Morgunblaðið - 02.05.2003, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 02.05.2003, Blaðsíða 35
síns ágætis nokkuð þótt með ólíkum hætti væri. Vináttan styrktist. Björn fór á undan heim að vinna á Alþýðublaðinu og þar hófst blaða- mennskuferill hans sem síðan varð óslitinn og á sér ekki margar hlið- stæður. Það átti fyrir okkur að liggja að vera hvor í sínum landsfjórðungi þegar við hófum baráttuna fyrir líf- inu. Ég norður í landi, hann fyrir sunn- an en vorum fljótir að ná upp viðeig- andi vængjaslætti þegar við hitt- umst, sem þó var sjaldnar en gott var. Bjartur sumarmorgunn skömmu eftir að við Guðbjörg erum sest í Ólafsfjörð og hann kemur við í sum- arleyfi einu sinni sem oftar og við fórum í Fjarðarána að kankast á við bleikju og líka þar í veiðiskapnum bar hann sig til með snaggaralegri hætti en algengast er. Hylurinn hreint ekki spegilsléttur eftir að Björn var kominn með stöngina út í hann miðjan með talsvert íburðar- meiri sveiflum og hljómstríðari áslætti á vatnsskorpuna en tíðkast hjá öðrum iðkendum íþróttarinnar en veiddi samt. Hann lagði þó ekki fyrir sig stang- veiði í frístundum síðan. Hins vegar reyndist hann áhuga- samur ræktunarmaður í garðinum heima og kom okkur á óvart, vinum sínum, undi þar vel og var býsna stoltur að sýna garðinn sinn vel gró- inn og blómlegan. Mislangt var síðar milli heim- sókna en ekki kaupstaðarferð sem stæði undir nafni hjá okkur hjónum utan komið væri til Guðrúnar og Björns í Hafnarfjörð. Og svoleiðis var sl. haust að ég þurfti að koma afurðum í Hús mál- aranna á sýningu að enn efndu þau til veislu. Tóku á móti okkur með rausn og hlýju, glaðværð og glæsi- leik eins og svo oft áður. Það geislaði af þeim. Enn eitt ógleymanlegt kvöld í sjóðinn. Nýjasta bókin henn- ar Guðrúnar, Saga Svanhvítar Egils- dóttur, nýkomin úr prentsmiðju, Björn stoltur af því tilefni líka, glað- ur og reifur og nú í fyrsta sinn orðaði hann við okkur hugmyndir um hvernig hann dreymdi um að verja eftirlaunaárunum þegar þar að kæmi og kemur ekki við þessa sögu. Við drukkum hestaskál og kvödd- umst á stéttinni að Mávahrauni 3. Bjartir júnídagar. Stúdentahópur- inn frá MA 1956 hefur hist eins og hefð er til. Björn Jóhannsson var traustur þegn Menntaskólans á Ak- ureyri, bar hlýjan hug til skólans og minntist áranna þar með gleði, brá sér í líki kennara og skólasystkina með eftirhermum á glaðværum stundum og naut endurfundanna af slíkum ákafa að stundum mátti mað- ur hafa sig allan við að fylgja honum eftir enda hafði hann stundum orð á því að hann tímdi ekki að sofa bjart- ar afmælisnæturnar fyrir norðan. Við sitjum nú eftir dálítið skrýtin til augnanna og vitum að öðruvísi verður næst þegar við hittumst og fögnum tímamótum. Mörgum finnst helst til langt á milli funda. Þeir höfðu því um það forystu í byrjun þessa árs Björn, Friðjón Guðröðarson og Knútur Bruun að bæta úr því og kalla skóla- systkin til kaffidrykkju einu sinni í mánuði til að endurnýja vináttu og kunningsskap, rifja upp og hlýja sér við gamlar minningar. Það var vel til fundið hjá þeim og mjög var það í anda Björns að vilja halda saman hópnum og til skila því sem tengt hefur hann saman árin öll síðan lífið var eftirvænting. Orða er vant þegar kemur að þætti Guðrúnar hans Björns í lífi hans og hamingju. Fjörmiklar gáfur hennar og kankvíst viðhorf til lífsins var honum mikilsverðara en ég hefi hæfileika til að orða. Aðdáun okkar á hún, þakklæti og vináttu. Henni sendum við einlægar samúðarkveðj- ur, börnunum og fjölskyldunni allri. Skólasystkinin frá MA, stúdentar 1956, kveðja Björn Jóhannsson með þökk og söknuði. Blessuð sé minning hans. Kristinn G. Jóhannsson. Þegar ég hitti Björn Jóhannsson í fyrsta skipti þótti mér hann ekki árennilegur maður. Ég stóð skjálf- andi fyrir framan hann í Morgun- blaðshúsinu og reyndi að telja hann á að birta í blaðinu grein sem ég hafði skrifað. Honum þótti allt að greininni. Hann sagði mér að breyta greininni svona og svona og ef ég gerði það skyldi hann birta hana. Hann stóð við orð sín. Ferðir mínar til Björns urðu margar og mörg urðu símtölin. Smám saman kynntist ég manninum á bak við andlitið sem mér hafði þótt bera svo strangan svip. Hann reynd- ist bæði hjartahlýr og leiftrandi gáf- aður. Ég mun aldrei gleyma þessum