Morgunblaðið - 02.05.2003, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 02.05.2003, Blaðsíða 27
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. MAÍ 2003 27 SUÐURLANDSBRAUT 54 (BLÁA HÚSIÐ Á MÓTI SUBWAY) SÍMI 533 3109 OPIÐ VIRKA DAGA FRÁ KL. 12.00-18.00 LAUGARDAG FRÁ KL. 10.00-18.00 FÖSTUDAGINN 2. MAÍ OG LAUGARDAGINN 3. MAÍ ATH. OPIÐ Á LAUGARDEGINUM TIL KL. 18.00. VORSPRENGJA 40% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM SKÓM Í AÐEINS 2 DAGA Vegna gífurlegs aðstreymis aðsendra greina í aðdraganda alþing- iskosninganna verður formi þeirra greina, sem lúta að kosningunum, breytt. Er þetta gert til þess að gera efnið aðgengilegra fyrir lesendur og auka möguleika Morgunblaðsins á að koma greinunum á fram- færi fyrir kosningar. Alþingiskosningar MENNT er svo sannarlega mátt- ur. Það er því fagnaðarefni að nú verji yfir 100.000 Íslendingar tíma sínum að einhverju leyti til skipulegs náms. Til boða auk almenns skyldu- náms stendur auk þess nám í fjölmörg- um framhalds- skólum, iðnskólum, háskólum og sí- menntunarstöðvum. Æ fleiri Íslendingar tileinka sér þá hugsun að menntun sé fjárfesting og á undanförnum árum hefur sér- staklega orðið áberandi aukning nemenda á háskólastigi. Haustið 2002 hófu rúmlega 14.000 manns nám á háskólastigi en það er um 14% aukning frá haustinu árið áður. Þessi aukning var að mestu fyr- irsjáanleg sem öll Vesturlönd eru að kljást við að sinna. Framtíðarspár fræðimanna benda til að æ fleiri muni feta menntaveginn. Alls staðar á Vesturlöndum leita stjórn- málamenn svara við spurningunni um hvernig og hver eigi að greiða fyrir menntun. 34% aukning til menntamála Í samræmi við auknar þarfir í menntamálum jók ríkisstjórn Davíðs Oddssonar frá 1995 framlög til menntamála um 34%. Undir forystu Björns Bjarnasonar, þáverandi menntamálaráðherra, steig rík- isstjórnin svo stórt og nauðsynlegt skref í framtíðarmálum háskóla því árið 1998 tóku ný lög um háskóla gildi. Þessi lög urðu til þess að ger- breyting hefur orðið á skipulagi og starfi háskóla á Íslandi. Lögin gefa einkareknum háskólum viðunandi starfsaðstæður og grundvöll til rekstrar og draga á sama tíma úr út- gjöldum ríkisins með rekstrarsamn- ingum og kennslusamningum. Í kjöl- farið hafa skólar eins og Viðskiptaháskólinn á Bifröst, Listaháskóli Íslands og Háskólinn í Reykjavík vaxið úr grasi. Þessir skólar hafa valið til sín ákveðinn fjölda nemenda sem greiða skóla- gjöld fyrir hverja önn, sem nem- endur geta fjármagnað hjá Lána- sjóði íslenskra námsmanna (LÍN). Valfrelsi eflir atvinnulífið Kostir nýju laganna eru ótvíræðir, auk þess sem lögin hafa í för með sér hagstæðara rekstrarfyrirkomulag fyrir skattgreiðendur. Nemendur njóta nú valfrelsis þegar þeir ákveða hvar þeir vilja stunda nám og nýju skólarnir veita hinum 90 ára Há- skóla Íslands verðuga samkeppni. Lögin gefa einkaframtakinu færi á að bjóða upp á nýjar námsleiðir og um leið bjóða nemendum upp á sam- keppni í námsgreinum. Einkareknu háskólarnir eru í stakk búnir til þess að vinna náið með atvinnulífinu og minnka þannig hið gagnrýnda bil fræðimennsku og hagnýtingar. Þannig komast skilaboð um þarfir atvinnulífsins hraðar inn í