Morgunblaðið - 02.05.2003, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 02.05.2003, Blaðsíða 32
MINNINGAR 32 FÖSTUDAGUR 2. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ dulur og hann bar aldrei tilfinningar sínar á torg. Hann var blaðamaður af lífi og sál og hafði mikið yndi af starfi sínu. Hann var hvatlegur í fram- göngu og hvers manns hugljúfi og aldrei datt mér í hug að honum yrði ekki langra lífdaga auðið. Hann nefndi það stundum við mig að nú færi starfsaldur sinn að styttast, en ég eyddi því jafnan, hann átti jú tvö ár í starfslok og á honum var engan bilbug að finna. Hann gekk jafnan vasklega fram og Morgunblaðið var honum allt og velgengni þess. Björn Jóhannsson var mikill pabbi. Honum hafði orðið fjögurra barna auðið og velgengni þeirra var honum mikils virði. Þeirra harmur hlýtur að vera mikill, svo og eftirlif- andi eiginkonu hans, Guðrúnar Eg- ilson, rithöfundar og verslunarskóla- kennara. Velgengni hennar var honum einnig mjög hjartfólgin og hann gladdist mikið yfir frábærum viðtökum, er bók Guðrúnar hlaut á síðastliðnu hausti, en hún reit ævi- sögu íslenzkrar sönglistakonu í Vín- arborg. Aðstandendum Björns færum við hjónin hugheilar samúðarkveðjur. Við viljum senda Guðrúnu Egilson, Jóhanni Áka, Kristrúnu Helgu, Snæ- dísi Huld og Þorsteini Brynjari sam- úðarkveðjur við sviplegt fráfall Björns. Minningin um góðan dreng lifir. Bryndís og Magnús Finnsson. Björn Jóhannsson var einn af lærifeðrum mínum í blaðamennsku. Síðan er langt um liðið. Ég man hvað hann gat verið leiftrandi skemmti- legur, þótt hann væri á stundum hvass og ákveðinn. Best man ég þó hversu gott var að leita til hans, hvort sem um var að ræða álitamál vegna vinnunnar eða af persónuleg- um ástæðum. Takk, gamli vinur. Kæra Guðrún, innilegar samúðar- kveðjur. Óli Tynes. Nokkur þakkarorð til Bjössa Jó. Þakkir fyrir samstarfið á Alþýðu- blaðinu, í Blaðamannafélaginu og fyrir gleðistundir á ferðalögum. Þakkir fyrir félagsskap og skemmti- legar samræður við kaffidrykkju á Mokka og í Bankastræti 11 og í kvöldmatnum í Alþýðuhúskjallaran- um. Þar áttum við í hörðum deilum við sossana af Þjóðviljanum um vest- ræna samvinnu og uppáhaldsmatur- inn var saltfiskur með hamsafloti og rúgbrauði. Maggi Bjarnfreðs og Jökull Jakobsson bættu þar litum við lífið og viti í pólitíska umræðu. Ritstjórn Alþýðublaðsins var nokkrar þröngar, reykfylltar komp- ur þar sem fréttir og baráttumál jafnaðarstefnunnar voru hömruð á gamlar Ericur. Gísli Ástþórs kenndi okkur nútímablaðamennsku, Sig- valdi Hjálmarsson og Helgi Sæm gerðu athugasemdir við stílbrögðin og Hannes á horninu brýndi fyrir okkur að lesa Íslendingasögurnar. Þetta voru gróflega skemmtilegir tímar. Þarna bundust margir vin- áttuböndum, sem áttu eftir að end- ast. Björn Jóhannsson var traustur og elskulegur félagi, prúður en stað- fastur í skoðunum og skjótur að greina kjarnann frá hisminu. Hann var blaðamaður af guðs náð og erfitt að sjá hann í öðru hlutverki. Þótt ár liðu á milli funda breyttist ekkert. Alltaf sami Bjössi Jó. En nú er hann ekki lengur, sem heilsaði: Sæll gamli! Margir munu sakna hans og þakka verðmæta samfylgd. Það geri ég og segi: Vertu sæll gamli félagi og góðar stundir í þeim heimi, sem okk- ur er hulinn. Árni Gunnarsson. Björn Jóhannsson vildi að hlutirn- ir gerðust hratt. En stundum ber þá of brátt að. Í einu vetfangi hrifsar almættið frá manni vin, samherja og læriföð- ur. Eftir sitjum við agndofa, lömuð og reynum að koma okkur aftur að verki án þess að hafa hugann við það. Fáir menn hafa mótað mig meira en Björn Jóhannsson. Hann