Morgunblaðið - 02.05.2003, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 02.05.2003, Blaðsíða 49
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. MAÍ 2003 49 Gústaf Adolf Björnsson þjálfariHauka var í leikbanni og vakti það talsverða athygli hver leysti hann af hólmi en Viggó Sigurðsson þjálfari karlaliðs Hauka sá um það. Sterkur varnarleik- ur einkenndi fyrstu mínútur leiksins og fyrsta markið kom ekki fyrr en eftir fimm mínútur og voru það gest- irnir sem skoruðu. Haukar, líkt og í fyrstu viðureign liðanna í Eyjum sl. laugardag, héldu forystunni framan af og virtust vera meira tilbúnar í slaginn en heimaliðið. Munurinn varð þó aldrei meira en tvö mörk og þegar flautað var til leikhlés höfðu Haukar betur með einu marki, 10:11. Sama var upp á teningnum í upp- hafi síðari hálfleiks og náðu gestirnir þriggja marka forystu í upphafi seinni hálfleiks. Þá kom Alla Gork- orian aftur til leiks en hún var tekin út af um miðjan fyrri hálfleik og var greinilega ekki sátt við það. Hún sýndi hversu mikilvæg hún er Eyja- liðinu á þessum kafla, átti glæsilegar sendingar þvert yfir völlinn í hraða- upphlaupum ÍBV, stal boltanum af Haukum og skoraði glæsileg mörk. Áður en hennar kafli var búinn var ÍBV komið yfir 16:15 og gríðarleg stemmning í húsinu. Nú tók við mikill darraðardans þar sem liðin skiptust á að ná for- ystu. Haukar komust tveimur mörk- um yfir þegar fimm mínútur voru til leiksloka 18:20 og virtust hafa þetta í hendi sér. Eyjakonur skoruðu næstu tvö mörk leiksins og staðan var jöfn. Aftur fengu Haukar tækifæri á að komast yfir þegar rúmar tvær mín- útur voru eftir. Þær náðu að galopna vörn ÍBV en Nína K. Björnsdóttir skaut í gólfið og hátt yfir úr dauða- færi. ÍBV-liðið brunaði fram og af miklu harðfylgi skoraði Birgit Engl tuttugasta og fyrsta mark ÍBV. Og allt ætlaði um koll að keyra á áhorf- endabekkjunum í Eyjum. Haukaliðið hafði því einn mögu- leika enn og nú að knýja fram fram- lengingu en hrikaleg sending Nínu hafnaði beint í höndunum á Öllu Gorkorian sem brunaði fram ásamt samherjum sínum og skoraði svo sjálf tuttugasta og annað mark ÍBV sem jafnframt var lokamark Ís- landsmótsins þetta tímabilið. Gríð- arleg fagnaðarlæti brutust út í hús- inu. Það var enginn vafi hver var maður leiksins. Vigdís Sigurðardótt- ir átti sannkallaðan stórleik og er það ekki í fyrsta skiptið sem hún dregur vagninn þegar ÍBV er ann- ars vegar, þrjú vítaköst varði hún og samtals 23 skot í leiknum og verður gríðarlegur sjónarsviptir af henni í marki Eyjaliðsins en hún hefur ásamt fyrirliða ÍBV, Ingibjörgu Jónsdóttur gefið það út að hún hyggist leggja skóna á hilluna eftir þetta tímabil. Alla Gorkorian var markahæst þrátt fyrir að hafa aðeins spilað um helming leiksins, skoraði átta mörk og átti stórleik í seinni hálfleik. Haukar gengu vonsviknir af leikvelli og vita sem skyldi að þær eiga að geta miklu betur en þær gerðu í þessari úrslitarimmu. Harpa Melsted átti góðan leik, skoraði sex mörk og spilaði fasta en aldrei grófa vörn. Hanna G. Stef- ánsdóttir átti einnig ágætis leik. Morgunblaðið/Sigfús Gunnar Guðmundsson Unnur Sigmarsdóttir, þjálfari ÍBV, fagnar Íslandsmeistaratitlinum ásamt sínum mönnum á bekknum. ÞAÐ var sannarlega mikil dramatík í Eyjum í gærkvöldi þegar kvennalið ÍBV tók á móti Haukum í þriðja úrslitaleik liðanna um Ís- landsmeistaratitilinn í handknattleik. ÍBV hafði unnið fyrstu tvær viðureignirnar og gerðu sér lítið fyrir og sigruðu Haukana í miklum baráttuleik, 22:20, og tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í þremur leikjum. Það var gríðarleg stemmning í íþróttahúsinu í Eyjum og voru áhorfendur hátt í þúsund og létu vel í sér heyra. Alla og Vigdís í aðalhlutverkunum Sigursveinn Þórðarson skrifar ÍSLANDSMEISTARAR KR skor- uðu 11 mörk gegn Þrótti í 8-liða úr- slitum Deildabikarkeppni KSÍ í gær. Staðan eftir venjulegan leiktíma var 5:5, en í framlengunni var aðeins eitt lið á vellinum og bættu KR-ingar við sex mörkum. Arnljótur Ástvaldsson var KR-inga iðnastur við að skora en hann skoraði fjögur mörk, öll í fram- lengingunni, en Þróttarar voru manni færri alla framlenginguna eftir að Jens Sævarssyni