háskóla- samfélagið sem getur unnið með þær upplýsingar á margvíslegan hátt, með nemendaverkefnum, með fræðilegum rannsóknum og í um- ræðu í kennslustundum. Með aukn- um tengslum eru háskólarnir einnig betur settir við að meta hvers konar starfsfólks atvinnulífið þarfnast í framtíðinni. Næstu skref Ný lög um háskóla hafa hjálpað þjóðinni allri að takast á við aukna ásókn í háskólanám. Það dregur enginn í efa að nýju lögin hvetja til hagræðingar í rekstri skólanna og ýta undir samkeppni og gæði náms. Enn eigum við eftir að sjá aukna hagræðingu í rekstri skólanna auk þess sem ný tækifæri verða að veru- leika. Sóknarfæri eru næg fyrir ís- lenska háskóla og þeir geta til að mynda boðið erlendum þjóðum þjón- ustu sína. Framhaldsnám á há- skólastigi er fjárfesting einstaklinga sem ætti að standa undir sér og ætti að skila skólum sértekjum. Síaukin fjárfesting íslenska ríkisins í rann- sóknum á eftir að skila sér í rann- sóknarsetrum og nýsköpun innan veggja háskólanna. Staða rannsókn- arfjármagns í nýju háskólunum er óljós ennþá og tryggja þarf að allir háskólar geti gengið jafnt í rann- sóknarsjóði ríkisins. Okkur miðar vel áfram og fram- kvæmdir, þróun og nýjar hugmyndir eiga sér framtíð ef Sjálfstæðisflokk- urinn fær nægan stuðning kjósenda. Menntamál í öndvegi Eftir Þorbjörgu Helgu Vigfúsdóttur Höfundur er námssálfræðingur. MÁLSVARAR vinstri - grænna hafa lengi haldið því fram að Sam- fylkingin sé ekkert annað en end- urgerður Alþýðu- flokkur, óbreytanlegur krataflokkur, nokk- uð sem vinstri - grænir telja vera mikið skammaryrði. Í leiðara Morg- unblaðsins 26. apríl kveður við ann- an tón. Þar er fjallað um tilvist- arvanda Framsóknarflokksins en leiðarahöfundur kann flokknum ráð að gefa. Hann eigi að sækja atkvæði til óánægðra alþýðuflokksmanna, „… það blasi við að alþýðuflokks- menn hafi orðið undir við samein- ingu flokkanna á vinstri kantinum í Samfylkingunni og að þeim stjórn- málaflokki er nú stjórnað fólki sem á rætur í Alþýðubandalaginu“. Hvor þessara gjörólíku skilgrein- inga er rétt? Svarið er hvorug. Báð- ar eiga rætur að rekja til óskhyggju manna sem úrelt og röng sjónarmið hafa mótað. Margsinnis hefur komið fram að margir talsmenn Sjálfstæðisflokks- ins sakna mjög ákveðinnar draum- sýnar um gamla Alþýðuflokkinn og svipuð viðhorf hafa sést í einstökum leiðurum Morgunblaðsins. Menn þar á bæjum sakna Alþýðuflokksins sem árin 1959-1971 tók þátt í fremur samlyndri ríkisstjórn með Sjálf- stæðisflokknum. En þetta ástand hefur ekki verið til staðar síðan Al- þýðuflokkurinn beið kosningaafhroð 1971, fékk aðeins 10% atkvæða þá, og þessu næst, 1974, 9% atkvæða. Áhersluatriði endurreista Alþýðu- flokksins 1978 voru að mörgu leyti ólík þeim fyrri; m.a. gagnrýndi hann nú Sjálfstæðisflokkinn óspart. Þegar Jón Baldvin Hannibalsson varð for- maður flokksins 1984 var yfirlýst markmið hans sameining jafn- aðarmanna úr öllum flokkum í einn. Enda fór það svo þegar reynt var að endurvekja viðreisnardrauminn með ríkisstjórninni 1991-1995 lauk þessu með klofningi Alþýðuflokksins sem fékk aðeins 11% atkvæða í kosningunum 1995. Það er með broti af þessum 11% sem leiðarahöfundur Morgunblaðs- ins hyggst