfirð- ingakórinn syngur SARI Maarit Cedergren mynd- höggvari heldur þessa dagana sýn- ingu í glugga Meistara Jakobs gall- erís, Skólavörðustíg 5 og einnig inni í galleríinu. Þar sýnir Sari Maarit steyptar lág- myndir þar sem hugmyndin er að endurspegla hið hversdagslega veður sem við upplifum daglega umhverfis okkur og þann mikla fjölbreytileika og hreyfingu sem búa í veðrabrigðum s.s. rigningu, úða, þoku, dalalæðu, mistri, skafrenningi og snjó. Ætlunin er að taka þessi óáþreifanlegu hugtök og setja þau í áþreifanlegan þrívídd- armassa. Stærsti hluti myndarinnar í hverju verki fyrir sig verður til við samspil ljóss og skugga sem kalla fram myndina. Sýningin er í beinum tengslum við einkasýningu Sariar Maarit sem stendur nú yfir í Slúnkaríki á Ísafirði. Sýningin í Meistara Jakob galleríi stendur til 7. maí, og er opið 11 – 18 virka daga og 11- 14 laugard. Lágmyndir í glugga ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.