og Matthías. Ég var nánast táningur þegar tilviljun fleytti mér á fjörur Morgunblaðsins. Ég minnist þess að þegar ég byrjaði var Björn í fríi en það var talað um hann af ákveðinni lotningu. Eykon vildi láta eitthvert mál bíða þar til Björn kæmi þar sem hann þekkti það manna best. Gott ef þetta hefur ekki snúist um sjávar- útveg en Björn var sérfræðingur blaðsins á því sviði á þeim tíma. Svo kom Björn – og mér þótti hann fremur kuldalegur gagnvart nýliðanum. En það breyttist skjótt við nánari kynni. Undir pínulítið stífu yfirboðinu bjó einhver skemmtilegasti maður sem ég hef kynnst fyrr og síðar, frábær sögu- maður og húmoristi með ótvíræða leikhæfileika, en líka alvörumaður með djúpt mannlegt innsæi þegar á þurfti að halda. Björn hafði á sér kratastimpil. Hann kom frá Alþýðublaðinu með mildri brotlendingu hjá Mynd, síð- degisblaðinu sem átti að verða Bild Íslands. Á Alþýðublaðinu hafði hann tekið þátt í að fletta ofan af olíu- hneykslinu mikla á Vellinum sem var auðvitað Framsóknarskandall og sennilega ekki verið honum vont veganesti inn á Morgunblaðið, eins og pólitíkin var í þá daga. Kannski varð það kratisminn sem gerði okkur að fóstbræðrum. Hann vegna bakgrunns síns í Alþýðu- flokknum og ég vegna stjórnmála- skoðana föður míns. Einhvern veg- inn vorum við jafnan spyrtir saman þegar Gamli-Mogginn vildi baða sig í sólskini frjálslyndis og víðsýni um mannval á ritstjórninni, og þegar allt kom til alls var þetta bara svolítið skemmtilegt hlutskipti. Og því síður guldum við þess innan dyra – þótt stundum væri þar rifist hressilega um pólitík. Í þessu ljósi hefur það þó mátt sæta tíðindum þegar Björn Jóhanns- son var gerður að fréttastjóra. Ég minnist þess ekki að ráðningin hafi valdið neinum deilum innan rit- stjórnarinnar. Björn var óumdeildur fréttahaukur og fagmaður meðal samstarfsmanna, og það vissu allir hvaða mann hann hafði að geyma. Fréttastjórinn Björn Jóhannsson er síðan goðsögn þeirra sem hans nutu. Stjórnunarstíll hans var ekki að vera alvaldur og óskeikull heldur að gefa „strákunum“ sínum, læri- sveinum, hæfilega lausan tauminn, láta þá byggja upp og rækta eigin „kontakta“ og skila inn fréttunum sem hann svo mat og staðsetti. Ennþá lifa á ritstjórninni kveðjuorð hans þegar hann yfirgaf vaktina undir kvöldmatarleytið: „Ég verð heima ef eitthvað kemur uppá!“ Krafa hans um sjálfstæði og frum- kvæði er sennilega einhver besti skóli sem ungur blaðamaður getur gengið í gegnum. Og þótt talað sé um „strákana“ hans lýsir það ekki neinni kvenfyrirlitingu af hans hálfu, held- ur var umhverfið einfaldlega þannig í þá daga með fáeinum undantekn- ingum. Á fáum hafði Björn til dæmis meiri mætur en þeim mikla nestor kvenblaðamanna, Elínu Pálmadótt- ur, og ég veit að það dálæti var gagn- kvæmt. Morgunblaðið á þessum fyrstu ár- um ungs blaðamanns var mikill skóli, hreinasta akademía ef út í það er far- ið. Á löngum og ströngum ritstjórn- arfundum Matthíasar fékkstu stóru myndina, allt í senn heimsöguna, heimspekina, heimsmenninguna, þjóðararfinn og stóru gildin, sam- hengið mikla, meðan Björn innrætti okkur smáatriðin í fagmennskunni – að gæta jafnræðis milli allra sjón- armiða, að láta ekki persónulegar skoðanir eða fordóma lita frétta- skrifin – að gæta hlutlægni en ekki hlutdrægni í fréttaskrifum. Vera gagnrýninn á allt. En hann var mað- ur hinna hörðu frétta. Frétt er frétt – og ekkert kjaftæði! Fjölmiðla- fræðilegar greiningar voru „húm- búkk“ – blaðamennska snýst fyrst og síðast um að vera með „fréttanef“ eða ekki. Svo einfalt var það. Það er dýrmætt eftir á að hafa átt