mæta manni sem ég hef síðari ár tal- ið til minna betri vina. Hann kenndi mér svo margt hann Björn. Hann kenndi mér að tjá mig í rituðu máli og hann sagði mér að ef ég vildi vera marktæk ætti ég ekki að skrifa nema tvær greinar á ári í blaðið og þá að- eins um baráttumál mín. Þau voru svo mörg og svo góð heil- ræðin hans. Ég votta Guðrúnu Egilson, konu Björns, og börnunum fjórum inni- lega samúð. Hvíl þú í faðmi Guðs, góði vinur minn. Auður Guðjónsdóttir. MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. MAÍ 2003 35 GUÐFINNA KRISTÍN GUÐMUNDSDÓTTIR frá Lambadal í Dýrafirði, Hófgerði 2, Kópavogi, lést á Landspítalanum Hringbraut laugardag- inn 26. apríl. Úför hennar fer fram frá Kópavogskirkju laug- ardaginn 3. maí kl. 14.00. Þormóður Pálsson og fjölskylda. Ástkær eiginmaður minn og faðir okkar, KJARTAN FRIÐBJARNARSON kaupsýslumaður frá Siglufirði, lést þriðjudaginn 29. apríl. Útförin verður auglýst síðar. Alida Olsen Jónsdóttir, Daníel Jón Kjartansson, Alda Kjartansdóttir, Edda Kjartansdóttir, Ómar Kjartansson, Súsanna Kjartansdóttir, Kjartan Kjartansson, Sigríður Kjartansdóttir. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinar- hug vegna andláts og útfarar elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og lang- ömmu, KRISTÍNAR BENEDIKTSDÓTTUR, áður til heimilis í Smáratúni 2, Selfossi. Sérstakar þakkir til starfsfólksins á hjúkrunar- heimilinu Ljósheimum, Selfossi, fyrir góða umönnun. Sólveig Jónsdóttir, Oddbjörg Jónsdóttir, Einar Sumarliðason, Guðfinnur Jónsson, Helga Emilsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Við þökkum af alhug öllum þeim sem sýndu okkur samúð, hlýju og umhyggju vegna fráfalls okkar ástkæra eiginmanns, föður, stjúpföður, tengdaföður, afa og bróður, SØREN STAUNSAGER LARSEN. Velvild ykkar hefur verið okkur styrkur í þessari þungu raun. Sérstakar þakkir til starfsfólks slysa- og bækl- unardeilda Landspítala Fossvogi fyrir alúð og nærgætni. Sigrún Ólöf Einarsdóttir, Martin S. Larsen, Anders S. Larsen, Lóa K. Biering, Ingólfur Níelsson, Sigurpáll Sören Ingólfsson, Jens Larsen og aðrir aðstandendur. Ástkær faðir minn, unnusti, sonur, fóstursonur, tengdasonur, bróðir, mágur og frændi, GUNNAR BERG JÓHANNSSON, sem lést af slysförum mánudaginn 28. apríl, verður jarðsunginn frá Langholtskirkju þriðju- daginn 6. maí kl. 13.30. Sindri Snær Gunnarsson, Arnbjörg Ösp Matthíasdóttir, Gunndís R. Hafsteinsdóttir, Páll Þórarinsson, Jóhann B. Óskarsson, Sólrún Héðinsdóttir, Matthías Bragason, Ragnheiður S. Helgadóttir, Harpa Sigurbjörnsdóttir, Baldur G. Arnarson, Óskar Jóhannsson, Helga Jóna Þórunnardóttir, Hróðvar H. Jóhannsson, Gyða Vestmann, Júlíus B. Jóhannsson, Stefán R. Jóhannsson, Kristrún Jóhannsdóttir og systkinabörn. Ég kveð með söknuði góðan samstarfsmann til margra ára og skoðanabróður í öllum meg- inmálum til heilla fyrir okkur Ís- lendinga. Að fylgjast með Birni Jóhannssyni við fréttastjórn var líkt og að kynnast verklagi frá- bærs listamanns. Að ræða við hann um málefni líðandi stundar var á við góða vítamínsprautu. Hin síðari ár hittumst við of sjald- an en skiptumst á orðum í síma eða tölvu. Tilveran verður grárri við ótímabært brotthvarf Björns. Ég votta Guðrúnu, börnum hans og öðrum vandamönnum innilega samúð. Björn Bjarnason. Björn Jóhannsson var bæði vinnufélagi og fjölskylduvinur. Að honum gengnum breytist margt. Hin daglega morgunkveðja, „Komið þér sælar, frú Lauga,“ á t.d. ekki eftir að hljóma aftur. Nú kveð ég hann í hinsta sinn með sömu orðum og í lok venjulegs vinnudags til margra ára: „Verið þér sælir, herra Björn, megirðu eiga ánægjulega heimkomu.“ Ég er þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast honum. Guðlaug Sigurðardóttir. HINSTA KVEÐJA Þetta portrett málaði samritstjóri Björns Jóhannssonar við Nordisk Kontakt, Harry Elg, af Birni og gaf honum. Blýið kvatt við vinnslu á Morgunblaðinu um 1970. Nokkrir starfsmenn ritstjórnar stilla sér upp á ritstjórninni með blýklumpa í tilefni dagsins. Við tók offsetið. Frá vinstri: Magnús Finnsson, Björn Vignir Sigurpálsson, Árni John- sen, Björn Jóhannsson, Ólafur K. Magnússon, Ingvi Hrafn Jónsson og Sverrir Þórðarson. Blýið kvatt á ritstjórn Morgunblaðsins Portrett
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.