Morgunblaðið - 02.05.2003, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 02.05.2003, Blaðsíða 33
Myndirnar sem ég tók sýndu atburð- inn og sorg mannanna sem misstu bátinn sinn. Sem betur fer varð eng- inn mannskaði. Björn tók nærri sér að sjá hvernig fór, eins og flestir fréttamenn hefðu gert. En svona er fréttamennskan; skráning á Íslands- sögunni í máli og myndum. Daginn eftir sló Björn á öxlina á mér og sagði: „Þú stóðst þig vel, svona áttu að vinna í framtíðinni.“ Eftir það varð ekki aftur snúið. Björn var ótrúlegur maður sem gat svipt burt þungum þönkum á svipstundu og kallað fram bros. Ég gat alltaf leitað ráða hjá Birni, sama hvað bar við. Það er ekki langt síðan ég spurði Björn hvernig stæði á því að í jafnlitlu samfélagi og á Íslandi skuli jafnmargir og raun ber vitni vinna við það eitt að hafa afskipti af fólki sem vill bara lifa í sátt við Guð og menn með fjölskyldu sinni. Mér var mikið niðri fyrir. Björn sló á öxl- ina á mér, líkt og þegar ég var að byrja á Morgunblaðinu, og sagði: „Raxi minn, lífið á að vera skemmti- legt og það á enginn að fá að eyði- leggja það fyrir okkur. Maður verð- ur að hafa þroska til að leiða svoleiðis fólk hjá sér.“ Það var eins og nótt hefði breyst í dag og enn gekk ég glaður frá Birni. Árans, ég sem ætl- aði að vera í vondu skapi þann dag- inn! Björn var einn af stólpunum í Morgunblaðsfjölskyldunni sem ég ólst upp með. Fjölskyldu sem staðið hefur saman í gegnum súrt og sætt og manni getur ekki annað en þótt vænt um. Ég kveð nú kæran vin og vil þakka fyrir allt sem hann gerði fyrir mig. Björns verður sárt saknað en minn- ingin um hann muna lifa í huga okk- ar um ókomna tíð. Að leiðarlokum færi ég fjölskyldu Björns mínar inni- legustu samúðarkveðjur og bið Guð að geyma kæran vin. Ragnar Axelsson. Björn Jóhannsson var blaðamað- ur. Fljóthuga, kvikur, smart, fag- maður fram í fingurgóma, sígarettan á sínum stað lengst af. „Cigarette me!“ segir stjörnufréttamaðurinn við ritstjórann í frægri senu kvik- myndarinnar Front Page þar sem hann hamrar inn forsíðufrétt á síð- ustu stundu. Þannig ímyndar maður sér að Björn hafi verið á stórveld- istímum Alþýðublaðsins og þegar hann stýrði merkri tilraun til þess að brjótast undan oki flokksblaðanna með útgáfu blaðsins Myndar. Og nú hefur Björn skilað inn sinni síðustu frétt, „deadline“. Ég var orðinn vel málkunnugur Birni þegar ég átti því láni að fagna að kynnast honum náið í störfum fyr- ir Norðurlandaráð. Sem aðalritstjóri Nordisk kontakts á árunum 1985– 1990 átti ég gott og farsælt samstarf við Íslandsritstjóra blaðsins. Þá hafði Björn gert norrænum þing- mönnum og áhugafólki um samstarf norrænna þjóðþinga grein fyrir störfum Alþingis og þróun stjórn- mála á Íslandi um áratugaskeið. Hann miðlaði óspart af reynslu sinni og þekkingu og varði mig af miklum drengskap gegn pólitískri tor- tryggni. Í alþjóðlegu samstarfi skipta op- inn hugur, fagmennska og áreiðan- leiki miklu og alla þessa eiginleika hafði Björn til að bera; nýjar hug- myndir kveiktu neista, afstaða hans til blaðamennsku stóðst allan alþjóð- legan samanburð og aldrei brást að efnisskilin væru á réttum tíma. Ára- tuga störf hans að þessu verkefni, meðfram önnum sem fréttastjóri á Morgunblaðinu, urðu aldrei að flokkspólitísku bitbeini á Íslandi, og er það til marks um heiðarleika Björns og vandvirkni. Anker Jörgensen, fyrrum for- sætisráðherra Dana, sagði eitt sinn við okkur Björn að þegar hann væri búinn að fletta Nordisk Kontakt rifi hann út danska yfirlitið úr blaðinu og styngi því niður í skúffu við sæti sitt í þingsalnum. „Þannig get ég alltaf gengið að því vísu hvað ég hef verið að gera hérna í þinginu,“ sagði Ank- er. Blaðið var í raun frekar málgagn þjóðþinganna en Norðurlandaráðs og þar gafst bæði yfirlit yfir störf þeirra og gott tækifæri til þess að bera saman áherslur og viðfangs- efni. Internetið með heimasíðum þinganna hefur að vissu marki tekið við hlutverki þess. Norrænir starfsfélagar okkar kunnu vel að meta Björn Jóhanns- son. Sameiginleg ferðalög annað hvert ár vítt og breitt um Evrópu lögðu grunn að náinni vináttu og skilningi. Eftir daga Nordisk