Morgunblaðið - 02.05.2003, Page 49

Morgunblaðið - 02.05.2003, Page 49
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. MAÍ 2003 49 Gústaf Adolf Björnsson þjálfariHauka var í leikbanni og vakti það talsverða athygli hver leysti hann af hólmi en Viggó Sigurðsson þjálfari karlaliðs Hauka sá um það. Sterkur varnarleik- ur einkenndi fyrstu mínútur leiksins og fyrsta markið kom ekki fyrr en eftir fimm mínútur og voru það gest- irnir sem skoruðu. Haukar, líkt og í fyrstu viðureign liðanna í Eyjum sl. laugardag, héldu forystunni framan af og virtust vera meira tilbúnar í slaginn en heimaliðið. Munurinn varð þó aldrei meira en tvö mörk og þegar flautað var til leikhlés höfðu Haukar betur með einu marki, 10:11. Sama var upp á teningnum í upp- hafi síðari hálfleiks og náðu gestirnir þriggja marka forystu í upphafi seinni hálfleiks. Þá kom Alla Gork- orian aftur til leiks en hún var tekin út af um miðjan fyrri hálfleik og var greinilega ekki sátt við það. Hún sýndi hversu mikilvæg hún er Eyja- liðinu á þessum kafla, átti glæsilegar sendingar þvert yfir völlinn í hraða- upphlaupum ÍBV, stal boltanum af Haukum og skoraði glæsileg mörk. Áður en hennar kafli var búinn var ÍBV komið yfir 16:15 og gríðarleg stemmning í húsinu. Nú tók við mikill darraðardans þar sem liðin skiptust á að ná for- ystu. Haukar komust tveimur mörk- um yfir þegar fimm mínútur voru til leiksloka 18:20 og virtust hafa þetta í hendi sér. Eyjakonur skoruðu næstu tvö mörk leiksins og staðan var jöfn. Aftur fengu Haukar tækifæri á að komast yfir þegar rúmar tvær mín- útur voru eftir. Þær náðu að galopna vörn ÍBV en Nína K. Björnsdóttir skaut í gólfið og hátt yfir úr dauða- færi. ÍBV-liðið brunaði fram og af miklu harðfylgi skoraði Birgit Engl tuttugasta og fyrsta mark ÍBV. Og allt ætlaði um koll að keyra á áhorf- endabekkjunum í Eyjum. Haukaliðið hafði því einn mögu- leika enn og nú að knýja fram fram- lengingu en hrikaleg sending Nínu hafnaði beint í höndunum á Öllu Gorkorian sem brunaði fram ásamt samherjum sínum og skoraði svo sjálf tuttugasta og annað mark ÍBV sem jafnframt var lokamark Ís- landsmótsins þetta tímabilið. Gríð- arleg fagnaðarlæti brutust út í hús- inu. Það var enginn vafi hver var maður leiksins. Vigdís Sigurðardótt- ir átti sannkallaðan stórleik og er það ekki í fyrsta skiptið sem hún dregur vagninn þegar ÍBV er ann- ars vegar, þrjú vítaköst varði hún og samtals 23 skot í leiknum og verður gríðarlegur sjónarsviptir af henni í marki Eyjaliðsins en hún hefur ásamt fyrirliða ÍBV, Ingibjörgu Jónsdóttur gefið það út að hún hyggist leggja skóna á hilluna eftir þetta tímabil. Alla Gorkorian var markahæst þrátt fyrir að hafa aðeins spilað um helming leiksins, skoraði átta mörk og átti stórleik í seinni hálfleik. Haukar gengu vonsviknir af leikvelli og vita sem skyldi að þær eiga að geta miklu betur en þær gerðu í þessari úrslitarimmu. Harpa Melsted átti góðan leik, skoraði sex mörk og spilaði fasta en aldrei grófa vörn. Hanna G. Stef- ánsdóttir átti einnig ágætis leik. Morgunblaðið/Sigfús Gunnar Guðmundsson Unnur Sigmarsdóttir, þjálfari ÍBV, fagnar Íslandsmeistaratitlinum ásamt sínum mönnum á bekknum. ÞAÐ var sannarlega mikil dramatík í Eyjum í gærkvöldi þegar kvennalið ÍBV tók á móti Haukum í þriðja úrslitaleik liðanna um Ís- landsmeistaratitilinn í handknattleik. ÍBV hafði unnið fyrstu tvær viðureignirnar og gerðu sér lítið fyrir og sigruðu Haukana í miklum baráttuleik, 22:20, og tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í þremur leikjum. Það var gríðarleg stemmning í íþróttahúsinu í Eyjum og voru áhorfendur hátt í þúsund og létu vel í sér heyra. Alla og Vigdís í aðalhlutverkunum Sigursveinn Þórðarson skrifar ÍSLANDSMEISTARAR KR skor- uðu 11 mörk gegn Þrótti í 8-liða úr- slitum Deildabikarkeppni KSÍ í gær. Staðan eftir venjulegan leiktíma var 5:5, en í framlengunni var aðeins eitt lið á vellinum og bættu KR-ingar við sex mörkum. Arnljótur Ástvaldsson var KR-inga iðnastur við að skora en hann skoraði fjögur mörk, öll í fram- lengingunni, en Þróttarar voru manni færri alla framlenginguna eftir að Jens Sævarssyni var vikið af velli