Morgunblaðið - 02.05.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 02.05.2003, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 FÖSTUDAGUR 2. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ 32%, Framsóknarflokkurinn 14,4%, Vinstri hreyfingin – grænt framboð (VG) 9,8%, Frjálslyndi flokkurinn 8%, T-listi Kristjáns Pálssonar og óháðra í Suðurkjördæmi 0,6% og Nýtt afl 0,5%. Frjálslyndir höfða mest til námsmanna Félagsvísindastofnun greinir svör- in í könnuninni eftir starfi kjósenda. Þá sést að meðal stjórnenda og æðstu embættismanna nýtur Sjálf- stæðisflokkurinn 48,4% fylgis en 28% hjá Samfylkingunni. Sérfræð- ingar og kennarar styðja flestir Sam- fylkingu, eða 47,2%, 22% Sjálfstæð- isflokk og rúm 15% Vinstri græna. Álíka margir tæknar og skrifstofu- fólk styðja Sjálfstæðisflokk og Sam- fylkingu, eða rúm 40% á hvorn flokk, en aðrir flokkar í þeim hópi njóta 4–8% fylgis. Meðal þjónustu- og af- greiðslufólks nýtur Sjálfstæðisflokk- ur 36,7% stuðnings, Samfylkingin 31% og Framsóknarflokkur 17%. Stuðningur sjómanna og bænda KÖNNUN Félagsvísindastofnunar fyrir Morgunblaðið á fylgi flokkanna leiðir í ljós að þriðjungur þeirra kjós- enda sem ætla að kjósa Frjálslynda flokkinn nú kaus Sjálfstæðisflokkinn í síðustu kosningum, 26,5% frjáls- lyndra kusu Samfylkinguna síðast, aðeins 23,5% þeirra kusu sama flokk, 11,8% Framsóknarflokkinn og 5,9% Vinstri græna. Er hér eingöngu mið- að við þá sem gefa upp hvað þeir kusu fyrir fjórum árum en Félagsvís- indastofnun bendir um leið á að fjöldatölur geti verið svipaðar á bak- við mismunandi hlutföll. Samkvæmt þessari greiningu er Sjálfstæðisflokkurinn að tapa fylgi til allra hinna flokkanna, hlutfallslega mestu til frjálslyndra og Framsókn- arflokksins, en Félagsvísindastofnun bendir á að hann sé ekki að sama skapi að fá fylgi frá öðrum flokkum í staðinn. Rúm 95% þeirra sem hyggj- ast kjósa Sjálfstæðisflokkinn nú, kusu hann líka síðast, rúm 3% kjós- enda flokksins nú veittu Framsókn- arflokki síðast atkvæði sitt og tæp 2% Samfylkingunni. Sjálfstæðis- flokkurinn fær ekki fylgi frá öðrum flokkum. Rúmur fimmtungur þeirra sem hyggjast styðja Framsóknarflokkinn nú, eða 23%, kaus Sjálfstæðisflokk- inn síðast, rúm 65% halda sig við sama flokk og 9% kusu Samfylk- inguna síðast. Séu stuðningsmenn Samfylkingarinnar skoðaðir kusu sjö af hverjum tíu flokkinn í síðustu kosningum, rúm 20% koma frá stjórnarflokkunum, 6,5% frá VG og 2,6% frá frjálslyndum. Ríflega helm- ingur kjósenda Vinstri grænna í dag kaus flokkinn fyrir fjórum árum, 21,6% kusu Samfylkinguna, 13,7% Framsóknarflokkinn og 9,8% Sjálf- stæðisflokkinn. Þessar tölur miðast við þá sem afstöðu tóku til stjórn- málaflokka eftir að spurt hafði verið tveggja spurninga í könnun Fé- lagsvísindastofnunar. Eins og fram kom í Morgun- blaðinu í gær sýndi könnunin að ef kosið yrði nú fengi Sjálfstæðisflokk- urinn 34,7% atkvæða, miðað við þá sem tóku afstöðu, Samfylkingin fengi dreifist einna mest á flokkana, mest 37,5% á Sjálfstæðisflokk en athygli vekur að Frjálslyndi flokkurinn er þar lægstur með 10,4% fylgi meðal sjómanna og bænda. Hlutfallslega er flokkurinn með mest fylgi hjá náms- mönnum, vélafólki og ófaglærðum, eða 12–13,5%. Iðnaðarmenn og sér- hæfðir kjósa flestir Sjálfstæðisflokk- inn, eða 36,4%, og 28,2% Samfylk- ingu. Sömu flokkar njóta svipaðs fylgis meðal námsmanna, eða um 33%. Félagsvísindastofnun ber saman kynja- og starfaskiptingu kjósenda Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar sérstaklega. Þannig ætla 39,1% kvenna sem starfa við þjónustu- og afgreiðslustörf að kjósa Samfylk- inguna, 29,7% Sjálfstæðisflokkinn en 31,2% einhvern hinn flokkanna. Með- al karla í starfahópnum vélafólk og ófaglærðir ætla rúm 40% að kjósa Sjálfstæðisflokkinn, 19,2% Samfylk- inguna og rúm 40% aðra flokka. Í hópi tækna, skrifstofufólks og full- trúa ætla 52,9% karla að kjósa Sjálf- stæðisflokk og 17,6% Samfylkingu. Meðal kvenna í sama hópi ætla 46,4% að kjósa Sjálfstæðisflokk og 39,3% Samfylkingu. Karlar í hópi sjómanna og bænda hallast mun frekar að Sjálfstæðisflokknum en Samfylking- unni, eða 37,9% á móti 10,3%, en minni munur er hjá konum í sömu störfum, Sjálfstæðisflokknum þó í vil. Hafa ber enn þann fyrirvara á að skekkjumörk í svona greiningu eru allnokkur þar sem mismargir ein- staklingar eru í hverjum hópi. Könnunin var gerð dagana 27.