þess kost að eiga með Birni dýrlega kvöldstund fyrir aðeins fáeinum vik- um ásamt hörðum kjarna „strák- anna“ hans, lærisveinunum, bæði burtflognum og eftirlegukindum. Nostalgían sveif yfir vötnum og það voru sagðar sögur, endalausar sög- ur. Miðpunktur bæði sagna og sam- kvæmis var gamli fréttastjórinn okkar, heiðursgesturinn. Þarna naut hann sín. Gamansemin í algleymingi, ýkjusögur á sögur of- an, leikrænir tilburðir sem tæpast sjást lengur á sviði því það kallast of- leikur, hlýja og viðkvæmni. Gamli, góði Björn. Þess vegna er líka svo sárt að hann skuli vera hrifinn frá okkur með svo skyndilegum hætti. Við Kristín sendum Guðrúnu og börnunum innilegar samúðarkveðj- ur. Björn Vignir Sigurpálsson. Ekki mun í bráð fenna yfir þau spor sem Björn Jóhannsson skilur eftir og gefur nú samferðafólki í minningu sína. Við vorum grannar um árabil og ég gaf svo sem ekki mikið fyrir seinsprottinn jurtagróð- ur, sem hann hlúði að af natni og vissi að árangur var í engu samræmi við stílbrögð hans á vinnustað. Svo fluttu þau Guðrún um set og ég sá hann sjaldnar en þar óx honum ás- megin í nýjum garði, þeim sem hann hverfur nú frá fullmótuðum í verð- andi vordags skrúða. Vináttu hans og velvild átti fjölskylda mín alla tíð. Glettin háttvísi er einstaka góðu fólki gefin. Þeirrar gerðar var Björn Jóhannsson. Kári Valvesson. Þegar ég hóf störf á Morgun- blaðinu árið 1974 komst ég í kynni við fagfólk, sem gert hafði Morgun- blaðið að stórveldi á íslenzkan mæli- kvarða. Fólk með mikla reynslu og þekkingu í fjölmiðlun. Fólk, sem bjó að víðfeðmri þekkingu, bæði á ís- lenzkum og erlendum veruleika. Þetta fólk var öxullinn, sem vel- gengni blaðsins snérist um. Björn Jóhannsson var þá í fram- varðarsveit blaðsins. Hafði lengi ver- ið. Var og allar götur þar til kall hans kom. Reynsla hans, þekking og hæfni, sem allt var óumdeilt, gerðu hann að þungavigtarmanni á sínum vinnustað. Hann var frábær blaða- maður, árvakur og glöggur. Hann var að auki góður drengur, í þeirra orða beztu merkingu, hjálpsamur og skemmtilegur. Hvers manns hug- ljúfi. Það vóru forréttindi að mega telja hann til vina sinna. Það er stundum sagt að í millj- örðum mannkyns finnist engir tveir einstaklingar, sem séu sammála um eitt og allt. Það var þó sjaldan sem skoðanir okkar, Björns og mínar, gengu sitt til hvorrar áttar. Við átt- um skoðanalega samleið um flest er laut að stjórnmálum, heima og er- lendis. Fyrir kom að mér fannst það eins og að horfa í skoðanaspegil að hlusta á Björn ræða málin. Þessi skoðanasamleið knýtti okkur vin- áttuböndum. Í annríki, spennu og streitu starfs- ins sló hann oft á létta strengi. Með bros í augum skaut hann kímni- gerðri stríðnisör að vinnufélögum. Allt var það þó í góðu gert, enda hug- urinn hlýr sem að baki bjó. Flestir áttu og hauk í horni, þar sem hann var, ef á þá var hallað. Áratuga streitustarf, sem fól í sér önn og ábyrgð, var farið að lýja kappann. Hann talaði á stundum, seinni árin, og með nokkurri til- hlökkun fannst mér, um árin eftir Mogga, þegar hægt yrði að strjúka um frjálst höfuð, sinna betur per- sónulegum áhugamálum og horfa í ró og spekt á fegurð lífs og tilveru. Þau ár fær hann ekki hérna megin „landamæranna“. Á hinn bóginn er það ekki stílbrot í lífsmunstri hans að kveðja í annríki starfsins. Björn Jóhannsson var maður hinna gömlu gilda drengskapar, háttvísi, heiðarleika, hjálpsemi, orð- heldni og vinnusemi. Hann stóð trú- an vörð um borgaralegt lýðræði, frjálsræði í atvinnu- og efnahagslífi, vestræn þegnréttindi og kristin við- horf og siðfræði. Það er mikil eftirsjá að slíkum manni. Morgunblaðið er fátækara að honum gengnum. Vinir hans ekki síður. Mestur er þó missir eiginkonu og barna. Við Gerða kveðjum Björn Jóhannsson með virðingu, þökk og bæn um fararheill. Eiginkonu og öðrum aðstandendum sendum við innilegar samúðarkveðj- ur. Stefán Friðbjarnarson. „Viltu ekki líta á þetta og prófa að skrifa úr þessu frétt?