var vikið af velli á 89. mínútu. Góður sigur Keflvíkinga Fyrstu deildar lið Keflvíkinga hafði betur á móti úrvalsdeildarliði Fylkis á grasvellinum á Iðavöllum í Keflavík. Hörður Sveinsson kom Keflvíkingum yfir á 36. mínútu en Ólafur Páll Snorrason jafnaði metin fyrir Fylki úr vítaspyrnu skömmu fyrir leikhlé. Snemma í síðari hálfleik var Fylkis- maðurinn Valur Fannar Gíslason rek- inn af leikvelli og það færðu heima- menn sér í vil. Hólmar Örn Rúnarsson og Hafsteinn Rúnarsson bættu tveimur mörkum við fyrir Kefl- víkinga. Finnur Kolbeinsson, fyrirliði Fylkis og leikmaður ársins á síðustu leiktíð, lék sinn fyrsta leik fyrir Ár- bæjarliðið eftir meiðsli. Sjálfsmark í Grindavík Á Grindavíkurvelli höfðu Grindvík- ingar betur gegn afmælisbörnunum í Fram, 1:0, en Fram hélt upp á 95 ára afmæli sitt í gær. Sigurmarkið var sjálfsmark Framara en eftir fyrirgjöf Óla Stefáns Flóventssonar fór boltinn af einum leikmanna Fram og í netið. Leikurinn var spilaður á grasvellin- um og þótti ágætlega leikinn Sanngjarn sigur Skagamanna ÍA hafði betur gegn ÍBV, 2:0, á grasvelli Skagamanna þar sem liðin sýndu ágæt tilþrif. Hjörtur Hjartar- son skoraði fyrra mark ÍA á 9. mínútu úr vítaspyrnu. Skagamenn áttu fleiri færi í leiknum og náðu að bæta við marki í síðari hálfleik er Kári Steinn Reynisson skoraði með skalla. Skaga- menn áttu tvö góð færi til viðbótar í síðari hálfleik er tvö skot rötuðu í markstangir ÍBV-marksins. KR skoraði 11 mörk  HEIMIR Örn Árnason, handknatt- leiksmaður, hefur ákveðið að ganga til liðs við Val. Heimir lék í vetur með norska 2. deildarliðinu Haslum en var áður í herbúðum KA og einn af lyk- ilmönnum þess þegar það innbyrti Ís- landsmeistaratitilinn á síðustu leiktíð.  SKOVBAKKEN/Brabrand, hand- knattleiksliðinu danska sem Kristján Halldórsson þjálfar á næstu leiktíð, tókst með naumindum að halda sæti sínu í dönsku úrvalsdeildinni í hand- knattleik kvenna. Skovbakken/Bra- brand vann Esbjerg í oddaleik, 30:25, í Árósum í fyrrakvöld í leik um hvort liðið héldi sæti sínu í deildinni. Áður höfðu liðin unnið sinn leikinn hvort.  LOGI Gunnarsson skoraði 22 stig og var stigahæstur í liði Ulm sem sigraði Bayreuth, 92:81, í þýsku 2. deildinni í körfuknattleik í fyrra- kvöld.  DUNCAN Ferguson framherji Everton á yfir höfði sér þriggja leikja bann fyrir að gefa Jóhannesi Karli Guðjónssyni olnbogaskot í leik Ever- ton á móti Aston Villa um síðustu helgi. Aganefnd enska knattspyrnu- sambandsins hefur ákveðið að skoða sjónvarpsupptöku af leiknum og í kjölfarið mun hún kveða upp dóm sinn.  GARY Neville leikmaður Man- chester United og enska landsliðsins leikur ekki meira með á þessari leik- tíð en hann gekkst undir aðgerð á vinstri fæti í gær og verður frá keppni og æfingum næstu þrjá mánuðina.  KYLFINGURINN Ernie Els frá S- Afríku hefur ákveðið að keppa ekki á næstu tveimur atvinnumótum kylf- inga og ætlar hann þess í stað að æfa stutta spilið hjá sér. Els er í öðru sæti á styrkleikalista heimsins en hefur aðeins náð 10. og 17. sæti á s.l. tveim- ur mótum eftir frábæra byrjun á keppnistímabilinu þar sem hann sigr- aði á fjórum af fyrstu fimm mótunum.  ÞETTA var góður leikur og bæði liðin léku eins vel og þau gátu,“ var það eina sem Rasheed Wallace fram- herji Portland Trailblazers sagði á blaðamannafundi eftir að liðið hafði lagt Dallas að velli í átta liða úrslitum vesturstrandarinnar í NBA-deildinni. Forráðamönnum NBA-deildarinnar þóttu svör Wallace ekki spaugileg og hafa sektað kappann um 780.000 ísl. kr. Wallace fékk aðra sekt í kjölfarið og var hún helmingi hærri þar sem hann lét öllum illum látum við blaða- menn sem reyndu að fá hann til að tjá sig um gang mála í rimmu liðsins gegn Dallas.  ENSKA knattspyrnusambandið, FA, hefur staðfest að það sé ólíklegt að stuðningsmenn enska landsliðsins fái að kaupa miða á leik liðsins á úti- velli gegn Tyrkjum í undankeppni Evrópumóts landsliða. Allt að 6000 stuðningsmenn liðsins hafa áhuga á að ferðast á leikinn en forráðamenn FA telja miklar líkur á því að enskir og tyrkneskir stuðningsmenn lendi í áflogum með ófyrirsjáanlegum afleið- ingum. FÓLK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.