–30. apríl síðastliðinn. Stuðst var við 1.200 manna slembiúrtak úr þjóðskrá er náði til allra landsmanna á aldrinum 18–80 ára. Alls svaraði 791 könnun- inni þannig að brúttósvarhlutfall var 65,9%. Nettósvörun var 68,5%, sem er heldur meira en í síðustu könnun, en þá hafa verið dregnir frá þeir sem ekki verða komnir með kosningarétt 10. maí, þeir sem eru búsettir erlend- is, eru látnir eða veikir og geta ekki svarað. Nærri 20% úrtaksins neituðu að svara og ekki náðist í tæp 12%.          ! "# $ ##"   %   '  %&  )&    * +    ,    -& %  '&  .  & /  0 1                                                                    Þriðjungur frjálslyndra er frá Sjálfstæðisflokknum   % &   %2  2   .      !  "  "3*     4                                    #   $ $ $ $ $ $ $ $ $ $ $ $ $ $ $ $ $ $ $ $ $ $ $ $ $ $ $ $ $ $ $ $ $ $ $ $ $ $ $ $ $ $ $ $ $ $ $ $ $ $ $ $ $ $ $ $ $ $ $ $ $ $ $ $ $ $ $ $ $ $ $ $ $ $ $ $ $ $ $ $ $ $ $ $ $ $ $ $ $ $ $ $ $ $ $ $ $ $ $ $ $ $ $ $ $ $ $ $ $ $ $ $ $ $ $ $ $ $ %" FYLGI Frjálslynda flokksins eykst um fimm prósentustig frá síðasta mánuði og er nú tæp 10%, sam- kvæmt nýjustu könnun Gallup fyrir RÚV, sem birt var í gærkvöldi. Aðr- ar breytingar eru litlar og innan skekkjumarka. Fylgi Sjálfstæðis- flokks, Framsóknarflokks og Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs hefur minnkað um eitt prósentustig og Samfylkingin missir rúmlega tvö prósentustig, sam- kvæmt niðurstöðum Gallup. Þar segir að fylgi Sjálfstæðis- flokks sé rösklega 34% og fylgi Sam- fylkingarinnar naumlega 33%. Framsóknarflokkurinn er með tæp 13%, Frjálslyndi flokkurinn tæp 10%, sem fyrr segir, og Vinstrihreyf- ingin – grænt framboð 9,5%. Aðrir listar eru með innan við 1% fylgi. Einnig kemur fram að stuðningur við ríkisstjórn hafi ekki breyst, sé áfram 52%. Niðurstaðan er úr síma- könnun Gallup 9.–22. apríl. Úrtakið var 1.140 manns á aldrinum 18–75 ára. Svarhlutfall var 67%. Aukning hjá V og D Vinstri-grænir og Sjálfstæðis- flokkur bæta við sig á kostnað Sam- fylkingarinnar samkvæmt nýrri skoðanakönnun IBM fyrir Stöð 2, sem birt var í gærkvöldi. Könnunin var gerð 29. og 30. apríl en náði til breiðari aldurshóps en í fyrri könnunum, segir fréttastofa Stöðvar 2. Þátttakendur á aldrinum 18–89 ára voru spurðir hvað þeir hygðust kjósa 10. maí. Fylgi Framsóknarflokks dalar lít- illega frá því fyrir viku og mælist hann með 13%, samkvæmt niður- stöðum. Fylgi Frjálslynda flokksins er 11,5% og stendur í stað, Samfylk- ingin mælist með 26,5%, lækkar um tvö prósentustig, og Sjálfstæðis- flokkurinn bætir við sig tæpu pró- sentustigi og fær 38,5%. Vinstri- grænir bæta við sig 1,5% og mælast með 9,4% fylgi, samkvæmt fréttum Stöðvar 2. Aðrir, þ.á m.Nýtt afl, fá 1,2%. Fylgi Frjálslynda flokksins eykst Skoðanakönnun Gallup ÞÓRÓLFUR Árnason borgarstjóri tók á móti tæplega 500 Reykvíkingum sem verða 70 ára á þessu ári í af- mælisveislu í Ráðhúsi Reykjavíkur í gær. „Þetta er skemmtilegasta boð sem ég hef haldið. Þetta var alveg yndisleg stund. Þau komu með svo mikla gleði í húsið. Þau þekktu mörg hvert annað úr skóla og hafa sum ekki hist síðan,“ sagði borgarstjóri að lokinni veislu í gærkvöldi. „Mér var sagt það af forvera mínum að þetta væri það skemmtilegasta sem maður gerði í starfinu,“ sagði Þórólfur og var því hjartanlega sammála. Þórólfur bar borgarstjórakeðjuna um hálsinn í fyrsta sinn. „Afmælisbörnunum fannst mjög gaman að sjá að virðing sé borin fyrir þeim og allt það besta dregið fram til að sýna það sem ráðhúsið hefur upp á að bjóða.“ Egill Ólafsson, sem er gamall söngfélagi Þórólfs úr Hamrahlíðinni, söng og skemmti fólkinu sem tók vel undir. Þórólfur sagðist hafa þekkt marga í veislunni. „Ég hitti fólk sem bæði passaði mig þegar ég var lítill, fólk sem leigði íbúðina af pabba og einn mann sem keypti húsið af afa og svo hitti ég líka kaupmanninn sem seldi ömmu brauð,“ sagði Þórólfur sem var alsæll með dag- inn. Morgunblaðið/Halldór Kolbeins „Þetta er skemmtilegasta boð sem ég hef haldið“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.