kontakts vann hann með norrænu starfsbræðrunum að greinum í Nor- disk tidskrift og blöð norrænu félag- anna. Hann hafði einnig einstakt lag á því að bregða birtu á hversdaginn. Með engum manni hef ég hlegið jafn innilega og oft í síma og Birni Jó- hannssyni. Í hvert skipti sem hringt var í hann á Morgunblaðið, þar sem hann átti drýgsta hlutann af sinni starfsævi, urðu hressilegt viðmót hans, glaðværð og skemmtileg sjón- arhorn á tilveruna til þess að maður kvaddi hann glaður í bragði. Í ís- lensku skammdegi eru slíkir menn ómetanlegir. Guð blessi minningu Björns Jó- hannssonar. Einar Karl Haraldsson. Enn eru mér í fersku minni fyrstu kynni okkar Björns Jóhannssonar. Það var í byrjun júní 1972 og ég var að hefja störf sem sumarmaður á Mogganum. Mér var vísað inn til fréttastjórans sem var önnum kafinn við að undirbúa ritstjórnarfund dagsins. Björn sat og punktaði hjá sér minnisatriði um innlendar og er- lendar fréttir á gulan renning, svo- kallað fyrirsagnablað, en hafði lítinn tíma til samræðna. Svo leit hann upp og dreif mig með sér á fundinn. Fundir ritstjóra Mbl. með blaða- mönnum á þessum tíma voru reynd- ar nýliðum í blaðamennsku mikil op- inberun og á við besta háskólanám í þjóðfélagslegum málefnum. Oft var langt liðið á vinnudaginn þegar blaðamenn komust til að sinna þeim verkefnum sem þeim hafði verið út- hlutað af ritstjórum og fréttastjóra þann daginn. Kynni okkar Björns Jóh. og sam- starf var með miklum ágætum allt þar til yfir lauk. Björn reyndist mér traust haldreipi þau ár sem ég var viðloðandi ritstjórn Morgunblaðsins og afar góður yfirmaður, í senn hvetjandi og kröfuharður. Hann lagði áherslu á vandvirkni og ná- kvæmni við vinnslu frétta og kenndi mönnum að vinna hratt undir álagi og tímapressu. Það var gaman að fylgjast með honum sjálfum pikka hratt á gömlu brúnu ritvélina sem prýddi skrifborð hans á þessum tíma. Hann var fund- vís á broslegar hliðar mála og einatt með gamanyrði á vör þótt hann tæki starf sitt og ábyrgðina sem því fylgdi mjög alvarlega. Með árunum urðum við góðir vinir og eftir að ég hóf afskipti af stjórn- málum hvatti hann mig til dáða en sagði mér jafnframt harkalega til syndanna ef svo bar undir. Björn var um árabil ritstjóri hins íslenska hluta tímaritsins Nordisk Kontakt sem gefið var út af Norðurlandaráði til margra ára. Áttum við einnig gott samstarf og ánægjulegar samveru- stundir í tengslum við þau verkefni meðan ég gegndi trúnaðarstörfum á þeim vettvangi. Með þessum orðum vil ég þakka Birni Jóhannssyni fyrir lærdómsríka samfylgd. Ég leit á hann sem vin minn og velgjörðarmann og mun ávallt minnast hans með þakklæti og hlýju. Ég votta Guðrúnu, ekkju hans, og fjölskyldu allri innilega samúð okkar Ingu Jónu. Geir H. Haarde. Á lífsleiðinni komast fæstir hjá því að rekast á þau sannindi, að örveikur þráður skilur milli lífs og dauða, einnig ástar og haturs. En það mun innbyggt í manninum að fyrnist fyrir þessar staðreyndir og er líkast til eitt af lögmálum framþróunarinnar og allífsins. Það sem er í dag er farið á morgun. Þó er alltaf eitthvað í framrásinni sem minnir sérhvern á forgengileika lífsins, um leið skynjar viðkomandi nálægð og kraftbirting verundarinn- ar, að hann hafi komandi daga í fang- ið. Við hrökkvum þó alltaf við í hvert skipti sem eitthvað óvænt og afdrifa- ríkt á sér stað, einkum ef það á við einhvern nærri okkur, lifandi í gær, fortíð í dag. Þannig var það með Björn Jó- hannsson, sem mér vitandi kenndi sér ekki meins, alltaf jafn upptendr- aður dags daglega er fundum okkar bar saman einhvers staðar í húsi Morgunblaðsins, en einn morguninn allur. Gömul saga en þó alltaf ný. Björn var einn þeirra sem ég hafði samskipti við varðandi rýni- og greinaskrif mín, hafði valist til þess að taka á móti slíku efni tímabundið fyrir margt löngu, er ýmsar breyt- ingar áttu sér stað sem reyndust er tímar liðu kímið að menningardeild blaðsins, þótt enn væri nokkuð í land að hún tæki á sig form. Áður hafði ég skilað skrifum mínum til almenns fulltrúa ritstjóra og þegar mikið lá á til þeirra sjálfra, sem voru allt í öllu á þessum árum, stóðu jafnvel niðri í prentsal og