Morgunblaðið - 02.05.2003, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 02.05.2003, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. MAÍ 2003 47 DAGBÓK Face 4.990 Áður 8.990 Ljósir st. 36-41 1.990 Áður 3.990 Drappaðir st. 36-41 3.990 Áður 7.490 Drappaðir st. 36-41 Roots 4.990 Áður 8.990 Brúnir st. 40-45 Roots 3.990 Áður 7.490 Drappaðir st. 36-41 Kringlan, sími 533 5150 VORDAGAR föstudag - laugardag - sunnudag OG FLEIRI GÓÐ TILBOÐ !!! Bankastræti 11 sími 551 3930 Flottir skór Fullt af litum St. 35-42 HUGARFARSÞJÁLFUN TIL BETRA LÍFS EINKATÍMAR - NÁMSKEIÐ Þú lærir að koma skilaboðum og jákvæðum huglægum hugmyndum og viðhorfum inn í undirmeðvitundina. Þú lærir að upplifa tilfinningar þínar á jákvæðan og uppbyggilegan hátt og að hafa betri stjórn á streitu og kvíða, auka einbeitinguna og taka betri ákvarðanir. Þú byggir upp sjálfsöryggi og sterka sjálfsmynd. Leiðbeinandi Viðar Aðalsteinsson dáleiðslufræðingur. Upplýsingar í síma 694 54 94 STJÖRNUSPÁ Frances Drake NAUT Afmælisbörn dagsins: Þú ert mjög hrifin(n) af fallegum munum. Þú kem- ur vel fyrir og það er að hluta til vegna fullkomn- unaráráttu þinnar. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Öll samskipti þín við vini og hópa ganga framúrskarandi vel í dag. Þér finnst þú óvenju náin(n) öðru fólki og sem bet- ur fer er það gagnkvæmt. Naut (20. apríl - 20. maí)  Það eru smávegis líkur á því að þú verðir fyrir vonbrigðum með einhvern. Spurningin er hvort væntingar þínar til við- komandi hafi verið raunhæf- ar. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þú finnur til samúðar með öðrum eftir að hafa fylgst með fjölmiðlum eða að hafa heyrt frá fólki á fjarlægum stöðum. Þú finnur til skilnings með þeim sem koma úr öðruvísi menningarheimi en þú. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þér reynist auðvelt að finna til kærleika með öðrum í dag. Þú gætir gefið til góðgerða- rsamtaka eða hjálpað þeim sem minna mega sín. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Í dag er kjörið að láta sig dreyma. Þú veltir upp mörg- um framtíðarmöguleikum í samtölum þínum við aðra. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Samstarfsfólk þitt sýnir þér óvenju mikinn stuðning í dag. Það hvetur þig. Þig langar líka til að hjálpa öðrum. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þér finnst sál þín og einhvers sem þú ert hrifin(n) af mætast í dag. En væntingar þínar eru svo miklar að þú kannt að verða fyrir vonbrigðum þar sem þú vonaðist eftir hinu ómögulega. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Aðrir eru reiðubúnir til að hjálpa þér heima fyrir eða með ástandið í fjölskyldunni. Þetta er gott. Þú þarft á hjálp- inni að halda. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Þig langar til að skapa eitt- hvað. Gerðu hvaðeina sem fel- ur í sér listræna sköpun. Njóttu þess líka að bregða á leik með börnum. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þig langar að fegra heimili þitt eins mikið og þú getur. Það er ekki bara til að vekja hrifningu annarra heldur einnig þína eigin. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Hugsjónir þínar vakna til lífs- ins í dag. Þú vilt gera hvað þú getur til að bæta heiminn. Þú býrð yfir miklum hæfileikum til að vinna með öðrum og hvetja aðra áfram. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þig langar að kaupa einhvern munað í dag. Ef þú hefur efni á því skaltu láta það eftir þér. Þú sérð svo oft eftir því að láta ekki verða af hlutunum. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. MEÐ MORGUNKAFFINU Ég var að velta fyrir mér hvort hlutir hefðu fallið upp áður en Newton uppgötvaði þyngdarlögmálið. Þetta er tæki til að ná hafmeyjunum! LANDSLIÐ opna flokks- ins atti kappi við úrvalslið Suðurnesja á laugardaginn og hafði nauman sigur í 28 spila leik. Um helgina voru svokallaðir Frístundadagar í Reykjanesbæ og var brids- keppnin liður í þeim hátíða- höldum. Spilað var á Flug- hóteli í Keflavík. Kjartan Ólason, gjaldkeri Brids- félags Suðurnesja, hafði veg og vanda af keppninni og hann tefldi fram sjö manna úrvali gegn landsliðinu: Arnóri Ragnarssyni, Garðari Garðarssyni, Gísla Torfa- syni, Guðjóni S. Jensen, Jó- hannesi Sigurðssyni, Karli Karlssyni og Kristjáni Krist- jánssyni. Allt þaulvanir menn. Í landsliðinu spila Jón Baldursson, Þorlákur Jóns- son, Þröstur Ingimarsson og Bjarni H. Einarsson. Það gekk á ýmsu við spilaborðið og aldrei þessu vant komu upp fjögur dæmigerð „bók- arspil“ þar sem reyndi á tæknikunnáttu í vörn og úr- spili. Við munum skoða þessi spil hér í þættinum og byrja á þremur gröndum dobluð- um sem Jón Baldursson spil- aði af miklu öryggi: Norður gefur; AV á hættu. Norður ♠ G5 ♥ 9865 ♦ ÁD6 ♣10943 Vestur Austur ♠ 108632 ♠ D94 ♥ 7 ♥ ÁDG43 ♦ 1097432 ♦ K5 ♣2 ♣ÁG6 Suður ♠ ÁK7 ♥ K102 ♦ G8 ♣KD875 Jón og Þorlákur voru í NS gegn Karli og Arnóri: Vestur Norður Austur Suður Karl Þorl. Arnór Jón -- Pass 1 hjarta 1 grand Pass 2 lauf* Pass 2 tíglar* Pass 2 grönd Pass 3 grönd Pass Pass Dobl Pass Pass Pass Þorlákur var harður að reyna við geim með 7 punkta á móti grandinnákomunni, en það reynist oft vel að teygja sig í geim þegar vitað er um varnarstyrkinn á einni hendi. Arnóri var þó misboð- ið með 17 punktana sína og dró upp rauða miðann. Karl kom út með einspilið í hjarta, Arnór tók með ás og Jón fylgdi umhugsunarlaust lit með tíunni! Arnór taldi líklegt að Jón ætti kónginn blankan eftir og spilaði smáu hjarta í öðrum slag. Jón hleypti yfir á níu blinds og spilaði laufi á kóng. Fór svo inn á blindan á tígulás og spilaði aftur laufi. Fjórir slagir á lauf dugðu í níu alls. Tía Jóns í fyrsta slag leynir svolítið á sér. Segjum sem svo að hann láti tvistinn. Þá veit austur fyrir víst að suður er með K10 eftir og spilar hjartadrottningu í næsta slag. Sem þýðir að sagnhafi verður að byrja á því að spila laufkóng að heiman og þarf svo að hitta á að svína fyrir laufgosann. Með því að láta tíuna í fyrsta slag losnaði Jón við þá ágisk- un. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson 1. e4 c5 2. Rf3 e6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rc6 5. Rc3 a6 6. Be2 d6 7. Be3 Rf6 8. f4 Bd7 9. Bf3 Hc8 10. De2 b5 11. a3 Dc7 12. g4 Rxd4 13. Bxd4 Dc4 14. Dxc4 Hxc4 15. O-O-O h6 16. Hhe1 Be7 17. e5 dxe5 18. Bxe5 Bc8 19. Be2 Hc6 20. h4 O-O 21. g5 Rd7 22. Bd4 hxg5 23. hxg5 Bd6 24. Be3 Bxa3 25. Rxb5 Bxb2+ 26. Kxb2 axb5 27. Bxb5 Hc7 28. c4 Rc5 29. f5 exf5 30. Bf4 Hb7 31. Bd6 Be6 32. Bxc5 Hc8 Staðan kom upp á fjórða Karpov mótinu sem er nýlokið í Rússlandi. Peter Svidler (2713) hafði hvítt gegn Sergey Ru- blevsky (2670). 33. Hxe6! fxe6 34. g6 Hbb8 svartur yrði mát eftir 34...Hxc5 35. Hd8#. Í framhaldinu er staða hans einnig gjörtöpuð. 35. Ba7 Hb7 36. Bf2 Kf8 37. Kb3 e5 38. Hd6 f4 39. Hd5 Hc6 40. Bc5+ og svartur gafst upp. Stúlknaæfing Tafl- félagsins Hellis hefst kl. 17.15 í Austurbæjarskóla. Æfingin stendur yfir í klukkutíma og munu Anna Björg Þorgrímsdóttir og Lenka Ptácníková sjá um hana. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sínum að kostnaðarlausu. Tilkynn- ingar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyr- irvara fyrir sunnudagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmæl- istilkynningum og/eða nafn ábyrgðarmanns og símanúmer. Fólk getur hringt í síma 569-1100, sent í bréfsíma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. ÁLFTIRNAR KVAKA Bráðum er brotinn bærinn minn á heiði. Hlýtt var þar stundum, – hann er nú í eyði. Man ég þá daga. Margt var þá á seyði. Ungur ég undi úti í varpa grænum. Horfði á reykinn hverfa fyrir blænum. – Þar heyrði ég forðum þytinn yfir bænum. Fuglar þar flugu, frjálsir vængir glóðu. Lokkandi súgur lyfti blárri móðu. Það voru svanir, – söngfuglarnir góðu. Jóhannes úr Kötlum LJÓÐABROT FASTEIGNIR mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.