“ sagði Björn hvetjandi við nýráðinn grænjaxl á erlendri fréttadeild Morgunblaðsins haustið 1983 og rétti fram nokkur fréttaskeyti um hryðjuverk á Ír- landi. Mér leist illa á og eftir að hafa setið yfir skeytunum dágóða stund fór ég til fréttastjórans og sagðist ekki hæf til verksins. Björn tók því furðu vel og fór að ræða daginn og veginn. Mér þótti undarlegt að í stað þess að ærast yfir því að sitja uppi með ónothæfan starfsmann gæfi hann sér góðan tíma til uppbyggi- legra og heimspekilegra samræðna. Þetta hlaut að vera merkur maður. Daginn eftir fór ég á innlenda frétta- deild, en við Björn áttum sem betur fer eftir að vinna saman síðar og ávallt sýndi hann mér mikið traust. Með Birni er genginn einstakur maður og mikill öðlingur. Sem yfir- maður var hann sanngjarn og hann bar hag blaðamanna sinna fyrir brjósti. Sem samstarfsmaður var hann skemmtilegur og viðræðugóð- ur. Samstarf okkar var alla tíð gott og ánægjulegt, ekki síst í tengslum við blaðauka Morgunblaðsins um gróður og garða, enda var Björn bæði fróður og áhugasamur um efn- ið. Síðast þegar ég hitti Björn var það einmitt í Blómavali, skömmu fyrir páska. Þar var hann stálsleginn og farinn að huga að vorverkum í garðinum. Það er alltaf jafn óvænt að sann- reyna hversu þunnur þráðurinn er milli lífs og dauða. Fæstum okkar auðnast nokkurn tímann að búa okk- ur undir missi ástvinar, ættingja, vinar eða samstarfsmanns. Ég kenni sárt í brjósti um fjölskyldu Björns og sendi henni einlægar samúðarkveðj- ur. Brynja Tomer. Mig langar til að kveðja góðan vin og vinnufélaga til margra ára, Björn Jóhannsson. Í mínum huga verður hann ávallt eitt af stórmennunum sem ég kynntist þegar ég, ungur piltur í sumarvinnu, hóf störf á Morgunblaðinu. Á ritstjórnarfund- um sat ég úti í horni og hlustaði á þá sem stjórnuðu blaðinu og skipulögðu vinnudaginn. Það var einhver besti skóli sem hægt var að hugsa sér. Þar fékkst yfirsýn yfir allt mögulegt sem sneri að daglegu lífi fólks og þekking á ótrúlegustu sviðum mannlífsins. Björn var fréttastjóri á þessum árum og góður félagi sem hvatti mann áfram af festu og ákveðni. Gera allt eins vel og hægt var og helst betur – eins og Óli K. Magn- ússon. Ég fór hægt af stað, kunni lít- ið, en lærði hægt og rólega. Mig langar að nefna eitt atvik. Björn sendi mig að mynda björgun á strönduðum báti sem átti að draga á flot. Ég var spenntur að fara og reyndi að leyna því, sem tókst að sjálfsögðu ekki. Þegar ég þaut úr húsi kallaði hann á eftir mér og sagði mér að koma. Hann horfði hvasst á mig og sagði: „Þú – farðu varlega!“ Ég jánkaði því, en á þeim tíma var það „að fara varlega“ ekki til í huga mínum. Það eitt komst að að bregð- ast ekki því trausti sem Björn sýndi mér, né heldur lesendum blaðsins sem Björn bar ávallt fyrir brjósti. Björgunin á fiskibátnum mistókst því veður versnaði skyndilega. Björn Jóhannsson var í stjórn Varðbergs 1961–1962. Frá vinstri standa: Jón R. Guðmundsson, Guðmundur H. Garðarsson, Gunnar G. Schram, Bjarni Beinteinsson, Stefnir Helgason, Einar Birnir, Björn Jóhannsson, Heimir Hannesson, Þór Whitehead, Jóhannes Sölvason, Birgir Ísleifur Gunnarsson og Jón Arnþórsson. Í stjórn Varðbergs
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.