röðuðu efni í blað morg- undagsins. Við Björn urðum fljót- lega góðkunningjar enda áttum við sameiginlegt áhugamál sem var ris norrænnar samvinnu, hann um ára- bil ritstjóri Nordisk Kontakt og fékk mig til að skrifa í ritið. Aðrir tóku við af honum varðandi móttöku rýnis- skrifa og menningardeildin tók smám saman að fá á sig form, en mér er þetta tímaskeið sérstaklega minn- isstætt. Seinna átti ég stundum er- indi á skrifstofu hans varðandi ýmis mál og greiddi hann alltaf jafn al- úðlega úr þeim, tókum þá iðulega tal saman og léttar sögur fóru á milli sem báðir höfðu mikið gaman af. Björn sagði vel frá og lifði sig allur inn í atburðarásina, augnsvipurinn pírinn og glettinn og hláturinn inni- legur. Sagði annars ekki Sören Kierkegaard að húmorinn væri mik- ilvægasti eiginleiki mannsins, og skyldi það ekki mikið rétt? Björn fór einhvern tíma til Taív- ans, og sagði mér af fornminja- og þjóðháttasafninu mikla þar. Mál var að Chiang Kai-shek hafði á flóttan- um undan Mao Zeodong sópað til sín öllum lausum menningarverðmæt- um og flutt til Taívan. Hann vissi að annars væri hætta á að allt glataðist og varð hér sannspár, lítum bara til menningarbyltingarinnar. Sagði safnið stórkostlegt og hvatti mig endurtekið til að reyna að komast þangað og skrifa um, var farinn að lauma Taipei Review í pósthólf mitt á blaðinu, sem er mikið menningar- rit. Aldrei kom tækifæri til að kynn- ast Birni utan blaðsins, en einhvern veginn var hann þannig af guði gerð- ur að maður hefði gjarna viljað hafa hann að ferðafélaga út í heim, sjálfur heimsmaður að skaphöfn. Hér skyldi aðeins sögð örsaga af vænum kynnum er skilja mig ríkari eftir. Bragi Ásgeirsson. Betri samstarfsmann en Björn er vart hægt að hugsa sér, svo glöggur, nákvæmur, og fljótur til verka sem hann var. Það var árið 1998, sem ég fór fram á það við hann að skrifa árlegt yfirlit um stjórnmála- og efnahagslíf á Ís- landi í norrænt tímarit, Nordisk Tidsskrift, sem ég sit í ritstjórn fyr- ir. Hann tók verkið að sér og sinnti því með miklum sóma til dauðadags. Grein hans um árið 2002 bíður nú birtingar, tilbúin af hans hálfu vel fyrir lok skilafrestsins. Þannig sinnti hann af alúð því sem hann tók að sér. Auk ábyrgðarstarfa á Morgun- blaðinu og ýmissa félags- og trún- aðarstarfa átti Björn langan og far- sælan feril á norrænum vettvangi og eignaðist þar fjölda góðra vina. Hann var íslenskur ritstjóri tíma- ritsins Nordisk Kontakt um árabil þar til útgáfu þess lauk árið 1966. Björn, sem skildi manna best þörf þess að kynna og auka skilning er- lendis á íslenskum málefnum, var alla tíð ósáttur við að tímaritið skyldi lagt niður og lá ekki á þeirri skoðun, enda hreinskilinn og hreinskiptinn. Björn stuðlaði með skrifum sínum um íslensk málefni á norrænum vett- vangi að aukinni þekkingu og skiln- ingi annars staðar á Norðurlöndum á Íslandi, íslensku þjóðfélagi og Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Björn Jóhannsson með Magnúsi Þórðarsyni, blaðamanni á ritstjórn Morg- unblaðsins, 1963. Þeir sáu þá m.a. um sérblað Morgunblaðsins vegna hálfr- ar aldar afmælis blaðsins – fyrir 40 árum. Morgunblaðið 50 ára Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Heimsókn U Thants til Íslands. Burmamaðurinn U Thant, framkvæmda- stjóri Sameinuðu þjóðanna, kom í heimsókn til Íslands í boði ríkisstjórn- arinnar í byrjun júlí 1966. Íslenskir blaðamenn ræða við U Thant við kom- una til Íslands. Í hópnum má m.a. þekkja blaðamennina Árna Gunnarsson, Björn Jóhannsson og Valdimar Jóhannsson og að baki framkvæmdastjór- ans er Agnar Klemens Jónsson ráðuneytisstjóri. Lengst til hægri sést vangasvipur Emils Jónssonar utanríkisráðherra. U Thant í heimsókn Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon 25. mars 1977. Dagur Norðurlandaráðs í Norræna húsinu í Reykjavík. Heiðursgesturinn Tryggve Bratteli, fyrrum forsætisráðherra Noregs, kom hingað í tilefni dagsins og á móti honum tók Björn Jóhannsson blaðamaður. Tryggve Bratteli, fyrrum forsætisráðherra Noregs, í heimsókn MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. MAÍ 2003 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.