á 89. mínútu. Góður sigur Keflvíkinga Fyrstu deildar lið Keflvíkinga hafði betur á móti úrvalsdeildarliði Fylkis á grasvellinum á Iðavöllum í Keflavík. Hörður Sveinsson kom Keflvíkingum yfir á 36. mínútu en Ólafur Páll Snorrason jafnaði metin fyrir Fylki úr vítaspyrnu skömmu fyrir leikhlé. Snemma í síðari hálfleik var Fylkis- maðurinn Valur Fannar Gíslason rek- inn af leikvelli og það færðu heima- menn sér í vil. Hólmar Örn Rúnarsson og Hafsteinn Rúnarsson bættu tveimur mörkum við fyrir Kefl- víkinga. Finnur Kolbeinsson, fyrirliði Fylkis og leikmaður ársins á síðustu leiktíð, lék sinn fyrsta leik fyrir Ár- bæjarliðið eftir meiðsli. Sjálfsmark í Grindavík Á Grindavíkurvelli höfðu Grindvík- ingar betur gegn afmælisbörnunum í Fram, 1:0, en Fram hélt upp á 95 ára afmæli sitt í gær. Sigurmarkið var sjálfsmark Framara en eftir fyrirgjöf Óla Stefáns Flóventssonar fór boltinn af einum leikmanna Fram og í netið. Leikurinn var spilaður á grasvellin- um og þótti ágætlega leikinn Sanngjarn sigur Skagamanna ÍA hafði betur gegn ÍBV, 2:0, á grasvelli Skagamanna þar sem liðin sýndu ágæt tilþrif. Hjörtur Hjartar- son skoraði fyrra mark ÍA á 9. mínútu úr vítaspyrnu. Skagamenn áttu fleiri færi í leiknum og náðu að bæta við marki í síðari hálfleik er Kári Steinn Reynisson skoraði með skalla. Skaga- menn áttu tvö góð færi til viðbótar í síðari hálfleik er tvö skot rötuðu í markstangir ÍBV-marksins. KR skoraði 11 mörk  HEIMIR Örn Árnason, handknatt- leiksmaður, hefur ákveðið að ganga til liðs við Val. Heimir lék í vetur með norska 2. deildarliðinu Haslum en var áður í herbúðum KA og einn af lyk- ilmönnum þess þegar það innbyrti Ís- landsmeistaratitilinn á síðustu leiktíð.  SKOVBAKKEN/Brabrand, hand- knattleiksliðinu danska sem Kristján Halldórsson þjálfar á næstu leiktíð, tókst með naumindum að halda sæti sínu í dönsku úrvalsdeildinni í hand- knattleik kvenna. Skovbakken/Bra- brand vann Esbjerg í oddaleik, 30:25, í Árósum í fyrrakvöld í leik um hvort liðið héldi sæti sínu í deildinni. Áður höfðu liðin unnið sinn leikinn hvort.  LOGI Gunnarsson skoraði 22 stig og var stigahæstur í liði Ulm sem sigraði Bayreuth, 92:81, í þýsku 2. deildinni í körfuknattleik í fyrra- kvöld.  DUNCAN Ferguson framherji Everton á yfir höfði sér þriggja leikja bann fyrir að gefa Jóhannesi Karli Guðjónssyni olnbogaskot í leik Ever- ton á móti Aston Villa um síðustu helgi. Aganefnd enska knattspyrnu- sambandsins hefur ákveðið að skoða sjónvarpsupptöku af leiknum og í kjölfarið mun hún kveða upp dóm sinn.  GARY Neville leikmaður Man- chester United og enska landsliðsins leikur ekki meira með á þessari leik- tíð en hann gekkst undir aðgerð á vinstri fæti í gær og verður frá keppni og æfingum næstu þrjá mánuðina.  KYLFINGURINN Ernie Els frá S- Afríku hefur ákveðið að keppa ekki á næstu tveimur atvinnumótum kylf- inga og ætlar hann þess í stað að æfa stutta spilið hjá sér. Els er í öðru sæti á styrkleikalista heimsins en hefur aðeins náð 10. og 17. sæti á s.l. tveim- ur mótum eftir frábæra byrjun á keppnistímabilinu þar sem hann sigr- aði á fjórum af fyrstu fimm mótunum.  ÞETTA var góður leikur og bæði liðin léku eins vel og þau gátu,“ var það eina sem Rasheed Wallace fram- herji Portland Trailblazers sagði á blaðamannafundi eftir að liðið hafði lagt Dallas að velli í átta liða úrslitum vesturstrandarinnar í NBA-deildinni. Forráðamönnum NBA-deildarinnar þóttu svör Wallace ekki spaugileg og hafa sektað kappann um 780.000 ísl. kr. Wallace fékk aðra sekt í kjölfarið og var hún helmingi hærri þar sem hann lét öllum illum látum við blaða- menn sem reyndu að fá hann til að tjá sig um gang mála í rimmu liðsins gegn Dallas.  ENSKA knattspyrnusambandið, FA, hefur staðfest að það sé ólíklegt að stuðningsmenn enska landsliðsins fái að kaupa miða á leik liðsins á úti- velli gegn Tyrkjum í undankeppni Evrópumóts landsliða. Allt að 6000 stuðningsmenn liðsins hafa áhuga á að ferðast á leikinn en forráðamenn FA telja miklar líkur á því að enskir og tyrkneskir stuðningsmenn lendi í áflogum með ófyrirsjáanlegum afleið- ingum. FÓLK

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.