endurreisa Framsókn- arflokkinn. Þegar Morgunblaðið í leiðara boð- aði skýlausan stuðning við alla sam- eiginlega stefnu BNA og Bretlands í utanríkismálum og ríkisstjórn Ís- lands lýsti yfir stuðningi við innrás- ina í Írak án þess að bera málið und- ir stofnanir Alþingis gagnrýndu allir stjórnarandstöðuflokkarnir þennan stuðning og gera það ennþá. And- staða Samfylkingarinnar var bæði ótvíræð og fullkomlega óumdeild í flokknum. Þá var Samfylkingin í leiðara Morgunblaðsins og orðum tals- manna Sjálfstæðisflokks gagnrýnd fyrir að rjúfa „gamlan sið“ Alþýðu- flokksins að styðja alla utanrík- isstefnu engilsaxnesku ríkjanna. At- hugum þetta aðeins. Alþýðuflokkurinn er í Alþjóða- sambandi jafnaðarmanna, einnig Samfylkingin. Allir flokkar í alþjóða- sambandinu fordæmdu innrásina í Írak nema bresku og ísraelsku flokkarnir, svo og endurunnu komm- únistaflokkarnir í Austur-Evrópu. Allir flokkar jafnaðarmanna á Norð- urlöndum voru þannig einhuga í því að fordæma innrásina. Raunar er þessi staða ekki ný. Í Víetnamstríðinu á sjöundu og átt- undu áratugum 20. aldar snerust all- ir jafnaðarmannaflokkar í heiminum hver eftir öðrum gegn hernaði BNA í Suðustur-Asíu nema bresku og ísraelsku flokkarnir. Hins vegar voru flestir flokkar í Alþjóða- sambandi íhaldsflokka og kristilegra flokka samþykkir þessum hernaði allt til loka, þar á meðal bæði banda- ríski flokkurinn í þessu alþjóða- sambandi, Repúblíkanaflokkurinn, og sá íslenski, Sjálfstæðisflokkurinn. Þannig var heimurinn marglitaðri en svartur og hvítur í tíð sjálfs kalda stríðsins. Því er það all furðulegt að tólf árum eftir fall kommúnismans og lok kalda stríðsins skuli ennþá vera til einstaklingar sem sjá heim- inn í gömlu svart/hvítu kalda- stríðsmyndinni sem varð til 1946- 1949. Af 17 þingmönnum Samfyking- arinnar núna voru 6 í gamla Alþýðu- flokknum, 6 í Alþýðubandalaginu, 3 í Þjóðvaka og 2 í Kvennalistanum. Sí- vaxandi hópur Samfylkingarfólks kemur ekki úr neinum fyrrnefndra flokka, hann stækkar ört og vænt- anlega koma nýir þingmenn úr þeirra röðum eftir næstu kosningar. Fyrir mann eins og undirritaðan, sem verið hefur um áratugi virkur félagi í Alþýðubandalaginu, er þægi- legt að taka þátt í starfi Samfylking- arinnar. Þar eru vissulega stundum skiptar skoðanir en ekki er reynt að magna þær með persónuhnútum heldur ræðir fólk álitamál til að ná samkomulagi. Ég er ekki frá því að það besta í vinnubrögðum Kvenna- listans hafi skilað sér til Samfylking- arinnar. Og ánægjulegt er að sjá hvernig samstaða fer vaxandi í flokknum. Í umræðum um álitamál skiptist fólk ekki lengur í hópa eftir fyrri flokkum, það gleymist í vax- andi mæli úr hvaða gömlu flokkum félagsmenn Samfylkingarinnar eru komnir eða hvort þeir komi úr eng- um þeirra. Í upphafi var nokkuð um það að einstaklingar í gömlu flokkunum treystu sér ekki til að starfa í Sam- fylkingunni, tilvist vinstri - grænna er gott dæmi um það. En slík „brott- hlaup“ eru svo til horfin; hins vegar kemur nýtt fólk úr gömlu flokkunum til starfa í Samfylkingunni. Rétt og rangt um Samfylkinguna Eftir Gísla Gunnarsson Höfundur er prófessor í sagnfræði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.