Morgunblaðið - 02.05.2003, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 02.05.2003, Blaðsíða 46
DAGBÓK 46 FÖSTUDAGUR 2. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM- AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug- lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Osnabruck og Mána- foss fara í dag. Mannamót Aflagrandi 40. Bingó í dag kl. 14. Árskógar 4. Kl. 13- 16.30 opin smíða- og handavinnustofan. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8-16 hárgreiðsla, kl. 8.30-12.30 bað, kl. 9- 16 handavinna, kl. 9- 17 fótaaðgerð, kl. 13- 16 spilað í sal. Bingó, söngur og ljóðalestur kl. 13.30. Félagsstarfið, Dal- braut 18-20. Kl. 9 bað, og opin handa- vinnustofa. Félagsstarfið Dal- braut 27. Kl. 8-16 opin handavinnustofan, kl. 9-12 applikering, kl. 10-13 opin verslunin. Félagsstarfið Hæð- argarði 31. Kl. 9-12 bað, kl. 9-16.30 opin vinnustofa, myndlist, gifs o.fl., kl. 9.30 gönguhópurinn Gönu- hlaup leggur af stað, kaffi á eftir göngunni. Kl. 14.30 Ragnar Páll og Hjördís Geirs skemmta. Korpúlfar Graf- arvogi, samtök eldri borgara.Vatnsleikfimi er í Grafarvogslaug á föstudögum kl. 14. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Kl. 8. bað, kl. 10 hárgreiðsla, kl. 10- 12 verslunin opin, kl. 11 leikfimi, kl. 13 „op- ið hús“ spilað á spil. Félag eldri borgara í Kópavogi. Félagsvist spiluð í Fannborg 8 (Gjábakka) kl. 20.30. Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraun- seli, Flatahrauni 3. Tréútskurður og brids kl. 13, biljard 13:30. Gjábakki, Fannborg 8. Kl. 9.30 málm- og silfursmíði, kl. 9.15 vefnaður, kl. 13 bók- band. Gullsmári, Gullsmára 13. Kl. 9 gler- listahópur, kl. 10 ganga. Hraunbær 105. Kl. 9 bað, handavinna, út- skurður, fótaaðgerð og hárgreiðsla, kl. 11 spurt og spjallað. Bingó. Sunnudaginn 4. maí og mánudaginn 5. maí verður hand- verkssýning. Margir fallegir munir. Sýn- ingin er opin sunnu- dag frá kl. 13-17 og mánudag frá kl. 9-17. Kaffiveitingar. Allir velkomnir. Vesturgata 7. Kl. 9-16 fótaaðgerð og hár- greiðsla, kl. 9.15-14.30 handavinna, kl. 10-11 kántrý dans, kl. 11-12 stepp, kl. 13.30-14.30 Sungið við flygilinn, kl. 14.30-16 dansað í aðalsal. Norðurbrún 1. Kl. 9- 13 tréskurður, kl. 9- 17, hárgreiðsla, kl. 10- 11 boccia. Vitatorg. Kl. 8.45 smíði, kl. 9 hár- greiðsla og myndlist, kl. 9.30 bókband og morgunstund, kl. leik- fimi og 10 fótaðgerð, kl. 12. 30 leirmótun, kl. 13.30 páskabingó. Bridsdeild FEBK Gjábakka. Brids kl. 13.15 í dag. Hana-nú, Kópavogi. Laugardagsgangan á morgun. Lagt af stað frá Gjábakka, kl. 10. Gott fólk, gott rölt. Gengið frá Gullsmára 13, kl. 10 á laug- ardögum. Skaftfellingafélagið í Reykjavík. Árlegt kaffiboð aldraðra Skaftfellinga verður haldið í Skaftfell- ingabúð, Laugavegi 178, sunnudaginn 4. maí kl. 14. Dagskrá verður með hefð- bundnum hætti. Söng- félagið syngur nokkur lög og stiginn verður dans við harmonikku- leik. Aðgangur ókeyp- is. Talsímaverðir, há- degisverðafundur verður á Loftleiðum í hádeginu laugardag- inn 3. maí. Félag einhleypra. Fundur á morgun kl. 21 í Konnakoti Hverf- isgötu 105, Nýir fé- lagar