Morgunblaðið - 02.05.2003, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 02.05.2003, Blaðsíða 44
44 FÖSTUDAGUR 2. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. FYRIR skömmu hélt Svæðisráð Bindindissamtakanna IOGT í Reykjavík opinn fund í Iðnó, Gúttó- fund eins og það var orðað í aug- lýsingu . Þar gjörði for- maður Bindindis- samtakanna á Ís- landi, Gunnar Þorláksson, glögga grein fyrir þeim breytingum sem urðu þegar regluforminu var breytt yfir í félagsform, þó þannig að enn geta stúkur starfað innan hreyf- ingarinnar með sínum sérstöku sið- um. Hann minnti á þá staðreynd að stafróf fíkniefnanna byrjaði á Á, þ.e. á áfengisneyzlu, svo sem vandaðar rannsóknir í Bandaríkjunum sýna og sanna. Þar koma fram þær athygl- isverðu staðreyndir að í 97 % tilvika hefur undanfari annarrar fíkni-efna- neyzlu verið neyzla áfengis. Tveir valinkunnir bindindismenn fluttu þarna afar umhugsunarverð ávörp og aðeins vikið hér að nokkr- um punktum úr ræðum þeirra, en þetta eru þeir Grétar Þorsteinsson forseti ASÍ og Sveinn H. Skúlason forstjóri Hrafnistu. Grétar fór yfir á starfsvettvang sinn og sagði: „Ég held að það sé ekki ofsagt og ekki á neinn hallað, þó ég haldi því fram að margir þeir sem gengu fram fyrir skjöldu og beittu sér fyrir stofnun verkalýðsfélaga hafi fengið félagslegt uppeldi og reynslu af félagsstörfum í bindind- ishreyfingunni“. Grétar fagnaði þeirri breytingu hreyfingarinnar sem Gunnar rakti og sagði: „Fé- lagsskapur sem vill ná til fjöldans þarf að laga sig að breyttum aðstæð- um í þjóðfélaginu“ og sagði svo: „Ég vona svo sannarlega að það verði ný vakning samhliða og í kjölfarið því það veitir ekki af. Við horfum svo að segja daglega upp á margskyns heilsutjón og harmleiki sem beint má rekja til áfengisneyslu. Þó er ótalið það sem við sjáum ekki“. Grétar sagði m.a. einnig: „Þó svo áfengi setji alltof mikinn svip á íslenskt þjóð- félag og því fylgi margvíslegur vandi, hættur og fjölskylduharmleikir, þá hefur víndrykkja ekki verið mikið vandamál á íslenskum vinnustöðum eins og víða þekkist erlendis. Það þarf þó að vera vel á verði í því sam- bandi. Ég vil sérstaklega benda á hættuna sem skapaðist ef farið væri að selja áfengi í matvöruverslunum“. Sveinn H. Skúlason vék að þjóð- félagsmyndinni fyrr og nú í sam- bandi við starfsvettvang sinn og sagði m.a. um þjóðfélagið áður: „Að sjálfsögðu var þetta ekki gallalaust þjóðfélag, því fer fjarri, en ég held að einstaklingurinn og það sem hann hafði fram að færa hafi verið í meiri metum í þá gömlu góðu daga. Sam- hjálpin innan fjölskyldna og meðal vina var sterkari en í dag, einstak- lingurinn týndist síður. Ef talað er um hvaða vandamál hafi verið stærst, þá tengdust þau áfenginu.“ Einnig sagði Sveinn: „Það sem er farsælast hverjum og einum er að velja sér heilbrigt líferni þar sem jafnlyndi og hófsemi ræður ríkjum og ekki er verra ef bindindi er með í för,“ og segir svo: „Við eigum að sameinast í því að byggja upp nýja hugsun með þjóðinni. Endurvekja fornu gildin um nægjusemi, hófsemi og reglusemi í lifnaðarháttum.“ Og svo víkur Sveinn að sjálfum sér: „Þegar maður á mínum aldri lít- ur til baka og veltir fyrir sér hvað það hafi verið sem hafi haft mestu áhrif á þann farveg sem lífið féll í, er svar mitt einfalt. Það er að mínu mati sú meðvitaða eða ómeðvitaða ákvörðun mín að neyta ekki áfengis.“ Lokaorð Sveins voru: „Bindindis- hreyfingin hefur svo sannanlega enn verk að vinna. Það er einlæg ósk mín að aftur takist að endurvekja þann kraft sem áður var til staðar hjá hreyfingunni, landi og þjóð til heilla.“ Og lokaorð Grétars voru: „Tæki- færin eru til staðar. Þess vegna er yf- irskrift þessa fundar – Breyttar áherslur – betra líf – vel til fundin. Ef hún er látin vísa veginn í starf- inu í framtíðinni – þá er ég sann- færður um að árangurinn lætur ekki á sér standa.“ Formaður svæðisráðsins, Einar Hannesson, þakkaði þeim félögum orð þeirra í tíma töluð og höfundi þessarar samantektar þótti rétt að koma þessum orðum þeirra á fram- færi við fleiri en þarna voru, svo þörf sem þau eru. HELGI SELJAN, form. fjölmiðlanefndar IOGT. Breyttar áherzlur – Betra líf Frá Helga Seljan: Helgi Seljan Mörkinni 3, sími 588 0640. Opið mán-fös kl.11-18 - lau kl. 11-15 Brúðkaupsgjafir Br úð ar gj af al is ta r Bómullar-satín og silki-damask rúmföt Skólavörðustíg 21, sími 551 4050 AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.