velkomnir. Munið gönguna mánu- og fimmtudaga. Ungt fólk með ung- ana sína. Hitt húsið býður ungum for- eldrum með börnin sín á fimmtud. kl.13- 15 á Loftinu í Hinu húsinu, Pósthússtræti 3-5. Opið hús og kaffi á könnunni, djús, leik- föng og dýnur fyrir börnin. Félag Snæfellinga og Hnappdæla. Fjöl- skyldudagur félagsins verður í Fella- og Hólakirkju, sunnu- daginn 4. maí kl. 15. Svala S. Thomsen flytur hugvekju og Snæfellingakórinn syngur nokkur lög. Á eftir verður gestum boðið kaffi og meðlæti í safnaðarheimili kirkjunnar. Aðal- fundur félagsins verð- ur í Safnaðarheimili Fella- og Hólakirkju, Hólabergi 88, þriðju- daginn 6. maí kl. 20. Minningarkort FAAS, Félag aðstand- enda alzheimer- sjúklinga. Minning- arkort eru afgreidd alla daga í s. 533-1088 eða í bréfs. 533-1086. Í dag er föstudagur 2. maí, 122. dagur ársins 2003. Orð dagsins: Þolgæðis hafið þér þörf, til þess að þér gjörið Guðs vilja og öðlist fyrirheitið. (Hebr. 10, 36.)     Eyjólfur Eyvindarson,öðru nafni Sesar A, talar frá Spáni í nýju blaði ungra vinstri grænna, sem dreift hefur verið í hús. Eyjólfur er harður vinstrimaður og liggur ekki á skoðunum sínum, frekar en aðrir í stjórnmálaflokknum. Hann skipar 19. sæti á lista Vinstri – grænna í Reykjavík suður.     Eyjólfur segir meðalannars: „Málið er það að forgangsröð hægri- stefnunnar er ekki fjöld- anum í hag. Í samkeppni markaðssamfélagsins verður alltaf einhver undir, það græðir enginn nema annar tapi.“     Þetta er algeng skoðunþeirra sem yst eru á vinstri væng stjórnmál- anna, að í frjálsum við- skiptum hagnist enginn nema annar tapi. Þetta er misskilningur. Fólk á viðskipti af fúsum og frjálsum vilja og í flest- um tilfellum hagnast báð- ir aðilar á viðskiptunum. Það þekkir sá sem hefur keypt sér kókómjólk úti í búð. Kaupmaðurinn fær pening í kassann og kaupandinn svalar þorst- anum fyrir viðráðanlegt verð.     Samkeppnin, hinnfrjálsi markaður, gerir að verkum að fólk er sífellt að leita að ódýr- ari leið til að þjóna við- skiptavinum. Ef mönnum er frjálst að halda af- rakstri erfiðis síns hafa þeir hvata til að bjóða upp á það sem fólk er tilbúið að greiða fyrir, með sem lægstum til- kostnaði og fyrir sem lægst verð. Annars verða þeir undir í samkeppn- inni. Hinn frjálsi mark- aður knýr verðið niður miskunnarlaust, öllum til hagsbóta. Ekki síst hin- um efnaminni.     Þar sem komið hefur íveg fyrir þessi frjálsu viðskipti hafa ríkt hung- ursneyðir og ríkja sums staðar enn. Hin frjálsu viðskipti hafa haldið uppi lífskjörum vestrænna ríkja á meðan höftin hafa haldið þeim niðri sums staðar annars staðar.     Auðvitað eru til und-antekningar; dæmi þess, að annar aðilinn hafi hagnast á við- skiptum, en hinn tapað. Slík áhætta er fyrir hendi í viðskiptum. Ein- hver gæti til dæmis ákveðið að kaupa hús- næði við nektarströnd og stofna sundfataleigu. Slíkar óskynsamlegar ákvarðanir er alltaf hægt að taka.     Fólki verður líka aðvera frjálst að taka slíkar ákvarðanir. Þann- ig rekur það sig á og lær- ir af reynslunni. Út á það gengur markaðurinn og þannig virkar hann sem velferðarkerfi fyrir fjöldann. STAKSTEINAR Tapar alltaf einhver á frjálsum viðskiptum? Víkverji skrifar... VÍKVERJA brá svolítið þegarhann las frétt á mbl.is um að nú væru vísindamenn við virtar brezkar rannsóknastofnanir búnir að komast að þeirri niðurstöðu að fiskar fyndu sársauka og sýndu streitueinkenni þegar þeir fyndu til í vörunum. Rannsóknin var gerð á vegum Edinborgarháskóla og Rosl- in-stofnunarinnar (þeirrar hinnar sömu og klónaði sauðkindina Dolly) og niðurstöðurnar voru birtar á vegum Konunglegu vísindastofn- unarinnar í London. Haft var eftir talsmanni dýraverndunarsamtaka að þótt samtökin væru reyndar ekki ánægð með að fiskarnir hefðu verið kvaldir í þessum tilraunum, sem fólust m.a. í því að sprauta í þá sýru, vonuðust þau til að þegar fólk sæi niðurstöðurnar myndi það hugsa sig tvisvar um áður en það færi næst á stangveiðar. x x x ÞAR sat auðvitað öngullinn í Vík-verja, því að hann er einmitt búinn að vera að græja sig upp fyrir sumarið til að geta lagt stund á nýja áhugamálið sitt, stangveiði. Eitt augnablik hvarflaði að honum að kannski væri hann algjört ill- menni að ætla að fara að veiða og kvelja blessuð saklausu dýrin. Svo fór hann á BBC-vefinn og fann þar ummæli vísindaráðgjafa samtaka brezkra stangveiðimanna, sem sagði að heilinn í fiskum væri einfaldlega ekki útbúinn til að skynja sársauka; það vantaði í hann tilfinningastöðina. Þá létti Víkverja svolítið. x x x SVO fór hann að hugsa málið ívíðara samhengi. Ef fiskar finna til í vörunum – finna þeir þá ekki til annars staðar líka? Hvað með vesalings milljónirnar af litlum loðnum, þorskum eða ýsum, sem festast í netum og deyja? Kveljast þær ekki og heyja hræði- legt dauðastríð? Þegar Víkverji var þarna kominn í samræðum sínum við sjálfan sig, sannfærðist hann um að hann ætti ekki að gera sér nokkra einustu rellu út af því hvort þessir fáu sil- ungar og kannski einn eða tveir laxar, sem hann gæti hugsað sér að setja í í sumar, finna til í vör- unum eða ekki þegar þeir bíta á. Ef allir hugsuðu svoleiðis, væru sjómennirnir okkar á Reykjanes- hrygg bara niðri í lúkar að hrylla sig yfir því hvað karfinn gæti nú meitt sig í netunum og grundvell- inum væri kippt undan lífsafkomu þjóðarinnar. Víkverji ákvað því að láta þessar hugrenningar lönd og leið – enda gengur stangveiðin fyrst og fremst út á útiveru, félagsskap og rauð- vínsdrykkju í veiðihúsum, ekki satt? Morgunblaðið/Einar Falur Voru þeir að meið’ann? Ágætu frambjóðendur ÞAÐ hefur verið mikið rætt um bág kjör öryrkja, ein- stæðra og fleiri minnihluta- hópa. En hvað með t.d. hús- mæður, sem hafa ekki verið úti á vinnumarkaðnum á síð- ustu árum? Ef þær veikjast eru réttindi þeirra hálfir sjúkradagpeningar, sem eru nú 410 krónur á dag. Þær hafa heldur ekki að- gang að sjúkrasjóðum stétt- arfélaganna. Þessar dag- peningagreiðslur geta varað í allt að eitt ár. Er virkilega ætlast til að fólk lifi á þess- um greiðslum? Hver er hugsunin á bak við þetta? Er einhver, sem gæti svarað þessu? H.B. Íslenskt tóbakshorn FÓLK af færeysku bergi brotið, búsett í Danmörku, á í fórum sínum gamalt ís- lenskt tóbakshorn; þakkar- gjöf til færeysks Íslands- skipstjóra, líklega á árum heimstyjaldarinnar fyrri. Hornið hefur verið áletrað fyrir og stendur á því: „1893 – Frá Þuríði Markúsdóttir. Til Jónasar Jónassonar.“ Nú vill þetta ágæta fólk koma horninu til skila, allra- helst á byggðasafn sem næst heimahögum Þuríðar og Jónasar, annars eða beggja. Því eru þeir sem kunna að þekkja til þeirra, og kannski sögu hornsins, vinsamlegast beðnir um að koma upplýsingum til mín. Virðingarfyllst, Úlfur Hjörvar Heygskróki 18 FO-100 Tórshavn Netfang: lupus@post.olivant.fo Tapað/fundið Armband tapaðist HLEKKJAARMBAND tapaðist í Smáralind. Nokkrir hlekkir með Nom- inationmerkinu, nokkrir með hjarta á og stöfunum Þ.E., einn hlekkur með ljónamerki og einn með fót- boltaskó. Finnandi vinsam- lega hringi í síma 695-7697. Gullkross tapaðist HAMRAÐUR gullkross u.þ.b. 3 cm á hæð með gull- litaðri keðju, tapaðist í Ás- búð eða í Lækjarási í Garða- bæ fyrir stuttu. Skilvís finnandi er vinsamlegast beðinn að hafa samband í síma 557-1714, 695-2930 eða 699-5532. Dýrahald Lítil læða á þvælingi LÍTIL á að giska 6 mánaða læða hefur verið að væflast um í Frostaskjólinu í nokk- urn tíma. Hún er guleyg, svört með hvítar loppur og svarta þófa og hvítan blett á bringunni sem nær aðeins upp á efri varir. Ef einhver kannast við hana, vinsam- legast hafið samband við Freyju í síma 694-9258 eftir kl. 17:30. Tanja er týnd TANJA er fjögurra ára læða, gulbrún, hvít og svört yrjótt. Hún hvarf frá Bakkastöðum í Grafarvogi rétt fyrir páska. Hennar er sárt saknað. Ef einhver get- ur gefið einhverjar upplýs- ingar um ferðir hennar, vin- samlegast hafið samband í síma 567-7358. Hefur þú séð Kalla? KALLI er svartur persn- eskur köttur sem týndist 29. apríl sl. Hann hefur aldrei áður farið út þannig að lík- lega hefur hann komið sér inn einhvers staðar. Ef þú átt heima nálægt okkur (við eigum heima á Lokastíg 21) þá er hann kannski einhvers staðar í húsinu þínu eða í skjóli í garðinum. Viltu leita fyrir okkur? Fundarlaun. Ef þú veist um Kalla, eða heldur að þú hafir séð hann, hafðu þá samband við okk- ur. Þorleifur Gunnlaugsson s. 896-2181 eða Hjálmdís Hafsteinsdóttir s. 863-0386 Lokastíg 21, 101 Rvík. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15  Netfang velvakandi@mbl.is Morgunblaðið/Ómar Hjólað eftir Norðurströndinni á Nesinu. LÁRÉTT 1 hraustmenni, 8 útgerð, 9 skjálfa, 10 forskeyti, 11 tígrisdýr, 13 líkamshlut- ann, 15 karlfugl, 18 ólm- ur, 21 blóm, 22 andvarps, 23 gleðin, 24 álf. LÓÐRÉTT 2 alfarið, 3 eldar, 4 stóð við, 5 notaði, 6 ójafna, 7 skora á, 12 ekki gömul, 14 aðstoð, 15 sæti, 16 voru í vafa, 17 grasflöt, 18 biðjum um, 19 rak- lendið, 20 bráðum. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU Lárétt: 1 hnáta, 4 hnupl, 7 ýlfur, 8 afnám, 9 ill, 11 ilma, 13 erja, 14 súpum, 15 hopi, 17 meis, 20 ósk, 22 úðinn, 23 refur, 24 ansar, 25 tuðra. Lóðrétt: 1 hlýri, 2 álfum, 3 akri, 4 hjal, 5 unnur, 6 lemja, 10 lepps, 12 asi, 13 emm, 15 hnúta, 16 prins, 18 erfið, 19 sárna, 20 ónar, 21 kryt. Krossgáta 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.